Morgunblaðið - 04.03.1980, Blaðsíða 27
35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
einn sjálfstæðismaðurinn af öðrum
hefur verið leiddur upp í vitnastúku
Morgunblaðsins og látinn vitna
gegn Gunnari Thoroddsen, ófrægja
hann og svívirða á alla lund að
undanförnu. Minnir þetta einna
helst á hreinsunarréttarhöld aust-
antjalds. Uppistaða hinna vel æfðu
vitnisburða er ávallt sú sama.
A. Gunnar Thoroddsen var einn
af glæsilegustu og efnilegustu for-
ystumönnum Sjálfstæðisflokksins
fyrst í stað. (Nánar tiltekið uns
hann leyfði sér að ljá tengdaföður
sínum lið í forsetakosningunum
1952.)
B. Gunnar hefur sýnt undirferli
og farið á bak við flokksbræður
sína. (Með sjálfstæðum, hljóðlátum
athugunum sínum á sérhverjum
hugsanlegum möguleikum á lausn
stjórnarkreppunnar.)
C. Gunnar hefur svikið Sjálf-
stæðisflokkinn og stefnu hans með
myndun núverandi stjórnar.
Við skulum athuga þessa vitnis-
burði nánar hvern fyrir sig.
A. Oft ratast kjöftugum satt á
munn. Gunnar var einn af allra
glæsilegustu forystumönnum Sjálf-
stæðisflokksins þegar á unga aldri,
og er það enn. I samræmi við það
hefur hann nú stýrt pólitísku fleyi
sínu í höfn með þeirri karlmennsku,
þrautseigju og óbilandi sigurvissu,
sem einungis afreksmönnum og
óskabörnum örlaganna er auðið.
Fyrir slíkum víkingum stenst
ekkert. Afbrýðisemi, illvild, öfund,
hefnigirni, júdasarkossar, svika-
sættir, persónulegt og pólitískt
vélræði, einangrunarsamsæri,
frystingarbandalög og útíkuld-
annklíkur, allt tvístrast þetta og
molnar fyrir heiðarlegri framgöngu
kempunnar, sem aldrei svíkur sína
huldumey, sjálfstæðishugsjónina,
þótt aukvisar og ættlerar veiti
henni umsátur. Gunnar Thorodd-
sen, þessi Ódysseifur íslenskra
stjórnmála, kemur fláráðum fénd-
um sínum í opna skjöldu í fylling
tímans og lætur þá snýta rauðu.
Gervöll þjóðin fagnar því að fá að
nýju stjórn og myndugleik í landið.
En þetta kemur að sjálfsögðu
ekki allt fram i vitnastúku Morgun-
blaðsins heldur einungis mátulega
mikið til að framhald vitnaleiðsl-
unnar verði nægilega trúverðugt.
B. „Gunnar Thoroddsen hefur
sýnt undirferli“. Við, sem höfum
fordómalaust fylgst með Gunnari í
ræðu, riti og persónulegum sam-
ræðum í gegnum árin, vitum að
þetta er auvirðileg lygi. Gunnar er
ekki þeirrar gerðar, að hann þori
ekki að koma framan að mönnum,
það hefur alþjóð fengið að sjá að
undanförnu. En vegna þeirra, sem
ekki þekkja Gunnar nægilega og
kynnu að leggja trúnað á þennan
rógburð, skal eftirfarandi enn einu
sinni rifjað upp:
Árið 1952 fóru fram forsetakosn-
ingar á íslandi. Ásgeir Ásgeirsson
tengdafaðir Gunnars Thoroddsens
var meðal frambjóðenda. Þáverandi
meirihlutaforysta Sjálfstæðis-
flokksins ákvað að blanda sér í
málið sem slík og styðja séra
Bjarna Jónsson þáverandi vígslu-
biskup í Reykjavík og setti flokks-
vélina á fullt og Morgunblaðið með
til að tryggja honum kosningu.
Gunnar Thoroddsen, einn af for-
ystumönnum Sjálfstæðisflokksins,
einn af þeim glæsilegustu, eins og
vitnaleiðsla Morgunblaðsins hefur
þegar leitt í ljós, reis einarðlega
gegn þessari starfsemi flokksfor-
ystunnar og mótmælti henni. Hann
lýsti því yfir, að forsetakjör lýð-
veldisins íslands væri hafið yfir
pólitíska flokkadrætti og lýsti sjálf-
stæðismenn frjálsa og óbundna
sérhverjum flokkspólitískum kvöð-
um og skyldum í þessum efnum.
Stór hluti þáverandi sjálfstæð-
ismanna fylgdi þessari ábendingu
Gunnars Thoroddsens og Ásgeir
Ásgeirsson var kjörinn forseti
íslands, sem alkunnugt er.
Forysta Sjálfstæðisflokksins reis
úr öskunni að nokkrum tíma liðn-
um og Ólafur Thors þáverandi
formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti
því yfir fyrir alþjóð, að sæst hefði
verið á þessi mál innan Sjálfstæðis-
flokksins og sérhvert missætti væri
grafið og gleymt og Sjálfstæðis-
flokkurinn gengi að nýju heill til
skógar.
Þessi sætt þótti eðlileg, rökrétt
og sanngjörn. Rökrétt og sanngjörn
vegrja þess, ^ð \ (fopetakosningun-
um 1952 staðfesti þjóðin þá túlkun
Gunnars Thoroddsens, að eðli sínu
samkvæmt skyldu forsetakosningar
á íslandi vera óháðar flokkspóli-
tískum böndum. Þessi þjóðarúr-
skurður hefur síðan öðru sinni verið
staðfestur með eftirminnilegum
hætti, þ.e. við forsetakosningarnar
1968. Þær kosningar áttu og eftir að
verða sígilt dæmi um dramatísk
tilbrigði rammslunginnar örlaga-
glettni í garð Gunnars Thorodd-
sens. En það er saga út af fyrir sig
og skal látin ósögð hér og nú. En
væri sú saka rakin til hlítar, myndi
andlegt atgervi Gunnars og karl-
mennska koma því betur í ljós.
Án þess ég geti fullyrt neitt um
það, þá hef ég tilhneigingu til að
trúa því, að Ólafur Thors hafi
meint þetta og mælt af heilum hug,
þetta með sættirnar. Hann var
þeirrar gerðar, stór í sniðum og
ærlegur. — Mikill foringi.
Hvað sem því líður er hitt þó
deginum ljósara fyrir löngu síðan,
að viss hópur innan Sjálfstæðis-
flokksins fyrirgaf Gunnari Thor-
oddsen aldrei sjálfstæði það og
einurð, er hann sýndi og viðhafði
1952. Gervöll saga Gunnars undir
merkjum Sjálfstæðisflokksins
síðan 1952 er menguð þessum
beiska sannleika.
Vorið 1979 var haldinn í Reykja-
vík 23. landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins, sem fyrr segir. Vegna
vaxandi óánægju með slappa for-
ystu flokksins lá það fyrir, að átök
yrðu á fundinum varðandi for-
mannskjör.
Sem kunnugt er var Geir Hall-
grímsson kjörinn formaður flokks-
ins með verulegum atkvæðamun
gagnvart mótframbjóðandanum,
Albert Guðmundssyni.
Eitt ákæruatriði Geirsmanna á
hendur Gunnarsmönnum nú að
undanförnu er reist á þessari niður-
stöðu landsfundarins. Sagt er sem
svo, að sumir hafi greinilega ekki
getað sætt sig við ákvörðun lands-
fundar varðandi formennsku í
Sj álf stæðisf lokknum.
Þessi röksemd er ágætt dæmi um
hálfsannleik af lakara taginu. Menn
skyldu gera sér ljóst, að það eru
engin gamanmál að fella ríkjandi
formann í stórum stjórnmálaflokki
með naumum meirihluta, ef við-
komandi formaður heldur öllu sínu
til streitu. Það er heldur ekkert
grín að komast það nærri honum,
að hann rétt lafi áfram í for-
mennskunni. Margir þeir, sem kusu
Geir Hallgrímsson formann á 23.
landsfundi Sjálfstæðisflokksins
voru ýmist haldnir efasemdum eða
óánægju með formanninn. Atkvæði
þeirra ákvörðuðust af því, að miklu
skipti fyrir flokkinn að hann gengi
aaprpjlega jtil hafður og öruggur í
fasi frá þessum fundi, hvað stjórn
og forystu áhrærði.
Þessu til sönnunar kemur sá hluti
sannleikans, sem ekki hefur verið
haldið á loft af Geirsmönnum á
undanförnum dögum, að varafor-
mannskandidat Geirs Hall-
grímssonar féll við þetta sama
formannakjör fyrir Gunnari Thor-
oddsen.
Var þó ekki við veifiskata að etja
þar sem Geirskandídatinn var,
kempuna Matthías Bjarnason Vest-
firðingagoða og fyrrverandi ráð-
herra með láði. Menn geta spáð í
það hver fyrir sig, hvort þeir hafi
verið margir sjálfstæðismennirnir
úr Vestfjarðakjördæmi, sem snið-
gengu Matthías við þessa kosningu,
hvað sem leið afstöðunni til Geirs
Hallgrímssonar.
Ég sagði Gunnari það, þegar ég
óskaði honum til hamingju eftir
úrslitin, að ég hefði ekki kosið
hann, minna mátti það ekki vera.
Gunnar brosti og handtakið var
þétt og hlýtt engu að síður.
Það útheimtir annað tveggja
nema hvort tveggja sé, alvarlega
pólitíska gláku eða ábyrgðarlausa
ófyrirleitni, að ganga af þessum
fundi með þeim ásetningi að setja
Gunnar Thoroddsen út í horn, skipa
honum að hræra hvorki legg né lið
og helst að halda kjafti. Slík
framkoma er ekki einungis frekleg
móðgun við Gunnar sjálfan, heldur
hnefahögg í andlit Gunnarsmanna,
sem töldu sig vera að tryggja það á
síðasta landsfundi, að núverandi
formaður hefði nægilegan stuðning
við bakið til að koma fram með
reisn, en Gunnar Thoroddsen gengi
honum næstur hvað áhrif og umsvif
í flokksforystunni snerti.
I ljósi þess, sem hér hefur verið
rakið, er það í senn grátlegt og
broslegt þegar Geir Hallgrímsson
gerir sig digran vegna síðasta
landsfundar og ætlar sér að hafa
Gunnar Thoroddsen fyrir hund í
bandi og sparka í hann ef hann
biður ekki um leyfi til að pissa.
Það er út af fyrir sig eftirtektar-
vert, þótt það skipti litlu máli, að
það er ýmist að Geir og klíka hans
þykjast ekkert hafa vitað um kann-
anir Gunnars, eða þeir segjast hafa
haldið um þær dagbækur vikum
saman.
En kjarni málsins er að sjálf-
sögðu þessi: Geir hafði vikum sam-
an haft tækifæri til að láta til sín
taka við stjórnarmyndun fyrir hönd
Sjálfstæðisflokksins, bæði beint og
óbeint. Allt kom fyrir ekki. Þjóðin
var slegin óhug og vonbrigðum og
vandamálin voru hvarvetna að
spretta upp eins og gorkúlur á
haugi.
Þá rýfur Geir Hallgrímsson sætt-
ir og skráða jafnt sem óskráða
málamiðlun fri) síðastá lapdsfundi
með því að gefa ekki sjálfkrafa
varaformanni flokksins, Gunnari
Thoroddsen boltann og ljá honum
tækifæri til að sýna hvað hann gæti
til að hefja orðstír sjálfstæðisstefn-
unnar á ný til vegs og virðingar
með vasklegri framgöngu sinni og
fagmánnlegum vinnubrögðum til
heilla fyrir land og þjóð.
Þetta var skýlaus réttur Gunnars
sem varaformanns fyrir hönd
frjálslyndari afla innan Sjálfstæð-
isflokksins, ekki hvað síst með
tilliti til þess, að leifturstefnu
hægri armsins hafði að flestra dómi
verið hafnað í síðustu kosningum.
Þann ósigur bar auðvitað að horfast
í augu við og endurmeta hina
pólitísku stöðu.
Það þarf heilmikinn nashyrn-
ingshátt og pólitíska blindu til að
koma ekki auga á þá óhjákvæmi-
legu leikfléttu Sjálfstæðisflokksins
í stjórnarmyndunarskákinni, sem
einungis Gunnar Thoroddsen fyrir
hönd frjálslyndari armsins var-fter
um að framkvæma.
En það er ekki laust, sem skratt-
inn heldur. Gunnar er knúinn til að
draga rétt hinna frjálslyndu með
töngum út úr klónum á Geirsklík-
unni við tilfallandi óhljóð, emjan og
grátkór afturhaldsaflanna í flokkn-
um, þar sem forsöngvarinn er allt í
senn, laglaus, taktlaus og raddlaus.
Það er nú ljóta mússíkin.
Hvern fjandann sjálfan áttu
frjálsir menn í frjálsum flokki
deginum lengur að una þessu enda-
lausa grútmáttlausa þjóðstjórnar-
þukli og kratakukli flokksforyst-
unnar, sem engan hljómgrunn átti
á Alþingi og var að fléstra dómi
fyrirfram dæmt til að verða að
pólitísku fúleggi. Öll venjuleg form
og hefðbundin mynstur höfðu verið
þrautkönnuð til hins ítrasta án
minnstu vonar um árangur, hvað
snerti þingræðislega lausn stjórn-
arkreppunnar. Sérhver flokksfor-
ysta hafði fengið sín 'tækifæri, en
ekki tekist. Þjóðarskútan var komin
með slagsíðu svo að vatnaði inn á
dekkið.
Þegar svo er komið, mælá öll
skynsamleg rök með því að losað sé
á flokksböndum, ef slíkt má sýni-
lega leiða til lausnar. Landið, þjóðin
og þingræðið standa beinlínis á
öndinni og bíða þess milli vonar og
ótta, að þingmenn, sem bundnir eru
af stjórnarskránni með eiðstaf til
að fara fyrst og síðast eftir sann-
færingu sinni, láti að sér kveða með
einhverjum þeim hætti, er verða
megi til bjargar.
Ég veit ég mæli fyrir munn
margra er ég segi, að ég hefði talið
Gunnar Thoroddsen bregðast
frjálslyndari armi Sjálfstæðis-
flokksins, hefði hann ekki undir
framangreindum kringumstæðum
tekið frumkvæðið í sínar hendur
með svo til hvaða hætti sem var.
Það sver sig í ætt við smásmugu-
hátt og réttlæti faríseans í guð-
spjöllunum að ætlast til þess að
Gunnar Thoroddsen gæfi Geir
Hallgrímssyni skýrslu á heilum og
hálfum klukkutíma um athuganir
sínar þegar svona var komið og
eftir að Geir hafði margbrotið á
Gunnari skráðar og óskráðar leik-
reglur. Og skyldi ekki Geirsklíkan
mundu hafa tekið viðbragð og
hvæst og höggvið til Gunnars,
hvaða aðferð sem hann hefði við-
haft í stjórnarmyndunarstarfi sínu,
ef ekki í þessum dúrnum, þá í
hinum. Svari hver því, sem honum
þykir líklegast.
Það er einhver hinn grófasti
dónaskapur og fyrirlitning í garð
pólitískra viðsemjenda sem ég hef
orðið vitni að, þegar Geirsmenn
klifa á því, að með hljóðlegum
athugunum sínum í kyrrþey hafi
Gunnar Thoroddsen valdið því, að
Geir Hallgrímssyni hafi ekki tekist
að mynda stjórn. Er virkilega
ætlast til þess að almenningur taki
það alvarlega, að Framsóknarflokk-
ur, Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag, hver fyrir sig og allir í senn,
meti það meira á örlagastundum
þjóðarinnar að skemmta sér við
heimiliserjur Sj álfstæðisflokksins
og gera þær að pólitísku markmiði
en að ná sem víðtækastri og
sterkastri samstöðu til að þoka
áleiðis hugsjónamálum sínum og
umbjóðenda sinna með ábyrgum
hætti, og vinna þannig að þjóðar-
heill? Þetta er argvítugur áróður og
flestu er nú ýtt á flot til að leiða
hugann frá pólitísku getuleysi,
klúðrun pg klaufaskap.
Hafi þetta hugarfar í garð við-
semjendanna stöðugt svifið yfir
vötnunum við stjórnarmyndunar-
tilraunir Geirs Hallgrímssonar, þá
var varla við miklu að búast.
Geir Hallgrímsson hafði allt, sem
hann þurfti í höndunum til stjórn-
armyndunar. Hann hafði Morgun-
blaðið, flokksvélina, radar, miðun-
arstöð, stjórntæki og áhöfn. Hann
kunni bara ekki á þetta. Flokks-
skútan var að sigla í strand.
. Gunnar Thoroddsen gerði ekkert
til að torvelda siglingu þessa skip-
stjóra. Hann var einungis stýri-
maðurinn, sem stjakað hafði verið
út úr brúnni, svo að Geir gæti af
algerri einbeitingu rýnt með alvar-
legum augum sínum í radarinn, án
þess að vera stöðugt að líta upp til
að passa, að Gunnar kæmi ekki of
nálægt stýrinu.
Stýrimaðurinn stóð rólegur og
æðrulaus úti á brúarvængnum og
horfði til stjarnanna. Það var
honum nóg. Þegar boðarnir taka að
rísa fyrir stafni, skundar Gunnar
inn í brúna og gefur Geir sitt
útreiknaða strik. Geir fýlir grön og
heimtar að fá að yfirfara útreikn-
inginn sjö hundruð sjötíu og sjö
sinnum. Gunnar segir, því miðu-,
ekki hægt, við erum að sigla í
strand. Sjö hundruð sjötíu og sjö
sinnum segir Geir og verður svo
alvarlegur í augunum, að Gunnar
sér að þetta er vonlaust. Hann
vindur sér út úr brúnni og fer í
léttabát með einkennisstöfum og
númeri Sjálfstæðisskútunnar við
fjórða mann. Þeir innbyrða í leið-
inni þann fimmta, sem hafður
hefur verið í togi í mjólkurtrogi
síðan í kosningunum. Sá er galvask-
ur og hress og skilur það mætavel
að Geir er ekki enn búinn að reikna
það sjö hundruð sjötíu og sjö
sinnum, hvort taka skuli mjólkur-
trogið um borð eða skera það aftan
úr.
Síðan siglir léttabáturinn Gunn-
arsstrikið en Geir gamla strikið.
Enginn veit enn, hvort Geir ætlar
að stranda Sjálfstæðisskútunni eða
leggja hart í bak og elta Gunnar.
Af því, sem nú hefur verið sagt,
má öllum vera ljóst, að undirferlis-
ákæran á hendur Gunnari er löð-
urmannleg tilraun af hálfu Geirs-
manna til að fela eigin bolabrögð,
flokksræðislega valdníðslu og rofn-
ar sættir.
Undirferlisákæran er lúalegt
högg undir beltisstað.
C. „Gunnar hefur svikið Sjálf-
stæðisflokkinn með stjórnarmynd-
un sinni."
Hvað það snertir, að með ein-
hvers konar faríseafræðimennsku
væri unnt að renna málamynda-
stoðum undir ákæruna um brot á
flokkslögum af hendi Gunnars
Thoroddsens í sambandi við stjórn-
armyndunina, þegar tekið hefur
verið tillit til ofríkis og ófyrirleitni
Geirsklíkunnar gagnvart honum
innan flokksforystunnar, þá hefur
almenningsálitið þegar kveðið upp
sinn dóm í þeim efnum með hlið-
sjón af bolabrögðunum innan Sjálf-
stæðisflokksins annars vegar og
þjóðarástandinu hins vegar.
Dómsorðið er skýrt og skorinort,
svo sem vera ber:
Nauðsyn brýtur lög.
6.
Menn, sem tekið hafa skakkan
pól í hæðinni og eru nánast að sigla
flokki sínum í strand, skyldu ætla
sér af í drembilæti sínu.
Flokksræðisprinsarnir, klíku-
varðliðarnir og reglufarísearnir í
Sjálfstæðisflokknum, sem hrækt
hafa ósleitilegast í áttina til Gunn-
ars Thoroddsens að undanförnu og
látið skína í tennurnar, átta sig
væntanlega á því fyrr en síðar, að
sendingar þeirra ná ekki hálfa leið
að marki, heldur berast fyrir
stormi almenningsálitsins og rétt-
lætisins til baka í þeirra eigin
andlit.
Ef þessir menn vilja hafa mín
ráð, þá ættu þeir að draga verulega
úr þessari munnvatnsframleiðslu
sjálfra sín vegna. Þá verður auð-
veldara að snyrta sig í tæka tíð og
taka sig saman í andlitinu fyrir
nánustu framtíð.
Morgunblaðið, sem heyktist á því
að standa við tilboðið um sögulegar
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Með grein þeirri, sem hér fer á eftir, fylgdi bréf til
ritstjóra Morgunblaðsins þar sem segir m.a.:
„í þeirri von, að Morgunblaðið sé enn sem fyrr á þeim buxunum
að leyfa sem flestum sjónarmiðum að koma fram, sendi ég þessa
grein með ósk um birtingu.
Mér er það ljóst, að ég bið ekki um lítið, þegar hvort tveggja er
haft í huga, lengd greinarinnar annars vegar og efni hennar og
innihald hins vegar.
Komið hefur fram í máli manna að undanförnu, að flokksráðs-
fundurinn á dögunum hafi verið góður öryggisventill til að gefa
mönnum kost á að blása út. Þetta er að líkindum rétt metið. En það
er bara ekki nóg, að blásið sé út á lokuðum flokksfundi. Hinn
almenni flokksmaður verður líka að gæta síns heilsufars í þessum
efnum.
Þótt meðfylgjandi grein sé kjaftfor, — það viðurkennist
vafningalaust, að það er hún, — tel ég ekki óeðlilegt eða
ósanngjarnt, að eitthvað hressilegt komi á móti öllum þeim
hamagangi, er átt hefur sér stað í blaðinu gegn Gunnari
Thoroddsen að undanförnu. En þetta er að sjálfsögðu mín skoðun.
Ég er einnig þeirrar trúar, að með því að gefa okkar, sem þið á
Morgunblaðinu mynduð að líkindum kalla hina lausari og
óstýrilátari aðila innan flokksins, tækifæri til að taka spretti og
blása út á síðum blaðsins, tryggi Morgunblaðinu í leiðinni tvennt
sjálfu sér til handa, sem því ætti að vera nokkurs virði. Þar á ég við
að annars vegar viðvarandi áhrifavald í skoðanamyndun almenn-
ings Sjálfstæðisstefnunni til góða, og hins vegar áframhaldandi
hlutverk baðstofunnar mitt í dagsins önn.
Þetta finnst mér að verði að hafa sinn gang, enda þótt einhverjar
orðahnútur kunni af og til að hrjóta að fótum blaðsins sjálfs í hita
umræðunnar. Morgunblaðið má með öðrum orðum aldrei verða
orðsjúkt, og hefur enda ekki verið það til þessa, eftir því sem ég hef
litið til.
Þessi ræða mín er ekki einvörðungu flutt til að greiða
meðfylgjandi grein götu, heldur hef ég víðara samhengi í huga.
Ég er þeirrar trúar, að Sjálfstæðisflokkurinn komist til góðrar
heilsu á ný fyrr en síðar. Þau ónot, sem gripið hafa um sig í bili eru
ekki hættuleg meinsemd, miklu trúlegra að það séu vaxtarverkir.
Frjáls og hispurslaus umræða innan flokksins mun smám saman
hreinsa loftið og stuðla að sátt og einingu að nýju.“