Morgunblaðið - 04.03.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA 10100
KL. 13-14 FRÁ
MANUDEGI TIL
FOSTUDAGS
sölu og neyslu, til að reyna að
vernda einstaklinga og almenning
frá því ægilega böli, sem neysla
slíkra efna hefur í för með sér.
Ef rétt stefna væri ríkjandi
meðal þjóðarinnar, mundi hver
einstakur hafa vit og vilja til að
láta ekki leiða sig í þær hættur,
sem neysla áfengis og eiturlyfja
hefur í för með sér. Og það er
auðvitað sú stefna, sem verður að
sigra, ef ekki á illa að fara. En
meðan svo er ekki, verður að
berjast ötullega gegn þessum
hættulegu efnum og brýna fyrir
mönnum ógnir þær, sem af þeim
stafa, í stað þess að stuðla að
neyslu þeirra.
I. A.
• Hefði socialisminn
farist?
Mér krossbrá, er ég sá
leikskrá frá einum skóla í
Reykjavík því þar var mynd af
banhungruðu barni, og átti mynd-
in að túlka illa stjórn í heiminum.
Víst er það þroskandi að vekja
meðaumkun með meðbræðrum, en
er ekki líka nauðsynlegt að leita
að orsökinni fyrir ástandinu. Það
hlýtur að hafa haft áhrif á
matvælaframleiðsluna í heimin-
um, þegar sócialisminn lagði undir
sig bestu landbúnaðarlönd Evrópu
og lagði þar með í rúst landbúnað-
inn. Ungverjar skyldu iðnvæðast
og þá urðu þeir að fá málmgrýti
frá Kína. Það var ekki allt prakt-
iskt, sem Stalin lagði til. Bresnev
dundaði við að útrýma bændum
frá Úkraínu, þegar hann var að
læra og dóu 614 millj. og landbún-
aður hefur verið stundaður víðar í
Rússlandi. Samyrkjubúin hafa
reynst illa og Trotský var myrtur,
vegna þess að hann trúði ekki á
þau. Lengi vel fengu bændur að
hafa 8% af landinu fyrir sig og
útkoman varð sú, að bændur
skiluðu 40% af heildarframleiðslu,
en hin 92% skiluðu bara 60%.
Þrátt fyrir þetta má ekki hrófla
við samyrkjubúskapnum, því að
eftir kokkabókum Marx eiga hlut-
irnir að ganga.
Fyrir tveimur árum skoðaði
landbúnaðarnefnd frá Kanada
ástandið í þessum málum í Rúss-
landi og þeir sögðu, að 25 landbún-
aðarverkamenn framleiddu ekki
meira en 1 slíkur í Bandaríkjun-
um, 17 þyrfti á móti einum í
Kanada. Þeir ganga líka í Rúss-
landi þessir brandarar: „Veistu
hvað gerðist þegar Krusjoff sáði
maísnum? — „Hann uppskar
hveiti frá Bandaríkjunum."
„Hvenær er flokkurinn til hægri?"
— „Það er þegar svolítið er til að
borða í sveitunum, þegar hann er
til vinstri þá er ekkert til í
sveitunum, en smáhungurlús í
borgum. Þegar flokkurinn er upp á
sitt besta, þá er ekkert til, hvorki í
borg né sveitum." Þessi sem var að
rengja Búkovský hefði átt að
hlusta. Maður hefur lesið um
pyntingarnar í geðveikrahælunum
og aðbúnaðinn í fangabúðunum,
svo manni brá ekki mjög mikið, en
þegar hann lýsti skortinum og það
með að þegar Bandaríkjamenn út
á þessa nok sagt slökunarstefnu,
sem Rússar halda þannig, að því
meira sem þeir fá frá hinum
frjálsa heimi, því verri verða þeir
sjálfir í ofsóknum og færa sig
meira upp á skaftið sbr. Afganist-
an, þá seldu þeir gjafakortið á
okurverði til Angola og Kúbu, því
þar er auðvitað skorturinn, en
almenningurinn í Rússlandi svelti
áfram. Þessu mun ég aldrei
gleyma. Maður sýnir best mann-
kærleikann,- með því að berjast á
móti sócialismanum, því hann er
eins og hesturinn hans Atla, það
grær ekki gras í sporunum hans.
í tilefni skákmótsins í
Reykjavík langar mig til að spyrja
að því, hvort sócialisminn í Rúss-
landi hefði farist og undirskrift
Breznevs að Helsinkisáttmálanum
hefði beðið hnekki, ef kona og
sonur Kortsnois hefðu fengið hið
langþráða frelsi.
Húsmóðir
Þessir hringdu . . .
• Mislukkuð æfing
„Mér krossbrá, þegar ég
heyrði viðtalið hans Ómars Ragn-
arssonar við meðlimi Flugbjörg-
unarsveitarinnar sunnudaginn 24.
febr. í sjónvarpinu. Mér skildist að
mannskapurinn hefði verið kom-
inn að því að farast úr kulda og
vosbúð hérna rétt fyrir utan
bæjarlækinn. Á sama tíma og
sjómennirnir okkar geta verið úti
á reginballarhafi í stormi, rign-
ingu og pusandi ágjöfum dögum
og vikum saman án þess að vökna,
nema þá helst ef áhuginn er það
mikill fyrir vinnunni að þeim
gefist ekki tími til að kasta vatni á
venjulegan máta en láta það renna
innanklæða niður í sokkana sína.
Ég spyr: Átti þetta viðtal, að
vera brandari ársins 1980 eða á
maður að trúa því, að björgunar-
sveit sem gefur sig í það að bjarga
öðrum, kunni ekki að búa sig út í
votviðri og það að vetri til. Mikið
þarfaverk ynni sjóklæðagerð, ef
hún gæfi þessari ágætu björgun-
arsveit hlífðarföt svo þjóðin þurfi
ekki að eiga það á hættu að þessir
menn farist einhvern daginn úr
vosbúð og kulda fyrir klæðaleysi.
HÖGNI HREKKVÍSI
. H'/A9EZt\>Lr MÉÐ HANOA Mtd V. "
Kjólaútsala
barna- og dömupeysur, prjónabútar í kjóla og
peysur, allt á óvenju hagstæöu veröi. Nýtt og
fjölbreytt úrval af kvöld- og dagkjólum. Þaö borgar
sig aö líta inn. Næg bílastæöi.
Verksmiöjuútsalan — Brautarholti 22.
Inngangur frá Nóatúni gegnt Þórscafé.
Kantlímdar - smíðaplötur
(Hobby-plötur)
fyrir fagmenn og leikmenn.
s Þónlagöar
n,®0 KOTO-
"Whösny-, eikar
furuspSn,-
Tf,Va,,d « skápa
eldhÚ8inn-
réttlngaamída.
Hvítar
plast-
hillur
■ breidd. 244
cni i lengd.
Hurðir
á fata-
skápa
m°ö eikar-
•P»ni, til-
búnar undir
*skk og bæs.
Plast-
lagdar
hillur
leak
mahogany-
°0 luruvið
■rtíki. 60 cn
6 breidd 00
244 cm á
lengd. til-
valið i akápa
09 hillur.
KROSSVIÐUR
SPÓNAPLÖTUR
VIÐARÞILJUR, n lrtniiiliii
á gömlu lágu verði IBJORNINN
Skúlatúni 4. Sími 251 50. Reykjavík I
Við erum
aðeins að rýma
fyrir nýjum birgðum
á gólfteppum og bútum
AFSLATTUR
STENDUR I NOKKRA DAGA
Tepprlrnd
GRENSÁSVEGI13
Simar 83577 og 83430