Morgunblaðið - 04.03.1980, Blaðsíða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
29
fWmrgmi Útgefandi nlilitbib hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakiö.
Innræting
á dönsku
Nemendur hafa misjafna aðstööu til að vekja máls á því,
þefjar þeim er misboðið veyna innrætinjíar í skólum, þ.e.
þefíar kennarar halda að þeim pólitískum viðhorfum ofí
hufímyndafræðilefíum sjónarmiðum i kennslustundum. Enfíu
síður verður það þó æ alfjenjíara hér á landi, að nemendur kveðji
sér hljóðs opinberlefía of; sýni fram á trúnaðarbrot kennara í
þessu efni. Brejíst það ekki, að nemendum er misboðið vefína
þess að kennarar halda að þeim marxískum sjónarmiðum.
Síðasta dæmið er um það, hvernifí marxismi er boðaður í
dönskukennslu í Háskóla Islands.
Síðastliðinn laufíardaf; birtist hér í blaðinu ftrein, þar sem
nemandi í dönsku í heimspekideild Háskóla íslands skýrir frá
eftirfarandi í opnu bréfi til menntamálaráðherra: „Ég nenni
ekki að eyða tírna of; kröftum í timaundirbúninfí, tímasókn ofí
ritKérðarvinnu til þess eins að fíjalda sjálfstæðra skoðana minna
ofí vinnubrafíða. Frá ofí með 21. febr. sl. stunda éfí því ekki
lenfíur nám við Háskóla íslands."
Sifírún Gísladóttir, sem ofannefnda fírein ritaði, rökstyður
ákvörðun sína um að hætta dönskunámi við háskólann nánar
með þessum orðum: „Sjálf lít ég svo á, að ég hafi verið hindruð í
að ná settu marki vefína þess að pólitísk innrætinft oft viðhorf,
vanhæfir kennarar oft annarleftir kennsluhættir eru allsráðandi
í dönskunámi heimspekideildar Háskóla íslands.“
Siftrún ritar menntamálaráðherra opið bréf eftir að hún hefur
áranfturslaust reynt að koma því til leiðar innan Háskóla
Islands, að yfirvöld þar sæju til þess, að látið yrði af
innrætinftunni við dönskukennsluna eða hún a.m.k. rannsökuð
af hlutlausum aðila. Lýsinfi Siftrúnar á þeim málarekstri öllum
minnir helst á frásaftnir þeirra, sem eifta í baráttu við stjórnvöld
í alræðisríkjum. Upphaflefta kærir Siftrún til hskólaráðs, það
vísar málinu til heimspekideildar, sem framsendir það til
umsaftnar námsnefndar í dönsku. í þeirri nefnd eru þeir
allsráðandi, sem Siftrún telur hafa misfarið með kennaravald
sitt, oft fyrir nefndina var Sifirúnu stefnt ok „meðhöndluð sem
sakborninKur" að eÍKÍn söKn. Eftir að kennararnir höfðu dæmt í
eÍKÍn máli var það aftur sent af stað. Fyrst til deildarráðs
heimspekideildar, sem ekki fjallar um það efnisIeKa en telur rök
skorta fyrir kærunni, telur ámælisvert, að SÍKrún hafi kært
málið beint til „háskólarektors", ok bendir rektor á aö senda
tilkynninKU um málið til blaðanna „veKna neikvæðra áhrifa,
sem blaðaskrif um þetta mál kunna að hafa fyrir Kreinina ok
kennara hennar" eins ok seKÍr í bréfi heimspekideildarráðs til
háskólaráðs. I alyktunartillöKU háskólarektors um málið seKÍr,
að hver deild háskólans fari með málefni er varða námsefni ok
kennsluhætti. Hann vísar málinu þannÍK enn á ný til
heimspekideildar ok minnir á akademískt frelsi kennara ok þá
ábyrKð, sem því fylKÍr, að fara ekki út fyrir eðlileK mörk
námsKreinar. Síðan beinir háskólaráð því til deilda, að þær fari
eftir reKluperð háskólans um val námsefnis, ok lýsinK á
námskeiðum sé sem best í kennsluskrá.
Öil er þessi málsmeðferð með eindæmum ok þarf mönnum þó
ekki að koma allt á óvart, þegar heimspekideild Háskóla íslands
er annars vegar eins ok dæmin sanna. HverKÍ virðist gerð
nokkur tilraun til að láta hlutlausan utanaðkomaridi aðila fjalla
um málið. Bæði heimspekideildarráð ok háskólaráð byKflja að
því er sýnist á niðurstöðu þeirra kennara við skólann, sem
nemandinn telur að hafi farið út fyrir valdsvið sitt ok stundað
innrætinKu. Engan þarf að undra þótt kennarar á læKri
skólastÍKum telji sér fært að fara sínu fram við pólitískt
innrætinKarstarf, þegar sjálfur Háskóli íslands Köfur slíkt
fordæmi ok nú lÍKRur fyrir.
Mál þetta hefur með bréfi SÍKrúnar Gísladóttur verið lagt á
borð InKvars Gíslasonar menntamálaráðherra. Ef að líkum
lætur á hann eftir að senda það til umsaKnar háskólaráðs. Þá
fer hrinKekjan væntanleKa af stað aftur ok líkleKa verða
dönskukennararnir sjálfir enn látnir eÍKa síðasta orðið. Þegar
við blöstu misfellurnar í meðferð heimspekideildarráðs á
veitingu prófessorsembættis í almennri sögu, brást Ingvar
Gíslason ekki þannig við, að vænta megi mikils af honum í þessu
máli. En hér má ekki láta það líðast, að með reglum kerfisins
verði komið í veg fyrir hlutlausa rannsókn. Alltof mikið er í húfi
bæði fyrir Háskóla íslands og frjálsa skoðanamyndun í landinu
til að leyfa slíku að líðast. Bregðist ráðherrann verður Alþingi
að grípa til sinna ráða, því að sem betur fer er alræðið ekki orðið
algjörf á íslantji enn þá.
Gætum upphaf legra hugsjóna
Sú sannfæring, að norrænt
samstarf hefði í för með sér
umbætur og framfarir á Norður-
löndum, leiddi til stofnunar Norð-
urlandaráðs. Þetta samstarf mun
halda áfram að dafna og eflast
jafnlengi og unnt er að sýna fram
á, að gætt sé upphaflegra hug-
sjóna og þeim unnið brautargengi.
I norrænu samstarfi felst ekki, að
þátttakendurnir afsali sér nokkru
af sjálfsákvörðunarrétti sínum,
heldur stuðlar samstarfið að því,
að aðildarlöndin séu betur fær um
að hlúa að forsendunum fyrir
frelsi sínu, sjálfstæði og friði.
Ég minnist þess, þegar ég stóð í
þessum sömu sporum fyrir tíu
árum, var að hefjast lokaundir-
búningur þess að hrinda í fram-
kvæmd tillögum Fagerholms-
nefndarinnar svonefndu um
breytingu á Helsingforssamningn-
um frá 1962. Frá 1971 hafa í
samræmi við þær breytingar verið
starfræktar samstarfsstofnanir
Norðurlandaráðs á vegum forsæt-
isnefndar og ráðherranefndar. Á
þessum stofnunum hvílir hiti og
þungi daglegra starfa í þágu
norrænnar samvinnu. Skýrslur
þessara aðila eru m.a. lagðar til
grundvallar við þær almennu um-
ræður, sem fram fóru á fundum
Norðurlandaráðs. Af þeim geta
menn glöggt séð, hve viðfangsefn-
in eru mörg og snerta mikilvæga
þætti í þjóðlífi Norðurlandabúa. í
þessum skýrslum er ekki látið
staðar numið við það, sem liðið er.
Þar er einnig að finna hugleið-
ingar og ábendingar um fram-
tíðarverkefnin.
Á sérhverju þingi Norðurlanda-
ráðs þurfa menn að svara spurn-
ingum eins og þessum: Hver hefur
árangur norræns samstarfs verið
til þessa? Hvaða þætti ber hæst í
norrænu samstarfi líðandi stund-
ar? Hver eru þau viðfangsefni,
sem brýnast er að takast á við?
Hlutverk okkar þingmannanna
er að benda á það, sem betur má
fara, og þá ekki sízt það sem lýtur
að framtíðarverkefnum. í sam-
ræmi við uppruna samstarfsins
hvílir á okkur sú skylda að vera
hugmyndasmiðir, að viðhalda
lífsanda í norrænu samstarfi, ef
þannig má að orði kveða. Við erum
Ræða Matthíasar
Á. Mathiesen for-
seta Norðurlanda-
ráðs við setningu
28. þings þess
fulltrúar þeirra ólíku afla, sem
takast á í þjóðfélögum okkar. í
máli okkar er að sjálfsögðu endur-
ómur af þeim sjónarmiðum, sem
efst eru á baugi hjá hverjum og
einum. Starfsemi Norðurlanda-
ráðs nær hins vegar ekki tilgangi
sínum nema við séum til þess
reiðubúnir að horfa framhjá
þrengri sjónarmiðum, þegar nauð-
syn krefur. Á þessum vettvangi er
það skylda okkar að líta á málin
frá hærri sjónarhóli. Sjóndeildar-
hringurinn víkkar og taka verður
tillit til viðhorfa manna af öðru
þjóðerni. Þannig veitir þingsetan í
Norðurlandaráði mönnum tæki-
færi bæði til að læra og veita
góðum málefnum liðsinni sitt.
Norðurlandaráð hefur nokkra
sérstöðu meðal alþjóðastofnana.
Það er til orðið fyrir beint sam-
starf þjóðþinga fremur en ríkis-
stjórna. Samskipti þingmanna og
ríkisstjórna hafa hins vegar verið
færð nær alþjóðasamstarfi með
þeim breytingum, sem gerð var á
norrænni samvinnu 1971. Stund-
um reynist það mjög vandasamt
að finna farsælustu leiðina til að
tryggja að fram komin sjónarmið
fái notið sín. Þegar á heildina er
litið, er ekki unnt að segja annað
en val hafi til tekizt. Það er því
mjög mikilvægt að varðveita þetta
einstaka fyrirkomulag. Um leið og
samstarfsstofnanirnar festast enn
frekar í sessi, verður æ mikilvæg-
ara fyrir okkur þingmennina að
efla bæði innbyrðis tengsl okkar í
millum og gleyma því ekki, að
sérstakar skyldur okkar felast í
því að við erum hér eins og á
heimaþingum, fulltrúar umbjóð-
enda okkar, kjósendanna. í þessu
sambandi má ekki heldur gleyma
því ómetanlega starfi, sem unnið
er í þágu norræns samstarfs af
fjölmörgum aðilum. Það er mikið
ánægjuefni, hve ótrúlega fjöl-
breytt samvinna hefur þróast sem
ávöxtur starfa Norðurlandaráðs.
í umræðum á þessu þingi verður
ekki aðeins fjallað um málefni á
hinu fjölþætta sviði norrænnar
samvinnu. Hér verður einnig rætt
um þátttökuna í ráðinu sjálfu.
Hugmyndir eru uppi um nýja
skipan á þátttöku Færeyinga og
Grænlendinga. Ríður á miklu að
gott samkomulag takist milli allra
um endanlega niðurstöðu þessa
máls. Sem Islendingur fagna ég
hverju því skrefi, sem stigið er til
að uppfylla óskir næstu nágranna
okkar.
Norðurlandaráð verður ævin-
lega að vera í stakk búið að svara
kröfum tímans. Eins og eðlilegt er,
var samstarfið í upphafi nánast á
sviði menningarmála og þar var
rudd brautin fyrir samstarfs-
stofnanirnar. Norræni fjárfest-
ingarbankinn er sprottinn af kröf-
um síðari tíma og hefur á tiltölu-
lega skömmum starfsferli sínum
gefið mjög góða raun. Á döfinni er
framkvæmd hugmyndanna um út-
varps- og sjónvarpssamstarf um
gervihnött. Þegar þær eru orðnar
að veruleika, verða norrænir
menn tengdir nánari böndum en
nokkru sinni fyrr.
Starf Norðurlandaráðs krefst
þess að saman fari hagsýni og
hugmyndaflug. Þótt stundum þyki
hægt miða að koma málum í heila
höfn, dugar ekki að missa þolin-
mæði. Sízt af öllu ættum við
stj.órnmálamenn að undrast það,
að ekki er ávallt auðhlaupið að
hrinda góðum hugsjónum í fram-
kvæmd. Segja má, að tíminn í
þessum efnum lengist í hlutfalli
við, hve margir þurfa að fara
höndum um málið. Hann getur því
orðið býsna langur, þegar margar
þjóðir og menn með ólíkar stjórn-
málaskoðanir setjast niður til að
ná samkomulagi. En ber nokkur á
móti því, að okkur hafi tekizt
bærilega vel að yfirstíga þetta
tregðulögmál hér í Norðurlanda-
ráði, þegar á heildina er litið? Ég
held, að sé sanngirni látin ráða,
hljóti menn að sameinast um þá
skoðun, að enn hafi norrænt
samstarf í för með sér umbætur
og framfarir í þátttökulöndunum.
Við erum því enn á framtíðar-
braut.
í þeirri von að fundir okkar hér
verði til að staðfesta þetta enn
betur, býð ég norræna gesti okkar
velkomna til íslands.
Frá Önnu Hjarnadóttur. írúttaritara Mhl.
Washington. 3. mars.
Nú er vika liðin síðan banda-
rísku stjórnmálaflokkarnir héldu
forkosningar í New Hampshire.
Ronald Reagan sigraði þá George
Bush í prófkjöri repúblikana með
miklum yfirburðum, 50% gegn
23%. Þessi stórsigur kom mjög á
óvart. Jimmy Carter vann, eins og
búist hafði verið við, öruggan
sigur yfir Edward Kennedy, 49%)
gegn 38%. Það sem helst vekur
athygli við þann sigur er, að New
Hamshire er næsta fylki við
Massachusetts, heimafylki Kenne-
dys. Þótt New Hamsphire gefi
ekki góða mynd af Bandaríkjun-
um, þá hefur enginn verið kjörinn
forseti landsins síðan 1952 eftir að
hafa tapað prófkjöri í fylkinu. I ár
gæti þó brugið út af þessari reglu,
svo miklar sveiflur hafa verið í
skoðanakönnunum, eftir að kosn-
ingabaráttan hófst að allt virðist
geta gerst.
Demókratar
Áður en Kennedy lýsti yfir
framboði sínu í nóvember síðast-
liðnum sýndu skoðanakannanir,
að hann hafði 68%- atkvæða i New
Hampshire en Carter aðeins 20%.
atkvæða. En um leið og hann hafði
lýst yfir framboði sínu fór fylgið
að týnast af honum. Það kom í
ljós, að hann var illa máli farinn
og óskýr í svörum. Fólk fór að
hugleiða skoðanir hans og hug-
sjónir. Það að hann er yngsti
bróðir þeirra Johns og Roberts fór
að skipta minna máli. Slysið við
Chappaquiddick var rifjað upp,
minnst var á að hann svindlaði í
prófi í spænsku í Harward og að
hann bjó ekki með Joan konu
sinni. Skoðanakannanir sýndu að
dró úr fylgi hans en fólk var ekki
heldur ánægt með Jimmy Carter í
Hvíta húsinu. Jimmy Carter lýsti
því meira að segja sjálfur yfir, að
hann hefði ekki staðið sig sem
skyldi í Hvíta húsinu en nú skyldi
bragarbót gerð á. Hann ætlaði sér
að einbeita sér að efnahagsmálum
og orkumálum þjóðarinnar, sem
voru í megnasta ólestri.
„Brezhnev og
Khomeini
endurkjósa Carter“
Örlögin gengu í lið með Carter
þegar námsmennirnir réðust inn í
bandaríska sendiráðið í Teheran
og tóku liðlega 50 starfsmenn
sendiráðsins í gíslingu og halda
enn. Þjóðin fylkti sér að baki
Jimmy Carter og það þótti ganga
landráðum næst að gagnrýna for-
setann í utanríkismálum. Ekki
gerði það Kennedy hægara um vik
þegar Sovétmenn réðust inn í
Afganistan. Hin óvænta stefna í
utanríkismálum hefur komið
Carter mjög óvænt til bjargar.
John Connolly, forsetaframbjóð-
andi repúblikana, gekk svo langt
að segja að Brezhnev og Khomeini
endurkysu Carter — það er
fjandskapur þeirra í garð Banda-
ríkjanna fylkti þjóðinni að baki
leiðtoga sínum. Én það er of fljótt
að slá því föstu að Jimmy Carter
verði endurkosinn þó að staða
hans sé álitleg. Kosningabarátta
Kennedys er þrautskipulögð og
hann hefur málstað, sem hann
trúir á. Verulegur munur er á
stefnu hans og Carters. Um leið og
deilan við Iran leysist eða þjóðin
þreytist á utanríkismálum, og fer
að hugsa um eigin hagsmuni,
getur fylgi Kennedys vaxið á ný.
Hann fékk tilsögn um jólin í
framsögn og kemur nú boðskap
sínum skýrar og betur fram en
áður. Hann vill koma á kaup- og
verðstöðvun til að reyna að draga
úr verðbólgunni í Bandaríkjunum.
Hann vill koma á bensínskömmt-
un til að minnka bensínnotkun en
Carter hefur lýst sig því andvígan.
Kennedy hefur boðað sjúkrasam-
lag, mun víðatækara en Carter
hefur getað fallist á.
Kennedy hefur þrábeðið Oarter
um að mæta sér í kappræðum.
Carter lýsti því yfir, að hann
myndi ekki taka þátt í neinum
kappræðum fyrr en gíslarnir í
Teheran væru lausir úr prísund-
inni. Hann myndi ekki taka þátt í
kosningabaráttunni fyrr en það
George Bush — varð fyrir áfalli í
New Hampshire.
shire og voru aðeins á milli
Reagans og Bush. Þær vou haldn-
ar laugardaginn fyrir kosningarn-
ar. Dagblaðið Nashua Telegraph
hafði boðið þeim tveimur til
kappræðna. Aðrir frambjóðendur
repúblikana kærðu boðið og sögðu
það stuðning við Bush og Reagan.
Reagan ákvað að bera kostnað af
kappræðunum, svo af þeim gæti
orðið og bauð hinum frambjóðend-
unum að taka þátt í þeim á síðustu
Kennedy spáð sigri
í Massashusetts
Kennedy er spáð sigri í próf-
kjörinu í Massashusetts, sem
haldið er í dag. Hann leggur mikla
áherzlu á að sigra í Illinoi hinn 8.
marz og í New York hinn 25. marz,
en þessi ríki eru ákaflega mikil-
væg vegna hinna mörgu fulltrúa
sem þau senda á landsþingið í
ágúst. Carter er spáð sigri í
Vermont í dag, en það er fremur
íhaldssamt fylki. Eins er Carter
spáð öruggum sigri í suðurríkjun-
baka. Forkosningarnar í Suður-
Karólínu næsta laugardag skera
líklega úr um framboð Johns
Connollys. Ef hann fær lítið fylgi
þar, þá stendur baráttan milli
þeirra George Bushs, Howard
Bakers, Ronald Reagans og John
Andersons. Eftir sigur Reagans í
New Hampshire og að því er
virðist dvínandi vinsældir Bush
hefur nafn Gerald Fords oft verið
nefnt og hann hefur lýst áhuga á
framboði. Það er því ekki loku
fyrir það skotið, að hann skerist í
leikinn fyrr en síðar.
Jimmy Cartcr —
hann hélt í Hvíta húsinu nokkrum
vikum fyrir forkosningarnar í
New Hampshire. Kennedy þótti
forsetinn nota blaðamannafund-
inn í áróðursskyni og fór fram á
jafnlangan tíma í sjónvarpi til að
svara fyrir sig. Bón hans hefur
ekki verið svarað en það kom vel
fram á blaðamannafundinum hjá
Carter og eins á viðbrögðum
Kennedys, að mikil andúð er milli
þessara tveggja manna.
um, Alabama, Florída og Georgíu.
Jerry Brown ætlar sér að hvíla sig
fram í apríl en fáir telja, að hann
muni blanda sér í baráttuna um
útvalningu demókrata.
Repúblikanar
Úrslit prófkjörsins í New
Hampshire fækkuðu forsetafram-
bjóðendum repúblikana um tvo.
Þeir Robert Dole og Phil Crane
hafa svo gott sem dregið sig til
Á meðan Kennedy hefur engan
til að tala við hittast frambjóð-
endur repúblikana iðulega. Þeir
hittust fyrst í Iowa. Reagan kaus
að vera ekki með í kappræðum þar
og var það talið hafa áhrif á úrslit
prófkosninganna þar, en Bush
vann sigur þar. Þá hittust fram-
bjóðendurnir viku fyrir forkosn-
ingarnar í New Hampshire og að
þeim fundi loknum virtust kjós-
endur hrífast af málflutningi Ron-
ald Regans og snerust á sveif með
honum. Þessar kappræður standa
eiginlega ekki undir nafni, þar
sem frambjóðendur talast ekki
beint við. Þeir svara allir sömu
spurningum fréttamanna og síðan
spurningum, sem beint er persó;
nulega að hverjum og einum. I
lokin halda þeir stutta ræðu.
Kappræðurnar, sem voru fyrst
taldar hafa skipt mestu máli í
forkosningunum í New Hamp-
mál væri leyst. Kennedy þarf því
að sætta sig við að tala við rödd
Carters af segulbandi á næstunni
eins og hann gerði eitt sinn við
mikil fagnaðarlæti áhorfenda.
Jimmy Carter hefur haldið sig
við Hvíta húsið á meðan helsti
andstæðingur hans, Kennedy, hef-
ur þeyst landshorna á milli, og
gagnrýnt stefnu hans. Varaforseti
Carters, Walter Mondale, og fjöl-
skylda forsetans hafa séð um
kosningabaráttuna fyrir hann.
Carter fór þó hörðum orðum um
Kennedy á blaðamannafundi, sem
hann hreyfir sig hvergi úr Ilvíta húsinu.
Kennedy — fólk hafði það gegn honum, að hann hefur ekki búið með
Joan konu sinni um skeið. Ilún hefur þó fylgt honum eins og
skugginn.
Ronald Reagan —
byr í seglin.
VH’8° FOÚ
o«ESl0efí
stórsigur hans í New Ilampshire hefur fært honum
Anna Bjarnadóttir skrifar frá Washington
Tryggja þeir Brezhnev og
Khomeini Carter endurkjör?
stundu. Bush féllst ekki á að hafa
þá með og er það talið hafa dregið
verulega úr áliti fólks á honum.
11. boðorðið
þverbrotið
Repúblikanar hafa löngum verið .
hreyknir af 11. boðorði sínu, en
það er að tala aldrei illa um
flokksbróður. Reagan og Ford
tókst að hafa það í heiðri í
baráttunni ’76 en frambjóðend-
urnir hafa þverbrotið það í kapp-
ræðum sín á milli. Allir hafa þeir
verið mjög harðorðir í garð Bush,
sem hefði svarað því til að þeir
væru sárir vegna góðs gengis hans
í baráttunni.
I kappræðunum, sem voru
síðastliðinn fimmtudag í Suður-
Karólínu var þeim runnin reiðin
og voru farnir að lýsa ágæti
annarra frambjóðenda en auðvit-
að væru þeir sjálfir beztir. Enginn
verulegur málefnalegur grund-
vallarmunur er á skoðunum
þeirra, ef John Anderson er und-
anskilinn. Margir telja jafnvel, að
hann væri tilvalinn frambjóðandi
demókrata þar sem hann þykir
mjög frjálslyndur á vísu repúblik-
ana. Hann er til að mynda hlynnt-
ur 50 senta aukaskatti á bensín-
gallonið til að minnka eftirspurn
eftir bensíni. En viðbótarskattur
er eitur í beinum repúblikana,
hvaða nafni sem hann kann að
nefnast. Anderson hefur lýst sig
hlynntan skrásetningu skotvopna,
sem einnig brýtur í bága við
skoðanir þorra repúblikana. í New
Hampshire kepptust hinir fram-
bjóðendurnir við að hampa frjáls-
um eignarétti á skammbyssum,
svo mjög að jafnvel þeim sem voru
á sama máli þótti nóg um.
Anderson er ekki talinn eiga
neina raunhæfa möguleika á að
vinna útnefningu flokks síns.
Hann fékk 10% atkvæða í New
Hampshire og er spáð betra gengi
í Massahusetts svo að hann mun
halda áfram baráttu sinni. Hann
hefur verið nefndur sem hugsan-
legt varaforsetaefni Ronald Reag-
ans. Það tíðkast að velja varafor-
setaefni, sem höfðar til annarra
kjósenda en forsetaefnið sjálft. En
sennilega verður Anderson að
teljast of frjálslyndur til að Reag-
an geti sætt sig við hann sem
varaforsetaefni sitt. Margir kjós-
endur hafa það gegn Reagan að
hann sé nú orðinn of gamail — 69
ára og hafa af þeirri ástæðu
hallast að þeim Bush og Baker.
Enn er alls óvíst hver verður
útnefndur forsetaframbjóðandi
flokkanna tveggja og sennilega er
það ein helsta ástæðan fyrir því,
að í ár viðist áhugi meiri fyrir
prófkjörunum en verið hefur um
árabil.