Morgunblaðið - 20.04.1980, Page 1
90. tbl. 67. árg.
Afganistan
Rússar
beita löm-
unargasi
Peshawar. 18. apríl — AP.
AFGANSKIR skæruliðar segja.
að Sovétmenn noti lömunargas í
stórum stil i bardögum í Afgan-
istan. Mohammed Sharif. skæru-
liði sem barðist við Sovétmenn í
Sukhrod í A-Afganistan, sagði,
að sovéskar fallbyssuþyrlur
hefðu varpað rauðu. gulu og
grænu gasi á Sukhrod, þorp sem
hann ásamt öðrum skæruliðum
var að verja fyrir sovéskri árás.
„Það bragðaðist eins og pipar —
var beiskt," sagði hann. „Ég gat
ekki andað og ég hnerraði í um
20 mínútur. Þá leið yfir mig, og
ég vaknaði eftir 2 klukkustund-
ir og þá hafði ég særst af völdum
sprengju.“
Gastegundirnar sem Sovétmenn
varpa hafa kallað fram ýmis
einkenni. Menn hafa brostið í
stanzlausan grát, hnerrað, hafa
ekki vald á líkamshreyfingum og
einnig hafa menn misst meðvit-
und. Hins vegar virðist gasið, sem
Sovétmenn beita í Afganistan,
ekki banvænt — að minnsta kosti
hafa fréttir frá fyrstu hendi ekki
borist um það. Sharif sagði, að
honum hefði ekki orðið meint af
eftir að hann fékk meðvitund á ný.
Enn ókyrrð
í Salisbury
Salisbury 19. apríl. AP.
AÐ MINNSTA kosti 27 svert-
ingjar voru handteknir í nótt
og í morgun í Salisbury í
Zimbabwe og virðist ekkert lát
á óeirðum og átökum í kjölfar
hátiðahaldanna þar vegna ný-
fengins sjálfstaéðis landsins.
Alla aðfaranótt laugardags
gengu syngjandi svertingjar
um götur Salisbury og gerðu
sér það m.a. til dægrastyttingar
að henda litlum heimatilbúnum
sprengjum í kringum sig.
Þá kom til átaka milli stuðn-
ingsmanna Mugabes annars
vegar og Nkomos hins vegar og
voru margir teknir og þeim
varpað í dýflissu, en ekki er
vitað til að menn hafi þar særzt.
íþróttaþingið
í Noregi
Samþykkti
fjarveru
frá Moskvu
Osló. 19. aprtl — AP.
ÞING norska iþróttasamhands-
ins samþykkti á fundi sínum í
dag að Noregur taki ekki þátt í
Olympiuleikunum i Moskvu. 73
greiddu atkvæði gegn þátttöku
cn 57 mæltu með þátttöku. bessi
ákvörðun norska iþróttaþingsins
ógildir samþykkt Olvmpíunefnd-
arinnar norsku en hún hafði
samþykkt þátttöku með 19 at-
kvæðum gegn 13. Stjórn Odvar
Nordli hafði gefið iþróttaþinginu
vald til að taka ákvörðun um
hvort af þátttöku yrði eða ckki.
64 SÍÐUR
SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
,
:
,■:. V.;'
: ■
:
... „Og ems eru telpurnar vaxnar
sem voru í vetur svo litlar að enginn sá þær
og hreyknir strákar sem fermdust í fvrra,
þeir fara hjá sér þegar þeir sjá þær..."
Ur Ijóði TómasarJ nótt kom vorið.“
Ljósm. Mhl. ÖI.K.Matg
Major Saad Haddad ásamt
israelskum söngstúlkum, sem
vitjuðu sveita hans og sungu
fyrir þær.
Morðin á
harðlega
Beirut. New Yurk 19. april. AP.
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð-
anna fordæmdi i dag mjög harð-
lega morðin á írsku gæzluliðun-
um tveimur, sem sveitir hægri
manna i Suður-Libanon drápu í
gær, að því er bezt verður séð
fyrir þá sök eina að hafa farið
inn á svæði þar sem herlið Saad
Haddads majors ræður lögum og
lofum. Líbanarnir særðu þriðja
manninn og einnig tóku þeir um
hrið í gislingu tvo fréttamenn AP
á þessum slóðum og tvo eftir-
litsmenn frá gæzluliði Samein-
uðu þjóðanna, annan bandarisk-
an og hinn franskan.
Samúðarkveðjur hafa streymt til
ættingja írananna tveggja frá
ríkisstjórnum víðs vegar að og
morðin fordæmd harðlegar en lengi
hefur sézt í opinberum plöggum.
Israelar hörmuðu í dag þennan
atburð en viðurkenndu ekki sök
manna Haddads, en majorinn nýtur
eindregins stuðnings ísraelsku
The Financial Times
Bretar vilja haj*ðar
aðgerðir gegn Iran
Irunum
fordæmd
stjórnarinnar, þótt aldrei hafi
formlega verið gefin um það yfir-
lýsing. Hins vegar er sá stuðningur
mjög umdeildur innan ísraels.
Aðgerðir Breta eru í tveimur liðum.
Búist er við, að á mánudag verði
lagðar fram tillögur um fækkun
starfsliðs í sendiráðum í Teheran, og
írönum gert að gcra slíkt hið sama í
höfuðborgum EBE-ríkjanna. Tekið
verði á nýjan leik upp vegabréfsárit-
anir og vopnasölubann. í seinni liðn-
um verði algjört viðskiptabann. Blaðið
sagði, að hótanir írana um olíu-
sölubann á EBE-ríkin væri léttvæg,
þar sem á síðustu 18 mánuðum hefði
verulega dregið úr olíuinnflutningi
EBE-ríkjanna frá íran. Þá sagði
blaðið, að irönsk stjórnvöld hefðu
undanfarið reynt að koma innstæðum
sínum í bönkum í V-Evrópu undan en
með litlum árangri.
46.547 nýir
Kínverjar í dag
Tókíó 19. apríl. AP.
ÍBÚAFJÖLDI Kína jókst um I
167.570.000 síðasta áratug, en
það þýðir að hvern dag fæðast í
landinu 46.547 þúsund nýir
Kinverjar, að því er Xinhua-
fréttastofan skýrði frá í dag.
Sagði að Fjölskylduáætlunar-
stofnun Kína hefði sagt að eilítið
hefði dregið úr fjölgun í landinu
á síðasta ári. og einkum hefði
fækkun orðið í borgunum. Kín-
verjar eru nú taldir vera einn
miiljarður og áætlanir miða að
því að hemja fóiksfjölgun mjög
verulega á næstu árum. svo að
árið 2000 verði þeir ekki „nema"
1.2 milljarðar.
Lundúnum 19. aprll — AP.
BREZKA ríkisstjórnin hefur lagt til við riki Efnahagshanda-
lagsins sameiginlegar aðgerðir gegn íran. Þessar tillögur
ganga lengra en fyrri tillögur rikja EBE en í þeim er gert ráð
fyrir m.a. að sendiherrar rikjanna verði kallaðir heim «g sett
verði algjört viðskiptabann. Brczka stórblaðið The Financial
Times staðhæfði þetta í forsíðufrétt blaðsins í dag. Blaðið
sagði, að tillögur Breta væru nú til umræðu meðal
cmbættismanna EBE. Utanríkisráðherrar EBE munu koma til
fundar í Luxemburg á mánudag, þar sem ræddar verða
aðgerðir gegn íransstjórn.
Líklegt að Y -Þjóðverj^r
hætti við þátttöku á OL
Bonn. 19. apríl. AP.
FORMAÐUR v-þýzka
Iþróttasamhandsins, Willy
Weyer, sagði í dag í vidtali
við dagblað. að hann bygg-
ist við að v-þýzka ólympíu-
nefndin færi að óskum ríkis-
stjórnarinnar og hætti við
þátttöku i Ólympíuleikun-
um í Moskvu. Talsmaður
Bonnstjórnarinnar sagði i
siðustu viku. að rikisstjórn-
in væri andvig þátttöku
V-Þjóðverja í Ólympiuleik-
unum í Moskvu. Búist er
við, að ríkisstjórnin muni
taka formlega afstöðu til
málsins á fundi sínum á
miðvikudag. Búist er við, að
cf V-Þjóðvcrjar hætti við
þátttöku. muni það sveigja
enn fleiri ríki V-Evrópu tii
sömu afstöðu.
Ólýmpíunefnd Ástralíu
ákvað í dag að fresta ákvörð-
un um þátttöku í Ólympíu-
leikunum í Moskvu. Á fundi
nefndarinnar í Melbourne
var ákveðið að fela stjórn
íþróttasambands Ástralíu að
taka ákvörðun um hvort fara
skuli til Moskvu eða ei.
Aiþjóða Ólympíunefndin
kemur saman til fundar í
vikunni í Lausanne í Sviss og
þar er til umræðu aukin
andstaða vestrænna ríkja,
sem og margra ríkja þriðja
heimsins, gegn Ólympíuleik-
unum í Moskvu. Tillaga hef-
ur komið fram um að reglu-
gerð leikanna verði breytt
þannig, að íþróttamönnum
verði heimilað að taka þátt í
leikunum sem einstaklingum
en ekki sem fulltrúum þjóðar
sinnar. Sagt er að Japanir
styðji þessa tillögu. Einn af
varaforsetum IOC, Alþjóða
Ólympíunefndarinnar, Mario
Rana frá Mexikó, hefur lagt
fram tillögu, þar sem gert er
ráð fyrir að þeim þjóðum,
sem ekki senda fulltrúa til
Moskvu, verði refsað.