Morgunblaðið - 20.04.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRIL 1980
15
húslífið og síðan hefur þetta
gengið ágætlega.
Mér fannst skitt að þeir skyldu
taka af mér vinnustofuna, Bret-
arnir, en ferðin var flott. Þetta var
sérkennilegt að koma þarna í
skemmtiferð á striðstímum. Loft-
árásir voru tíðar, en það var sama
hvað þær voru miklar, alltaf var
leikið. Ef loftvarnavælið byrjaði
meðan leiksýning stóð yfir voru
leikhúsgestir reknir niður í loft-
varnabyrgin, en síðan var byrjað
aftur í leikritinu þar sem frá var
horfið eins og ekkert hefði í
skorist. Það var mikið upplevelse
að sjá þetta, óperur og leikrit í
gangi hreint um allt.“
„Hvernig var að vera bæði
leiktjaldamálari og leikari jöfnum
höndum?"
„Ég lék alltaf feikna mikið, vissi
reyndar aldrei að hvoru ég ætti að
halla mér frekar. Maður varð að
gera ýmislegt til þess að geta lifað
af þessu, því ég hef alltaf unnið
eingöngu við leikhúsið og þá var
gott að geta gert eitt og annað á
þessu sviði, leika eða gera leik-
tjöldin og yfirleitt það sem gera
þurfti við leikhúsið. Þetta var
sérstaklega mikil vinna þegar ég
var í Iðnó, því þá þurfti ég að vera
Meðal sérstæðra hluta Lárusar eru útskornar
kínverskar myndir í tré, sem hann keypti á sínum
tíma á uppboði í Reykjavík þar sem seldar voru
eigur bandarisks manns.
Mikill orustugnýr er i tréskurðarmyndinni eins og
tiðkast mikið i Asiumyndum.
Hér eru spekingarnir efst úr tréskurðarmyndinni
að ræða málin.
Þegar að er gáð í þessum fíngerðu skurðmyndum
kemur í ljós að vinnan er nostursleg og svipurinn
magnþrunginn eins og til stendur.
„Eítir glæsilega
boðsferð til
Bretlands tóku
Bretarnir af
mér vinnustof-
una,“ segir Lárus
Ingólfsson í spjalli
við Morgunblaðið
Grein og myndir:
Árni Johnsen
í útréttingum sjálfur, kaupa tau
og hvaðeina og stundum fékk
maður ekki borgað, því það voru
engir peningar til. Þetta lagaðist
allt þegar ég fór að vinna í
Þjóðleikhúsinu og ég þurfti ekki
að snatta eins mikið út um bæinn.
Það var margt sem maður
baslaði við á þessum árum, en það
var skemmtilegur tónn í þessu,
áhuginn var svo mikill hjá fólkinu
og allir lögðu sig fram um að gera
sitt bezta þótt ekki væri víst að
kaupið yrði greitt eins og til stæði.
En allt gekk þetta.“
„Þú stjórnaðir leiktjaldadeild
Þjóðleikhússins um árabil."
„Já, frá byrjun og fram til 1970.
Fyrstu árin gerði maður sjálfur
nær öll leiktjöld, en fljótlega
komu til aðstoðar ágætir menn,
innlendir og erlendir og þetta
byggðist upp hægt og .sígandi.
Þarna voru margir ágætir menn
og það var til dæmis frábært að
vinna með Guðna Bjarnasyni yfir-
smið og reyndar skildi maður ekki
eftir að hans naut ekki við lengur
hvernig maður komst hjá því að
hafa hann. En maður kemur víst í
manns stað og allt var unnið í
ágætis samvinnu og samkomulagi
og það er ekki yfir neinu að klaga.
Stundum var það heldur mikið
að vera bæði í leiktjaldagerðinni
og leiklistinni, en ég tók gjarnan
að mér smærri rullur til þess að
þetta væri auðveldara. Ég veit
satt að segja ekkert hvað ég hef
leikið mörg hlutverk eða hvað ég
hef gert mörg leiktjöld, en ég hef
ekki reiknað það út. Þetta er víst
orðin há tala ef þannig er litið á
það.“
„Þú hefur aldrei horfið frá
leikhúsinu?"
„Mitt starf hefur alltaf verið
tengt leikhúsinu og það er langt
frá því að ég hafi séð eftir því. Mig
hefur aldrei langað til að snúa
mér að öðru og það hefur orðið
mikil breyting til bóta í leikhús-
starfinu allan þennan tíma.“
„Hvað hefur þér fundist
skemmtilegast að fást við í þessu
starfi?“
„Það skemmtilegasta við
dekorasjónina fannst mér það
austurlenzka, kínverskir búningar
og yfirleitt það austurlenzka, það
sem var svo langt frá okkur
sjálfum. Það var í sjálfu sér
gaman að vinna við revíurnar og
þar var allt einfalt og markvisst,
en það var ekkert ankeri í því.“
„Heldur þú að gamansemi fólks
hafi minnkað?"
„Nei, ég held ekki að húmornum
hafi hrakað. Fólk skemmtir sér
afskaplega vel þegar farið er með
þetta gamla efni og við fluttum
t.d. fyrir nokkrum árum ýmsa
þætti úr gömlu revíunum og við
mjög góðar undirtektir. Það hefur
hins vegar vantað meira af
mönnum til þess að yrkja og útbúa
slíkt efni. Oft hefur verið talað um
það en lítið orðið úr. Það var mjög
gott samstarf á milli manna á
þessum árum, grín og glens í
mannskapnum."
„Er ef til vill minni húmor í
leikurum dagsins í dag?“
„Ég veit það ekki, það gæti víst
verið."
„Þú átt margt gamalla muna og
safn íkona. Hefur þú lengi haft
áhuga á þessum hlutum?"
„Ég hef ákaflega lengi haft
áhuga á gömlum munum. Strax og
ég hafði möguleika á keypti ég
eins og ég gat í þeim löndum sem
ég ferðaðist til. Sérstaklega hef ég
safnað íkonum, en ég hef einnig
safnað ýmsu öðru, kínverskum
hlutum og einu og öðru. Ég myndi
kaupa miklu meira ef það væri
mögulegt, en þetta er orðið svo
ofsalega dýrt. Ég fylgist árlega
með þessu og verðið hefir rokið
upp á undanförnum árum. Flestar
þessara helgimynda sem ég á eru
nokkuð gamlar, þær elztu frá um
1600. Ég var alveg gáttaður á því
hvað ég fékk mikinn áhuga á
íkonum og þann áhuga hef ég
ennþá, er alveg trylltur í helgi-
myndir. Nú eru þeir hættir að
selja þá í Rússlandi, það er
bannað, en þó eru smugur. Ég fór
til Rússlands í fyrravor og þar
semég sat á hótelinu mínu kom til
mín drengur og opnaði lófann og
hvíslaði hvort að ég hefði áhuga á
að kaupa gullfallegan lítinn íkon
sem hann var með. Ég greiddi 200
finnsk mörk og hoppaði upp í loft
af ánægju yfir þessu. Þeir eru
alveg vitlausir í útlenda peninga
þarna. Það er margt skrítið í
þessu.
Áhugi minn á þessum helgi-
myndum er ekki tengdur trú, mér
finnst þetta falleg kúnst og hef
keypt þá flesta vegna þess hve
fagrir þeir eru. Þetta er sérstök
gerð helgimynda og ef til vill
spilar það inn í áhuga minn á
þessu að allt er hið austurlenzka
eins og leiksvið fyrir okkur hér
norður frá.“
Málmsieginn ikon með mynd af dýrlingi. Stundum eru
ikonar máiaðar myndir án nokkurs umbúnaðar, en oftar
eru þeir eins konar lágmyndir, þ.e. sambland af málverki
og styttu.
Mynd af einum hornveggnum í ibúð Lárusar þar sem
helmingur ikona hans er á veggjum. Stóra myndin er i
mörgum litum með 12 málverkum á.
Myndskreytingar á stærstu helgimyndinni sem Lárus á.