Morgunblaðið - 20.04.1980, Síða 17

Morgunblaðið - 20.04.1980, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 17 um er reynt að komast fram hjá þessari reglu blaðsins með því að senda bréf til birtingar undir dulnefni og gefa upp rangt nafn og heimilisfang. Hefur nokkrum sinnum komið í ljós við athugun, að viðkomandi einstaklingur er ekki til á því heimilisfangi, sem upp er gefið. Sýnir þetta bezt, hve langt sumir ganga til þess að fá birt bréf undir dulnefni. Ekki skaðar að geta þess þar sem forsetakosningar standa fyrir dyr- um, að Velvakanda hafa borizt nokkrar óskir um birtingu á bréf- um undir dulnefni um einstaka forsetaframbjóðendur. Er þá gjarnan um að ræða, að bréfritari er að gagnrýna einhvern fram- bjóðanda en vill ekki gera það undir fullu nafni. Morgunblaðið mun hins vegar engar greinar birta um forsetakosningar eða einstaka frambjóðendur nema undir fullu nafni greinarhöfunda. Er því tilgangslaust að senda bréf til blaðsins um þetta efni, nema menn séu tilbúnir til þess að standa við skoðanir sínar. Þess hefur nokkuð gætt síðustu árin, að Morgunblaðið hefur verið gagnrýnt af skoðanabræðrum blaðsins fyrir það að birta greinar msveitar á H-moll messu Bachs 1976. eftir pólitíska andstæðinga þess. Það hefur orðið æ algengara, að þingmenn og trúnaðarmenn ann- arra flokka en Sjálfstæðisflokks skrifi greinar í Morgunblaðið, sem í flestum tilvikum eru andstæðar skoðunum blaðsins sjálfs. Morg- unblaðið fagnar þessari þróun. Blaðið vill vera opinn vettvangur fyrir skoðanaskipti í samfélagi okkar og gildir þá einu hvar í flokki þeir standa, sem óska eftir birtingu á efni í blaðinu. Sjálf- stæðismenn t.d., sem margir hafa gagnrýnt Morgunblaðið fyrir þessa opnu afstöðu, hljóta að hafa svo mikla trú á eigin málstað, að það verði honum til framdráttar, aö fólk eigi kost á því að bera saman á einum stað í Morgunblað- inu stefnu Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka. Þetta viðhorf Morgunblaðsins til birtingar efnis breytir í engu einarðri afstöðu blaðsins til þjóðfélagsmála. Morg- unblaðið mun hér eftir sem hingað til berjast fyrir sínum skoðunum og vera málsvari þeirra hugsjóna, sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir, þótt blaðið um leið ljái öðrum skoðunum rúm. Þessi skoð- un Morgunblaðsins er líka í fullu samræmi við grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins um skoðana- og tjáningarfrelsi og ekki ástæða til fyrir sjálfstæðismenn að gagn- rýna blaðið fyrir að fylgja þeirri stefnu fram í raun. Það sem hér hefur verið sagt um afstöðu Morgunblaðsins til birt- ingar á margvíslegu aðsendu efni þýðir ekki, að um sjálfsafgreiðslu sé að ræða á efni og greinum í blaðið. Engin grein birtist í Morg- unblaðinu nema ritstjórar blaðs- ins eða fulltrúar þeirra hafi lesið hana yfir og tekið ákvörðun um birtingu. En með því sem hér hefur verið sagt, hefur verið gerð nokkur grein fyrir þeim sjónar- miðum, sem liggja að baki birt- ingu efnis í Morgunblaðinu og margir hafa spurt um. Það hefur auðveldað blaðinu að verða við sívaxandi óskum um birtingu margvíslegs efnis, að undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að því að byggja upp tæknideild blaðsins, sem nú er orðin mjög fullkomin. Morgun- blaðið er nú að verulegu leyti sett og unnið með tölvutækni og þess ekki langt að bíða að það verði að öllu leyti. Þessi nýja tækni hefur aukið verulega framleiðslugetu blaðsins. Áfram verður unnið að tæknilegri uppbyggingu, sem mið- ar að því að auka og bæta þjónustu blaðsins við lesendur. Tækniframfarir eru nú svo örar í prentiðnaði að segja má, að um stöðuga endurnýjun sé að ræða. Auglýsingar kvikmynda- húsanna Nokkrar umræður hafa orðið í vetur í tilefni af því, að flest kvikmyndahúsanna á höfuðborg- arsvæðinu hafa hætt að auglýsa í Morgunblaðinu. Talsmenn þessara kvikmyndahúsa, hafa sagt í blöð- um að ástæðan sé sú, að þeir verði að greiða tífalt hærra auglýsinga- verð í Morgunblaðinu en öðrum blöðum og að þeir hafi ekki efni á því. Auglýsingaverð allra dag- blaðanna í Reykjavík er hið sama a.m.k. á pappírnum. Morgunblaðið fylgir þeirri grundvallarreglu, að allir viðskiptavinir þess sitji við sama borð og að engum sé ívilnað umfram aðra. Þeir sem auglýsa í Morgunblaðinu geta treyst því, að jafnræði gildir í þessum efnum. Frá grunnverði auglýsinga í blað- inu er veittur afsláttur eftir ákveðnum reglum, sem byggist á því, hve viðskiptin eru mikil. Er það í samræmi við þær viðskipta- reglur, sem almennt gilda, að stórir viðskiptavinir fá hámarks- afslátt, sem veittur er. Kvik- myndahúsin á höfuðborgarsvæð- inu, sem í áratugi hafa verið viðskiptavinir Morgunblaðsins og birt auglýsingar í blaðinu daglega hafa fengið þennan hámarksaf- slátt frá því grunnverði auglýs- inga, sem gildir á öllum blöðunum. Þegar kvikmyndahúsaeigendur að þessu sinni létu í ljósi óánægju með kostnað þeirra af auglýsing- um í Morgunblaðinu m.a. vegna þess að þeim er sjálfum haldið í óþolandi spennitreyju af verðlags- yfirvöldum og verulegur hluti af miðaverði þeirra gengur til opin- berra aðila, var athygli þeirra vakin á því, að þeim væri auðvitað í sjálfsvald sett, hve mikið auglýs- ingarými þeir keyptu, hve stórar auglýsingar þeirra væru. Til hægðarauka setti auglýsingadeild Morgunblaðsins upp nokkur dæmi um auglýsingar, sem væru minni en þær auglýsingar, sem kvik- myndahúsin höfðu í blaðinu. Þannig voru lögð fyrir kvik- myndahúsin dæmi um það, hvern- ig auglýsingin mundi líta út, ef hún kostaði 100 þús. krónur á mánuði, 140 þús. kr. á mánuði, 200 þús. kr. á mánuði og 300 þúsund kr. á mánuði. Þessum tillögum höfnuðu kvikmyndahúsin og vildu fá sömu stærð auglýsinga og áður fyrir mun lægra verð. Á það gat Morgunblaðið ekki fallizt og getur ekki fallizt. Það hefði verið hróp- legt ranglæti gagnvart öðrum auglýsendum blaðsins að gefa tilteknum hópi auglýsenda kost á mun lægra auglýsingaverði en öðrum. I þessu sambandi má geta þess, að öll kvikmyndahúsin til samans voru langt frá þvi að vera með stærstu viðskiptavinum blaðsins í auglýsingum, þótt þau hafi vissulega haft þá sérstöðu að vera með auglýsingar í blaðinu daglega. Auglýsingar þeirra kvik- myndahúsa, sem nú hafa hætt að auglýsa í blaðinu voru aðeins rúmlega 2% af auglýsingavið- skiptum þess. Spurningin um auglýsingaverð í dagblöðunum er víðtækari en svo að hún snerti einungis auglýsend- ur. Það hefur ekki staðið á því, að önnur dagblöð í Reykavík hafi talið sér nauðsynlegt að hækka bæði áskriftarverð og auglýsinga- verð. Hins vegar er ljóst, að t.d. kvikmyndahúsin fá svo mikinn afslátt á auglýsingaverði hjá öðr- um dagblöðum, að hann nemur á bilinu 70—90% frá grunnverði auglýsinga. Það er jafnframt ljóst, að það auglýsingaverð, sem kvik- myndahúsin greiða sumum dag- blaðanna a.m.k. stendur ekki und- ir kostnaði við vinnslu og birtingu auglýsinganna. Þá vaknar í fyrsta lagi sú spurning, hvort aðrir auglýsendur í þessum blöðum fái sama afslátt og ef svo er, hvers vegna þessi blöð hafa haft áhuga á að hækka grunnverð auglýsinga á undanförnum árum. Þeir, sem hafa efni á því að veita svo mikinn afslátt, sem raun ber vitni, j)urfa tæpast á hækkun að halda. I öðru lagi hlýtur sú spurning að brenna á vörum kaupenda dagblaðanna, hvers vegna nauðsynlegt sé að hækka áskriftarverð og lausasölu- verð á þriggja mánaða fresti úr því að sum blaðanna hafa efni á að veita svo mikinn afslátt frá aug- lýsingaverði. Morgunblaðinu er auðvitað ljóst, að birting auglýsinga um kvikmyndir, sem sýndar eru í kvikmyndahúsunum, er líka þjón- usta við lesendur. í samræmi við það viðhorf blaðsins hóf það birtingu á upplýsingum um kvik- myndir, sem sýndar eru i bíóunum hverju sinni, nokkrum dögum eft- ir að flest kvikmyndahúsanna hættu að auglýsa í blaðinu. Þessar upplýsingar er að finna í Dagbók Morgunblaðsins á bls. 6 dag hvern. I páskablaði Morgunblaðsins var einnig rækilegt yfirlit um páska- myndir bíóanna, eins og verið hefur um margra ára skeið. Morgunblaðið væntir þess, að samkomulag takist milli blaðsins og kvikmyndahúsanna um auglýs- ingar þeirra í blaðinu. Morgun- blaðið hefur átt mikil og góð samskipti við kvikmyndahúsin á undanförnum áratugum og vill stuðla að eflingu kvikmyndalistar og áhuga almennings á kvikmynd- um. Sum kvikmyndahúsanna hafa auglýst daglega í blaðinu frá því að það hóf göngu sína. Morgun- blaðið metur mikils þessi viðskipti og samskipti þótt stundum hafi komið til ágreinings eins og verða vill og það hefur gerzt a.m.k. tvisvar sinnum áður að bíóin hafa hætt um skeið að auglýsa í Morgunblaðinu. En Morgunblaðið væntir þess, að bæði kvikmynda- húsaeigendur, aðrir auglýsendur, lesendur og kaupendur virði það sjónarmið blaðsins, að jafnræði hljóti að ríkja í viðskiptum við blaðið og að eðlilegt hlutfall milli auglýsingaverðs og áskriftar- og lausasöluverðs raskist ekki með þeim hætti, að það verði að lokum áskrifendur og kaupendur í lausa- sölu, sem borgi brúsann af undir- boðum og auglýsingastríði á milli dagblaðanna. Birgir ísl. Gunnarsson: S' Utsvarshækkunin var ónauðsynleg Þessa dagana er vegið að skatt- borgurum í Reykjavík úr öllum áttum. Á Alþingi komast fá mál önnur að en frumvörp ríkisstjórn- arinnar um nýja og aukna skatta og í borgarstjórn Reykjavíkur var hart barist sl. fimmtudag um það, hvort stórhækka skyldi útsvör á Reykvíkingum. 1700 milljón króna aukaútsvar Vinstri meirihlutinn gerði ,til- lögu um það að nýta nýsamþykkta lagaheimild um hækkuð útsvör að langmestu leyti. Þeir lögðu til að útsvör yrðu hækkuð úr 11% á brúttótekjur í 11.88%. Heimildin er 12.1%. Við Sjálfstæðismenn vorum á móti þessari útsvars- hækkun, en húr. ein mun auka álög á Reykvíkinga um 1700 milljónir króna. En við Sjálfstæðismenn í borg- arstjórn gengum lengra en að vera á móti útsvarshækkuninni. Við lögðum fram raunhæfar tillögur um lækkun ýmissa útgjalda. Ef þær tillögur okkar hefðu verið samþykktar, hefði verið með öllu óþarft að leggja þessar aukaálögur á Reykvíkinga. Raunhæfar lækkunartillögur Á það vildu vinstri flokkarnir ekki failast. Þeirra 'stefna var sú að auka skatta og hækka fjárhags- áætlun mun meira en verðbólgan hefur aukist á milli ára. Þetta er annað árið í röð, sem fjárhags- áætlun borgarinnar er þanin langt umfram verðbólguna. Stefna vinstri flokkanna felur í sér aukna eyðslu, minnkandi aðhald og lítill áhugi sýndur á ráðdeild og sparn- aði. En í hverju voru breytingatil- lögur okkar fólgnar? Hvernig vild- um við Sjálfstæðismenn forða Reykvíkingum frá þessum auknu álögum? Tillögur okkar voru í mörgum liðum og því verður ekki gerð grein fyrir þeim öllum hér. Meginatriði þeirra skulu þó rakin. Ekki ráða í allar nýjar stöður Við hverja fjárhagsáætlun hggja jafnan fyrir umsóknir frá hinum ýmsu borgarstofnunum um aukinn fjölda starfsmanna. Við gerum ráð fyrir að spyrnt sé við fótum hjá ýmsum stofnunum og að starfsmannafjöldi verði óbreyttur það, sem eftir er ársins. Það teljum við fullkomlega rétt- lætanlegt og þegar valið stendur á milli þess að hækka skatta eða neita um fjölgun starfsmanna, þá viljum við að ekki verði ráðið fleira fólk. Of þykkt smurt víða I tillögum vinstri flokkanna er gert ráð fyrir að laun muni hækka um 20% á árinu og við það er fjárhagsáætlunin miðuð. í fjárlög- um ríkisins er hinsvegar gert ráð fvrir 17.18% hækkun launa og er það í samræmi við áætlun ríkis- stjórnarinnar um launahækkanir og verðlagsbreytingar á árinu. Nú kunna menn að hafa misjafnar skoðanir á þessari áætlun ríkis- stjórnarinnar, en er það ekki kaldhæðni örlaganna að vinstri meirihlutinn í Reykjavík skuli verða fyrstur til að gefa ríkis- stjórninni langt nef að þessu leyti. Við Sjálfstæðismenn teljum eðli- legt að halda sér við sömu aðferð og ríkið notar í þessu efni. Á þessari stundu eru engin rök til annars. Hér munar tæpum 360 millj. króna.Á þessum lið eins og ýmsum öðrum smyrja vinstri flokkarnir of þykkt. Draga úr framkvæmdum I tillögum vinstri manna er gert ráð fyrir að verja til gatna- og holræsagerðar 4.3 milljörðum og til ýmissa byggingaframkvæmda 5.4 milljörðum og til ýmissa áhaldakaupa 455 milljónum. Hér vildum við fara hægar í sakirnar. Við gerðum tillögu um að lækka þessar fjárveitingar um 5%. Jafn- framt buðum við upp á að setjast niður með meirihlutanum og ná samstöðu um það, hvernig draga mætti úr framkvæmdum sem þessu næmi. Það er enginn vandi og í þessum tillögum okkar fólst enginn stórfelldur niðurskurður. Þó hefði mátt spara þarna um 500 milljónir króna. Lækka á framlag til BÚR í tillögum vinstri flokkanna var ráðgert að verja til Bæjarútgerðar Reykjavíkur 1.350 millj. kr. Þetta töldum við of hátt og lögðum til að lækka þetta í einn milljarð. Bæj- arútgerð Reykjavíkur verður eins og önnur fyrirtæki að haga sínum framkvæmdum eftir því, hvernig árar hverju sinni. Önnur útgerð- arfyrirtæki í borginni greiða skatta í borgarsjóð. Þau sækja ekkert fé til borgarinnar, en vaxa þó og dafna mörg hver. Einn milljarður ætti að duga að þessu sinni. Framlag til S.V.R. má lækka I tillögum vinstri flokkanna er gert ráð fyrir að verja til S.V.R. 2 milljörðum. Af þeirri fjárhæð eru 400 millj. kr. ætlaðar til nýrra vagnkaupa, rúmlega 400 millj. ætlaðar til afborgunar á láni hjá borgarsjóði og auk þess er sér- staklega gert ráð fyrir lántökum vegna nýrra vagnkaupa. Við töld- um óhætt að lækka þessa fjárhæð um 150 millj. kr., enda hefur ákvörðun um kaup nýrra vagna dregist svo mjög, að ljóst er að ekki þarf allt það fjármagn, sem ætlað var á árinu til vagnkaupa. Auk þess erum við Sjálfstæðis- menn á móti því að kaupa 3—5 fullbúna vagna frá Ungverjalandi í tilraunaskyni, eins og vinstri menn hafa nú samþykkt. Hér hefur verið gerð grein fyrir helztu tillögum okkar um lækkun útgjalda. Þessar tillögur eru full- komlega raunhæfar. Ef vinstri flokkarnir hefðu borið gæfu til að samþykkja okkar tillögur hefðu borgarbúar losnað við aukaútsvar- ið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.