Morgunblaðið - 20.04.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.04.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 • • 011 hreinlætistæki í baðherbergiö K 11 arma Byggingavörur hf. Hellisgötu 16 Hafnarfiröi. simi 53140 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Höfum kaupendur aö eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 20. apríl 1980 Innlausnarverð Seölabankans Yfir- Kaupgengi m.v. 1 árs gengi pr. kr. 100.- tímabil frá: 1968 1. flokkur 5.312,00 25/1 '80 4.711.25 12.8% 1968 2. flokkur 4.996,19 25/2 '80 4.455,83 12,1% 1969 1. flokkur 3.708,73 20/2 '80 3.303,02 12,3% 1970 1. flokkur 3.399,75 25/9 '79 2.284,80 48,8% " 1970 2. flokkur 2.441,70 5/2 80 2.163,32 12,9% 1971 1. flokkur 2.267,15 15/9 '79 1.539,05 47,3% 1972 1. flokkur 1.976,20 25/1 '80 1.758,15 12,4% 1972 2. flokkur 1.691.39 15/9 '79 1.148,11 47,3% 1973 1. flokkur A 1.270,10 15/9 '79 866,82 46,5% 1973 2. flokkur 1.169.95 25/1 '80 1.042,73 12,2% 1974 1. flokkur 807,43 15/9 '79 550,84 46,6% 1975 1. flokkur 658,33 10/1 '80 585,35 12,5% 1975 2. flokkur 500,25 1976 1. flokkur 475,23 1976 2. flokkur 385,94 1977 1. flokkur 358,41 1977 2. flokkur 300,24 1978 1. flokkur 244,67 1978 2. flokkur 193,12 1979 1. flokkur 163,30 1979 2. flokkur 126,71 VEÐSKULDA- Kaupgengi m.v. Nafnvexti BREF:* 12% 14% 16% 18% 20% 34'/i % 1 ár 66 67 68 69 70 79 2 ár 54 55 57 58 60 70 3 ár 44 46 48 49 51 63 4 ár 38 40 42 44 45 58 5 ár 33 35 37 39 41 54 *) Midað er við auðseljanlega fasteign NÝTT ÚTBOÐ VERÐTRYGGÐRA SPARI- SKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS: Nýtt útboö verðtryggöra spariskírteina ríkissjóös: 1. flokkur 1980. Sala hefst 15. apríl. Móttaka pantana hafin. MðbtMlTinCfUIPéUMS tlUMM Hft VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. lönaöarbankahúsinu. Sími 2 05 80. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16. Jean Paui m Sartre Btl Jean-Paul Sartre fæddist í París hinn 21sta júní 1905 og lézt þar aö kvöldi hins 15da apríl 1980. Barn að aldri missti hann föður sinn og ólst því upp á heimili móðurafa síns, Carls Schweitzer, prófessors í þýzku við Svartaskóla, sem var náfrændi hins heimskunna læknis, tónlistar- manns og trúboða Alberts Schweitzer. Hann nam heimspeki við frægasta skóla Frakka, École Normale Supérieure, og brautskráð- ist þaðan árið 1929. Frá 1931 var hann menntaskólakennari í Le Havre, Lyon og París allt til 1939 er hann gerðist sjúkraliði í franska hernum; frá því í apríl 1940 þar til í júní 1941 var hann stríðsfangi Þjóðverja. Á menntaskólakennaraárunum samdi Sartre ýmsar heimspekilegar ritgerðir, svo og skáldsöguna Velgju (La Nausée, 1938). Eftir að hann losnaði úr þýzkri fangavist sneri hann sér alfarið að ritstörfum og birti þegar árið 1943 höfuðrit sitt um heimspeki Veru og óveru (L'Etre et le néant). Og upp frá því skrifaði hann ósköpin öll: skáldsög- ur, leikrit, bókmenntagagnrýni, stjórnmálahugleiðingar og heimspekirit, og hélt því áfram þar til hann tók að missa sjónina árið 1974. Síðasta rit hans var fjögurra binda verk um rithöfundinn Gustave Flaubert. Sartre var án efa einn mesti andans maður tuttugustu aldar. Hann var að vísu ekki mjög frum- iegur hugsuður; flestar mikilsverð- ustu hugmyndir sínar sótti hann tii annarra, einkum þýzku heimspek- inganna Edmunds Husserl og Mart- ins Heidegger og til austurríska sálfræðingsins Sigmundar Freud, að ógleymdum Karli Marx. En þá er hins að gæta að þær hugmyndir sem hann þáði frá öðrum fágaði hann og betrumbætti á marga lund; svo að dæmi sé tekið blikna rit Martins Heidegger hjá þeim bókum þar sem Sartre fer höndum um sömu efni. Og hitt má ekki heldur gleymast að Sartre felldi það sem hann sótti til annarra í frumlegt kenningakerfi sem hann kenndi sjálfur við tilvistarstefnu. Tilvistarstefna varð mikil tízkustefna skálda og listamanna, svo og í skólum og á kaffihúsum, á árunum eftir síðari heimsstyrjöld. Heiti stefnunnar varð fleygt af frægum fyrirlestri Sartres frá ár- inu 1946, Tilvistarstefnan er mannhyggja (L'Existentialisme est un humanisme), en sá er lítið listaverk þeirrar bókmenntagrein- ar. Ekki þó svo að skilja að hinir fjölmörgu fylgismenn stefnunnar hafi þurft að lesa svo mikið sem þennan litla fyrirlestur til að slást í hópinn. Á föstudagskvöldið var mér sagt frá menntakonu sem hljóp út í einhvern garð úr fjölmennu sam- kvæmi á þessum árum, baðaði þar út öllum öngum og æpti „J’existe, j’existe", en það er franska og merkir „Ég er til, ég er til.“ Þessi kona var auðvitað existensíalisti, og hafði djúp áhrif á alla viðstadda. Tilvistarstefna Sartres átti það engan veginn skilið að verða slíkri tízku að bráð. Kenningum hans um heimspekiieg og sálfræðileg efni verður ekki lýst í stuttri blaðagrein; en ef til vill má vekja hugboð um þær. Margir þekkja til kenninga Freuds, og geta raunar fræðzt um þær frekar ef þeim sýnist af bók hans Um sálgreiningu sem út hefur komið á íslenzku. Þessar kenningar tók Sartre upp margar hverjar, en með þeirri mikilvægu breytingu að hann hafnaði frægasta hugtaki Freuds, sjálfu dulvitundarhugtak- inu, sem markleysu og hafði til þess mörg og skynsamleg rök. Raunar var tilvistarstefnan að drjúgu leyti eitt allsherjaruppgjör við alla sál- arfræði 19du og 20stu aldar, „vísindalega sálarfræði" sem svo vill heita, og var eitt helzta árásar- efnið sú vísindatrú sálfræðinga sem telja má víst, í ljósi gagnrýni Sartres og annarra, að sé ekki einasta fávísleg trú, heldur háska- leg líka. í stað slíkrar sálarfræði vildi Sartre setja aðra sem reist væri á rökgreiningu vitundarhugtaksins — „óverunnar” sem hann kallaði svo í höfuðriti sínu. Þessi rökgreining átti meðal annars að vinna bug á vandkvæðum sem fylgt höfðu vit- undarhugtakinu í heimspekisög- unni allt frá dögum Renés Descart- es á 17du öld; þeim helztum að ef >itundarhugtak Descartes er tekið alvarlega verður það að vafamáli hvort nokkuð sé til í heiminum annað en vitundin ein. Slíku vitund- arhugtaki vildi Sartre ekki una, fremur en flestir aðrir heimspek- ingar á síðustu tímum; og segja má að hann hafi kallað kerfi sitt ‘tilvistarheimspeki’ meðfram til að leggja áherzlu á að samkvæmt því væri tilvera manns og heims hafin yfir allan vafa, og hvers konar hughyggja þar með jafn fráleit og efnishyggjan sem hann vísaði á bug í gagnrýni sinni á „vísindalega" sálarfræði. Það er ekki gott að segja hvað muni lifa í heimspeki Sartres og hvað ekki. Hann haslaði sér ungur völl innan heimspekihefðar sem Edmund Husserl var höfundur að og nefnd er fyrirbærafræði. Þessi hefð má nú heita liðin undir lok sem lifandi afl í samtímaheimspekinni. Nú virðist svo sem framtíð heim- spekilegra rannsókna á þeim við- fangsefnum sem Sartre fékkst við öðrum fremur — einkum eðli mann- legrar vitundar — muni ráðast af hugmyndum annarra heimspekinga en fyrirbærafræðinga, einkum þeirra Gottlobs Frege og Ludwigs Wittgenstein. í ellinni kannaðist Sartre við það að hann væri hættur að fylgjast með framförum heim- spekinnar; hann sagðist hljóta að játa að hann kysi heldur að lesa reyfara sér til afþreyingar en bæk- ur Wittgensteins. En ódauðleiki er ekki endilega hið eftirsóknarverð- asta í þessu lífi, fremur en frum- leiki. Heimspekirit Sartres voru og eru mikil afrek, hvort sem þau lifa eða ekki. Og þá eru ótalin önnur afrek hans, einkum skáldsögur og leikrit. Brezka skáldkonan og heimspeking- urinn Iris Murdoch, sem hér var á dögunum, sagði á fundi viöræðufél- ags heimspekinema að skáldsaga Sartres Velgja væri kannski eina heimspekilega skáldsaga gervallra heimsbókmenntanna; og Velgja er líka frábær saga. Og nú skyldi enginn láta lýsingarorðið „heimspekilegur" fæla sig frá: skáldrit Sartres eru með afbrigðum aðgengilegt lesefni. Þar tekur hann sér til fyrirmyndar þá amerísku höfunda sem kallaðir voru „harð- soðnir" á sinni tíð, svo sem glæpasagnaskáldið Dashiell Hammett, sem er óneitanlega til fyrirmyndar. Það er ótrúlegt að þessi skáldrit verði ekki lesin, og leikritin leikin, meðan evrópsk menning stendur. Sartre var líka tónlistarmaður ágætur; til er eftir hann píanósónata sem ég hef að vísu aldrei heyrt, en látið telja mér trú um að sé prýðilegt tónverk. Eitt helzta einkenni á menntalífi Evrópu frá lokum fyrri heimsstyrj- aldar og fram undir okkar daga hefur verið að rithöfundar og aðrir menntamenn og listamenn hafa upp til hópa fylgt öfgastefnum í stjórn- málum. Þessa fylgisspekt við alræði og ofbeldi kallaði franski heimspek- ingurinn Julien Benda „trahison des clercs” — svik menntamannanna — og átti þá við að menntamenn tuttugustu aldar hefðu brugðizt þeim hugsjónum frelsis og upplýsingar sem þeir einir gætu gætt í fjandsamlegum heimi, og ættu að gæta þótt afgangurinn af veröldinni gengi af göflunum. Margt bendir til þess hin síðari ár að þessi skáldatími sé nú liðinn. Fasisminn virðist nú endanlega úr sögunni í Evrópu með falli einræð- isstjórnanna á Spáni og í Portúgal. Og kommúnisminn sýnist vera í andarslitrunum, að minnsta kosti sem stjórnmálastefna sem laðað geti að sér lifandi sálir, þó svo að lögregluríkin í Austur-Evrópu og Asíu eigi kannski eftir að standa enn um skeið í efnahagslegri eymd sinni og andlegu volæði. Það kemur heim við þessa tilgátu, sem alkunn- ugt, er að andlegu lífi er á síðustu árum ekki lifað lengur í fylkingum öfgamanna, hvorki á íslandi né í öðrum löndum, enda eru þar naum- ast aðrir eftir en félagsfræðingar og frj álshyggj umenn. Ef hér er rétt til getið, þá var Sartre síðasti höfuðsnillingur þessa liðna tíma: hinn síðasti andans jöfur Evrópu sem „kenndi til í stormum sinna tíða" með þeim hætti sem íslendingar þekkja bezt af ævi og verkum Halldórs Laxness. Sartre taldi það skyldu sína að leggja þjáðu og þrælkuðu mannkyni lið með því meðal annars að þegja sem fastast um þrælabúðir Stalíns þegar upp um þær komst, því játningar á þeim mistökum — en svo voru glæpir gjarnan nefndir — yrðu ekki annað en vatn á myllu óvinarins. Halldór Laxness var einn þeirra snilldaranda þessarar svikatíðar sem iðruðust orða sinna ög gerða og skrifuðu játningarit í yfirbótaskyni. Svavar Gestsson heilbrigðisráð- herra gaf þá skýringu á sinnaskipt- um Halldórs á sínum tíma að auðvaldsmangarar hefðu hlaðið undir hann silkipúðum og skvett á hann líkjöri. Sartre þáði ekki sín Nóbelsverðlaun, og hann taldi sig byltingarsinna allt til æviloka. Nema það ætti að hafast til marks um nokkur sinnaskipti að í fyrra gerðist hann allt í einu bandamaður fjandvinar síns Raymonds Aron og snerist af alefli gegn kommúnistum í Víetnam sem hann hafði áður stutt með ráöum og dáð. Aron orðaði það svo að loksins, loksins hefði Sartre skipað sér undir merki óbrotinna mannréttinda öldungis skilmálalaust. Þorsteinn Gylfason. VANTARÞIGVINNUQ VANTAR ÞIG FÓLK !f tP Þl' AÍGLÝSIR l'M AU.T I.AM) ÞEGAR Þl Al'G- I.ÝSIR I MORGl NBLADINl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.