Morgunblaðið - 20.04.1980, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980
Wallenberg nokkru áður en hann fór
til Búdapest. í bakgrunni: Gyðingar, sem
Wallenberg tókst að losa
Myndin er tekin
í desember 1944.
rg — bjargvættur
údapest í stríðinu:
Falinn i
Gúlaginu
í 35 ár
Ibyrjun maí hefjast í Stokkhólmi vitnaleiðslur í furöulegu máli,
sem á sér 35 ára gamla sögu, — máli Raoul Wallenbergs,
sænsks stjórnarerindreka, sem hvarf meö dularfullum hætti
eftir hetjulega björgun tugþúsunda ungverskra gyöinga frá
gasklefum nazista. Starf Wallenbergs í Búdapest í lok stríðsins bar
undraveröan árangur, og enda þótt Þjóöverjar litu hann illu auga
dirföust þeir ekki aö hrófla viö honum. Þaö var ekki fyrr en Rússar
voru komnir til skjalanna í upphafi árs 1945 aö hann var fjarlægöur.
Síöan hefur hann hvað eftir annaö sézt í sovézkum fangelsum og
ýmislegt hefur af honum spurzt, en sovézk yfirvöld þykjast ekkert
um hann vita annaö en þaö að hann hafi látizt áriö 1945. Nýjustu
upplýsingarnar, sem benda til þess aö Wallenberg sé á lífi eða hafi
a.m.k. verið þaö til mjög skamms tíma, eru þær aö rússneskur
gyöingur, Jan Kaplan hitti árið 1975 Svía í fangelsi í Butyrka. Svíinn
tjáöi Kaplan aö hann heföi verið í fangelsi í þrjá áratugi, en Kaplan
segir hann hafa virzt fullkomlega heilbrigðan. Kaplan kom þessum
upplýsingum til Vesturlanda eftir krókaleiöum, en nýlega var
honum varpaö í fangelsi í Sovétríkjunum á ný.
Mál Wallenbergs vakti framan af
árum verulega athygli, en smám
saman hljóönaði um þaö. Sænsk
stjórnvöld hafa þó ööru hverju spurzt fyrir
um þaö í Sovétríkjunum, en án árangurs,
auk þess sem fjölskylda Wallenbergs hefur
haldiö áfram baráttu fyrir því aö málið yröi
upplýst. Nýjustu upplýsingar hafa oröiö
þess valdandi aö áhugi almennings hefur
vaknaö aö nýju, og segja má aö aldrei hafi
þaö vakiö aöra eins athygli utan Svíþjóðar
og einmitt nú. Wallenberg-nefndir hafa
veriö stofnaöar í ýmsum löndum, og eru
forvígismenn í stjórnmálum þar í broddi
fylkingar. í Bretlandi eru þingmaöurinn
Winston Churchill í forsvari og í Bandaríkj-
unum öldungadeildarþingmennirnir Patric
Moynihan og Fran Church. Cyrus Vance
utanríkisráöherra Bandaríkjanna hefur
krafið Sovétstjórnina skýrínga, Carter for-
seti hefur krafizt skýringa og Ola Ullsten,
fyrrverandi forsætisráöherra, kraföist þess
í ágúst í fyrra aö Kosygin forsætisráðherra
Sovétríkjanna beitti sér fyrir nýrri rann-
sókn, og jafnframt því, aö sænska stjórnin
fengi aö senda fulltrúa til Sovétríkjanna til
aö ræöa viö Jan Kaplan. Kosygin svaraöi
Ullsten því aö Wallenberg heföi látizt áriö
1947 og við þaö væri engu aö bæta.
Ullsten hefur lýst því yfir, aö hann sé þess
fullviss, að enn séu ekki öll kurl komin til
grafar í sambandi viö hvarf Wallenbergs,
og muni Svíar ekki láta málið kyrrt liggja
fyrr en fullnægjandi skýringar hafi fengizt á
hinum grunsamlegu og dularfullu atvikum
málsins.
Haustkvöld eitt áriö 1944 settust fimm
menn að borðum heima hjá Lars
Berg, sænskum sendiráðsmanni í
Búdapest. Gestirnir voru Adolf Eichmann,
ásamt fylgdarmanni, og tveir vinnufélagar
gestgjafans. Annar þeirra var Raoul Wall-
enberg, 32 ára stjórnarerindreki, sem
9.99
OSTA.-OGSMJÖRSALAN
hefur flutt starfsemi sína í nýtt húsnæöi aó
ath. ostabúðin verður áfram að Snorrabraut 54, simi 10024
BITRUHALSI2
Nýja símanúmeriö er
8-2501
Þrjú björgunarnet
um borð í Herjólf
MARKÚS Þorgeirsson í Hafnar-
firði sagði i samtali við Mbl., að
mjög vel gengi hjá sér að selja
björgunarnetin svokölluðu og
síðast hefðu þrjú verið keypt um
borð i Herjólf, en áður höfðu net
farið um borð í togarana Mai og
Júní.
Að sögn Markúsar kostar björg-
unarnet liðlega 71 þúsund krónur.
AUGLÝSING A STOFA
MYNDAMOTA
Aðalstræti 6 simi 25810