Morgunblaðið - 20.04.1980, Page 23

Morgunblaðið - 20.04.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 23 Þetta geróist 20. apríl 1978 — Rússar neyða suður-kór- eska farþegaflugvél að lenda ná- lægt heimskautsbaug. 1977 — Mótmælaaðgerðir gegn Bhutto forsætisráðherra í Pakist- an. 1972 — Geimfararnir í Apollo 16 lenda á tunglingu. 1970 — Nixon forseti kunngerir brottflutning 150,000 hermanna frá Suður-Víetnam. 1968 — Pierre Elliot Trudeau verður forsætisráðherra Kanada. 1967 — Bandarískar loftárásir á orkuver nálægt Haiphong. 1962 — Raoul Salan, leiðtogi OAS (Leynisamtaka hersins), handtek- inn í Algeirsborg. 1945 — Rússar sækja gegnum varnir Berlínar. 1943 — Afríkuher Rommels ræðst á Tobruk. 1923 — Egyptar fá stjórnarskrá. 1919 — Nikita konungi steypt í Montenegro sem sameinast Júgó- slavíu. 1909 — Auðjöfurinn Andrew Carnegie gefur 1,5 milljónir dala til byggingar friðarhallar í Haag. 1854 — Austurríki og Prússland mynda varnarbandalag gegn Rússlandi. 1792 — Frakkland segir Austur- ríki stríð á hendur. 1775 — Norður-Ameríkumenn hefja umsátrið um Boston. 1770 — James Cook finnur Nýju Suður Wale's. 1657 — Gyðingar í Nýju Amster- dam fá jafnrétti og borgararétt- indi. 1653 — Cromwell lokar enska þingingu. 1534 — Mærin frá Kent, Eliza- beth Barton, tekin af lífi í Eng- landi. Afmæli — Pietro Aretion, ítalskt skáld (1492-1557) - John Eliot, enskur trúboði (1592—1632) — Louis Napoleon (Napoleon III) (1808-1873) - Adolf Hitler, þýzkur nazistaleiðtogi (1889— 1945) — Joan Miro, spænskur listmálari (1893—). Andlát — 1820 Arthur Young, búnaðarfrömuður. Innlent — 1602 Einokun hefst — 1950 Þjóðleikhúsið vígt — 1947 d. Kristján X — 1662 Ragnheiður Brynjólfsdóttir tekur opinbera aflausn — 1728 Dalfjall fer að gjósa við Mývatn — 1770 Hluta- bréf íslendinga í Almenna verzl- unarfélaginu seld til lúkningar skuld — 1785 Konungsbréf um flutning stóls, kirkju & skóla í Skálholti til Reykjavíkur —1821 45 skipbrotsmenn af þýzku hval- veiðiskipi komast á land á Skaga — 1872 Tilskipun um bæjarstjórn í Reykjavík — 1872 Sparisjóður í Reykjayík — 1932 Ráðherrarnir Einar Árnason og Jónas Jónsson fá lausn — 1890 f. Brynleifur Tobiasson. Orð dagsins — Því betur sem ég kynnist mönnunum því vænna þykir mér um hundinn minn — Friðrik mikli Prússakeisari (1712-1786). Þetta gerðist 21. apríl 1977 — Bhutto tekur sér aukin völd í Pakistan og fyrirskipar herlög í þremur borgum. 1975 — Nguyen Van Thieu forseti segir af sér í Suður-Víetnam. 1972 — Geimfararnir í Apollo 16 kanna hálendi á tunglinu. 1970 — Kambódía biður um bandaríska hernaðaraðstoð. 1967 — Herinn tekur völdinn í Grikklandi. 1966 — Læknar í Houston, Texas, framkvæma fyrstu hjartaígræðsl- una. 1961 — Uppreisn í Alsír undir forystu Challe hershöfðingja. 1954 — Liðsauki sendur til Indó- kína til varnar Dien Bien Phu. 1947 — Friðrik IX verður konung- ur Danmerkur. 1928 — Frumvarp Aristide Briand í Frakklandi um bann við stríði. 1914 — Bandaríkjamenn setja Mexíkönum úrslitakosti og taka tollhúsið í Vera Cruz. 1898 — Bandaríkin viðurkenna sjálfstæði Kúbu og ófriðurinn við Spánverja hefst. 1839 — Tyrkir gera innrás í Sýrland til að herja á Mehemet Ali. 1836 — Orrustan um San Jacinto: Fullveldi Texas tryggt með ósigri Mexíkana. 1509 — Hinrik VIII sezt að ríkjum á Englandi. 1500 — Pedro Alverez Cabral finnur Brazilíu sem hann helgar Portúgal. Afmæli. Charlotte Bronte, enskur rithöfundur (1816—1855) — Hyppolyte Taine, franskur rithöf- undur (1828—1893) — Elízabet II Englandsdrottning (1926 — ) — Anthony Quinn, bandarískur leik- ari (1915 - ). Andlát. 1509 Hinrik VIII Eng- landskonungur — 1699 Jean Rac- ine, leikritahöfundur — 1736 Eug- en prins af Savoy, hermaður — 1946 Keynes lávarður, hagfræð- ingur. Innlent. 1971 „Vædderen" kemur með Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða — 1548 Bréf Jóns bps Arasonar til íbúa Skálholtsbisk- upsdæmis — 1841 Hoppe skipaður stiftamtmaður — 1948 Heklugosi lýkur — 1965 Frumvarp um lausn flugmannaverkfalls — 1970 Islenzkir námsmenn taka sendi- ráðið í Stokkhólmi — 1971 Brezki togarinn „Caesar" strandar við Arnarnes. Orð dagsins. Ég hef uppgötvað listina að blekkja diplomata; ég segi satt og þeir trúa mér aldrei — Cavour greifi, ítalskur stjórn- málaleiðtogi (1810—1861). Verksmiðjusala Buxur á alla aldurshópa Skipholti 7 — Sími 28720. Húsnæðismálastofnun ríkisins auglýsir til sölu 30 íbúðir í parhúsum við Háberg og Hamra- berg í Breiðholti. Brúttóflatarmál íbúðannaer um 103m2 og verður þeim skilað fullfrá- gengnum að utan sem innan 1. júní n. k. Grassvæði lóða verða lögð túnþökum, stéttar steyptar en stígar, leiksvæði og bílastæði malbikuð.Húsþessi standa á þremur lóðum ogeru 5 hús (10 íbúðir) á hverri lóð. Húseigendum er skylt að mynda með sér félag er annast framkvæmdir og fjárreiður varðandi sameignina.Söluverð íbúðanna er kr. 29.8000.000.00 og greiðist þannig: 1. 80% verðs íbúðar veitir Húsnæðismálastofnunin að láni úr Byggingarsjóði ,'íkisins til 33 ára með 2% vöxtum og fullri vísitölubindingu miðað við byggingarvísitölu. Einnig ber lántaka að greiða 1/4% af lánsfjárhæðinni til Veðdeildar Landsbanka íslands vegnastarfa hennar. Lán þettaerafborgunarlaust fyrstu3árin en greiðistsíðan uppá30 árum (annuitets-lán). 2. 20% verðs íbúðar ber kaupanda að greiða þannig: a. Fyrirafhendingu íbúðar verður kaupandi að hafa greitt 10% kaupverðs. b. Á næstu 2 árum eftirafhendingu íbúðar, skal kaupandi greiða 10% kaupverðsauk vaxta af láni skv. 1. tölulið. Lánskjöreru að öðru leyti hin sömuog álániskv. 1. tölulið. íbúðir þessar eru eingöngu ætlaðar félasgmönnum í verkalýðsfélögum innan ASÍ og giftum iðnnemum. íbúðirnar eru fyrir 5 manna fjölskyldur og stærri. Umsóknareyðublöð ásamt nánari upplýsingum um skilmála liggja frammi á skrifstofu Húsnæðismála- stofnunarinnar, Laugavegi 77. Umsóknum skal skila á sama stað eigi síðar en föstudaginn 9. maí n. k. Húsnæðismálastofnun ríkisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.