Morgunblaðið - 20.04.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.04.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 2 5 Við stýríð á skútunni, Eye oí the Wind. Dýralifi á Nýju-fííneu svipar mjög til ástralsks dýralífs, og eru pokadýr og eölur algengar. Hér eru hlns vegar nokkrir krókódilar að sóla sig i makindum sinum. Þeir eru þó ekki Hrafnhildur á borðstokknum á Auga vtndsins. Hítastíg villtir eins og flestir gætu haldið, heldur tilheyra þeir þarna er um 30 gráður á Celcius. og þvi ekki hætta á að slái bústofninum á krókódílabúgarði, þar sem þeir eru aldir að fólki þótt það sé léttklætt! Fötuna notuðu leiðangurs- vegna skinnsins. menn til að safna í regnvatni. Hrafnhildur I fullum herklæðum á þorpsgötu i Nýju-Gíneu. Þarna dvaldi hún i einn og hálfan mánuð við vísindastörf. Hópur skólabarna í Nýju-Gíneu, nánar til tekið á einu kóralrífinu fyrir ströndinni. Þessum hópi var boðið að koma um borð í skipið^ og skoða það, en myndin er tekin á bryggjunni. og hér eru þau að syngja fyrir leiðangursmenn í þakklætisskyni. upp fyrir 32 á daginn, alla vega ekki þann tíma sem hún dvaldi þarna. Rakinn í loftinu veldur því hins vegar að hitinn virðist mun meiri, allt upp í 40 til 50 stig! Verkefnin sem leiðangursmenn fengu, sagði Hrafnhildur hafa verið mjög fjölbreytileg. Þarna eru virk eldfjöll sem voru skoðuð, rannsakað var dýralíf, kannanir gerðar á skordýrum, kafað var niður í flugvéla- og skipsflök, og fleira og fieira. „Sjálf valdi ég mér vekefni hjá vísindamönnum í um það bil tvö hundruð manna þorpi skammt frá annarri byggð. Þarna var ég síðan í einn og hálfan mánuð, sem aðstoðarmaður vísindamanna frá Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkj- unurn," sagði Hrafnhildur. Dökkir yfirlitum og ljóshærðir — Hvaða fólk er það sem bygg- ir þetta land? „Ibúarnir þarna eru dökkir yfir- litum, þó ekki alveg svartir," sagði Hrafnhildur. „En það sem kannski er einkennilegast við útlit þeirra er, að margir þeirra eru með rauðleitt hár, eða jafnvel ljós- hærðir! Fólki þarna svipar meira til frumbyggja Ástralíu, heldur en til Afríkumanna, og þetta fólk er víst ekki talið fallegt á mælikvarða okkar Evrópumanna. Fólk lifir þarna mikið á fisk- veiðum, en einnig á aldinrækt, sem stunduð er við hvers manns dyr. Þar rækta þeir til dæmis kókoshnetur, banana og ananas. í stærri borgunum eru svo að sjálf- sögðu flóknari atvinnuvegir. Eg get ekki sagt að ég hafi kynnst þessu fólki mikið á meðan ég var þarna, og eiga tungumála- erfiðleikar sennilega stærstan þátt í því. Fólk talar þarna pidgin, mismunandi mállýskur, en yfir- leitt ekki ensku. Fólkið var annars vingjarnlegt, og mjög forvitið um þessa framandlegu gesti, og reiðu- búið tii hjálpar ef svo bar undir. Moskító og malaría Aðrir ibúar þarna voru hins vegar ekki alveg eins vingjarn- legir, svo sem moskítóflugur og sandflugur sem gerðu okkur lífið leitt. Óhemjumikið var þarna af moskítóflugum, og illt að verjast þeim. Alls kyns smyrsl voru reynd, b-vítamín og fleira og fleira, en það dugði skammt. Raunar sagði breski hermaðurinn sem var með okkur, að besta ráðið til að forðast þær væri að þvo sér ekki, en ég held að fólki hafi nú ekki þótt það ráð sérlega aðlað- andi! Við reyndum hins vegar að verjast ágangi þeirra með því að vera í síðbuxum og með hatta þegar við fórum á þær slóðir þar sem mest var af flugunum. Það kom þó ekki í veg fyrir það að mörg okkar fengu malaríu, og eiginlega beið ég bara eftir því að veikjast næst! — Það varð þó ekki, sem betur fer. Veikinni var annars haldið niðri með iyfjum, en þegar heim kom urðu þeir sem veiktust að fara til meðferðar á sjúkrahúsi, þar sem lyfin halda veikinni aðeins niðri. En erfitt er að verjast malaríunni, og hún virðist hrjá innfædda ekki síður en að- komumenn. Enn verri en moskítóbitin voru þó líklega bit sandflugunnar, en hún er svo smá að hún er næstum ósýnileg. Hún bítur hins vegar illa, og mjög þétt. Ég taldi til dæmis um það til 45 bit á mér einu sinni, aðeins á öðrum upphandl- eggnum!" Skemmtilegt í siglingunni Eftir að Hrafnhildur hafði verið við vísindastörfin í um það bil hálfan annan mánuð, fór hún í siglingu með skipi leiðangursins, Auga vindsins. Var siglt um ná- lægar eyjar, og gerðar ýmsar rannsóknir. „Þessi tími var líklega skemmti- legasti tími fararinnar, og hefði ég gjarna vilja vera lengur á skip- inu,“ sagði Hrafnhildur. „Þar var meiri fjölbreytni, og einnig auð- veldara að kynnast krökkunum sem voru í leiðangrinum. Aliur hópurinn komst ekki fyrir á skipinu, enda talið að það beri aðeins 24 á úthafssiglingu, en við vorum 42 talsins. En við sigldum þarna um eyjaklasann, veiddum hákarla og túnfisk okkur til mat- ar, gerðum rannsóknir á dýralífi og fleira og fleira. Var sérstaklega gott að fá fisk í staðinn fyrir dósamat hermannanna, sem var orðinn æði leiðigjarn. En allt var þarna haft í dósum vegna rakans, allt frá sykri til salernispappírs!" Heimleiðis á ný, akandi, siglandi og fljúgandi Hrafnhildur hélt utan hinn 5. október síðastliðinn, og kom heim aftur 27. desember, eða rétt eftir jól. Gekk á ýmsu á heimleiðinni, farið var akandi hluta leiðarinnar að Port Moresby, höfuðborg Nýju- -Gíneu, hluta leiðarinnar var farið á bátum, og hluta á Herkúles- flugvél breska hersins, sem þarna var á æfingum. Síðan var flogið til Hong Kong, og áleiðis til Evrópu, til London með millilendingu á Indlandi, Vestur-Þýskalandi og víðar. „Þetta var óskaplega skemmti- leg ferð,“ segir Hrafnhildur, „og ég hef ekki eitt augnablik séð eftir því að hafa farið." Þegar leiðangrinum lýkur, kveðst hún svo ætla til móts við skipið er það kemur til hafnar í Plymouth á Englandi, og þar kveðst hún væntanlega hitta fjöl- marga úr leiðangrinum, en við suma þeirra hefur hún haft sam- band síðan og skipst á bréfum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hrafnhildur hefur lagt land undir fót, og haldið til útlanda, þvi fyrir nokkrum árum dvaldi hún í Oreg- on í Bandaríkjunum í eitt ár sem skiptinemi. Segist hún hafa sér- lega gaman af ferðalögum og varla tolla heima hjá sér, þar sem hún búi þó í besta yfirlæti hjá foreldrum sínum! En næstu ferðalög hefur hún ekki ákveðið ennþá, nema hvað hún fer til Englands sem fyrr segir, og síðan er Evrópuferð ofarlega á dagskránni. — AII

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.