Morgunblaðið - 20.04.1980, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUDMUNDUR BR. PÉTURSSON,
stýrimaður,
Stangarholti 32
veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. apríl kl.
3.00.
Lydia Guðmundsdóttír
Hilda Guðmundsdóttir Gunnar Felixson,
Þórhildur Guömundsdóttir, Sigurður Einarsson,
Pétur R. Guðmundsson, Sólveig Ó. Jónsdóttir,
Hafsteinn Ö. Guömundsson, Aldís Gunnarsdóttir,
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir tengdafaöir, afi og langafi,
GUNNAR KRISTJÁNSSON,
Tryggvagötu 4,
Selfossi,
(áöur Mýragötu 10, Reykjavík),
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 22. apríl kl
15.00.
Elín Pólsdóttir,
Siguröur Gunnarsson, Edda Garðarsdóttir,
Kristján Gunnarsson, Eygló Jónasdóttir,
Unnur Gunnarsdóttir, Helgi Björgvinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þakka hluttekningu og vinsemd viö andlát og útför móöur minnar,
BRYNHILDAR MAGNÚSDÓTTUR
frá Litla-Seli
Framnesveg 14, Reykjavík.
Fyrir hönd aöstandenda.
Þórir Björnsson.
t
Hjartans þakkir færum viö öllum þeim, sem sýndu okkar samúö og
vinarhug vegna andláts
STEINUNNAR ÁSTU GUDMUNDSDOTTUR ZEBITZ,
Dalbraut 27.
Sérstakar þakkir sendum viö starfsfólki og heimilisfólki aö
Dalbraut 27.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa,
SIGURDAR GUÐMUNDSSONAR,
vólstjóra,
Dalalandi 14.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 4 D, Landspítalanum fyrir
góöa umönnun í veikindum hans.
Laufey Loftsdóttir,
Edda Siguröardóttir, Valdimar Ásmundsson,
Anna S. Siguöardóttir, Siguröur Georgsson,
Gylfi Sigurðsson, Sigurbjörg Ármannsdóttir,
og barnabörn.
t
Þökkum hjartanlega auösýnda samúö viö andlát og útför
eiginmanns míns, föður afa og tengdafööur.
BJARNA JÓNSSONAR,
Yrsufelli 7.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á deild 2 B, Landakotsspítala,
svo og til Sveinbjarnar Sigurössonar og vinnuflokks hans.
Rannveíg Kristinsdóttur,
börn, barnabörn og tengdabörn.
t
Þökkum innilega öllum þeim mörgu, sem sýndu okkur samúö og
vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar,
tengdafööur og afa,
JÓHANNS VILHJÁLMSSONAR,
Noröurbraut 24, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum viö Félagi vörubílaeigenda fyrir þá miklu
viröingu, sem þeir sýndu minningu hans.
Halldóra Guöjónsdóttir, Björgvin Jóhannsson,
Guðný Jóhannsdóttir, Haukur Jónsson,
Guðrún Jóhannsdóttir, Magnús Einarsson,
og barnabörn.
Lokað
veröur þriöjudaginn 22. apríl vegna útfarar
HELGA INGVARSSONAR
Ingvar Helgason, heíldverslun.
Sigríður Helga-
dóttir — Minning
Engan grunaði að amma myndi
ekki geta fylgt Sævari dóttursyni
sínum síðasta spölinn að gröf
sinni hinn 18. marz sl.
Að morgni 15. marz sl. fór
amma í kirkju sína að venju en
samkvæmt trú sinni hélt hún
heilagan hvíldardag, sjöunda dag
vikunnar, laugardaginn. Hún var
hress þennan dag, miðlaði okkur
sem með henni voru af brunni
æskuminninga, en rúmlega fyrsta
tug ævinnar eyddi hún að Kvía-
völlum á Miðnesi. Að kvöldi þessa
dags veiktist amma, var flutt í
skyndi á Borgarspítalann og lézt
þar 18. marz sl.
„Höfðinginn“ var fallinn, en
minningin lifir um velgerða konu,
skarpgreinda sem gott var að leita
til með gleði sínar og sorgir.
Sigríður Helgadóttir, var fædd
að Kvíavöllum á Miðnesi 16. sept-
ember 1889, hún var gift Guð-
mundi Magnússyni en hann er
látinn fyrir allmörgum árum, sáu
þau um rekstur Verkamannaskýl-
isins við Tryggvagötu í Reykjavík
í fjöldamörg ár. Sjö af níu börnum
þeirra eru á lífi ásamt fjölda
barna, barnabarna’ og barna-
barnabarna. Bræðurnir Sævar
Jensson og Þórir Baldvinsson sem
einnig er minnst hér í dag voru
dóttursynir hennar.
Útför Sigríðar var gerð frá
Aðventkirkjunni í Reykjavík hinn
25. marz sl. að viðstöddu miklu
fjölmenni.
Við hjónin og sonur okkar
þökkum fyrir að hafa fengið að
njóta samvista slíkrar konu sem
amma og langamma var, hún
trúði á mátt bænarinnar og við
Canon
NP 50
Vegna verölækkunar erlendis
bjóöum viö nú CANON NP 50
Ijósritunarvélina á aöeins 1690
þúsund krónur, sem er 260 þús-
und krónu LÆKKUN.
Ljósritar á venjulegan pappír allt
aö stæröinni B4, einnig á glærur.
Örtölva stjórnar vinnslum, sem
þýöir: skúrari mynd og ótrúlega
lítiö viöhald.
Til afgreiðslu strax.
Söluhæsta vélin í Evrópu í dag
Skrífvákin hf
Suöurlandsbraut 12.
Sími 85277.
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar
JÓN SIGURÐSSON,
fyrrverandi bankafulltrúi
Ferjuvogi 17, Reykjavík,
andaöist aö heimili dóttur sinnar í Árósum 18. apríl 1980.
Anna S. Þórarinsdóttir,
Svanhildur Jónsdóttir Svane, Siguröur Jónsson.
t
Elskuleg dóttir okkar, móöir og systir,
JÓHANNA ÁRNADÓTTIR,
Flúöaseli 63,
lézt í Borgarspítalanum þann 17. apríl.
Fyrir hönd barna og systkina,
Jóhanna og Árni Bæringsson.
Eiginmaöur minn *
HELGI INGVARSSON,
fyrrum yfirlæknir á Vífilsstööum,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 22. apríl kl
13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir.
F.h. barna okkar og annarra vandamanna
Guörún Lárusdóttir.
vitum að vinir og fjölskylda henn-
ar öll minnast hennar í hvert sinn
er við heyrum eða lesum út
sálmum Hallgríms Péturssonar,
„Bænin mé aldrei bresta þig.
Búin er freisting ýmislig.
Þá lif og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að drottins náð.~
Hafi hún þökk fyrir allt og allt.
Jóna, Érling, Georg.
Vitni vantar
að ákeyrslum
Slysarannsóknadeild lögregl-
unnar í Reykjavík hefur beðið
Morgunblaðið að auglýsa eftir
vitnum að eftirtöldum ákeyrslum
i borginni. Þeir, sem telja sig
geta veitt lögreglunni upplýs-
ingar um þessar ákeyrslur eru
beðnir að snúa sér til slysarann-
sóknadcildarinnar hið allra
fyrsta í síma 10200:
Fimmtudaginn 10. 4. sl. var ekið á
bifreiðina R-31826, sem er Austin
Mini, við hús nr. 10 við Reykjahiíð.
Skemmd á bifreiðinni er á vinstri
hurð. Átti sér stað frá kl. 09.00 til
17.00.
Fimmtudaginn 10. apríl sl. var ekið
á bifreiðina R-68429, sem er Subaru
rauður að lit, á bifr.stæði á Grettis-
götu við Rauðarárstíg. Átti sér stað
frá kl. 20.30 til 22.45. Skemmd á bifr.
er að afturljós er bortið og aftur-
höggvari er skemmdur.
Sunnudaginn 13.4. sl. var ekið á
bifreiðina R-9031 sem er Volvo stat-
ion á Freyjugötu við hús nr. 3. Átti
sér stað frá kl. 00.00 til 12.40. Ljós
málning er í skemmdinni. Vinstra
framaurbretti er skemmt á bifr.
Sunnudaginn 13.4. sl. var ekið á
bifreiðina Ö-69, sem er Opel bifreið
græn að lit, þar sem bifreiðin var við
hús nr. 5 við Otrateig. Vinstri
afturhurð er skemmd á bifreiðinni.
Er skemmdin 54 cm frá jörðu. Átti
sér stað frá kl. 17.30 til 18.20.
Þriðjudaginn 15.4. sl. var tilkynnt
að ekið hefði verið á bifr. Þ-3612, sem
er Lada fólksbifr. ljósbrún að lit. Átti
sér stað við hús nr. 73 við Berg-
staðastræti. Skemmd á bifr. er á
vinstra framaurbretti og er í 60 cm
hæð.
Þriðjudaginn 15.4. sl. var ekið á
bifr. R-56695, sem er Bronco jeppa-
bifreið rauð að lit á bifr.stæði austan
við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
Átti sér stað frá kl. 11.15 og fram til
kl. 16.50. Vinstra afturaurbretti er
beyglað aftan við afturhjól. Tjón-
valdur er græn bifreið.
Þann 15. apríl sl. var ekið á bifr.
R-5512 sem er Ford Escort blá að lit
á bifr.stæði við Landspítalann,
Eiríksgötumegin. Átti sér stað frá kl.
09.00 til 18.00. Skemmd á bifr. er a
hægra framaurbretti og er eftir
höggvara.
Þriðjudaginn 15.4. sl. var ekið á
bifreiðina R-45045, sem er Cortina
rauð að lit á húsagötu norðan við
Gyðufell 6—8. Átti sér stað frá kl.
21.00 til 24.00. Skemmd er á vinstri
framhurð og er blár litur í skemmd-
inni.
Miðvikudaginn 16.4. sl. var ekið á
bifr. R-2301 sem er Datsun 120Y
brún að lit á Laugavegi við verslun-
ina Teu. Átti sér stað frá kl. 16.00 til
kl. 16.25. Skemmd er á framhöggv-
ara, grilli, bæði framaurbretti og
grjótgrind skemmt.
Fimmtudagurinn 17.4 sl. var til-
kynnt að ekið hefði verið á bifreiðina
Y-1425, sem er Rambler rauð að lit
við Kríuhóla 4. Átti sér stað frá kl.
21.00 þann 16.4. sl. og fram til kl.
00.30 þann 17.4. Hægra framaur-
bretti er skemmt á bifreiðinni svo og
framhöggvari. Gul málning er í
skemmdinni.