Morgunblaðið - 20.04.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.04.1980, Qupperneq 1
Sunnudagur 20. apríl 1980 Bls. 33-64 Sigurður Magnússon í Stykkishólmi 100 ára: Ingibjörg Daðadóttir og Sigurður Magnússon. Á bak viö þau má sjá heiöursskjalið, en Sigurður var geröur að heíöursborgara í Stykkishólmi er hann varö nírssður. „Er vel giftur og hefur konan alltaf bætt mig upp“ Hann er 100 ára, hún er orðin 97 ára og móöir hennar náöi 106 ára aldri. Er nokkur furöa þótt spurt sé hver sé eiginlega leyndardómurinn viö þennan háa aldur? Hjónin eru enn vel ern, hún prjónar og er iétt á fæti þegar hún vindur sér milli herbergjanna, en hann hefur oröiö aö halda sig æ meira viö rúmiö. Fer þó alltaf á fætur, en getur helzt ekki gengiö óstuddur nema þá viö staf. Sigurður Magnússon heldur upp á sitt 100 ára afmæli í dag og konan hans 97 ára heitir Ingibjörg Daðadóttir en þau búa við Laufásveg í Stykkis- hólmi ásamt dóttur sinni, Aðal- heiði, sem heldur fyrir þau heimili. Sigurður sagði þó að eitthvað væri á reiki með hans rétta fæðingardag. — Fæðingardagur minn er ýmist talinn 3. eða 4. apríl árið 1880, en þegar ég var fermdur kom fram á fæöingarvottoröi að ég væri fæddur 20. apríl og ég hefi haldið mig við þá dagsetningu síðan og miðað aldur minn við hana. Sigurður er beöinn að rifja fyrst upp nokkur atriöi úr æsku sinni: — Ég er fæddur á ísafirði og dvaldist þar fyrstu árin, en fór þaöan ungur. Þegar ég var orðinn fjögurra ára hafði ég misst báöa foreldrana og var ég fyrst tekinn í fóstur á ísafirði af Vedholm veitingamanni þar. Fóstra mín kenndi mér að lesa, en ég hef ekki setið á neinum skólabekk um ævina. Ég man vel eftir því þegar móðir mín dó. Kona, sem vitjaði hennar oft kom einn morguninn til mín þegar ég vaknaði og bað mig að hafa ekki hátt. Eg sá að breitt hafði verið hvítt klæði yfir andlit hennar og hugsaði ekki meira út í það, en var sendur yfir til Vedholms og var þar fram eftir deginum. Síðar, þegar mig fór að lengja eftir mömmu minni, var mér sagt hvers kyns var og þá sprakk ég alveg. Fékk ég miklar blóðnasir og reyndist erfitt að stööva, en ég jafnaði mig síðar og um kvöldið sofn- aði ég í blóði drifnum fötunum. Ég man einnig eftir því við kistulagninguna og jarðarför- ina að mér var sagt að ég mætti ekki gráta og reyndi því að harka af mér,- Var það sérstaklega erfitt við jarðarför- ina, en lagaðist þegar farið var að syngja og lærði ég þar sálm sem ég hefi alltaf kunnað síöan. Sigurður hefur stundað ýmis störf um ævina, verið til sjós, stundað bústörf, hreppstjóri í mörg ár, trésmíðar o.fl. Eftir að hann fluttist frá ísafiröi fór hann að Ytra-Leiti á Skógar- strönd þar sem hann var tekinn í fóstur. Var hann eiginlega boöinn upp af sveitinni. Já, eða öllu heldur boðinn niður, því sveitin ákvað að SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.