Morgunblaðið - 20.04.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRIL 1980
53
þeir félagar Gouldman og Stewart
hafa getaö gert betur fyrr. Þess má
geta að þeir kappar eiga báðir
nýjar sólóplötur á markaðnum,
Eric „Girls“ og Graham „Animal-
ympics" er báöar eru unnar í
kringum samnefndar kvikmyndir.
Kannski eru betri lögin þeirra á
þeim plötum, hver veit!
En „Look Hear“ er ekki toppur-
inn á ferli 10 cc, svo mikið er víst.
„MY FAVOURITES“
Janis lan
(CBS)
Janis lan hefur ekki átt mörg
vinsæl lög en nokkur þó og þar á
meðal er perlan „At Seventeen"
sem er vitanlega á þessari plötu
sem lan valdi sjálf lögin á.
Janis er síður þekkt sem mikil
Winter". Tilfinningatónlist sem
þessi á við dreymandi fólk.
„THE BEAT“
BEAT
(Columbia)
Beat er hljómsveit Paul Collins,
byggð á poppi og beat tónlist
áranna 1963—66. Eins og hjá
fleirum nýjum svokölluðum ný-
bylgjuhljómsveitum er mjög mikill
kraftur í tónlistinni, lögin létt og
grípandi, hnitmiðuð og einföld.
Paul Collins er lipur lagasmiður
og söngvari, minnir á kraftinn í
Rhythm & Blues hljómsveitum
beat-tímabilsins eins og Rolling
Stones, Kinks, Pretty Things o.fl.
Beat eru í sama flokki og Elvis
Costello, Knack, Joe Jackson og
Squeeze.
Clapton
og
Brooker
saman í
hljómsveit
Eric Clapton er kominn með
nokkur stór nöfn í hljómsveit sína.
Albert Lee, gítarleikari, byrjaði aö
leika með honum í febrúar 1979,
eftir aö hafa leikið með Emmylou
Harris um skeið. í september 1979
komu í hljómsveitina Chris Stainton,
hljómborðsleikari, Dave Markee,
bassagítarleikari og Henry Spin-
etti, trommuleikari.
Ekki nóg með heldur bættist
þeim liðsauki nú eftir áramótin í
Gary Brooker, fyrrum söngvara og
píanóleikara Procol Harum, sem
hefur haft lágt um sig síðan
Procol Harum hættu, en gaf þó út
breiöskífu í byrjun síðasta árs.
Eric Clapton er aftur á móti á
leiðinni með nýja plötu, eins og
skýrt var frá hér í síðustu viku, en nú
er komið nafn á hana, „Just One
Night“ en hún er tvöföld hljóm-
ieikaplata tekin upp í lok síðasta
árs í Budokan höllinni í Tokyo í
Japan.
Platan kemur á markað
erlendis 2. maí sem þýðir að hún
átti að koma hingaö fyrir lok þessa
mánaðar í síðasta lagi. Clapton er
líka að taka upp nýja stúdíóplötu
sem Brooker verður á en hvort
hann er á „Just One Night" er okkur
ekki kunnugt um.
Þess má geta að Clapton og
kompaní eru að hefja hljómleika-
ferð um England í byrjun maí og
verða í London 15., 16. og 17. maí.
HIA.
10 cc
söngkona en frekar fyrir afar
viökvæma texta og fyrir að opna
tilfinningar sínar í textum og deila
þeim og blanda saman við tilfinn-
ingar annarra. Lögin spanna feril
hennar síðan „Stars" kom út, en
næsta LP plata hennar „Between
the Lines“, „When The Party’s
Over“ og „In The Winter" sem öll
eru hér. „Aftertones” og „Miracle
Row“ voru vinsælar hérlendis en
minna er Between The Lines” og
„Janis lan“ varð lítið vinsæl. „Night
Rains” kom út á síðasta ári en á
henni var lag sem hún samdi
ásamt diskójöfrinum Georgio
Moroder, „Fly Too High" sem hefur
lyft nafni hennar upp á ný en þetta
lag er eitt líflegt á þessari nýju
safnplötu sem er tilvalin fyrir þá
allra viðkvæmustu.
En í alvöru talað þá eru sum
laga hennar perlur, eins og „At
Seventeen”, „Stars”, „When The
Party’s Over“ og það besta „In The
Hljóðfæraleikurinn á plötunni er
einfaldur en þó fer gítarleikarinn út
í sóló í nokkrum laganna og þassar
það vel inn í. „Don’t Wait Up For
Me“ er sterkasta og kröftugasta
lagiö, en Beat fluttu það í Skon-
rokki ekki alls fyrir löngu.
„U.S.A.” er líka sérstætt, í stíl
rokkaðri Beach Boys laga „You
Won’t Be Happy” er líka sérstakt
og hresst í gamaldags Kinks stíl.
Þessi fyrsta plata er sérlega
efnileg og ef þróunin heldur áfram
hjá Paul Collins og Beat ætti
næsta plata aö vera mjög góö.
Pálmi hugs-
ar sér til
Pálmi kemur með plötu sína seinna í vor, og vonandi verður ekki löng
bió á skífu þeirra Ragnhildar og Björgvins.
Langt er nú um liöiö síðan fyrst
var frá því skýrt að vænta mætti
„sóló-plötu” frá Pálma Gunnarssyni.
Nú er ákveöiö að platan komi út
með vorinu, en nafn hefur platan
enn ekki hlotið.
Þegar hafa verið hljóðrituð 12
löng lög, og til stendur að hljóörita
tvö í viðbót, þar af annað eftir
Magnús Eiríksson. Undirleik á plöt-
unni annast valinkunnir hljóð-
færaleikarar, og má nefna meðal
þeirra Sigurð Karlsson, Þórð Árna-
son, Friðrik Karlsson og Karl Sig-
hvatsson, að ógleymdum Magn-
úsi Kjartanssyni, sem hefur verið
hægri hönd Pálma við gerð plötunn-
ar.
Líklegt þykir að plötunni verði
fylgt eftir með hljómleikum hér í
Reykjavík, og ef af þeim yrði, myndu
þetta verða ágóðahljómleikar. Þá
hefur einnig komið til greina að
Pálmi myndi sína eigin hljómsveit,
er þeysti um landið vítt og breitt og
kynnti efni plötunnar, en engin
ákvöröun þar að lútandi hefur
verið tekin. SA.
hreyfings
Á IBIZA?
Vel kann svo að fara að í
júlímánuði verði hljómsveitin
Brimkló komin suður á Ibiza þeirra
erinda aö skemmta sólarstrand-
arförum. Ef af förinni verður,
mun hún standa yfir í hálfan
mánuð eða svo og um 20 manns
munu taka þátt í henni, þ.e.
Brimklóarmenn, eiginkonur og
börn.
Þegar heim kemur tekur
síðan við landreisa ein mikil og
með Brimkló verða í förinni Halli
og Laddi og sennilega HLH-
flokkurinn. Reisa þessi hefst
um verzlunarmannahelgina og
mun síðan standa út ágústmánuð.
Úr því verið er að tala um
listamenn Hljómplötuútgáfunnar,
er rétt að víkja nokkrum orðum að
árangri fararinnar til Cannes fyrr
í vetur, en þar voru gerðir
margir samningar um útgáfur
laga erlendis og annað í þeim dúr.
Enn hefur ekkert gerst í þeim
málum, utan hvað bréfaskriftir
eru í fullum gangi og mörg símtöl
munu hafa verið hringd til erlendra
aðila.
—SA