Morgunblaðið - 20.04.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.04.1980, Blaðsíða 19
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 AUGLYSING Halldór Laxness: Hann erof mikill höfð- ingi til að berast á Snemma í aðdraganda forset- akjörs sem nú fer í hönd sagðist ég mundu leggja lóð mitt, þó létt sé, í vogarskál fyrir Pétur Thorsteinsson. Hvers -vegna? Persónuleg viðkynni okkar hóf- ust þegar ég var sem mest á faraldsfæti erlendis, en hann farinn að starfa í utanríkisþjón- ustunni. Viö höfum reyndar orð- iö vinarfólk allar götur frá þeim degi að við Auður vorum einu gestirnir í brúðkaupsveislunni sem frændi Péturs, Skúli Thoro- ddsen og Drífa Viðar, héldu þeim Oddnýu á Strand Hóteli í Stokkhólmi. Pétur var úngur settur til að halda á málum íslands á stöðum, fjarri ættjörð- inni, í fyrstu sem staðgeingill sendiherra; en fljótlega báru hæfileikar hann áfram til hærri ábyrgðar, þar sem fylgja sjálf- stæðar ákvarðanir, og áðuren lángt um leið var hann orðinn fullgildur sendiráðherra íslands og fór með það umboð hjá ýmsum helstu þjóðhöfðíngjum heimsins. Störf hans í þágu utanríkis- þjónustunnar þekki ég reyndar aðeins úr þeirri fjarlægð sem liggur milli venjulegs feröa- manns og þessarar háttvirtu þjónustu. En mér er minnisstætt þegar ég var í Moskvu 1953, að hjálpa til viö æfíngar á leikriti, og var til húsa á sama hóteli og Pétur og Oddný, hve ríka áherslu hjónin bæði lögðu á það, og hún ekki síður en hann, að temja sér sem fullkomnasta frammistöðu í embætti sínu, t.d. læröi Oddný rússnesku líka. Tímann sem Pétur hafði dvalist sem fulltrúi íslands án sérstakra mannviröínga í Rússlandi í stríöinu hafði hann notað til að læra rússnesku og hann lét ekki við sitja aö tala og skrifa máliö fullkomlega, heldur snaraði hann í hjáverkum sínum, að því er virtist áreynslulaust, á kórrétta íslensku, Mávinum eftir Tsjekov. Svona verk vinnur aðeins maður sem hefur meiren almenna til- finníngu gagnvart embætti með stórum vanda sem honum hefur verið trúað fyrir. Þarlendir menn sem höfðu kynst við hann, virtu hann sérstaklega fyrir þetta bók- mentalega átak, enda þótti íslendíngum einsýnt að gera hann að sendiráðherra í þessu mikla heimsveldi skömmu síðar. Valdi á óskyldu túngumáli ná menn aðeins með straungu sjálfsnámi og samviskusamri skoðun smáatriða. Grúsk af þessu tagi er sérstakt persónu- legt framlag í starfi einsog því sem Pétur hafði tekist á hendur, og spáði vel fyrir velfarnaði hans í þeim verkahríng sem hann hafði valið sér. Enda var þess ekki lángt aö bíða að Pétur yrði tilkvaddur að gerast sendiráð- herra íslands í hverju heims- ríkinu á fætur öðru: Bonn, Wash- ington, París og mörgum fleir- um. Nú er hann enn fulltrúi okkar í Austurlöndum, tam Kína, Japan, Indlandi og íran, og vitjar þessara landa í tvær reisur á ári. Þessi maöur er ekki aðeins kempa að vallarsýn og mikill yfirlitum, heldur kom á úngum aldri og einlægt síðan fram af fullkominni hæversku og látleysi, sannvirðulegur fulltrúi smáþjóð- ar sem á stórt mál að verja í heiminum. Pétur Thorsteinsson er maður sem ævinlega hefur unnið fullan vinnudag og oft meira; en of mikill höföíngi í eðli sínu til aö berast á. Hann er á aungvum vettvángi líklegur til að láta sig útí ónýtt gambur, hvort heldur embætti hans verða hærri eða lægri. Virðulegri mann fáum við ekki að Bessastöðum. En fyndni á hann til sem hittir í mark; og ekki þarf aö óttast að honum vefjist túnga um tönn í ávarpi við menn sem mæla á fjarskyldum túngum. Forsetakjör er þlessunarlega hafið yfir skemtanir handa strák- um, en svo er ekki alténd um þíngmálafundi. Samt erum við ekki komnir eins lángt og þeir í Sviss, þar sem oft man einginn hvað forsetinn heitir, því síður að menn hafi séö hann á mynd; en því landi er svo vel stjórnaö að helst einginn verður var við stjórnina, og þar er skift um forseta meö sjálfvirkum hætti á ári hverju. Þó dylst ekki, jafnvel í svo meinlausum kosníngum sem forsetakosníngum á íslandi, að viö kunnum betur við að hafa hugsanleg kóngsefni frammá hjá okkur; og er sá smekkur líklega úr íslendíngasögum ef ekki úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. Ég held Pétur Thorsteinsson fari millileiðina milli þessa róm- antíska forseta sem okkur smá- þorgara dreymir um úr íslend- íngasögunum, og forsetans í Sviss sem kemur, nýr maður á ári hverju, við það aö upplýkst hurð án þess nokkur hafi tekið eftir því. Halldór Laxness Bárður Halldórsson, Akureyri: Hann hefur það, sem til embættisins þarf i Hörður Hjartarson, Seyðisfirði: í augum ýmissa eru forseta- kosningar eins konar fegurðar- samkeppni þar sem valið veröur eingöngu éftir útliti — jafnvel kynferði. Þetta æðsta embætti þjóðar- innar er hins vegar að mínum dómi miklu mikilsveröara og fjöl- þættara en svo að barnaskapur megi ráða atkvæði. Forseti íslands hefur sam- kvæmt stjórnarskrá umtalsverð völd og á hann reynir mjög ekki aöeins við stjórnarmyndanir held- ur ekki síður, þegar kynna þarf málstað Islands erlendis. Pétur Thorsteinsson, sendi- hérra hefur allt sem til þessa embættis þarf. Mér finnst það undarlegt, þeg- ar ég heyri fólk tala um það, að þeir frambjóðendur, sem ekki hafa haft nein kynni af embættinu og ekki starfað á vettvangi þeim, sem beztur er til undirbúnings fyrir embættið, muni seinna læra að gegna embættinu. Það er eins og að ætla að fá mann til að gera við bílinn sinn, sem lofar að hann muni læra að gera við, þegar hann sé búinn að taka að sér verkið. Pétur Thorsteinsson er fjöl- menntaður maður, hefur áratuga- kynni af íslenzkum stjórnmálum, efnahagsmálum og kynningu ís- Hákon Aðalsteinsson, Húsavík: Hvernig skal ekki kjósa forseta lands utan lands og innan, býr yfir mikilli þekkingu á erlendum þjóð- um og tungum. Hann hefur einfaldlega það, sem til þarf í embætti forseta íslands. Síöustu árin hefur komið til erfiðra stjórnarmyndana á íslandi. Minnstu munaði nú fyrir skömmu, að þjóöin missti meö öllu trú á æöstu stjórn landsins. Ég treysti því, að Pétur verði ákveðinn og röggsamur við stjórnarmyndanir í framtíöinni, svo að við þurfum ekki aftur að horfa upp á dáðleysi og ódugnað líkan þeim, sem við máttum líta á haustdögum og fram á miöjan vetur. Ég skora á alla þá, sem meta forsetaembættið að verðleikum að fylkja liði á bak viö Pétur Thorsteinsson. Þeim hjónum má treysta til æðstu metorða fyrir land og lýð Hinn 29. júní n.k. verður gengið til kjörs forseta íslands, hins fjórða í röðinni frá stofnun lýðveldisins. Þegar þessi orð eru rituð, hafa þegar fimm framþjóðend- ur komiö fram á sjónarsviöið. Meöal þessa fólks er Pétur J. Thorsteinsson sendiherra. Að öðrum frambjóöendum ólöst- uðum er mér sérlega Ijúft aö lýsa yfir hér og nú, að ég tel Pétur J. Thorsteinsson mjög vel hæfan til að gegna embætti forseta íslands. Störf þeirra hjóna, frú Oddnýjar og Péturs J. Thor- steinssonar fyrir íslensku þjóð- ina, hvort heldur hefur verið á erlendri grund sem sendiherra llla er nú komið fyrir alþjóð, þegar hún á aö kjósa sér forseta. Ýmsar vangaveltur hefur maður orðið var við og er margur óákveðinn og reikull í rásinni. Þó virðist mönnum almennt koma saman um það að Pétur Thor- steinsson sé hæfastur til aö gegna æðsta embætti þjóðarinn- ar, en prófkjör sem farið hafa fram á ýmsum stöðum hafa sýnt að Vigdís Finnbogadóttir á mikið fylgi og síöan Guðlaugur Þor- valdsson. Þessi prófkjör munu hafa farið fram í mjög þröngum hópum og meira í gríni en alvöru. Samt viröast þau hafa verkað þannig á marga að þrátt fyrir þaö að þeir vilji engan annan en Pétur í forsetaembættið þá segj- ast þeir verða að kjósa Guðlaug til aö' fella Vigdísi. Þetta er svolítiö öfugsnúið ef fólkið sem styöur Pétur kýs Guðlaug til að Vigdís komist ekki að. Það lítur þá þannig út að ef Guðlaugur hlýtur kosningu sem forseti þá fer hann ekki inn á eigin fylgi heldur á andstöðu almennings við framboð Vigdísar Finnbogadóttur. Þetta finnst mér ekki vera rétt aöferð til að kjósa forseta, þar sem meirihluti þjóðarinnar á aö láta vilja sinn í Ijós. 29. JUNI Undirbúningur 2. tbl. „29. júní“ er þegar hafinn, þótt útgáfudagur sé ekki ráöinn enn. Þeir, sem óska aö koma einhverju varöandi kosningarnar á fram- færi í því tölublaði eöa þeim næstu þar á eftir, sendi efni til aöalskrifstofu stuöningsmanna Péturs Thorsteinssonar, Vesturgötu 3, Reykjavík, sem fyrst. lands síns eða hér heima fyrir, bera þess gleggstan vott, að slíku fólki má treysta til æöstu og virðingarmestu metorða fyrir land og lýö. Fullvíst má telja, aö ásjóna íslands hafi stækkaö aö mun í augum peirra útlendinga, sem kynnst hafa Pétri J. Thor- steinssyni á undanförnum ára- tugum, enda glæsilegri en jafn- framt yfirlætislausari fulltrúi þjóðlands vandfundinn, bæði til orðs og æðis. Framþróun undirstöðuat- vinnuvegar þjóöarinnar og þar með lífskjör landsmanna hafa átt hauk í horni, þar sem Péturs J. Thorsteinssonar hefuf notiö við, enda hvíldi meginþungi hinna stóru viðskiptasamninga eftirstríðsáranna á honum og samstarfsmönnum hans, sem ekki voru margir á þessum fyrstu brautryöjendaárum lýö- veldisins. Um leið og ég læt í Ijósi þá von, aö komandi kosningabar- átta megi fara vel og drengi- lega fram, vil ég eindregið hvetja alla þá sem láta sig þjóðmál varða að kynna sér hin farsælu störf Péturs J. Thor- steinssonar í þágu lands og þjóöar. Ef menn gera það með réttu hugarfari, er ég ekki í vafa, hvar menn merkja við á kjörseðilinn hinn 29. júní n.k. og hver niðurstaða komandi forsetakjörs veröur. Ég hvet alla góöa íslendinga til liösinnis við Pétur J. Thor- steinsson. 29. JÚNÍ Utgefendur: Stuöingsmenn Péturs J. Thorsteinssonar. Ritnefnd: Hersteinn Pálsson (ábm.), Arnór Hannibalsson, Guörún Egilson, Hákon Bjarnason, Haraldur Blöndal og Sveinn Guöjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.