Morgunblaðið - 20.04.1980, Side 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980
greiöa meö mér þeim sem vildi
taka mig aö sér fyrir minnst
verö. Ekki man ég hvar byrjað
var aö bjóöa, en minnir aö
talan hafi endað einhvers staö-
ar við 70 eöa 80 krónur á ári,
en þaö var sú upphæð sem
greiða átti meö mér. Þessar
greiöslur féllu annars fljótt
niður, en næstu 20 árin bjó ég
þarna hjá Magnúsi Márussyni
og Jófríöi Hallsdóttur.
— Ég man líka enn hvaö
fólkiö var aö gera þegar ég
kom á bæinn. Þetta var í
upphafi sumars og var veriö aö
raka í hrúgur af túninu.
Sigurður man líka ýmislegt
fleira, hvort sem það geröist
fyrir nokkrum áratugum eöa
aöeins stundu. Hann mundi
t.d. nöfn komumanna þegar
Morgunblaðsmenn heimsóttu
hann eina dagstund og viröist
hann því ekki farinn aö tapa
minninu.
Leiöir þeirra Ingibjargar og
hans lágu saman er hann var á
þrítugsaldrinum.
Aldrei rifist
— Viö sátum í festum í 3 ár
og áttum reyndar ekkert til
þegar viö bundumst. Fór Ingi-
björg þá til Reykjavíkur og
vistaöi sig hjá Sigurði Thor-
oddsen verkfræðingi, en ég fór
vestur á firöi og var hjá Jónasi
Jónassyni snikkara, segir Sig-
urður. Þau settu upp bú og
stundaöi hann jafnframt sjóinn
lengi vel.Gifting þeirra fór fram
í desember 1907 og hafa þau
því verið gift í meira en 72 ár.
Og aldrei rifist?
— Nei, viö höfum aldrei rifist
og ég er viss um aö mín tilvera
byggist á því hvaö ég er vel
giftur, hún hefur alltaf bætt mig
upp, segir Sigurður.
. . . Allt má nú segja ókunn-
ugum, skýtur Ingibjörg inní...
— Já, hún hefur gert mig aö
betri manni og ég hef ætíö
reynt aö haga svo til aö hún
hafi ekki þurft aö hljóta kinn-
roöa mín vegna. En aldurinn,
ég þakka bara Guöi almáttug-
um hversu langt ég hefi náö og
það má segja aö þaö sé eins
og einhver forsjón hafi alla tíö
fylgt mér. Sérstaklega í sam-
bandi viö töluna 7 hefi ég tekið
eftir þessu.
Oft í lífshættu
— Þegar ég var smábarn
heima skildi móöir mín mig
eftir heima á loftinu um stund
meöan hún skrapp út. Eitthvaö
fór ég aö leita hennar og þegar
ég kom aö dyrunum gat ég ýtt
þeim og þær stóöu opnar. Ég
skreiö áfram og fram á skörina
Hjónabandið komið á 73. ár
Stundum er sagt aö menn sem taka (nefið missi síöur háriö á efri árum og víst hefur Siguröur haldið sínu-
Ljósmyndir Ragnar Axelsson.
og stingst síðan á höfuðiö
beint niður á gólf og steinrot-
ast. Þar var komiö aö mér og
sagöi læknir sem kallað var á
að viö þessu væri ekkert aö
gera, ég væri í roti. Leiö síöan
fram á 7. daginn aö þá vaknaði
ég til lífsins en ennþá má finna
dæld í höfuðkúpunni eftir bylt-
una, hún hefur veriö svo lin þá
aö hún dældaðist aðeins en
brotnaöi ekki.
— Annað sinn var ég til
sjós, á öðrum túr mínum meö
togara sem Keflavík hét og
Duus-verzlun átti. í 'þá daga
komst enginn á togara nema
gegnum kunningsskap viö
skipstjórann eöa útgeröina og
var ég búinn aö reyna í mörg ár
aö komast á togara. En viö
vorum þarna í öörum túrnum
og komnir suðurá banka þegar
skall á sunnan ruddi meö hríö
og var ekki viðlit aö hefja
veiöar strax. Því var lagst
undan og vorum við í drift á
þriöja sólarhring þegar viö loks
gátum fariö aö krusa á miöin.
Þangaö vorum við svo komnir
eftir eins og hálfs sólarhrings
siglingu og vorum viö fjórir
sendir fram á til aö taka
fremsta segliö. Skipstjóri kallar
þá og segist ætla aö hálsa
riðiö, þ.e. aö snúa uþþ í brotsjó
og við gripum því í næsta hald
um leiö og brotið reið yfir og
færöi framendann alveg í kaf.
Ég missti af haldinu og fór út
og vissi ekki af mér strax en
þegar mér skaut upp var ég
nokkra metra frá skipinu sem
ég sá þá aö hálfu í kafi. Ég
reyndi aö klóra mig að skipinu
og þegar félagarnir sjá mig er
ég kominn inn á dekkið og þá
var kallað til okkar aö rifa
stórsegliö. Þetta var auðvitað
fullkominn lífsháski og hefi ég
þá trú að þarna hafi fylgt mér
einhver æöri máttur eins og ég
hefi oft orðið var síöan.
— Einu sinni veiktist ég
hastarlega þegar ég var á
sama togara og fékk lungna-
bólgu. Fékk ég háan hita og
svaraöi engu af viti þegar á mig
var yrt. Þannig lá ég í sex daga
og á þeim 7. var hitinn oröinn
minni og ég gat farið á ról. Ekki
vildi þó skipstjórinn aö ég færi
aö standa mína vakt, en fékk
aö renna og hann hjálpaði mér
síðan við aö draga. Ekki þurfti
ég heldur aö sinna aðgerð, en
þaö kom á daginn eftir túrinn
aö minn hlutur var sízt minni en
hinna þrátt fyrir aö ég væri ekki
í aögerðinni, því alltaf kom
fiskur á færiö strax og þaö
kom í sjóinn. En þegar í land
kom sagöi læknir mér aö ég
hefði ekki veriö búinn aö ná
upp öllum sjónum eftir feröina
á undan. Þessi atriði sýna þaö
aö yfir mér hefur veriö haldiö
verndarhendi og segja má líka
að talan 7 hafi komið merki-
lega við sögu í þessu sam-
bandi.
Sigurður fluttist til Stykkis-
hólms og fékkst þar framan af
viö ýmis störf, m.a. trésmíöar
og sitthvað fleira sem til féll.
Eftir nokkurra ára búsetu þar
var hann beöinn aö taka viö
starfi hreppstjóra þar.
Hreppstjóri fram
yfir nírætt
— Ég var nú orðinn 68 ára
þegar þetta var, áriö 1948 og
bar því viö aö aldurinn væri
oröinn of hár fyrir slíkt trúnaö-
arstarf. Ég haföi líka heyrt þaö
aö prestar og aðrir slíkir emb-
ættismenn hættu störfum um
sjötugt og var ekki langt í þaö
hjá mér. Þaö var samt ekki
hlustað á þessi rök mín og ég
beöinn að taka aö mér starfið.
Ekki haföi ég heldur menntun,
eins og áöur er getið, en þetta
varö sem sagt ofan á og
gegndi ég starfinu fram yfir
nírætt.
Siguröur var á níræðisaf-
mæli sínu heiöraöur af hreppn-
um og geröur heiöursborgari
Stykkishólms, en af starfi
hreppstjóra lét hann ekki fyrr