Morgunblaðið - 20.04.1980, Page 3

Morgunblaðið - 20.04.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 35 Klukkuna góðu, sem slær enn é hálftima freati, fengu þau í brúöargjöf. en hann var kominn ári fram yfir nírætt. Hann fylgist meö daglegum fréttum í útvarpi, en sjón hans hefur daprast nokk- uð og getur hann því ekki lesið. — Utvarpið er ágætt nema hvað mér finnst sumar sögurn- ar sem valdar eru til flutnings ekki merkilegar. Ben Húr var góð saga og vel flutt, en mér hefur líka fundist skorta á að menn vandi sig við upplestur. Jafnvel leikararnir eru ekki betri en hver annar oft, því þeir flýta sér alltaf svo mikiö. Alltaf fylgt íhaldinu En ertu á ferli úti við? — Það er nú lítiö nú oröiö, nema ég get farið milli húsa í bíl og hef t.d. tekiö þátt í kosningum, kaus í síöustu þingkosningum og kaus prest- inn þegar þaö var hérna um árið og hef líka reynt aö vera með á kosningafundum. Fyrst neytti ég kosningaréttarins þegar ég var 26 ára og hef alla tíð fylgt íhaldinu aö málum og ekki kært mig um að fara annað jafnvel þótt Tryggvi fyndi upp slagorðiö aö allt væri betra en íhaldið. En fyrir fáum vikum varö ég fyrir því óhappi að detta hér innanhúss og bráka rif og því á ég erfitt meö gang um þessar mundir, en annars sit ég oft úti á bekk þegar gott er veður. Hefurðu feröast mikið um landið? — Ekki er það nú mikiö kannski, en ég fór oft suður og víðar þegar ég stundaði sjóinn og hef einnig dvalist austur í sveitum og heimsótt dótturina sem býr á Akureyri. En til útlanda? — Nei, því miður hefur þaö ekki oröiö, en munaði ekki miklu einu sinni þegar viö vorum tveir strákar aö vinna með fiskimönnum frá Esbjerg sem voru við Vestfirði eitt sumar. Þegar karlinn var á förum um haustiö bauö hann okkur tveimur aö koma með sér til Esbjerg, en ég fékk ekki fararleyfi þegar til kom. En hefurðu feröast á milli í flugvél? — Já, ég hef farið hér á milli Reykjavíkur og Stykkishólms í flugvél og kann ekki illa við það. Viltu kannski skreppa með okkur suður á eftir? — Já, því ekki það. Jæja, nei annars, þaö er von á gestum á sunnudag og líklega bezt að vera heima við, sagði Siguröur aö lokum og sendum viö honum afmæliskveðjur um leið og spjallinu er látiö lokið. Austurrfki Vinarborg 3ja vikna í t rmm.. ferð til Vínarborgar Brottför 10. maí. Ferðatilhögun: Flogiö aö morgni 10. maí beint til Vínarborgar. Gisting á góðu hót- eli í Vín allan tímann. Skipulagð- ar skoöunarferðir um Vín og nágrenni. Heim verður haldið síðdegis þann 31. maí og flogiö beint til Keflavíkur. Þetta er ferð fyrir þá sem kunna að meta Austurríki. Ferðaskrifstofan dTKXVtMC Iðnaðarmannahúsinu v/Hallveigarstíg Símar 28388 — 28580 Austurríki — ítalfa Vín — Rimini-Riccione 3 vikur — Brottför 10. maí Feröatilhögun: Flogiö að morgni 10. maí beint dagflug til Vinarborgar, þar sem gist veröur. Daginn eftir verður svo ekiö til Wörthersee við Klagenfurt, þar sem gist verður. Á þriöja degi er ekiö til Riccione, sem er sumardvalarstaöur á Riministröndinni. Þar veröur svo haldiö kyrru fyrir í 10 daga. Gefinn verður kostur á dagsferöum og tveggja daga ferö til Rómar, fyrir þá sem þess óska. 23. maí verður svo ekið til Feneyja og dvaliö þar í einn dag. Síðan verður ekiö til Graz og hafður þar næturstaður. Daginn eftir, þann 25. maí, veröur svo komiö aftur til Vínarborgar og dvaliö þar í 6 daga. I Vín veröa skipulagöar skoöunarferðir. Heim veröur svo haldiö síödegis þann 31. maí með beinu flugi til Keflavíkur. Þetta er einetök ferð og er framboð á sætum takmarkað. Ferðaskrifstofan dTCfxvm Iðnaðarmannahúsinu v/Hallveigarstíg Símar 28388 — 28580

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.