Morgunblaðið - 20.04.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980
37
Félög foreldra og
skóla eru sjálfsögð
Foreldrar barna á grunnskóla-
stigi hafa við marga skóla stofnað
með sér foreldrafélög í þeim til-
gangi að koma á betra sambandi
milli skólans og heimilanna og
sérstaklega hvað varðar upplýs-
ingar um starf skólans. Flestir þeir
sem tekið hafa þátt í slíku starfi eru
þeirrar skoðunar að þessi félög hafi
komið að miklu gagni, ekki sízt þar
sem oft ríkja miklir fordómar í garð
skólans, sem stafa fyrst og fremst af
upplýsingaskorti.
Foreldrar hafa hagsmuna að gaeta
innan skólans og þeir verða að geta
fylgzt þar með öllu sem fram fer,
námsefni og tómstundastarfi, en
kennsluhættir og námsefni hefur
nokkuð breytzt á síðustu árum frá
því sem flestir foreldrar barna á
grunnskólastigi voru sjálfir í skóla.
Með slíku samstarfi foreldra og
skóla geta foreldrar m.a. orðið
hæfari sem leiðbeinendur í heima-
námi barna sinna og fylgzt með því
hvernig kennarar barnanna skýra
námsefnið fyrir þeim. Ef þeirra
starf er ekki nógu gott eða
áhrifaríkt fyrir börnin þurfa þau
frekari hjálp heima en ella.
En það er ekki sízt í tengslum við
umræðu um mögulega pólitíska
innrætingu einstakra kennara í
skólum landsins sem eðlilegt væri
að ræða sjálfsagða tilveru þessara
félaga foreldra þó að það séu fyrst
og fremst foreldrarnir sem ættu að
gera sér grein fyrir þeirri nauðsyn
að börnin skynji áhuga af þeirra
hálfu fyrir þeirri stofnun sem börn-
in sækja og dvelja í stóran hluta úr
hverjum degi. Námsleiði hjá krökk-
um stafar oft mest af því að þeim
finnst þau ekki standa sig í sam-
keppninni um góðar einkunnir í
námsefni skólans, áhugaleysi fyrir
skólanum heima fyrir og litlum
skilningi á nauðsyn menntunar í
einhverri mynd fyrir starfsval í
framtíðinni. Þá er það ekki sízt til
hagsbóta fyrir kennara að foreldrar
sýni áhuga og skilning á þeirra
starfi og komi til móts við þá þegar
einstakir nemendur virðast eiga við
vandamál að stríða við námið, —
viðræður og samstarf um lausnir
eru oft nauðsyn.
Hvar er skyrtan fram-
leidd, gefur hún lit o.s. frv.
Eins og úrvalið er af hvers konar
skyrtum og blússum í tízkuverzlun-
um hér á landi ætti það ekki að
reynast nokkrum manni erfitt að
finna það sem honum hentar hverju
sinni, hvort sem um fínni fatnað er
að ræða eða sportklæðnað. En ýmis
vandamál geta þó sprottið af slíkum
kaupum þó að úrvalið sé mikið.
Upplýsingar um vöruna sjálfa sem
á boðstólum er eru oft af skornum
skammti og seljendur virðast ekki
alltaf geta gefið fullnægjandi svör,
t.d. um það hvar viðkomandi bómull-
arskyrta er framleidd, í hvaða landi
eða hvort hún hlaupi við þvott
o.s.frv. Að sjálfsögðu er verzlunar-
fólk mismunandi áhugasamt um
eigin söluvörur og þjónustu við
viðskiptavinina og viðskiptavinirnir
eru ekki alltaf kröfuharðir um slíkar
upplýsingar. En ef mið er tekið af
verðlaginu þá verður að gera frekari
kröfur til vörunnar en aðeins þá að
varan sé tízkuvara.
Upplýsingar um efni, t.d. í bómull-
arskyrtum, hreinsun og straujun á
flíkinni eru oftast fullnægjandi á
tilheyrandi merkimiða þar um, en ef
spurt er um það hvort hún gefi lit
eða hlaupi við þvotta eru svörin oft
loðin. Á merkimiðum er þess þó
stundum getið að viðkomandi flík
hlaupi t.d um u.þ.b. 2% ef hún er
handþvegin í vatni sem er 400 heitt
(efnið 100% bómull, nota eigi volgt
straujárn og framleiðslulandið er
Hong Kong). Þó er það ekki almenna
reglan, — því miður! Þá verða
seljendur að geta svarað slíkum
spurningum um söluvöruna.
Innbakaðir bananar
og heitt kartöflusalat
Innbakaðir bananar geta verið
lostæti þó að e.t.v. séu þeir ekki
beinlínis megrunarfæða þannig mat-
búnir. Það getur verið geysilega gott
að rúlla ostsneið og sneið af skinku
utan um banana og baka í ofni þar til
osturinn er vel bráðnaður og banan-
inn lítillega brúnaður.
Þá er það ekki síður gott að blanda
saman safanum úr einni sítrónu og 1
msk. af sykri og láta banana sund-
urskorinn eftir endilöngu liggja í
blöndunni dálítinn tíma og leggja svo
helmingana saman. Skera þá í miðju
og rúlla bútterdeigi um hvorn helm-
inginn og pensla deigið að utan með
eggjahræru og pikka deigið með
gaffli. Baka hlutana síðan við 225° í
15 mínútur þar til rúllurnar fá
gullinn lit. Rétturinn er borinn fram
heitur með vanilluís eða þeyttum
rjóma.
Heitt kartöflusalat er skemmtilegt
að bera fram t.d. með steik. í
uppskriftina þarf: 1 kg af kartöflum,
1 stóran lauk, 1 msk. smjörlíki, 1 dl
rjóma, 1 dl vatn, 3 msk. sítrónusafa
og salt. Laukurinn er hakkaður og
léttilega brúnaður í smjörlíki, má
ekki verða dökkur. Kartöflurnar eru
sneiddar og ásamt vatni og rjóma
látnar krauma í um 20 mínútur eða
þar til kartöflurnar eru orðnar meir-
ar. Lok sett á pottinn. Eftir smekk er
sítrónusafanum og saltinu bætt út í
og salatið þannig borið fram.
LESTU ÞETTA
* Ódýrustu 20 litasjónvörpin
— og þau eru japönsk gæöavara í kaupbæti.
VERÐIÐ ER
sjonvorp
sameina myndgæði,
frábæra liti. Bilana-
tíðni í algjöru
lágmarki.
sjónvörp
búa yfir bestu kost-
um sjónvarpa.
/
'unnai Sfyguiöóon kf
Suöurlandsbraut 16.
Sími 35200.
625.700.-
Og þú færð
fjarstýringu
í kaupbæti.
Takmarkað
magn
BMW-alhliða
gæðingur
BMW— óskabíll allra sem vilja eignost bíl meö góda aksturseiginleika, vundaðan frúgung, vel hönnuð
sæti, fullkomið fyrirkomulag stjómtœkja, þœgilega fjöðrun og góða hljóðeinongrun. Við bjóðum
varahluta- og viðgerðaþjónustu.
BMWer meira en samkeppnisfær í verði, ogþú eignast betri bílen verðið segir til um.
Leitið núnari upplýsinga um BMW bifreidar.
BMW-ÁNÆGJA ÍAKSTRI
AKUREYRARUMBOÐ: Bílaverkst. Bjamhéðins Gíslasonar. Sími: 96-22499
KRISTINN GUÐNASON Hf. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633