Morgunblaðið - 20.04.1980, Side 12

Morgunblaðið - 20.04.1980, Side 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 VER<É)LD - Hassið getur valdiö varanlegu heilsutjóni ScrfræðinKar handarísku hcilbrigðisyfirvaldanna hafa sent frá sér skýrslu, þar sem fram kemur, að æ fleiri sönn- unargögn staðfesti þá kenn- ingu, að langvarandi hass- reykingar valdi lunsna- skemmdum ok krahbameini og hafi jafnframt skaðleg áhrif á eiginleika mannsins tií að geta af sér afkvæmi. í skýrlu sérfræðinxanna er lýst sérstökum áhyggjum vegna þess, að sá hópur unglinga verði stöðuKt stærri, sem reyki hass í þeirri góðu trú að hassreykingar séu skaðlausar — og þeir reyki sterkari og sterkari afbrigði maríjúana- jurtarinnar. í skýrslunni, sem kostuð er af hinu opinbera, segir, að tíundi hver framhaldsskólanemi reyki hass á hverjum degi, 60% fram- haldsskólanema hafi einhvern tíma reykt hass að minnsta kosti og um 37% þeirra reyki það öðru hverju. Dr. William Pollin, forstöðu- maður stofnunar þeirrar í Bandaríkjunum, sem berst gegn neyzlu eiturlyfja, segir: „Margt ungt fólk lítur á marijúana sem skaðlausa jurt sem hefur þá eiginleika að lífga upp á tilver- una.“ „En staðreyndin er sú,“ segir Dr. Pollin, „að rannsóknir sýna að þetta er margbrotin fíkni- efnajurt og neyzla hennar getur haft skaðleg áhrif á námshæfni og hreyfikerfi líkamans og getur að lokum leitt af sér alvarlega sjúkdóma." Skýrslan hefur verið lögð fyrir Bandaríkjaþing og í henni má jafnframt sjá, að mikið verk er fyrir höndum ennþá á sviði rannsókna, en þó megi ganga út frá sem gefnu: Lungnaskemmdir: Af þeim tilraunum og rannsóknum sem þegar liggja fyrir má ráða, að dagleg notkun marijúana leiði til lungnaskemmda með svipuð- um hætti og miklar sígarettu- reykingar. Krabbamein: Rannsóknir hafa sýnt, að marijúana-reykur hafi að geyma meiri krabba- meinsvaldandi efni en tóbaks- reykur. Barneignir: Rannsóknir hafa sýnt, að sæðisfrumum fækki verulega hjá ungum mönnum, sem reykja marijúana, og að sæðisfrumur sumra þeirra, sem Sífellt fleiri láta blekkjast. séu forfallnir neytendur, séu afbrigðilegar. Loks kemur fram í band- arísku skýrslunni, að fáar til- raunir hafi verið gerðar á kon- um í þessu efni að ótta við, að sjálfboðaliðar úr þeirra hópi myndu hljóta óbætanlegan skaða af. —REUTER bannvaraMMM— Að teikna sig í tugthúsiö Þegar síðast íréttist aí Vyacheslav Sysoev fór hann huldu höfði í ná- grenni Moskvu, en þaðan hafði hann flúið í ofboði þegar honum barst kvitt- ur um að sovéska leyni- lögreglan hefði fullan hug á að koma honum undir lás og slá. Tilefnið þætti næsta lítilfjörlegt hér fyrir vest- an tjald, en Sysoev hefur unnið sér það til óhelgis að teikna ádeilu- og skop- myndir af stjórnmálaleið- togunum og embættis- mönnum þeirra austur þar, sem hann hefur að vísu — og að sjálfsögðu — ekki fengið birtar opinberlega en hefur dundað við að gefa út á laun og koma á framfæri meðal almenn- ings. Þar að auki hefur hann gerst svo djarfur að koma á fjórða hundrað þessara teikninga sinna vestur fyrir tjald, til þeirra landa þar sem engum kem- ur til hugar að amast við ádeilulist af þessu tagi og hún er þvert á móti eftir- sótt efni í blöðum og tíma- ritum. — Hér með tvö sýnishorn af teikningum Sysoevs, sem eflaust eiga eftir að kosta hann tugt- húsvist fyrr en lýkur. Á annarri taka hinir ástsælu flokksleiðtogar við hinum hefðbundnu blómvöndum, þó ekki frá holdi klæddu fólki að vísu, heldur frá steypustöplum sem bera áletrunina „fólk“. Á hinni myndinni hefur einkenn- isklæddur lögregluforingi fært snáðanum sínum svo ansi sniðuga kubba í af- mælisgjöf. Úr þeim má byggja fullkomna eftir- líkingu af — fangabúðum. Þaö yröi1 engir nág, ALMANNAVARNIR Svisslendingar ætla allir sem einn að tóra Bréfum frá örvæntingarfull- um breskum fjölskyldum, sem hafa áhyggjur af örlögum sín- um í hugsanlegri kjarnorku- styrjöld, rignir nú yfir svissn- eska sendiráðið í London. Bréfaflóðið hófst þegar breska sjónvarpið hafði sýnt fram á hve kjarnorkuvarnir í Bret- landi væru lítilfjörlegar og bor- ið þær saman við það sem gerist í Sviss þar sem allt er með öðrum brag og betri. Dr. Hans Mumenthaler, sem veitir forstöðu skrifstofu al- mannavarna í Bern, vitnar í og rúma þau um 6,3 milljónir eða um 90% þjóðarinnar. í frægri ræðu, sem Mountbatten lávarður hélt skömmu áður en hann var ráðinn af dögum, varaði hann alvarlega við þeirri hug- mynd að almannavarnir kæmu að nokkru gagni í kjarnorkustyrjöld. „Örfáir, limlestir eftirlifendur í einhverjum bænum geta ekki bú- ist við neinni hjálp frá nágranna- bænum. Það yrði enginn ná- grannabær eftir, engir nágrannar, engin hjálp, engin von.“ Svisslendingar eru hissa á dómsdagsspádómum af þessu tagi og dr. Mumenthaler segir fullur f heimsstyrjöldinni síðari notuðu Bretar stöðvarpalla neðanjarðar- brautanna fyrir loftvarnabyrgi. Hér er svipmynd frá einu slíku. tekur sem dæmi bréf frá enskri konu, sem leitar ráða um hvernig koma skuli upp kjarnorkubyrgi fyrir hana og börnin hennar tvö. „Bretland er gersamlega óviðbúið kjarnorkustyrjöld enda virðist ekkert hafa verið unnið að þessum málum," segir hún. Strax daginn eftir að sjónvarps- þátturinn var sýndur tóku bréfin að berast, að jafnaði 50 bréf á dag. Bréfritararnir höfðu nefnilega komist að því, að svissnesk stjórn- völd ætluðu sér að bjarga öllum landsbúum ef unnt reyndist en að yfirvöld í Bretlandi álitu það aftur á móti með öllu vonlaust. Fyrsta boðorðið í svissneskum almannavörnum er, að sögn dr. Mumenthalers, að kjarnorkubyrg- in geti hýst alla landsmenn og er gert ráð fyrir því að því markmiði verði náð um 1990. Sem stendur sannfæringar við landa sína: Þið munuð lifa af! Aðgerðir breskra stjórnvalda eru Svisslendingum einnig lítt skiljanlegar en í Bret- landi er gert ráð fyrir sérstökum sprengjubyrgjum fyrir valda- mennina svo þeir geti skriðið upp á yfirborðið eftir kjarnorkuárás og tekið til við að stjórna þeim sem lifa hafa hörmungarnar af. Svisslendingar búa að því leyti betur en Bretar að í flestum húsum þar í landi eru kjallarar og í öllum nýjum húsum, verksmiðj- um og skrifstofubyggingum er gert ráð fyrir sprengjubyrgjum. í gömlum hverfum eru gerð sameig- inleg byrgi fyrir alla íbúana. Allir karlmenn á aldrinum 20—60 ára, sem ekki gegna herþjónustu, verða að taka þátt í æfingum almanna- varnanna. - NEAL ASCHERSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.