Morgunblaðið - 20.04.1980, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.04.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 51 T / n beittu. ^S&THE OBSERVER •ff.nwátMÍmm * * Joyce Egginton Tíðari sjúkdómseinkenni eru Chloracne, lifrarskemmd, tauga- veiklun, tilfinningaleysi í höndum og fótum, meltingartruflanir og kynferðislegar truflanir. Flest þessi einkenni komu ekki í ljós fyrr en nokkur tími var liðinn frá því að þeir höfðu haft eitthvað af eitrinu að segja, og krabbameins- einkennin birtust ekki fyrr en 10 ár voru liðin. Tregar undirtektir Samband uppgjafahermanna sem rekur sjúkrahús um öll Bandaríkin, hefur verið tregt til þess að viðurkenna að sjúkdóms- einkennin fyrrnefndu standi í ein- hverju sambandi við díoxínið. Hermennirnir eru bitrir út af þessu enda verður það til þess að þeir fá hvorki rétta sjúkdómsmeð- ferð né njóta nokkurra þeirra hlunninda og bóta sem þeim finnst þeir eiga kröfu til. Enginn starfsmaður Sambands uppgjafahermanna virtist telja eitrið skaðlegt fyrr en þegar einn starfsmannanna ræddi við ekkju eina í Chicago í júlí árið 1977. Hafði maður hennar heitinn sagt henni að ef hann fengi einhvern tíma krabbamein væri það eitrinu í Víetnam að kenna. | Ekkjan hafði ekki hugmynd um hvaða eitur maðurinn átti við, en þegar hún sagði starfsmanni Sam- bands uppgjafahermanna frá þessu, fór hann að grennslast fyrir um það. Þá komst allt upp um díoxínið í gróðureyðinum sem notaður hafði verið í stórum stíl í Víetnam og að efnið væri krabbameinsvaldur. Starfsmaðurinn sagði að her- mennirnir færu ekki með neinar ýkjur þegar þeir segðu að eitrað hefði verið fyrir sér en yfirmenn- irnir lögðu lítinn trúnað á það og var honum vikið úr starfi. Samtökunum hafa síðan borist 5000 kvartanir vegna eiturverkana en aðeins örfáir hafa fengið ör- orkubætur. Vinni hermennirnir fyrrverandi málið fyrir rétti ætti óteljandi fjöldi Víetnama einnig hlut að máli. Notkun gróðureyðisins á árunum 1962 til 1970 var eitt helzta deiluefni stríðsins en var rættlætt með þeim rökum að nauðsynlegt væri að þjarma að Víetkong-mönnum í frumskógar- fylgsnum sínum. En er fram liðu stundir komst upp sá kvittur að eitrinu væri einnig úðað á hrísgrjónaekrur bænda, sem sveltu af þeim sökum. Eftir miklar ádeilur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sendi banda- ríska Vísindaakademían sérfræð- inga á þessu sviði til Víetnams til þess að kanna málið. Menn þessir gáfu þá skýrslu að notkun eiturs- ins hefði haft afar víðtækt tjón í för með sér og brátt hætti notkun gróðureyðisins. En sérfræðingarn- ir sem rannsakað höfðu málið höfðu aðeins séð örlítið brot af hörmungunum sem íbúar landsins höfðu orðið að þola vegna notkun- ar eitursins. Altalað var að mikið væri um fósturlát og vansköpuð börn í Víetnam en engar staðgóð- ar tölur voru til þessu til stuðn- ings svo hvorki var hægt að meta skaðann né fá úr því skorið hvort orðrómurinn hefði við rök að styðjast. Skýrsla rannsóknar- nefndarinnar einskorðaði sig því við áhrif eitursins á umhverfið. Það liðu nokkur ár áður en menn tók að gruna að flugmönnunum sem úðuðu eitrinu gæti hafa orðið meint af því sjálfum. Núna er orðið ljóst að hver sá sem tók þátt í stríðinu í Víetnam bæði banda- rískir hermann og Víetnamar eru í hættu staddir af völdum eiturs- ins. Flestir hermannanna sem fóru í mál við efnaverksmiðjurnar voru fótgönguliðar sem börðust í þeim héruðum þar sem gróðri hafði verið eytt. Sumir þeirra sögðust ekki muna eftir að úðað hefði verið á sig úr flugvélum. En flugmennirnir sem úðuðu eitrinu gátu snúið til herbúðanna og farið í steypibað, en fótgönguliðarnir gátu oft ekki skipt um föt dögum saman og urðu að drekka úr ám og lækjum sem voru orðin menguð af eitrinu. Samtök Menn þessir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum eitur- efna sem notuð voru í Víetnam, hafa stofnað með sér samtök sem nefnast „Agent Orange Victims International", eða „Alþjóðasam- tök fórnarlamba rauðgula efnis- ins“, og fer félagafjöldi dagvax- andi. Forseti samtakanna, Frank McCarthy, ferðast um Bandaríkin og safnar saman nöfnum fyrrver- andi Víetnamhermanna til þess að láta þá taka þátt í málshöfðuninni á hendur e'fnaverksmiðjunum. Hann stendur einnig í sambandi við Astralíumenn sem börðust í Víetnam og eiga við svipuð vanda- mál að stríða. McCarthy segir að eftir Víet- namstríðið sem stóð í 12 ár og kostaði 570.000 menn lífið séu jafn margir sem þjáist af eitrunarein- kennum og um það bil 350.000 sem eigi við minniháttar heilsubrest að stríða. Krabbameinstilfellin séu 5000 einvörðungu. Þar sem engar opinberar skýrslur eru til um málið eru tölur McCarthys og Yannacones þær nákvæmustu sem til eru. Það væri gagnslaust að gera húðprufur á öllum fyrrver- andi Víetnamhermönnum sem kvarta um heilsubrest svo löngu eftir lok stríðsins. Væri svörunin neikvæð'væri ómögulegt að skera úr um hvort eitrið væri farið úr likamanum eftir að hafa gert þar ógagn eða hvort sýking hefði aldrei átt sér stað. Dr. James R. Allen, prófessor í meinafræði og eiturefnafræði við Wisconsinháskóla, er fremstur í hópi vísindamanna í rannsóknum á díoxíni. Hann segir að enginn vafi leiki á að fjöldi Víetnam- hermanna hafi orðið fyrir eitrun í Víetnam. Hann segir ennfremur að gera þurfi nákvæma könnun af opinberra hálfu á því að hve miklu leyti krabbameinstilfellin, fæð- ingargallarnir og fleiri sjúkdóms- einkenni stafi af „rauðgula" eitur- efninu. Hann segist ekki vera þess megnugur að gera slíka rannsókn einn né heldur sé neinn annar vísindamaður fær um það upp á eigin spýtur. En hann segist bera kvíðboga fyrir áhrifum eiturefn- anna og áhrifum þeirra á komandi kynslóðir því skaðist genin og krómósómin þá sé þjóðin í hættu. Það er ráðgert af hálfu hins opinbera að gera takmarkaða könnun á skaðsemi eiturefnisins og er hér um að ræða flugmenn þá Sprengjugígir á akurlendi. Var eitrinu líka úðað yíir hrísgrjóna- ekrur bænda? - sem úðuðu eitrinu úr flugvélunum. Dr. Allen er sammála Yannacone um það hver beri sökina í máli þessu. Hann segir að vísinda- mönnum hafi verið það vel kunn- ugt hver áhrif díoxínsins væru á menn. Áður en úðunin hófst í Víetnam hafi orðið nokkur slys í verksmiðjum í sambandi við dí- oxín og hafi áhrif efnisins á verkamennina verið alkunn. Ein slík sprenging varð árið 1949 í verksmiðju í eigu Monsantofyrir- tækisins í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum. Chloracne-far- aldur spratt upp meðal verka- manna hjá Dow Chemical-fyrir- tækinu árið 1964 við framleiðslu á gróðureyðinum. Allir þeir sem Yannacone höfð- ar mál fyrir halda því fram að þeir hafi ekki verið varaðir við skaðsamlegum áhrifum „rauð- gula“ eitursins. Árið 1966 var flugmönnum, sem úðun höfðu með höndum gefinn upplýsingapési þess efnis að efnið, sem þeir ættu að nota, væri hvorki skaðlegt dýrum né mönnum. Skammvinn ánægja Frank McCarthy sagðist hafa verið um tíma í könnunarsveit í miðjum frumskóginum þar sem ekki varð þverfótað fyrir óvinum. Hann sagðist hafa glaðzt þegar úðunarflugvélarnar birtust. Hann sagðist einnig hafa talið úðunina sem hverja aðra hernaðaraðgerð. Hann sagði einnig að ef hann hefði vitað hvernig málum var háttað þá hefði hann líklega skotið á úðunarflugvélarnar. Tracy Leden, fyrrverandi flug- vélavirki, sagðist hafa hjálpað við að dæla „rauðgula" efninu í flug- vélarnar með aðstoð Víetnama. Hann sagði að stundum hefði efnið skvetzt í andlit þeirra og fengju þeir það á skóna hefðu þeir grotnað niður eftir skamma stund. Þegar þetta gerðist hafi hann verið aðeins 19 ára gamall og hefði sér aldrei dottið í hug að efnið kynni að vera hættulegt. Átta árum síðar fékk Leden útbrot um líkamann, dofi kom í fótleggi og einnig steyptist hann út í kaunum. Það tók hann næstum 2 ár að setja sjúkdómseinkennin í samband við eiturefnið. Upplýsingar um áhrif eitursins á Víetnama eru af skornum skammti. Dr. Tom That Tung, heilbrigðismálaráðherra Norður- Víetnams meðan á stríðinu stóð, heimsótti nýlega Bandaríkin. Sagði hann krabbamein í lifur,, vansköpun og fósturlát hafa auk- ist meðal Víetnama, sem bjuggu í þeim héruðum sem úðuð voru. Sagði hann að chloracne hefði lýst sér á sömu lund og á ítölsku börnunum í Seveso. En enn hafa engar víðtækar kannanir verið gerðar á íbúunum. og því ekki hægt að styðjast við nákvæmar tölur. Margir hermannanna fyrr- verandi lýsa hluttekningu sinni með Víetnömunum sem skaðazt hafa á eitrinu. Michael Ryan sagði að ef dóttir sín, Kerry, hefði verið fædd í Víetnam þá hefði hún látizt innan tveggja sólarhringa. „Ég veit ekki hvort við erum þess megnug að aðstoða þá sem enn þjást af völdum eitursins en við verðum að reyna það. Okkur ber skylda til þess,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.