Morgunblaðið - 20.04.1980, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.04.1980, Qupperneq 17
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 AUGLÝSING Pétur Thorstelnsson og Oddný kona hans ásamt hr. Ásgeiri Ásgeirssyni forseta, þegar hann var í heimsókn í Bandaríkjunum 1967. Myndin er tekin í Washington. Þessi sjö ár í Moskva uröu mjög viðburöarík. Fyrsta áriö hafði ég engan samstarfsmann og varð sjálfur að annast allt sem gera þurfti t.d. vélritun, sendiferðir og annað slíkt. Einu sinni aðstoðaði ég við aö setja upp gluggatjaldastangir í sendiráöinu og leggja þar gólfdúk. Landsmenn ráku upp stór augu þegar þeir sáu þetta og þótti furöulegt að sendiherra skyldi leggja sig niður við svona verk. Síðar fékk ég tvo ágætismenn til samstarfs. Fyrst Tómas Á.Tómasson og síöan Ingva Ingvarsson. Þeireru nú báðir sendiherrar. Á einkafund með Khrúsjov Viö hjónin komum til Moskva á tímum kalda stríðsins. Þótt Stalín væri allur, var hann ennþá tignaður og tilbeöinn, og ég varð ekki var við miklar breytingar frá Moskvudvölinni fyrrí. Annars var erfitt að átta sig á högum fólksins, því að enginn sam- gangur var milli landsmanna og er- lendra sendiráðsstarfsmanna. Á stjórnmálasviöinu urðu ýmsar merkar breytingar á þessum árum. Fyrst var Malénkov í stjórnarforystu, en síðan Búlganín og Khrúsjov. Eftir að áhrif Khrúsjovs fóru að eflast fór margt batnandi í Sovétríkjunum og andrúmsloftið varð léttara. Sjálfur var hann mjög lifandi persóna, talaði mikið, fór víða og gerði sér far um að kynnast landsmönnum. Ýmsir erlendir þjóðhöföingjar og ráöamenn sóttu hann heim ocj leiddi af því margvísleg samkvæmi. Eg sá og hlustaði á hann ég langar viðræður viö Dr. Adenauer kanslara. Hann var þá 85 ára, en ungur í anda og frár á fæti. í Bonn og París Sem sendiherra í Bonn var ég jafnframt sendiherra í Sviss, Grikk- landi og Júgóslavíu á árunum 1961 — '62. Á þessum tíma fór ég nokkrar ferðir til Sviss t ýmsum erindagjörö- um. í Grikklandi afhenti ég Páli konungi trúnaöarbréf mitt, en síðan vorum við hjónin boðin í brúökaup Soffíu dóttur hans og Don Juan sem nú er Spánarkonungur. í Júgóslavíu átti ég skemmtilegt samtal við Tító. Hann var hress og glaölegur. Þennan dag var að hefjast í Moskva alþjóðaþing kommúnista- flokka, en Júgóslavar voru þar ekki. Ég minntist á þetta í g^mni við Tító, en hann skellihló og sagði: — Nei, við vorum ekki boðnir. Á þeim stutta tíma sem við dvöld- umst í Bonn fékkst ég viö margvísleg verkefni, og þau voru aö sumu leyti önnur en í Moskva, m.a. afskipti af löndunarmálum og útvegun lánsfjár. Talsvert var um fyrirgreiðslur vegna íslendinga. Einn ánægjulegasti þáttur- inn í störfum sendiherra eru samskipti við samlanda erlendis, ekki síst náms- fólk og listamenn. Við hjónin höfum á þennan hátt stofnað til ómetanlegra kynna, sem hafa að mörgu leyti bætt okkur upp langar fjarvistir frá íslandi og veitt okkur betri innsýn inn í bókmenntir, listir og önnur íslenzk málefni, sem annars hefðu kannski farið framhjá ökkur. Mestu skiptir að þekkja þjóð sína — Gerðu þaö, — sagði Pétur, og svo kemur þú til Moskva, þegar þú ert búinn. Þetta samtal okkar nafnanna réð úrslitum um framtíð mína og ég hef ekki séð eftir því að hafa valiö starf í utanríkisþjónustunni. Einhver fyrrverandi sendiherra hefur sagt, að sendiherrastarf sé eins og aö sitja á fyrsta bekk í sirkusi alþjóðamála. Nytsamleg samkvæmi Kannski er óvarlegt að tala um sirkus í sambandi við utanríkisþjón- ustuna. Margir viröast nefnilega halda, að hún snúist einkum um innantómar hirðveizlur og skemmt- analíf. Að sjálfsögöu eru samkvæmi hluti af þessu starfi. Þau eru viöur- kenndur þáttur í samskiptum þjóða og ég get ekki séð að nokkuö geti komiö í þeirra staö.Þau hafa einnig mikinn hagnýtan tilgang. Menn koma ekki bara í veizlur til þess aö eta, drekka og masa, heldur til að stofna til kynna, skiptast á upplýsingum og efla tengsl. Það er til dæmis miklu auðveldara að koma fram máli, fyrir hönd íslands, ef maður hefur hitt viðkomandi aðila í góðri veizlu og átt viö hann notalegt spjall. Sums staðar eru þessi samkvæmi beinlínis notuð til aö koma á framfæri mikilvægum, pólitískum upplýsingum, og það á ekki sízt við í Austur- Evrópurikjum, þar sem uplýsingamiðl- un er stundum ööruvísi en við eigum að venjast. Þaö var til dæmis þannig, sem umheimurinn frétti af leyniræðu Khrúsjovs um Stalín áriö 1956. Vissir fréttaritarar í Moskvu voru látnir hvísla megininntaki hennar að sendiherrum i veizlu, þar sem ég var staddur, þannig aö ég var á meðal þeirra fyrstu, sem frétti af því, að Stalín færi fallinn af stalli. í slíkum tilvikum hefur maður það óneitanlega á tilfinningunni, að maður standi nálægt kviku atburö- anna. En vitaskuld er þátttaka í manna- mótum ekki nema lítiö brot af starfi sendiráðsmanna. Þeir hafa mörgum hnöppum að hneppa, en hvað okkur íslendinga snertir eru störfin einkum á sviöi viöskiptamála, bæði varöandi sölu íslenzkra afurða, tollamál, inn- flutningsleyfi, vörukvóta o.s.frv. Enn- fremur margvíslegar fyrirgreiðslur og aðstoð við íslendinga heima og heiman og fieira og fleira. Fyrstu árin í Moskva íslenzka sendiráöiö í Moskva var á stríðsárunum og fyrstu árin eftir stríð í tveimur herbergjum á gistihúsi, Hotel National. Þar voru þá 12—13 önnur sendiráö vegn húsnæöisskorts, og gárungarnir kölluöu því hótelið dipl- ómatasamyrkjubúiö. Framan af var lítið aö gera hjá okkur nöfnunum, engin viðskipti og engir Islendingar á ferð. Raunar byrjaði ég dvölina í Moskva á því að leggjast veikur af malaríu, en smit hafði ég fengiö á leiðinni, sem lá m.a. um Austurlönd vegna stríösins. Flestir læknar voru á vígvöllunum, en til mín kom gamall maöur og þegar hann frétti, aö ég væri frá Islandi, sagöi hann, aö þaö væri engin furða að ég væri með malaríu, því aö hún væri landlæg á suðvesturhorni landsins. Ég mótmælti auövitaö kröftuglega, en hann trúði mér ekki. Svo gaf hann mér ráðlegg- ingar varöandi sjúkdóminn og mælti m.a. með því, að ég færi í vodkabaö. Ég hresstist allur viö tilhugsunina um sjálfan mig svamlandi í vodka, en þá kom í Ijós, að þýðingin hafði eitthvað skolazt til, og þaö voru vodkabakstrar sem viö var átt. Ég sá, að ég mátti ekki viö öðrum ámóta misskilningi og dreif mig fljótlega í að læra rússnesku. Rússneskukunnáttan átti oft eftir að koma sér vel í sambandi við samningaviöræður, t.d. um viðskipti, því aö oft misskildu túlkarnir þaö sem sagt var, og þá var mikilvægt að geta fylgzt meö og leiðrétt. Löngu síðar á ævinni átti hún einnig eftir að koma mér að góðu gagni á sviði, sem náði langt úr fyrir hefðbundiö starf. Ég lá veikur og mér leiddist, og fékk þá hugmynd að þýða úr rússnesku eitt- hvert leikrit eftir Tsjekov, sem ég hafði mikiö dálæti á. Fyrir valinu varö leikritið Mávurinn, sem Leikfélag Reykjavíkur tók til sýningar vorið 1971. Fyrstu umræður um viðskipti Pétur Benediktsson var kvaddur heim skömmu eftir nýjár 1945, og kom sjaldan til Moskva eftir það, svo að ég var lengst af eini íslendingurinn í Sovétríkjunum, meöan ég dvaldist þar í þetta sinn. Þaö var oft einmana- legt, þó aö ég eignaðist ýmsa kunn- ingja, sem flestir voru starfsmenn annarra sendiráða, en síðar á lífsleiö- inni hef ég hitt þá hingaö og þangað um heiminn. En þar kom, að ég fékk lítinn tíma til að láta mér leiöast. Snemma á árinu 1946 barst orösend- ing frá Sovétmönnum þess efnis, að þeir væru reiöubúnir aö tala við okkur um viöskipti. Þetta var m.a. árangur af sendiferö, sem þeir fóru Einar Ol- geirsson og Pétur Benediktsson til Sovétríkjanna og annarra Austur- Evrópuríkja á vegum íslenzku ríkistjórnarinnar til þess að kanna viöskiptamöguleika. Ég var skipaöur formaöur samninganefndar og var samið um sölu á verulegu magni af frystum fiskflökum, saltsíld, síldarlýsi og þorskalýsi. Á móti keyptum viö dálítiö af kolum, sem afgreidd voru frá Póllandi og timbri frá Hvítahafslönd- um, en mismuninn greiddu Sovét- menn í dollurum, og þótti slíkt mikill fencjur á þessum árum. Árið 1947 var samið um svipuð viðskipti, en þá keyptum við frá Sovétmönnum að auki krossvið og salt. Afgreiösla ailra þessara viöskipta fór um hendur sendiráðsins í Moskva, svo aö ég haföi meira en nóg aö gera árin 1946—47. Eftir það tókust engir samningar um viöskipti við Sovétríkin, þrátt fyrir miklar tilraunir af okkar hálfu. Löngu seinna las ég svo í sovézku riti, að meö viðskiptunum við jsland hefðu Sovétmenn viljað styrkja okkur i baráttunni gegn ásælni heims- valdasinnaöra Breta og Bandaríkja- manna. Árið 1950 var sendiráði okkar í Moskva lokaö og sendiherrann í Stokkhólmi varö jafnframt sendiherra í Moskva. Sendiherra og sendill Á árunum 1947—53 starfaði ég í utanríkisráöuneytinu, í viðskiptadeild- inni, og seinustu árin var ég yfirmaður hennar. Hún sá um yfirstjórn útflutn- ingsmála og heyrði að mestu leyti undir sjávarútvegsráðherra, sem lengst af á þessum árum var Ólafur Thors. Þarna voru teknar allar helztu ákvarðanir í útflutningsmálum, en ríkisafskipti voru þá meiri en nú í þessum málum. Deildin annaðist m.a. veitingu útflutningsleyfa og oft beinar sölur ísl. sjávarafuröa. Um skeiö var ég formaöur Millibankanefndar. Á þessum árum var Bretland einn helzti markaður fyrir sjávarafurðir okkar, en eftir útfærslu fiskveiöilög- sögunnar i fjórar mflur árið 1952 settu Bretar löndunarbann á íslenzkan fisk. Þá skapaöist erfitt ástand í útflutn- ingsmálum og horfurnar voru mjög slæmar um hríð. En voriö 1953, skömmu eftir dauða Stalíns heyröum við góð tíðindi úr austurátt. Sovét- menn kváðust vera reiöubúnir aö semja við okkur um viðskjpti aö nýju. Ég fór nú til Moskva viö fjóröa mann, og eftir tveggja mánaða viðræður var gerður við Sovétríkin mikilvægur viðskiptasamningur, sem enn er í gildi, og var upphafið að olíukaupum okkar frá Sovétríkjunum. Þetta var jafnkeypissamningur. Við seldum mik- ið magn af fiskflökum og sfld, saltaöri og frystri, en fengum í staöinn olíuvör- ur, kornvörur, byggingavörur o.fl. Til þess að annast viðskiptin þurfti aftur aö opna sendiráð í Moskva og þangaö fór ég sem sendiherra haustiö 1953. Nú var ég hins vegar ekki einn í för, því að ég hafði kvænzt Oddnýju konu minni í árslok 1948. Heimili okkar var í Moskva fram í ársbyrjun 1961, og þaðan fórum við þremur sonum ríkari. ótal sinnum í samkvæmum og á öðrum mannamótum. Oft hélt hann ræöur blaölaust eða breytti skrifuðum texta, og birtust ræðurnar í blöðum, var fróölegt að athuga, hverju hafði verið breytt frá því sem hann mælti af munni fram. Skömmu áður en ég lét af störfum í Moskva, og tók við sendiherraemb- ætti í Bonn gerði Khrúsjov fyrirvara- laust boö eftir mér. Mér var fylgt aö skrifstofu hans í Kreml og þar beið hann mín ásamt fulltrúa frá utanríkis- ráðuneytinu, sem sat langt frá okkur. Við ræddum lengi saman ótruflaöir og margt fróðlegt bar á góma. Um þessar mundir stóð yfir ein af Berlín- arkreppunum og samgöngum við Vestur-Berlín hafði að mestu veriö lokaö. Khrúsjov ræddi þessi mál ítarlega og hamraöi á röksemdum Sovétmanna, og ætlaöist greinilega til að ég endurtæki ummæli hans, þegar ég kæmi til Bonn. Hann boöaöi nýja stefnu af hálfu Sovétríkjanna varðandi Austur-Þýzkaland og var dálítiö íbygginn í því tali. Síðan ræddi hann almennt um ástandið í Sovétríkjunum, m.a. vandræðin í landbúnaðarmálum. Þegar ég kom til Bonn var ég tafarlaust boöaður á fund von Brent- ano, utanríkisráðherra Vestur-Þýzka- lands, er vildi fá vitneskju um þetta samtal og nokkrum dögum síðar átti Frá Bonn fluttumst við til Parísar, en þar var ég sendiherra í Frakklandi, Belgíu, Lúxemborg og Júgóslavíu, en jafnframt fastafulltrúi hjá NATO-ráð- inu, OECD-ráðinu og hjá UNESCO og sendiherra hjá Efnahagsbandalagi Evrópu frá 1962. Sennilega hef ég aldrei á ævinni haft meira að gera en þá, en það bjargaði mér að ég fékk góöa samstarfsmenn, fyrst einn, síðan annan og loks þann þriðja. Starf sendiherrans í París breyttist eftir að aöalstöövar NATO voru fluttar til Brússel og íslenzkur sendiherra skipaöur þar. Sá sendiherra er nú fastafulltrúi hjá NATO-ráðinu auk þess sem hann er sendilierra í Belgíu, Lúxemborg og hjá EBE. Fámenn sveit frá ísiandi Aisírsdeilunni var ekki lokið, þegar viö fluttumst til Parísar, og alls staðar voru vopnaðir hermenn á veröi, jafn- vel á óperusýningum. Þetta var á valdatíma de Gaulle. Ég get alls ekki tekiö undir þá kenningu aö hann hafi veriö hrokagikkur, því að mér fannst hann þægilegur og alúðlegur í viðmóti í þau skipti, sem ég talaöi við hann. Reynslan hefur líka sýnt mér, að miklir menn eru aldrei hrokafullir. De Gaulle hafði líka góða kímnigáfu, eins og hún sýnir sagan, sem ég ætla að láta fljóta hér meö. Þegar aösetur Alþjóöaveðurfræöístofnunarinnar var opnað í Genf 1961, sendi ísland þangað gjöf — afsteypu af „Veðurspámanninum" eftir Ásmund Sveinsson — og hór er Pétur J. Thorsteinsson aö afhenda hana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.