Morgunblaðið - 20.04.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980
55
„Takmarkið að leiða fólk
til trúar gegnum sön(f‘
Ungur gospelsöngvari vinnur til verð-
launa í Hœfileikakeppni Kópavogs
+ JOHN Michael Hanssen 14 ára
Kópavogsbúi var meðal þeirra
sem hlaut verðlaun fyrir frum-
John Hanssen
samið efni í Hæfileikakeppni
Kópavogs. John söng þar, ásamt
Hrafnhildi Halldórsdóttur og
Jóhönnu Sigrúnu Jónsdóttur tvö
gospellög. Lögin hétu: The Lord
Understands, lagið eftir Jó-
hönnu en testinn eftir John og
Oh, What a Beautiful Day, lagið
eftir Jóhönnu og John en textinn
eftir John.
I samtali við Mbl. sagði John
að það væri takmarkið í lífi sínu
að leiða fólk til trúar gegnum
söng.
„Ég er kristinn og mig langar
til þess að aðrir kynnist Kristi
einnig," saði John.
Með kristniboði sínu fetar
John í fótspor föður síns, Wiily
Hanssen trúboða g þriggja eldri
bræðra.
Mynd þessi var tekin á árshátið Vals á Hótel Sögu. Hér
ræða þeir saman Þórður Þorkelsson og Albert Guðmunds-
son. Ekki vitum við hvað þeim fór á milli en Albert hlustar
með athygli. Kannski þeir séu að skipuleggja eitthvað???
Tveir íslenskir brœður Chira-
practorar í Bandaríkjunum
+ Lúðvík Gunnarsson, sonur
hjónanna Gunnars Guðmunds-
sonar og Gerðar Lúðvíksdóttur
útskrifaðist frá Palmer College
of Chiropractic 29. september 8.1.
ár eftir tveggja ára nám í Bristol
College og fjögurra ára nám í
Palmer College.
Ur þeim sama skóla útskrifað-
ist einnig bróðir hans, Guðmund-
ur árið 1975 og hefur nú tvær
læknastofur þar vestra. Munu
þeir bra'ður vinna saman. í
Bandaríkjunum eru nú starfandi
yfir 60 þúsund chiropractorar.
Mickie Gee kemur aftur
+ Breski plötusnúðurinn Mickie
Gee sem setti heimsmet í plötu-
snúningi á diskótekinu Óðali í
Reykjavík fyrir u.þ.b. ári er
væntanlegur til landsins aftur í
lok apríl ásamt unnustu sinni
sem er íslensk og barni þeirra.
Mickie mun starfa sem plötu-
snúður á Óðali í maí og júní.
Lúðvik Gunnarsson, chiropract-
or.
Nœgtarhorn í fermingunni
+ Fermingar standa sem hæst.
í fermingarveizlunni hennar
Vilmu í Árbæjarhverfi var
nokkuð sérstæður veizlukostur
— nægtarhorn fullt af marg-
víslegu konfekti. Faðir hennar,
Jón Víglundsson, í Árbæjar-
bakaríi og bræður hennar tveir,
Víglundur og Valbjörn, sem
báðir hafa lagt fyrir sig
bakaraiðn, lögðust þar á eitt og
voru i heilan dag að búa til
nægtarhornið með öllu því sem
i því var.
Víglundur er í vetur í fram-
haldsnámi i Uppsölum i
Sviþjóð, í því sem kallast kondi-
torí, sem er finkökugerð og
sælgætisgerð. Hann kom heim
um páskana til að undirbúa
fermingu Vilmu. í Svíþjóð
þykja slík nægtarhorn kórónan
á veizluborðinu, og því réðust
feðgarnir í að búa eitt slíkt til,
til að bjóða gestunum úr með
kaffinu eftir matinn. Það er
mikið verk, því móta verður
hringana og forma hornið
fríhendis, líma þá saman með
súkkulaði og handgera súkku-
laðiskreytingarnar, sem eru
mjög finlegar og sjást ekki
nægilega á myndinni, og síðan
er nægtarhornið fyllt af marg-
víslegu heimagerðu konfekti.
Þetta reyndist vera þriggja
manna dagsverk. En það eru
ekki öll fermingarbörn, sem
eiga svona marga bakara að i
fjölskyldunni, sem reiðubúnir
eru til að leggja hönd á pióginn
og spara ekki fyrirhöfnina.
Á myndinni er Vilma, for-
eldrar hennar Jón og Steinunn,
og bræðurnir Valbjörn og
Víglundur og fyrir framan þau
nægtahornið. En á hinni mynd-
inni sést þaö betur.
fclk í
fréttum
+ Skíðaáhugi fer mjög vaxandi hér á landi, bæði meðal ungra sem aldinna. Mynd þessi
sýnir hóp ungra KR-inga sem kepptu á ÍR-mótinu á skíðum sem fram fór við skíðaskálann
í Ilveradölum.