Morgunblaðið - 20.04.1980, Side 25

Morgunblaðið - 20.04.1980, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 57 Borgarstjórn samþykkir: Reykvískur listamaður hlýtur starfs- laun ár hvert BORGARSTJÓRN samþykkti í gærkveldi tillögu um að úthluta árlega starfslaunum til reykvísks listamanns. Tillagan er svohljóðandi: Borgarstjórn samþykkir að út- hluta árlega starfslaunum til reykvísks listamanns og skulu þau nema launum kennara við fram- haldsskólastigið. Stjórn Kjarvalsstaða velur listamanninn, sem starfslaun hlýtur hverju sinni, á grundvelli umsókna, er henni berast að viðhafðri auglýsingu. Að starfsári liðnu skal lista- maðurinn gera grein fyrir starfi sínu með greinargerð eða með framlagningu á verki til frumbirt- ingar eða frumflutnings og þá gjarnan í tengslum við Listahátíð eða Reykjavíkurviku. Starfslaun þessi eru sérstaklega ætluð listamönnum, sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Borgarstjórn felur stjórn Kjarvalsstaða í samráði við Borg- arstjórn að semja reglugerð um úthlutun starfslauna í samræmi við ofanritað. Norræna húsið mánudag: Fyrirlestur um norræna list á þriðja áratugnum MÁNUDAGINN n.k. flytur Thomas Moberg, listfræðingur frá Uppsölum, erindi kl. 20.30, sem hann nefnir: „Om linjer i nordisk modernism pa 1920-tal- et“. Thomas Moberg dvaldist hér- lendis sl. ár og hafði þá samband við ýmsa íslenzka listamenn, sem störfuðu á þriðja áratug þessarar aldar, t.d. Finn Jónsson. Það varð svo til þess, að farið var að grennslast fyrir um myndir Finns Jónssonar frá þessum árum, en talið var að þær hefðu glatast á valdatímum nasista. En eins og fram hefur komið í íslenzkum fjölmiðlum leiddi þessi eftir- grennslan til jákvæðs árangurs, þar sem nokkrar myndanna komu í leitirnar. Thomas Moberg skýrir í erindi sínu frá ýmsum athugunum á verkum frá ofangreindu árabili um Norðurlöndin öll og í lok fyrirlestursins sýnir hann tvær tilraunakvikmyndir frá þeim tíma. Fyrirlesturinn er öllum op- inn. (Fréttatilk.) Háskólinn: Stjórnarskipti ÍVÖKU AÐALFUNDUR Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta í Há- skóla íslands var haldinn fyrir skömmu. Hin nýkjörna stjórn er þannig skipuð: Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður, Einar Örn Thorlacius, varaformaður, Garðar Gunnlaugsson, gjaldkeri, Gerður Thoroddsen, ritari, Ólafur Jóhannsson, ritstjóri Vökublaðs- ins, Friðbjörn Sigurðsson og Ragnar Ólafsson, meðstjórnendur. INGÓLFSCAFÉ Bingó kl. 3 e.h. Spilaðar verða 12 umferðir. Borðapantanir í síma 12826. & 1930 I FARAR- BRODDI 1980 HALFA ÖLD Verið velkomin á Borgina í dag og í kvöld. Bjóöum allt í mat, drykk og danstónlist. Gömlu dansarnir íkvöld kl. 9—1 Hljómsveit Jóns Sigurössonar ásamt söngkonunni Kristbjörgu Löve leikur af alkunnri snilld sinni. Diskótekið Dísa með tónlist í hléum. Hótelherbergi fyrir gesti utan af landi. Hótel Borg, sími 11440. Einstakt tækifæri af sérstökum ástæðum er til sölu höggmynd (frummynd) folald í fullri stærö, eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, gullfallegt verk. Uppl. í síma 12223. Bræðurnir Halli og Laddi og Jörundur hafa samið kabarett sérstaklega fyrir Þórscafé Auðvitað leika þeir þremenningar veigamikil hlutverk í þessari sýningu, enda snilld þeirra alkunn. Þeir félagar hafa svo fengiö til liös viö sig fjölmarga listamenn svo sem dansara úr íslenzka dansflokknum. Hljómsveit hússina, Galdrakarlar sjá um tónlistina fyrir kabarettinn ásamt því að sjá gestum fyrir dansmúsik. I^Verð aöeins kr. 11.000.-) (Verð aöeins kr. 8.000.-) sem boöinn er í tiletni kvöldsins er Medallion d’agneu flambé. Stefán Hjaltested, yfirmatreiöslu- maöur kemur í salinn til gesta og eldsteikir þennan frábæra rétt viö borö þeirra. Borðpantanir frá kl. 15.00 k. Vórs i rrtfo i EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGI.YSINGA- SÍMINN F.R: 22480 <£ SJúbbutinn Parakeppni Klúbbsins & Útsýnar hefst í kvöld og verður þá keppt í fyrsta ridli — sjáiö spennandi keppni þar sem veitt eru glæsileg verðlaun MEÐAL SKEMMTIATRIÐA: Torfi og Dórothea frá Hársnyrtistofunni Papilla, Laugavegi 24 sýna okkur þaö nýjasta í hársnyrtingu og hártoppum. Meðal verðlauna i parakeppninni er glæsi legur ferðavinningur frá UTSYN aö verðmæti kr. 500 þús. PLÖTUKYNNING: Við kynnum hina frábæru plötu, Are You Normal, meö hljómsveitinni 10 CC. Og auö- vitað er þessi plötukynning frá hljómdeild FÁLKANS. Komdu svo i betri gallanum og með nafnskirteini.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.