Morgunblaðið - 27.04.1980, Qupperneq 1
64 SÍÐUR
95. tbl. 67. árg.
SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Gíslunum dreift um landið
„Almenn viðbragðs
staða“ fyrirskipuð
26. apríl. AP.
TILKYNNT var í Teheran í morgun. að bandarísku
gíslunum. 53 að tölu. hefði verið dreift um borgina. og
yrðu þeir nú fluttir á ýmsa staði. víðsvegar um landið.
til að koma í veg fyrir að Bandaríkin geri aðra tilraun
til að ná þeim.
Boðskapur þessi er hafður
eftir öfgamönnunum, sem
hafa bandaríska sendiráðið á
valdi sínu, en þeir leggja að
stjórn landsins að efla mjög
vörð um aðsetur Khomeinis
trúarleiðtoga, svo og út;
varpsstöðina í Teheran. í
yfirlýsingu öfgamanna er
staðhæft, að bandaríska
björgunarsveitin hafi reitt
sig á hjálp „málaliða“ í Te-
heran, og styður þetta óstað-
festar fregnir frá Bandaríkj-
unum um að liðsauka hafi
Hinir særðu
komnir heim
Kamstcin. V-Þýzkalandi. 26. apr. AP.
Bandarikjamennirnir fjór-
ir, sem særðust í tilrauninni
til að frelsa gíslana hafa verið
fluttir til Bandaríkjanna, að
því er skýrt var frá í morgun.
Þeir höfðu skamma viðdvöl í
bar.dariskri herstöð í Ram-
stein, þar sem gert var að
sárum þeirra til bráðabirgða,
áður en bandarisk sjúkra-
flutningavél flaug þeim til
Bandaríkjanna. Afangastað-
ur þar er ókunnur.
Lík mannanna átta, sem létu
lífið í tilrauninni, urðu eftir á
slysstaðnum í Iran þar sem
tvær leiðangursvélar rákust á.
íransútvarpið skýrði frá því í
morgun að fjögur lík hefðu
fundizt á slysstað, en þau
hefðu verið óþekkjanleg.
verið að vænta í Teheran.
Jafnframt er á kreiki orð-
rómur um að í björgunar-
sveitinni hafi verið 40 Iranir,
sem hlotið hafi herþjálfun í
Bandaríkjunum.
Teheran-útvarpið sagði frá
því í morgun, að íranskar
orrustuþotur hefðu varpað
sprengjum á tvær þyrlur,
sem bandaríska liðið yfirgaf í
eyðimörkinni, auk þess sem
Iransher hefði fjarlægt það-
an þrjár þyrlur aðrar, svo
tryggt væri að Bandaríkja-
menn sneru ekki aftur til að
sækja þær. Þetta stangast á
við fyrri yfirlýsingar frá íran
um að fimm þyrlur hafi
farizt, en ekki var nefnt hvað
gert hefði verið við vélarnar
tvær, sem rákust á.
Þá hefur útvarpið sagt frá
því að fyrirmæli hafi verið
gefin um „almenna við-
bragðsstöðu“, og beri öllum,
sem hlotið hafi herþjálfun
skylda til að gefa sig fram við
næstu herstjórn, einkum
þeim sem búi í Khorasan-
héraði. Þá hefur klerkum,
sem ekki hafa hlotið þjálfun,
verið boðið að skrá sig til
„skyndiþjálfunar um helgina,
en slíkur undirbúningur á að
tryggja þeim rétt til þátttöku
í heiðursgöngu að aðsetri
Khomeinis hinn 1. maí, að því
er segir í orðsendingunni.
Rússar sprengja
WashinKton, 26. apríl. AP.
BANDARISKA kjarnorku-
stofnunin skýrði frá því í dag
að í gær hefðu komið fram á
mælum merki um að Rússar
hefðu sprengt kjarnorku-
sprengju neðanjarðar í Semi-
palapinsk-kjarnorkutilrauna-
stöðinni í Síberiu kl. 15.57 að
islenzkum tíma á fimmtudag.
Þetta er fyrsta kjarnorkutil-
raun Rússa sem vart verður við
á þessu ári, en í fyrra gerðu þeir
23 tilraunir með kjarnorku-
sprengjur neðanjarðar.
Brak úr brezku Dan-Air-þotunni, sem fórst á Tenerife með 146 manns.
AP-simamynd.
Kólumbía:
Sendiherrunum
sleppt úr haldi?
BoKota. 26. apríl. AP.
BÚIST er við að til tíðinda
dragi í dag eða á morgun í
deilu Kólumbíustjórnar og
skæruliða er halda 16
sendiherrum í gíslingu í
sendiráði Dóminíkanska
lýðveldisins í Bogota.
óstaðfestar fregnir herma
að skæruliðarnir haldi til
Kúbu um helgina og að
samkomulag í deilunni
liggi í loftinu.
Háttsettur embættis-
maður sagði í dag að samn-
ingaviðræður hefðu gengið
vel síðustu daga. Sendi-
herra Kúbu hefur átt fund
daglega með skæruliðunum
í sendiráðinu, og sagði
hann fréttamönnum í dag,
að verið væri að undirbúa
farþegaþotu í Havana til að
sækja skæruliðana.
Þá hefur spurst út að
skæruliðarnir hyggist taka
nokkra af gíslunum með
sér til Kúbu til að tryggja
að ekki verði reynt að
yfirbuga þá á undankom-
unni. Vistin í sendiráðinu
hefur haft slæmt áhrif á
ýmsa af sendiherrunum, að
því er skýrt hefur verið frá.
Þotan kann að haf a
sprungið í lofti
70% styðja Carter
New York,
26. apríl. AP.
NIÐURSTÖÐUR skoð-
anakannana, sem gerðar
voru í Bandaríkjunum
nokkrum stundum eftir
að fregnin um hina mis-
heppnuðu tilraun til að
frelsa bandarísku gísl-
ana í Teheran, benda til
þess að yfirgnæfandi
hluti Bandaríkjamanna
styðji þessar aðgerðir
Carters Bandaríkjafor-
seta. og vilji að áhlaup
verði reynt aftur.
Svo virðist sem 68%
telji rétt að beita harka-
legri aðgerðum, enda þótt
62% séu þeirrar skoðunar
að stefna forsetans í
írans-deilunni þegar á
heildina er litið sé ekki
líkleg til að bera árangur.
Santa Cruz, 26. april. AP.
EMBÆTTISMENN sögðu
í dag að ýmislegt benti til
þess að Boeing-727 þotan
sem fórst á Kanaríeyjum
með 146 innanborðs í gær
hefði sprungið á flugi. Á
slysstaðnum, sem væri
þétt skóglendi, hefðu eng-
in tré fallið, heldur nokkr-
ir trjátoppar skaddast, og
benti það til þess að þotan
hefði ekki hrapað í heilu
lagi til jarðar, heldur í
mörgum smápörtum.
Leifar þotunnar og far-
þeganna voru dreifðar yfir
þriggja kílómetra breitt
belti við Teidefjallið.
Ógerningur hefur verið að
segja hversu mörg lík hafa
fundist þar sem þau eru illa
farin, og frekar um lík-
amsleifar að ræða en heil-
leg lík. Ekkert bendir til að
einhverjir hafi komist lífs
af úr slysinu, þrátt fyrir
umfangsmikla leit.
Enn hefur „svarti kass-
inn“ úr flugvélinni ekki
fundist, en upplýsingar
sem hann hefur að geyma
eiga að leiða í ljós hvað
gerst hefur.