Morgunblaðið - 27.04.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRIL 1980
3
Náttúruham-
faratrjggingu
fyrir Islendinga
HEILBRIGÐIS- og tryggingaráð-
herra skipaði i gær nefnd til þess að
kanna möguleika á því að tryggja
þjóðina fyrir áföllum af meirihátt-
ar náttúruhamförum.
Formaður nefndarinnar er Ás-
geir Ólafsson, forstjóri Brunabóta-
félagsins. Verkefni nefndarinnar er
þannig kynnt í skipunarbréfi:
1. Endurskoðun laga um Viðlaga-
tryggingu Islands, t.d. vegna eigna
sem nú falla utan tryggingar.
2. Nefndin flokki náttúruhamfarir
í skilningi laganna og geri spá um
hugsanleg tjónatilvik í hverjum
flokki.
3. Nefndin geri almennt grein
fyrir fjárhagslegum og félagslegum
afleiðingum meiriháttar tjóna.
4. Nefndin kanni möguleika og
kostnað við endurtryggingar vegna
eignatjóns og framleiðslutaps þjóð-
arbúsins.
5. Nefndin geri tillögur sem
stefnumörkun varðandi byggð og
mannvirkjagerð eftir
áhættusvæðum.
Hlífðarfatn-
aði stolið úr
björgunarskýli
Siglufirdi, 26. april.
BROTIZT heíur verið inn í slysa-
varnaskýlið i Almenningum i
Mánárskriðum, en skýlið er
skammt írá þjóðveginum þar á
milli Siglufjarðar og Fljóta. Hef-
ur verið numinn á brott hlífðar-
fatnaður og illa gengið um skýl-
ið, þannig að þar er nú litið um
aðbúnað fyrir þá sem þar gætu
þurft að leita skjóls.
Björgunarsveitin Strákar í
Siglufirði sér um skýlið og kom
stuldurinn í ljós á dögunum er
menn úr sveitinni komu í skýlið til
eftirlits. Segja björgunarsveit-
armenn að oft hafi verið illa um
það gengið, en nú hafi keyrt um
þverbak þegar tekinn hafi verið
nær allur hlífðarfatnaður. Segjast
þeir hafa grun um hver hér hafi
verið að verki og að þeir muni ekki
gera þetta að lögreglumáli verði
búnaðinum skilað strax, en annars
verði málið gert opinbert.
m.j.
Spurðust
fyrir um eina
milljón fjár
á fæti...
í NÝLEGU fréttabréfi Sam-
bandsins er greint frá því,
að ástandið í tran hafi haft
ýmis áhrif á heimsmarkað-
inn fyrir kindakjöt. Þar seg-
ir frá stórum samningum,
sem Ný-Sjálendingar og
Ástralir hafi gert við Irani.
„Sérstakir íranskir slátrar-
ar voru sendir til Nýja-
Sjálands til að aflífa lömbin
í samræmi við reglur mú-
hameðstrúar og múham-
eðstrúarprestur varð að
ferðast á milli sláturhús-
anna og ákvarða hvernig
siátrararnir ættu að snúa,
þannig að þeir sneru andlit-
inu til Mekka meðan þeir
aflífuðu." segir í Sambands-
fréttum.
Búvörudeild Sambandsins
hefur fengið allmargar fyrir-
spurnir um afgreiðslu til
þessa heimshluta og hafa
sumar þeirra verið ærið stór-
ar í sniðum, „Til dæmis var í
einu tilvikinu um að ræða
afgreiðslu á einni milljón fjár
á fæti og tugþúsundum lesta
af kjöti. Slíkar afgreiðslur
stranda þó alfarið á kröfum
þessara aðila um skurð kinda
og bænalestur við slátrun í
samræmi við trúarbrögð
þeirra," segir í fréttabréfinu.
r
Háskóli Sameinuðu þjóðanna á Islandi:
Sjö erlendir styrkþeg-
ar nema jarðhitafræði
ANNAÐ starfsár Iláskóla Sam-
einuðu þjóðanna er haíið og verða
sjö eriendir styrkþegar þetta
starfsár við sérhæfða þjálfun á
hinum ýmsu sviðum jarðhita-
fræða. Sex þeirra dvelja hérlendis
i um sex mánuði. en einn í þrjá
mánuði. Tveir styrkþegar koma
frá Kína, tveir frá Filippseyjum
og einn frá E1 Salvador, Hondúr-
as og Indlandi.
Þrír verða við þjálfun í jarðeðl-
isfræðilegum mælingum í borhol-
um, tveir við þjálfun í efnafræði
jarðhitavatns og tveir við jarð-
fræðilegar athuganir í borholum.
Sex styrkþeganna eru hér á vegum
Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en
einn á vegum Þróunaraðstoðar SÞ.
60 fyrirlestrar verða fluttir um
hin ýmsu svið jarðhitafræða og
stendur fyrirlestrarflokkurinn í
um 4 vikur. Auk fyrirlestranna eru
umræðufundir, verklegar æfingar
og kynnisferðir. Fyrirlesarar eru
13 og koma þeir úr röðum jarðhita-
sérfræðinga Orkustofnunar og HI.
Auk erlendu styrkþeganna sækja
fyrirlestrana fimm starfsmenn
Jarðhitadeildar Orkustofnunar og
fjórir verkfræðingar frá ráðgjafa-
verkfræðistofum.
Erlendu styrkþegarnir eru frá Kína, Filippseyjum, E1 Salvador,
Hondúras og Indlandi og eru þeir á myndinni ásamt forstöðu-
mönnum Háskóla SÞ og Orkustofnunar. (Ljósm. Kristján).
' • ' . , ■ - ■ ;
25. maí - örlá sæti laus.
14. júní - uppselt.
28. júní - fá sæti laus.
5. júlí - uppselt í 3 vikur.
12., 19., 26. júlí - laus sæti.
2. og 9. ágúst - biðlisti.
16., 23., 30., ágúst - laus
sæti.
I 8. og 29. maí - uppselt.
[ 5. júní - uppselt í 3 vikur.
19. júní - laus sæti.
26. júní - uppselt.
10., 17., 31., júlí-fá sæti laus.
7. ágúst — uppselt í 3 vikur.
121. og 28. ágúst-laus sæti.i
I 11. og 18. september /
\ - uppselt. /
\ 2. október — / l
\ \ laus sæti. / /
31. maí - örfá sæti laus.
21., 28. júní-sæti laus.
5., 12., 19., 26. júlí - sæti
laus.
2. ágúst - uppselt í 3 vikur.
9. ágúst - fá sæti laus.
16., 23., 30. ágúst - laus
sæti.
V. Æ
Lengið
sumarið
með vorferð
Fjölbreyttasta ferÖaúrvalið er hjá Utsý
GleÖilegt sumar í Útsýnarferð
Feröaskrifstofan
Austurstræti 17. Símar 26611 og 20100