Morgunblaðið - 27.04.1980, Side 13

Morgunblaðið - 27.04.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980 13 Guðmundur H. Garðarsson: Að lofa# og svíkja Flestum er enn í fersku minni hin miklu átök, sem áttu sér stað á vinnumarkaðnum í ársbyrjun 1978. Þá var verðbólgan rúmlega 30%, atvinna mikil og lífskjör góð. Kaupmáttur tekna láglauna- fólks og ellilífeyrisþega var með bezta móti. 3ja herbergja íbúð kostaði þá 10—12 milljónir króna og benzínverð var um 113.00 krónur líterinn. Þrátt fyrir almenna hagsæld í byrjun árs 1978 voru ýmsar blikur á lofti, sem gátu teflt atvinnu- og efnahagslífi lands- manna í hættu og skaðað afkomu almennings til frambúðar ef ekk- ert væri að gert. Ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar greip til aðgerða gegn verðbólgu með hinum landsþekktu febrúarlögum, sem fólu m.a. í sér ákveðna skerðingu kaupgjaldsvísitölu hjá þorra launafólks, öðrum en láglauna- fólki og ellilífeyrisþegum. Það var einsdæmi í íslenzkri stjórn- málasögu, að stjórnmálaforingi beitti sér fyrir erfiðum og um- deildum aðgerðum, sem hlaut að vera ómerkilegum stjórnmála- skúmum kærkomið tækifæri og auðunnið að mistúlka, aðeins 3—4 mánuðum fyrir sveitar- stjórnar- og Alþingiskösningar. Þá sögu þekkja allir lands- menn. Heitstrengingar vinstri manna um samningana í gildi, aukinn kaupmátt launa, lágvexti, verðbólgulaust þjóðfélag o.s.frv. o.s.frv. eru enn í fersku minni. Osigur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum vorið 1978 skyldi verða sigur fólksins í baráttu þess fyrir fegurra þjóðlífi og betri lífskjörum. Vinstri flokkarnir, A—A flokkarnir unnu mikinn stjórn- málasigur. En nú hefur komið í ljós, að sá mikli fjöldi, sem veitti þessum flokkum brautargengi vorið 1978 og taldi sig vera meðal sigurvegaranna,- er raunverulega hinir sigruðu. Afrakstur hinna ófyrirleitnu vinnubragða ákveð- inna forustumanna vinstri fylk- inganna vormánuðina 1978, er nú að koma í ljós. Það er dapurlegt að ræða þessa dagana við sumt af því fólki, sem trúði á falsrök og loforð vinstri foringjanna í stjórnmálum og kjaramálum árið 1978. Þetta er vonsvikið fólk, sem finnur nú, að það var blekkt. Það féll fyrir falsspámönnum og er nú að gjalda þess. í stað kaupmáttartryggingar hefur átt sér stað allt að 20% kaupmáttarskerðing hjá lág- og millitekjufólki samanber álits- gerðir B.S.R.B. í stað minnkandi verðbólgu, sem febrúarlögin frá 1978 áttu að tryggja þannig, að hún færi í 20% og neðar, stefnir verðbólgan í 70—80% árið 1980. í stað 18—20% vaxta á lánum, eru almennir lánsvextir nú 31 — 34,5% og vextir og verðtrygging lána 50—60% . í stað þess, að 3ja herbergja íbúð á sölumarkaði kostaði 10—15 milljónir króna, kosta þessar íbúðir nú 30—35 milljónir króna. I stað þess að styrkja stöðu atvinnuveganna með verðbólgu- lausu þjóðfélagi er óðaverðbólg- an að gera útaf við allan atvinnu- rekstur ásamt skattníðslu, sem á sér ekkert fordæmi í sögu þjóðar- innar. Er furða þótt almenningur sé vonsvikinn? Er furða þótt hátt í eitt þúsund Islendingar flytjist árlega burt frá landinu í leit að meira lífsöryggi. — Og nú á að friða fólkið við vondar aðstæður vegna stjórn- málasvika með félagsmálapökk- um, sem það er sjálft. látið greiða. Það er fyrir löngu orðið tíma- bært að blekkingunum linni. Að því verður nánar vikið síðar. Pétur Guðmundsson að störfum en þegar blaðamann bar að lá félagi hans, Hörður Kristjánsson, í flensu. Mynd Mbi. Kristján. Vinna að sjögu ís- húsfélags ísfirð- inga í málverkum „VIÐ vorum beðnir að skreyta stigaganginn hér með myndum úr sögu Ishúsfélags ísifirðinga," sagði Pétur Guðmundsson, þegar blaðamaður hitti hann að máli á skrifstofum íshúsfélagsins en þar var hann í óða önn að mála myndir. Stór hluti skrifstofuhús- næðisins var undirlagður mynd- um eftir hann og Hörð Kristjáns- son, sem hefur unnið að verkefn- inu með honum, og eru myndirn- ar á annan tug. „Við einbeitum okkur einkum að fólki og þeim breytingum, sem hafa orðið á verkmenningunni. Fyrirtækið var sett á stofn árið 1912, og var þá til húsa í litlum kofa. Þá var einkum ísuð síld til beitingar. Allar aðstæður voru mjög frumstæðar en eftir því sem árin hafa liðið hefur fyrirtækið eflst. Þetta vonumst við til að geta undirstrikað í myndum okkar en við höfum gert okkur sérstakt far um að einfalda hlutina sem mest. Þetta hefur verið ákaflega skemmtilegt verkefni. Við höfum leitað víða heimilda, í fundargerð- arbókum fyrirtækisins og öðrum heimildum, svo sem dagblöðum. Ef allt gengur að óskum, þá má búast við því, að við klárum þetta verkefni um mánaðamótin," sagði Pétur ennfremur. Húseignin Auðbrekka 44—46 Kópavogi til leigu Gott húsnæði. Hentugt bæöi fyrir iönaö og verzlun. Húsnæöinu má skipta í 2—4 hluta. Upplýsingar í síma 19157. Hótel Hjálpræðishersins á Isafirði: Herbergi hefur vart losnað í allan vetur „Það hefur vart losnað herbergi hjá okkur í allan vetur,“ sagði Óskar Óskarsson, framkvæmda- stjóri gesta- og sjómannaheimilis Hjálpræðishersins á ísafirði, í' sam- tali við blaðamann Mbl.„ Hér á Isafirði er mikið um að vera, uppbygging bæjarins hröð og því mikil þörf á iðnaðarmönnum. Hjá okkur hafa einkum iðnaðarmenn verið en einnig talsvert um lausa- gesti," sagði Óskar ennfremur. Óskar er foringi í Hjálpræðis- hernum en ásamt honum rekur kona hans; Unni Kurseth, gesta- heimilið á ísafriði. „Við höfum látið gera miklar endurbætur á húsinu, fyrir alls 25 milljónir. Eldhúsið var innréttað, frystiklefi tekinn í notk- un og einnig kæliklefi. Þá var skípt um allar vatns- og skólplagnir. Við munum einnig gera endurbætur á stigagangi og þá mun húsið að öllum líkindum verða málað í sumar svo það er nóg að gera hér,“ sagði Óskar. Hús Hjálpræðishersins á ísafirði var byggt árið 1923 — þá eitt glæsilegasta og veglegasta hús bæj- arins. Það var einkum byggt fyrir fé, sem safnaðist á Isafirði. Allar götur síðan hefur Hjálpræðisherinn rekið heimilið. Þá hefur Hjálpræð- isherinn rekið samkomustarf á Isafirði og að sögn Óskars eru fastar samkomur tvisvar- í viku fyrir fullorðna og að minsta kosti einu sinni í viku fyrir börn. Gist- ingarverði á heimili Hjálpræðish- ersins er mjög stillt í hóf og einnig matarverði. Mynd Mbl. Kristján. óskar og Unni ásamt bróðurdótt ur óskars, Inger Jóhönnu. rfPARIÐJPOmnin Hjá okkur fáið þér upplýsingar um framboð og eftirspurn á fasteignum. Opið frá 9—19 virka daga, 13—16 laugard. og sunnud. TÖLVUVÆDD UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA FYRIR FASTEIGNAVIÐSKIPTI Síðumúla 32.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.