Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRIL 1980 15 George N. Holmes Sr. faðir eins sjóliðans, sem fórst í hinni misheppnuðu björgunartilraun Bandaríkjamanna í Iran, ræðir við fréttamenn um björgunartilraunina. Á veggnum eru nokkrar fjölskyldu- myndir. Símamvnd AP. Þeir fórust í tilraun Bandaríkjamanna til að bjarga gíslunum úr sendiráði Bandaríkjanna í Teheran. Á myndinni eru (f.v.). Lynn Davis Mclntosh, flugstjóri í bandaríska flughernum. Hann var 33 ára, frá Valdosta í Georgíu. George N. Holmes Jr., 22 ára liðþjálfi í sjóhernum, frá Pine Bluff í Arkansas. Hann var þyrlustjóri. John Davis Harvey, 21 árs undirforingi í sjóher, frá Roanoke í Virginíu. Hann var sérfræðingur í flugleiðsögu. Símamynd AP. I Fréttaskýrendur ekki ánægðir með skýringar Carters og Browns Washington. 25. apríl, frá önnu Biarnadóttur fréttaritara Mbl. BANDARÍSKA þjóðin vaknaði við þær fréttir á föstudagsmorg- un, að leynileg tilraun Banda- ríkjanna til að bjarga gíslunum 50 í bandaríska sendiráðinu i Teheran hafi mistekizt. Jody Powell, blaðafulltrúi Jimmy Carters forseta, las yfirlýsingu þess efnis klukkan 1 aðfaranótt föstudags, að Bandaríkjaforseti hefði ákveðið, að tilraun björgun- arliðs til að bjarga gislunum skyldi hætt, þegar tækjabúnaður liðsins brast. Björgunarliðið var statt í eyði- mörk í íran, þegar horfið var frá tilrauninni. Átta liðsmanna létust við brottflutninginn. Bandaríkja- forseti harmaði dauða þeirra. Hann sagði í ávarpi árla föstu- dagsmorguns, að allir liðsmenn- irnir væru farnir frá íran. Fréttir frá Teheran hermdu hins vegar, að fjöldi liðsmanna væri enn í eyðimörkinni og íranskar þotur leituðu þeirra. í Teheran var einnig sagt, að liðsmennirnir átta hefðu látizt, þegar íranskar flug- vélar hröktu vélar þeirra á flótta. Carter sagði, að íranska stjórn- in hafi ekki vitað um tilraun Bandaríkjanna, fyrr en eftir að horfið hafði verið frá henni. Harold Brown, varnarmálaráð- herra, sagði á blaðamannafundi á föstudag, að undirbúningur fyrir björgunarferð til íran hafi hafizt í nóvember. Hann sagði að ákveðið hefði verið að láta til skarar skríða nú, vegna þess að allar aðrar leiðir virtust vonlausar, og áður en landfræðilegar aðstæður kæmu í veg fyrir björgunarferð. Ákvörðunin var tekin fyrir tveim vikum síðan. Henni var haldið leyndri fyrir bandamönnum Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir að fréttir lækju út. Bilanir Brown sagði, að herskip hafi flutt flugvélar og þyrlur til ferðar- innar í Persaflóa, en þaðan hófst ferðin. 3 af 8 þyrlum af gerðinni RH-53 biluðu á leiðinni til Teher- an. Sú fyrsta lenti í eyðimörkinni og áhöfn hennar var tekin upp í flugvél. önnur sneri við á miðri leið og sú þriðja átti við vandamál að stríða þegar komið var til mótsstaðar í eyðimörkinni. Vél- arnar hittust í eyðimörkinni um 200 mílur frá Teheran til að taka eldsneyti. Þar var hætt við ferð- ina. Ákveðið hafði verið fyrirfram, að hætt skyldi við ferðina, ef færri en 6 þyrlur þyldu hið langa flug til Teheran. Við flugtak rakst þyrla á eina flugvélanna, sem voru af gerðinni C-130, og eldur brauzt út. Atta manns létust og nokkrir særðust. Lík hinna látnu eru enn í íran. Björgunarliðið var skipað 90 mönnum og áhöfn vélanna. Óstaðfestar fréttir herma, að björgunarliðið tilheyri leynilegu herliði, sem er sérstaklega þjálfað til að fást við hryðjuverkamenn. Það á að hafa verið stofnað árið 1978 og halda til í Norður-Karó- línu. Sagt er, að ekkert sé til sparað við að gera það sem bezt úr garði. Tóku 50 fanga Brown sagði, að liðsmenn björg- unarflokksins hafi boðizt til ferð- arinnar og komið úr öllum fjórum deildum hersins. Hann sagði, að ferð 50 íranskra borgara hafi verið hindruð á meðan á tilraun- inni stóð, en um leið og hætt var við hana, var þeim leyft að fara leiðar sinnar. Hann sagði, að íranskur herafli hafi hvergi komið nálægt björgunartilrauninni. Hann vildi ekki segja, hvernig bjarga átti gíslunum. Carter hefur verið gagnrýndur í dag fyrir að hafa ekki haft nein samráð við fjölskyldur gíslanna og að lífi gíslanna hafi verið stofnað í hættu með þessari tilraun. Það hefur mikið verið talað og skrifað undanfarna daga um óánægju innan starfsliðs Carters og meðal leiðtoga þingsins með yfirlýsingar Carters um hugsan- legar hernaðarráðstafanir gegn íran. Starfsmenn hans vilja sumir að frekari þolinmæði verði sýnd. Leiðtogar þingsins hafa minnt Carter á samþykkt öldungaráðsins frá 1973, sem krefst þess, að forseti ráðfæri sig við þingið áður en hann grípur til hernaðarráð- stafana. Áherzla er lögð á það, að tilraun Carters á fimmtudag hafi verið björgunarráðstöfun, en Frank Church, formaður utanrík- isnefndar þingsins, sagði á föstu- dagsmorgun, að hann væri ekki alls kostar ánægður með aðgerðir forsetans. Vilji fyrir aðgerðum Skoðanakannanir, sem the Washington Post gerði dagana 9.—13. apríl sl. sýndu, að þeir væru helmingi fleiri sem vildu að Carter gripi til hernaðaraðgerða gegn íran, jafnvel þótt það gæti stofnað lífi gíslanna í hættu, en þeir sem voru ánægðir með frið- samlegar aðgerðir Carters. Ef dæma má af þessum niðurstöðum É ætti bandaríska þjóðin að vera ánægð með að Carter reyndi þó að bjarga gíslunum með valdi. Fréttaskýrendur í útvarpi og í sjónvarpi virðast ekki vera full- ánægðir með skýringu forsetans og varnarmálaráðherra á hvers vegna tilraunin misheppnaðist og telja eitthvað meira búa undir. En það er engin leið að dæma um það, að svo komnu máli. Frambjóðendur til forseta brugðust misjafnlega við fréttun- um á föstudagsmorgun. Ronald Reagan, frambjóðandi repúblik- ana, hafði ekkert um þær að segja, en George Bush varði aðgerðir forsetans. John Anderson, sem háir sjálfstæða baráttu, gagn- rýndi þær og líkti þeim við misheppnaða innrásartilraun Bandaríkjanna inn í Kúbu árið 1962. Edward Kennedy, keppi- nautur Carters um útnefningu demókrataflokksins, sagði, að hugur manna væri nú hjá gíslun- um og fjölskyldum þeirra. * t* ... 1 mmmm« n - i. Bræðurnir frá Laugar- dælum sigurvegarar í skólaskák Sunnlendinga Hveragerði 23. apríl. UM siðastliðna helgi fór fram skólaskákmót í Hveragerði. Fréttaritari Mbl. bað Erlend Finnboga Magnússon, kenn- ara, að segja frá mótinu, en hann hefur annast skákæf- ingar nemenda skólans hér í Hveragerði í vetur og að sögn foreldra unnið frábært starf í þeirra þágu, sem honum beri mikið þakklæti fyrir. Erlendur sagði svo frá: „Skólaskákmóti Suðurlands lauk með veglegu úrslitamóti er fram fór í félagsheimili Ölfusinga í Hveragerði 19. og 20. apríl. Til leiks mættu 14 keppendur víðs vegar að af Suðurlandi. Úrslit urðu þau, að í yngri flokki sigraði Úlfhéðinn Sigurmundsson, Sel- fossskóla. Annar Karl O. Garð- arsson, Flúðaskóla. Þriðji Ólafur P. Jónsson, Kirkjubæjarklaustri. í eldri flokki sigraði Ingimundur Sigurmundsson, Selfossskóla, annar varð Elías Sveinsson, Hvolsvelli, þriðji Lúðvík Sigur- vinsson, Vestmannaeyjum. Mótsstjóri var skólaskákmeist- ari Suðurlands 1979, Friðrik Vig- fússon, Hveragerði. í vetur hafa 620 sunnlenzkir grunnskólanemendur keppt á 52 skóla- og sýslumótum á vegum skólaskákar Suðurlands og hafa þau mælzt mjög vel fyrir. Tilgang- ur skólaskákar er að veita ungum skákiðkendum jafnt úr dreifbýli sem þéttbýli sem jöfnust tækifæri til skákiðkana, auka kynni þeirra og samskipti með samræmdri fyr- irgreiðslu eldri skákáhugamanna og annarra, sem leggja vilja þessu lið. Það sem eftir hefur verið leitað hafa nú sem hingað til allir verið boðnir og búnir til þess að mótin gætu farið fram með sem mestum myndarskap. Gestgjafar úrslita- mótsins voru Foreldrafélag Hveragerðis og skólahverfis Ölf- ushrepps, en auk þess lögðu hreppsnefnd Hveragerðis og fé- lagsheimili Ölfusinga fram aðstoð og framlög til að gera dvöl hinna ungu skákmeistara þeim og öðrum sem eftirminnilegasta. Sigurvegarar mótsins, bræðurn- ir Ingimundur og Úlfhéðinn Sig- urmundssynir frá Laugardælum, verða fulltrúar Sunnlendinga á landsmóti skólaskákar, sem fram fer á Varmalandi í Borgarfirði 24.-27. apríl næstkomandi." — Sigrún. Skólafólk í Múlasýslum SKÓLASKÁKMÓT Austurlands 1980 var haldið á Reyðarfirði laugardag- inn 19. apríl. Teflt var í eldri (7.-9. bekk) og yngri flokki (1.—6. bekk) og voru keppendur 4 í hvorum flokki. Rétt til þátttöku í mótinu áttu 2 efstu menn í sýslumótum í kjördæm- inu og mættu fulltrúar S- og N-Múla- sýslu til leiks en A-Skaftfellingar voru ekki meðal keppenda. I eldri flokki varð Magnús Stein- þórsson, Egilsstöðum, hlutskarpast- ur með 5 vinn. af 6 mögulegum (tvöföld umferð). Önnur úrslit: 1. Magnús Steinþórsson, vinn. Egilsstöðum, S-Múl. 5 2. Ólafur Sigmarsson, Vopnafirði, N-Múl. 4 3. Þorvaldur Logason, Neskaupstað, S-Múl. 3 í yngri flokki bar Helgi Hansson, Neskaupstað, sigur úr býtum. Hann hlaut 4‘Æ vinn. af 6 mögulegum (tvöföld umferð). Útslit: 1. Helgi Hansson, vinn. Neskaupstað, S-Múl. 4'/í 2. Viðar Ásgeirsson, Borgarfriði eystra, N-Múl. 3'k 3. Aðalsteinn Kristjánsson, Jökulsárhlíð, N-Múl. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.