Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980
17
Birgir ísl. Gunnarsson:
Tvískinnungur
Alþýðuflokksins
henni. Sameiginlega töpuðum
við hinsvegar þeirri lotu. Ríkis-
stjórnarliðið samþykkti út-
svarshækkunina á Alþingi og við
fengum ekki rönd við reist.
Þegar Alþingi hafði til meðferðar fyrir nokkrum
vikum tillögur um hækkun útsvars úr 11% í 12.1%
urðu miklar deilur um það á þingi. Ríkisstjórnin
studdi þessar tillögur, þó að örfáir þingmenn
stjórnarflokkanna hafi setið hjá við endanlega
afgreiðslu.
Þingmenn Alþýðu
flokksins á móti
Þingmenn Alþýðuflokksins
gengu mjög hart fram í andstöðu
við heimildina til útsvarshækk-
unar og þingflokkur sjálfstæð-
ismanna lýsti andstöðu sinni við
þessar tillögur. Umræðurnar um
útsvarshækkunina tengdust að
sjálfsögðu mjög skattaæði ríkis-
stjórnarinnar, sem ekki virðist
sjá aðra lausn á neinum fjár-
hagsvanda en að hækka skatta.
Fellt að hækka
framlag úr
Jöfnunarsjóði
í umræðunum á Alþingi stóð
upp hver Alþýðuflokksþing-
maðurinn á fætur öðrum og lýsti
harðri andstöðu við útsvars-
hækkun. Einn þingmanna Al-
þýðuflokksins, Jóhanna Sigurð-
ardóttir, flutti tilögu þess efnis
að framlag til sveitarfélaga úr
Jöfnunarsjóði yrði hækkað til að
mæta hugsanlegri fjárþörf sveit-
arfélaganna og Pétur Sigurðsson
flutti tillögu sama efnis, en þó
um nokkuð lægra framlag en
tillaga Jóhönnu gerði ráð fyrir.
Þingflokkur sjálfstæðismanna
studdi þessar tillögur, en vegna
andstöðu ríkisstjórnarliðsins
varð fljótlega ljóst, að þær væru
úr sögunni.
Alþýðuflokksmenn
hneykslaðir
Andstaða Alþýðuflokksins við
útsvarshækkun linaðist ekkert
við það. Bæði í umræðum um
það mál svo og fjárlögin gerðu
Alþýðuflokksþingmenn mikinn
hávaða út af þessu máli. Allar
stórhetjurnar eins og Sighvatur
Björgvinsson, Vilmundur Gylfa-
son og Kjartan Jóhannsson lýstu
hneykslun sinni á framferði
ríkisstjórnarflokkanna.
Dæmi um þennan málflutning
er eftirfarandi ræðukafli úr um-
ræðum um fjárlög, en þar sagði
Sighvatur Björgvinsson: „Útsvar
hefur verið hækkað um 10%. Þar
með hafa skattar á landslýð
verið hækkaðir im 5.1 milljarð.
Útsvar er flatur brúttóskattur.
Hann tekur ekki tillit til tekna
fólks. Þessi skattur lendir ekki
síður á lágtekjufólki en öðrum.
Þetta var fyrsti skatturinn".
(Alþbl. 10.4. 80).
Umhyggja fyrir
skattborgurunum
Þetta var vel og drengilega
Þingmenn
Alþýðu-
flokksins
höfðu stór
orð um út-
svarshækkun
á Alþingi.
Töldu hækk-
unina lið i
skattpín-
ingarstefnu
ríkiss'tjórn-
arinnar og
að útsvarið
kæmi sérstak-
lega niður á
iágiauna-
fóiki.
Alþýðuflokkurinn i borgarstjórn
Reykvíkinga. Borgarfulltrúarnir
orðum þingmanna flokksins um
seilast i vasa skattborgaranna.
mælt og bar vott um mikla
umhyggju fyrir skattborgurun-
um. Þannig var afstaða Alþýðu-
flokksins á þingi og við sjálf-
stæðismenn vorum sammála
beitti sér fyrir hækkun útsvars á
reyndust vera á móti öllum stóru
að ekki væri endalaust hægt að
En nú var önnur lota eftir.
Ennþá var hægt að hlífa skatt-
borgurunum við hækkun út-
svara. Tillagan sem samþykkt
var á Alþþingi var heimildar-
ákvæði. Það var lagt í vald
sveitarstjórnanna sjálfra, hvort
þær vildu notfæra sér heimild-
ina til að hækka útsvör úr 11% í
12.1%. í Borgarstjórn Reykja-
víkur kom í ljós, að Alþýðuflokk-
urinn hafði tvær stefnur í þessu
máli.
Með og á móti
Á Alþingi var hann eindregið
á móti útsvarshækkun, en í
borgarstjórn eindregið með
hækkuninni. Á Alþingi töluðu
þingmenn Alþýðuflokksins af
miklum sannfæringarhita um
það, að útsvarshækkunin væri.
hin mesta misvirða og lágtekju-
fólki yrði að hlífa við slíkum
skatti. I Borgarstjórn Reykja-
víkur töluðu borgarfulltrúar Ál-
þýðuflokksins af miklum alvöru-
þunga um það, að Reykvíkingar
yrðu að greiða hærra útsvar, á
því væri full nauðsyn og í þeirri
umræðu gieymdist alveg að tala
um lágtekjufólkið.
Nú sýndum við borgarfulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins fram á
það að enga nauðsyn bar til að
hækka útsvarið. Við fluttum
raunhæfar breytingatillögur við
fjárhagsáætlunina, sem hefðu
gert útsvarshækkun ónauðsyn-
lega, ef þær hefðu verið sam-
þykktar. Borgarfulltrúar Al-
þýðuflokksins snérust gegn þeim
tillögum. Þau Björgvin Guð-
mundsson og Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir töldu það vera allt í lagi
að hækka útsvörin á Reykvík-
inga.
Auðvitað eru það gerðirnar
sem endanlega skipta máli. í
þessu tilviki reyndist andstaða
Alþýðuflokksins við skatta-
hækkunum gasprið eitt. Þegar á
átti að herða gafst flokkurinn
upp og hækkaði skattana.
og málgagnsins Tímans. Leit svo
út, að bæði trúarsetningin „allt er
betra en íhaldið" hefði endanlega
sannast og nýr framsóknaráratug-
ur væri að hefjast.
Úr stjórnarherbúðunum berast
hins vegar nú þær fréttir, að
jafnvel framsóknarmönnum
blöskri óráðsían. Þingflokkur
þe:rra fjallar nú um lánsfjáráætl-
un þá, sem samin hefur verið
undir forystu Ragnars Arnalds
fjármálaráðherra. Ofbýður ýms-
um, hve langt skuli ganga í
erlendum lántökum og varnaðar-
orð um það efni hafa meira að
segja birst í Tímanum. Þá blasir
Ljósm. Mbl. Ól.K.M,
það einnig við framsóknar-
mönnum, að svonefnd niðurtaln-
ingarleið þeirra er fokin út í veður
og vind. „Barátta" ríkisstjórnar-
innar við verðbólguna hefur ein-
kennst af því að auka hraðann á
snúningi hennar og telja hana
upp, ef svo má að orði komast.
Loks er ljóst að lögin, sem kennd
eru við „ókrýndan foringja"
flokksins, svonefnd Ólafslög, sem
voru kóróna sköpunarverks fram-
sóknaráratugsins, hafa verið huns-
uð í öllum meginatriðum: Aðeins
ákvæðin, sem skerða kaupmáttinn
halda gildi sínu. Er óhætt að
fullyrða, að engin ríkisstjórn hafi
jafn skipulega unnið að því að
brjóta niður landslög og núver-
andi stjórn í aðför sinni að
flestum ákvæðum Ólafslaga. Er
nú svo komið, að þeir sem bera
snefil af virðingu fyrir Alþingi
ættu að sjá sóma sinn í því að
leggja fram tillögu á þinginu um
afnám laganna.
Með þetta í huga hljóta fram-
sóknarmenn að þinga núna. Kjós-
endur flokks þeirra eiga siðferði-
legan rétt á skýringu frá mið-
stjórninni á því, hvers vegna störf
ríkisstjórnarinnar ganga nú svo
þvert á stefnu flokksins, sem raun
ber vitni. í því efni dugar ekki, að
Ólafur Jóhannesson sé „sæmilega
ánægður á sinni þóftu" í ríkis-
stjórninni, eins og hann orðaði
það í útvarpi á dögunum. Að vísu
fékkst hann ekki til að lýsa
ánægju sinni yfir ríkisstjórninni
með sterkari orðum, þótt hart
væri að honum sótt í því efni af
spyrlum. Segir það síná sögu.
Ráðlausir
kratar
Ýmsir þingmenn Alþýðuflokks-
ins hafa ritað greinar hér í
Morgunblaðið undanfarnar vikur
til að koma sjónarmiðum sínum á
framfæri við landsmenn, þar sem
þeirra eigið málgagn kemur ein-
ungis út í þeim tilgangi, að
forystugreinar þess séu lesnar í
útvarpinu. Af þessum greinaskrif-
um má ráða, að krötum er mikið
kappsmál að halda þeirri skoðun
að mönnum, að þeir hafi stjórnað
vel í síðustu ríkisstjórn og hrundið
mörgu framfaramálinu í fram-
kvæmd, á meðan þeir voru einir
við stjórnvölinn. í þessu á við hið
fornkveðna, að hverjum þykir sinn
fugl fagur.
Hins vegar minnast þingmenn
Alþýðuflokksins ekki lengur á það,
að þeir voru flestir kosnir á þing í
fyrsta sinn undir kjörorðinu:
Samningana í gildi. Sigldu þeir
þar í samfloti með Alþýðubanda-
laginu í skjóli pólitískra verka-
lýðsrekenda. Og síðsumars 1978
sameinuðust þeir Guðmundur J.
Guðmundsson og Karl Steinar
Guðnason innan Verkamanna-
sambands íslands um þá kröfu, að
Alþýðuflokkurinn hefði ekki sam-
starf við aðra en vinstri flokk-
anna. I stjórnarmyndunartilraun-
unum um síðustu áramót sýndust
kratar aðeins vilja halda sig til
vinstri. Og enn standa þeir saman
innan Verkamannasambandsins
Karl Steinar og Guðmundur J.
I stjórnarandstöðu sinni eru
kratar því ráðlausir. Þeir eru enn í
sömu stöðu og í stjórnarmyndun-
arviðræðunum 1978 og í vetur.
Með því að halla sér að stefnu
Sjálfstæðisflokksins nú í mál-
flutningi ætla þeir að leika sama
leikinn og 1978, þegar þeir slógust
í lið með Alþýðubandalaginu um
að gera kröfuna um samningana í
gildi að kosningamáli. Það er ekki
stórmannlegt að hengja sig þann-
ig aftan í annan og reyna jafnvel
að yfirbjóða hann í málflutningi.
En víða um lönd er þetta einkenni
smáflokka, sem tapað hafa áttum
og eigin grundvelli.
Þau vandræði, sem menn komast
í, þegar þeir haga sér þannig í
stjórnmálum, hafa síðast komið
glögglega fram í „afstöðu" Sjafnar
Sigurbjörnsdóttur til útsvars-
hækkunar í borgarstjórn Reykja-
víkur. Hún greiddi þar atkvæði
með hækkun útsvarsins en ræðst
síðan á ríkisstjórnina og meiri-
hluta Alþingis fyrr að veita sveit-
arstjórnum rýmri heimildir til að
auka álögur á umbjóðendur sína.
Líklega er ekki unnt að komast
lengra í pólitísku ráðleysi.
Pólitísk
léttúð
Þau sannindi eru alkunn, að oft
vaxi menn með embættum sínum
og frama. Margur Alþýðubanda-
lagsmaðurinn hlýtur að efast um,
að þetta eigi við um nýkjörinn
formann þingflokks Alþýðubanda-
lagsins, Ólaf Ragnar Grímsson.
Hvert málið rekur annað, þar sem
hann kemur þannig fram fyrir
flokksins hönd, að vafi leikur á,
hvort honum sé alvara eða stjórn-
ist af pólitískri léttúð. Hátíðleiki
mannsins gefur síður en svo til
kynna, að hann sé bæði að skopast
að sjálfum sér og þeim málstað,
sem hann kynnir.
Hvað sem því líður hefur honum
tekist að gera eitt helsta baráttu-
mál flokks síns, svonefnt her-
stöðvamál, að aðhlátursefni. Er
langt síðan staðið hefur verið jafn
illa að kynningu máls bæði að því
er varðar efni og aðferð og raun
varð á, þegar Ólafur Ragnar efndi
til uppákomunnar í veislu Alþing-
is fyrir bandaríska þingmenn á
leið til Oslo. Ekki er eftirleikurinn
betri, því hvort tveggja er eins-
dæmi, að alþingismaður hafi skot-
ið sér á bak við erlendan sendi-
herra til að verja gerðir sínar og
síðan setið uppi með yfirlýsingu
frá sendiherranum þess efnis, að
ekki sé rétt eftir honum haft.
í höndum Ólafs Ragnars Gríms-
sonar sýnist Jan Mayen-málið á
sömu leið. Norsk blöð hafa eftir
honum, að verði Keflavíkurstöðin
flutt til Jan Mayen sé hann
reiðubúinn til að viðurkenna
norsk yfirráð á eyjunni. í slíkri
yfirlýsingu felst tvennt: Ólafi
Ragnari er alveg sama um hags-
muni Islendinga gagnvart Jan
Mayen í hafinu og á landgrunninu.
Hann er haldinn sömu blindu og
skoðanabræður hans, að íslend-
ingar hafi gert varnarsamninginn
við Bandaríkin fyrir aðra en sjálfa
sig. Hugsun hans byggist á þeirri
rökvillu, að varnarliðið sé einung-
is hér til að verja önnur ríki en
Island. Næði stefna hans fram
myndu íslendingar bæði verða af
því, sem þeir krefjast gagnvart
Norðmönnum umhverfis Jan May-
en, og einnig sitja uppi varnar-
lausir.