Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980
19
Svölukaffi
í Súlna-
salnum
1. maí
EINS og undanfarin ár efna
Svölurnar. íélag fyrrverandi og
núverandi flugfreyja. til kaffi
sölu i Súlnasal Hótels Sögu 1.
maí. Er þetta gert til að efla
fjárhag félagsins, sem hefur það
aðalmarkmið að vinna að velferð
þeirra, sem minna mega sín í
þjóðf élaginu. Á þessu starfsári
veitti félagið þremur kennurum
þroskaheftra barna styrki til
framhaldsnáms, samtals að upp-
hæð 1,2 milljónir króna, en á
næsta starfsári er ætlunin að
veita í sama skyni 2,5 milljónir.
Auk þess verða á næstunni veitt-
ar 2 milljónir króna í kennslu-
gagnamiðstöð fyrir sérkennslu
Oskjuhliðarskóla.
Auk kaffisölunnar í Súlnasaln-
um á fimmtudaginn fer fram
tízkusýning á fatnaði frá verzlun-
unum Urði og Lótus, og að vanda
verður skyndihappdrætti.
Súlnasalurinn verður opnaður
kl. 14 fimmtudaginn 1. maí, og
Um leið og kaffisalan fer fram
verður tízkusýning þar sem sýnd
verða föt frá verzlununum Urði
og Lótus, en mynd þessi var tekin
af Bylgju Tryggvadóttur á
tizkusýningunni i fyrra.
verða þar á boðstólum heimabak-
aðar kökur og smurt brauð.
Formaður Svalanna er Edda
Gísladóttir Laxdal, en í stjórninni
eru einnig Erla Ólafsdóttir, Sig-
rún Sigurðardóttir, Ragnhildur
Björnsson og Sólveig Hannam.
Formaður fjáröflunarnefndar er
Ragna Þorsteins.
Norðmenn gefa rit
Kirkju- og kennslumála-
ráðuneytið norska hefur sent
Örnefnastofnun Þjóminja-
safns að gjöf tvö stór, norsk
ritverk: hið fágæta og afar
verðmæta norska fornbréfa-
safn, Diplomatarium Norveg-
icum, samtals 21 bindi, og 13
bindi, sem komin eru út af
ritverkinu Bygd og by i Norge.
Rit þessi eru mikilvæg hjálp-
argögn við rannsókn íslenzkra
og norskra örnefna.
(Frá Örnefnastofnun Þjóð-
minjasafns).
Ný umbrotahrina á
Kröflusvæði í maí?
LAND hefur risið á
Kröflusvæðinu síðan um-
brotunum þar lauk í síð-
asta mánuði. Landrisið var
mjög hratt fyrstu dagana
eftir umbrotin, en síðan
hefur dregið úr risinu eins
og venja er til. Jarðvís-
indamenn búast við að
land hafi náð sömu hæð og
fyrir síðustu umbrot fyrir
miðjan maí.
Axel Björnsson jarðeðlis-
fræðingur sagði í gær, að
hið hraða landris mætti
túlka sem aukið innrennsli
kviku í kvikuhólfið. Það
sýndi að á þessu svæði væri
óróa alls ekki lokið, en
spurningin væri sem áður í
hvaða myndumbrotin yrðu.
STALHE
SINDRA
Fyrirliggjandi i birgðastöö
Bitajárn
Allar algengar stæröir
U.N.P. H.E.B. I.P.E.
LJ H I
Borgartúni31 sími27222
Hamlyn-bók
. fylai?
hamináiuóskunum!
J^rchiteáu
Dricd
U ÍONK MMUIS
ÍBKB.1IS1B
^RINES S? Colourful
1fci «ai*&**V
r M\m w
Companíon
P OME.
M MMIWNCl
L Tra\ellers vOQi
teæuKí Handbock
lAMltSW
n Oix:
WNMM ,
Látió
Hamlyn-bók
fylgja
hamingjuóskunum!
Myndin sýnir aðeins örlítið brot af hinum
sívinsælu gjafabókum frá Hamlyn útgáf-
unni.
Hamlyn bækurnar fást í úrvali hjá eftir-
töldum bóksölum:
Bókabúð Máls og Menningar.
Bókaverzlun Snæbjarnar.
Bókaverzlun Andrésar Níelssonar,
Akranesi.
Bókaverzlun Jónasar Tómassonar,
fsafirði.
Bókaverzlun Jónasar Jóhannssonar,
Akureyri.
Bókaverzlun Þórarins Stefánssonar,
Húsavík.
Bókaverzlun Höskuldar Stefánssonar,
Neskaúpstað.
Bókabúðin Heiðarvegi 9,
Vestmannaeyjum.
Bókabúð Keflavíkur. Tjarnargötu,
Hamlyn umboðið
Hafnarstræti 4 Reykjavík S:14281.