Morgunblaðið - 27.04.1980, Page 20

Morgunblaðið - 27.04.1980, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1980 Barátta Edwards M. Kennedys öldung- ardeildarþingmanns frá Massachusetts fyrir aö ná útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins viö forsetakosn- ingarnar síöar á þessu ári, hefur ekki gengiö eins vel og flestir bjuggust viö. Eftir marga ósigra hans í forkosningum fyrir Jimmy Carter forseta, velta nú margir þeirri spurningu fyrir sér, hvers vegna Kennedy haldi enn áfram og láti engan bilbug á sér finna. Hvers vegna hann viöurkenni ekki sigur Carters og dragi sig í hlé. Af hverju heldur hann baráttunni áfram? Margar ástæður Um það leyti er Kennedy til- kynnti framboð sitt á sínum tíma, bar skoðanakönnunum saman um að hann nyti mun meira fylgis en Carter forseti. Jafnframt bentu skoðanakannanir til þess að hann myndi sigra hvaða forsetaefni Repúblikanaflokksins sem væri, ojí þar með mátti heita örujjgt að þessi síðasti eftirlifandi Kennedy- bróðir yrði næsti forseti hinna voldugu Bandaríkja Norður- Ameríku. Nú horfir þessu öðru vísi við, oj; lijíjya til þess marjjar • ástæður. í fyrsta laj;i má nefna töku bandaríska sendiráðsins í Teheran í Iran, sem orðið hefur til þess að þjappa bandarísku þjóðinni að baki forseta sínum, jafnvel þótt hann hafi ekki sýnt nein sérstök tilþrif í þeirri deilu, og hefur raunar ekki aðstöðu til þess. En sendiráðstakan sameinaði þjóð- ina, oj; marj;ir vilja líkja j;agnrýni á forsetann á þessum tímum við föðurlandssvik. Þetta hefur veikt framboð Kennedys. I öðru laj;i má nefna, að eftir að Kennedy tilkynnti framboð sitt, hefur einkalíf hans oj; persónu- leiki mjöj; verið á milli tannanna á fólki, en þar þykir ekki allt með felldu. Eiginkona hans hefur átt við áfenj;isvandamál að stríða, hann hefur fenj;ið orð á sij; fyrir mikla kvensemi, kjósendur minn- ast enn bílslyssins við Chappa- quiddick, oj; drej;ið hefur verið fram í daj;sljósið, að hann svindl- aði á spönskuprófi á menntaskóla- árum sínum. Allt hefur þetta valdið því að marjýr kjósendur velta því nú fyrir sér hvort Kennedy sé nægilej;a traustur persónuleiki til að axla þá miklu ábyrgð og þau miklu völd sem fyljya embætti forseta Bandaríkj- anna. í þriðja lagi má nefna, að Kennedy þótti í upphafi kosn- ingabaráttu sinnar ekki koma nægilega vel fyrir í sjónvarpi og á kosningafundum. Svör hans voru óskýr, og ræður hans kraftlitlar. Mörg önnur atriði mætti nefna, svo sem að mörgum finnst nóg komið af veldi og velgengni Kennedyættarinnar, ekki eru allt- af skýr mörk milli stefnu Kenne- dys og Carters, Kennedy þ.vkir of frjálslyndur í skoðunum, hann er sakaður um einangrunarstefnu i utanríkismáium og svo mætti lengi telja. Farsæll þing- maður í 17 ár Kennedy og stuðningsmenn hans hafa reynt að hrekja fram- angreindar fullyrðingar. Þeir benda á, að þeir kjósendur sem þekki hann best, og hafi kjörið hann til setu í Öldungadeild Bandaríkjaþings í 17 ár, það er íbuar Massachusetts, treysti hon- um fullkomlega. Þeir hafa end- urkjörið hann þrátt fyrir erfitt hjónaband hans og hið umdeilda bílslys sem fyrr er vikið að. Og í Massachusetts sigraði Kennedy Carter með yfirburðum í próf- kosningurh fyrr á þessu ári. Eðli- legast væri að aðrir Bandaríkja- menn treystu Kennedy fyrst íbúar heimaríkis hans gera það svo skilyrðislaust seja'a stuðnings- menn frambjóðandans. í bókinni Senator Ted Kennedy, sem kom út árið 1976, segir höfundurinn, Theo Lippman jr. svo um hið margumtalaða bílslys: „Það sem gerðist á nokkrum klukkustundum í lífi Kennedys á Chappaqiddickeyju skiptir vissu- lega máli þegar við metum per- sónu hans, og hugsanlega skiptir það máli þegar við reynum að geta okkur til um hvers konar forseti hann muni verða. En ég er hins vegar þeirrar skoðunar, að það sem gerst hefur á þúsundum klukkustunda í öldungadeildinni og á fundum hennar, skipti meira máli þegar við vegum og metum Edward Kennedy." Þessi skoðun Lippmans er at- hyglisverð, og á þessi sjónarmið hafa stuðningsmenn Kennedys reynt að leggja mikla áherslu. Þeir benda á að Kennedy hafi dward ennedy staðið vörð um hagsmuni banda- rískra kjósenda í 17 ár sem öldungadeildarþingmaður, og nú sé það þeirra að standa vörð um hann og hugsjónir hans er hann vill verða forseti Bandaríkjanna. — Og þessi áróður virðist vera að skila sér, ef marka má sigra Kennedys í New York, Connecti- cut, Arizona og nú síðast í Penn- sylvaníu. Tæplega hafa kjósendur þeir er fylktu sér um Kennedy þúsundum saman verið að kjósa mann sem þeir ekki treystu. Stefna Kennedys Edward Kennedy sækir stuðn- ing sinn til margra þjóðfélagshópa í Bandaríkjunum, og margir þeir sem styðja hann hvað dyggilegast eru þeir sem studdu John F. Kennedy og síðar Robert F. Kennedy. Meðal þessara hópa eru blökkumenn, Gyðingar, fólk af írsku bergi brotið, fólk af spönsk- um uppruna, kaþólikkar, verka- menn og hinir lægst launuðu. Og samband sitt við þessa hópa hefur Kennedy alla tíð ræktað af mikilli kostgæfni. Hann lætur mjög til sín taka málefni blökkumanna og annarra þeirra sem minna mega sín í hinu harðsnúna bandaríska þjóðfélagi. Hann hefur haft for- ystu um aukin réttindi kvenna, um aðstoð við innflytjendur, við fatl- aða, við aldraða og sjúka hefur hann jafnan rætt og hann hefur flutt mál þeirra á hinum æðstu stöðum. Þótt það kunni að virðast mótsagnakennt, þá er það samt svo, að milljónaerfinginn frá Massachusetts, er sá maður sem margir hinna smæstu í Bandaríkj: unum binda mestar vonir við. I Kennedy eygja þeir von um betri tíma og bætta afkomu. Þannig stendur til dæmis á því að indíán- ar í Arizona fylktu sér nánast óskipt um hann í kosningu milli þeirra Carters fyrir skömmu. Ræðumaðurinn Kennedy Einn helsti styrkur Edwards Kennedys sem stjórnmálamanns, hefur legið í glæsilegu útliti, skörulegri framkomu og mikilli ræðusnilld, auk þeirra stefnumála er hann hefur látið til sín taka og fyrr er getið. Sagt hefur verið, að Kennedy gæti látið þúsundir hylla sig er hann læsi upp úr símaskrá á útifundi, á meðan Carter fengi aðeins kurteislegt klapp fyrir frábæra ræðu.Þetta gefur nokkra hugmynd um hvernig ræðumaður Kennedy er. En hann sýndi þessa hæfileika sína ekki í upphafi kosningabar- áttunnar. Hann var oft hikandi og óskýr í máli, og hann virtist oft vera utan við sig eins og hann hefði ekki trú á því sem hann var að gera. En þetta átti eftir að breytast, og í kosningabaráttunni í New York og Connecticut kom hann loks fram sem sú stjarna sem búist hafði verið við að hann væri. Nú er mikill kraftur í Kennedy og stuðningsmönnum hans á nýj- an leik, og kjósendur flykkjast tugþúsundum saman á fundi hans víðs vegar um Bandaríkin. Hann heldur tugi funda á dag, og tekur í höndina á þúsundum kjósenda daglega. Þrátt fyrir að hann líði oft hinar verstu kvalir í baki vegna flugslyss er hann lenti í fyrir mörgum árum, er þrek hans hreint ótrúlegt, segja blaðamenn sem fylgt hafa honum á kosninga- ferðalögum hans síðustu vikurnar. Rétt er að hafa það í huga, þegar rætt er um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum, að hún er veru- lega frábrugðin því sem við Islendingar eigum að venjast. Frambjóðendur eru á þeytingi um allt landið í marga mánuði, og reyna að komast í samband við eins marga kjósendur og mögulegt er. Fundirnir eru hins vegar ekki langir, frambjóðandinn kemur, talar í örstutta stund, tekur í hendur kjósenda, og fer síðan á næsta stað. Fundirnir ganga oft þanriig fyrir sig, að mannfjöldinn safnast saman á fyrirhuguðum fundarstað, til dæmis á íþrótta- völlum eða í almenningsgörðum, og bíður þess að frambjóðandinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.