Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRIL 1980 23 Breytingartillögur Alþýðuflokksins: Skattstigar: 15% af fyrstu 2,5 milljónunum 30% af næstu 3,5 milljónum 50% af 6 milljónum og yfir Persónuafsláttur: 400.000 krónur Barnabætur: 140.000 meö 1. barni 215.000 meö ööru barni og fleirum 55.000 barnabótaviðauki með börnum undir 7 ára Barnabætur einstæöra foreldra 270.000 Áhrif: 35 milljaröa tekjur fyrir ríkissjóð, miöaö viö 47% tekjuaukningu milli áranna 1978 og 1979, sem þá þýöir 33 milljarða miðað viö 45% tekjuaukningu, eins og reiknað er meö í breytingartillögum stjórnar- liðsins og fyrstu breytingartillögum sjálfstæö- ismanna. Breytingartillögur sjálfstæðismanna fyrir 3ju umræðu: Skattstigar: 20% af fyrstu 2,5 milljónunum 30% af næstu 3 milljónum 40% af 5,5 milljónum og yfir Persónuafsláttur: 525.000 krónur (óbreytt) Barnabætur: 150.000 meö 1. barni 215.000 meö ööru barni og fleirum 280.000 með hverju barni einstæðra foreldra 65.000 barnabótaviðauki meö börnum undir 7 ára (breyting: einstæöir foreldrar fá líka barna- bótaviöauka). Áhrif: 13—14 milljarða lækkun frá tillögum ríkis- stjórnarinnar. Sjálfstæöismenn reiöubúnir til aö standa að 10% skyldusparnaði á tekjur yfir 7 milljónir króna, sem kæmi í staö 50% skattþreps hinna og lækkaöi fjárþörf ríkissjóðs vegna skattstiga sjálf- stæöismanna um 3 milljarða króna. Breytingartillögur Ragnars Arnalds fyrir 3ju umræðu: Skattstigar (óbreyttir frá samþykkt eftir 2. umræöu): 25% af fyrstu 3 milljónunum 35% af næstu 4 milljónum 50% af 7 milljónum og yfir Lágmarksfrádráttur einstaklinga skal vera 550.000 Persónuafsláttur: 505.000 krónur Barnabætur: 150.000 meö 1. barni 215.000 meö ööru barni og fleirum 280.000 meö hverju barni einstæöra foreldra 65.000 barnabótaviðauki meö börnum undir 7 ára (breyting: einstæðir foreldrar fá líka barna- bótaviöauka). Áhrif: Heildartekjur ríkissjóös nær óbreyttar frá breytingartillögum stjórnarliösins, þar sem lækkun persónuafsláttar gefur ríkissjóöi 2,6 milljaröa í tekjuauka á móti 2,7 milljaröa kostnaöi vegna hækkunar lágmarksfrádráttar og breytinga á barna- bótum einstæðra foreldra. Guómundur J. Guðmundsson þyng- ist stöóugt í taumi Alþýðubanda- lagsmanna í skattamálum. „Það á eftir að sjást og sýna sig,“ segir hann um sameiningu sína á kröfum Verkamannasambandsins um skattalækkanir og þingmannskröf- um um skattahækkanir. Halldór Blöndal felldi sig ekki við niðurstöðu þingflokks sjálfstæð- ismanna um tekjuskattsstiga og boðaði breytingartillögu í neðri deild. Stöðugar frestanir málsins dugðu svo sjálfstæðismönnum til að koma sér niður á einn skattstiga. milljarða í stað 46 milljarða, sem ríkisstjórnin vilji fá. Fjármálaráðherra lýsti því strax yfir að hann væri ekki hlynntur frekara hringli með skattstigann, heldur yrði vandi framangreindra hópa leystur með öðrum hætti. Sjálfstæðismenn settust á rökstóla og föstudaginn 18. apríl komu fulltrúar þing- manna í stjórn verkalýðsmálaráðs Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa flokksins í fjárhags- og viðskipta- nefnd éfri deildar sér niður á tillögur að nýjum skattstiga, sem fól í sér 20, 30 og 40% skatt og var 40% markið sett við 5 milljónir króna. Sl. mánudag, 21. apríl, hafði fjármálaráðherra fundið sína lausn á málinu, sem fólst í 550 þúsund króna lágmarksfrádrætti fyrir einhleypinga og einstæð for- eldri, lækkun á persónuafslætti og breytingum á barnabótum ein- stæðra foreldra. Lækkun persónu- afsláttarins er talin gefa ríkissjóði 2,6 milljarða króna í tekjuauka, en hins vegar kostar hækkun lág- marksfrádráttarins og breyt- ingarnar gagnvart einstæðum for- eldrum tæpa 2,7 milljarða, þannig að fjármálaráðherra bætir sér skattalækkun einhleypinganna með skattahækkunum á hjónum. Þennan sama dag gekk svo þing- flokkur sjálfstæðismanna frá nýj- um tillögum að tekjuskattstiga með þeim breytingum, að 40% markið var sett við 5,5 milljónir. Sjálfstæðismenn héldu persónu- afslættinum óbreyttum en tóku upp breytingar fjármálaráðherra á barnabótum. Sjálfstæðismenn sögðu sinn nýja skattstiga þýða 13—14 millj- arða króna skattalækkun frá því sem ríkisstjórnin ráðgerði, en sögðust reiðubúnir, ef aðrir vildu fallast á tekjuskattstiga þeirra, til að standa að afgreiðslu á 10% skyldusparnaði á tekjur yfir 7 milljónir króna, sem kæmi þá í stað 50% skattþreps hinna flokk- anna. Þessi skyldusparnaður myndi lækka fjárþörf ríkisins vegna skattstiga sjálfstæð- ismanna úr 13 til 14 í 10 til 11 milljarða, sem mætt yrði með niðurskurði. Þegar hér er komið sögu voru allir aðilar í raun búnir til 3ju || umræðu um málið, útvarpsum- ræðunnar. Stjórnarliðar lögðu áherzlu á að hún yrði sem fyrst og nefndu til sl. miðvikudag, síðasta vetrardag. Stjórnarandstæðingum leizt hins vegar ekkert á þann dag. Síðdegið, sem til greina kom, töldu þeir ekki vænlegt til þess að mál þeirra næði hlustum landsmanna || og allir voru stjórnmálamennirnir sammála um, að útvarpsumræður frá Alþingi væru ekki heppilegt útvarpsefni að kvöldi síðasta vetr- ardags. Stjórnarliðar vildu þá að umræðan færi fram á föstudag, 25. apríl, en föstudagar eru ekki reglulegir þingdagar og voru þing- Ijj menn því búnir að líta hýru auga til þess að eiga þar frídag eftir sumardaginn fyrsta. Stjórnarliðar voru harðir á )jj föstudeginum, en sættust svo á, að jj útvarpsumræðunni yrði frestað til S mánudagsins 28. apríl gegn loforð- um stjórnarandstöðunnar um að sá frestur yrði ekki til að tefja |j afgreiðslu málsins og stefnt yrði að því að neðri deild afgreiddi það ■ á miðvikudag. Þegar þetta er skrifað, síðdegis || á föstudag, stefnir því í útvarps- umræður um skattamálin á mánu- dagskvöldið. — fj r ^ v , - UNGIR lEfn ALDNIR ERU (TiEÐ FORD mU/TANG ACCENT í mAÍ PEUGEOT 305 í OKTÓDER íslensk skemmtisnekkja meö öllum búnaöi til úthafssiglinga, aö verömæti um 18,2 milljónir. Dregin út í ágúst. 100 bílavinningar á 2 og 3 milljónir hver, þar af tveir valdir bílar: Ford Mustang í maí. Peugeot 305 í október. Auk þess glæsilegur sumarbústaöur, 10 íbúöavinningar á 10 milljónir og 35 milljónir, 300 utanferöir á 500 þúsund og ótal húsbúnaöarvinn- ingar. Sala á lausum miöum og endurnýjun ársmiöa og flokksmiöa stendur yfir. Dregiö í 1. flokki 6. maí. miÐI ER mÖGULEIKI Dúum ÖLDRUÐUm ÁHYGGJULAU/T ÆVIKVÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.