Morgunblaðið - 27.04.1980, Qupperneq 32
r
Síminn á afgreiðslunni er
83033
SUNNUDAGUR 27. APRfL 1980
PIERPOHT
OUARTZ — úr
Þessi heimsþekktu úr
fást hjá flestum úr-
smiðum.
Ljósm.: Rax.
Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins:
Hljótum að stefna að fullverð-
tryggðum lánum sem fyrst
Samningamál flug-
manna í strand:
FÍ A telur
kjarasamninga
brotna og neitar
viðræðum
FÉLAG ísl. atvinnufluKmanna hef-
ur ákveðið að taka ekki þátt i
samnindaviðræðum við F'luslciði
þar sem félajíið telur að kjarasamn-
im;ar. sem nú er unnið eftir, séu
ekki haldnir. A síðasta samninKa-
fundi. er var á föstudag, lýstu
fulltrúar FÍA því yfir að þar sem
kjarasamninjíurinn væri ekki hald-
inn sæi félaxið ekki ástæðu til að
taka þátt í viðra*ðum um nýja
kjarasamninga.
Að sögn Gunnars G. Schram hafa
verið fundir í vikunni og taldi hann
nokkuð hafa þokað nær markinu, en
2 undirnefndir starfa og fjallar
önnur um sameiningu starfsaldurs-
lista flugmannafélaganna og hin um
kjarasamningana sjálfa. Nýr fundur
er boðaður á morgun, en fulltrúar
FÍA munu ekki taka þátt í honum.
Þau atriði er FÍA menn telja að
brotin séu eru varðandi greiðslur í
sjúkratryggingasjóð, einkennisföt og
útreikning áhafnarþarfar, en Flug-
leiðir segja hér um túlkunaratriði að
ræða.
Um atvinnuástand flugmanna
hafa fulltrúar Loftleiðaflugmanna
upplýst Mbl. að það sé sæmilegt hjá
þeim í svipinn, endurráðnir hafi
verið þeir 9 flugmenn er sagt var upp
og útlit fyrir næg verkefni. Fjórir
flugmenn FÍA af 9 er sagt var upp,
hafa ekki verið endurráðnir og mun
nokkur urgur í FIA mönnum m.a.
vegna þess að senn bætist í flugflota
Flugleiða ný Boeing 727 flugvél og
eldri vél af þeirri gerð ekki enn seld.
Telja þeir útlit fyrir að sú vél standi
verkefnalítil í sumar, en þota Arnar-
flugs ásamt áhöfn verði fengin til að
annast ákveðinn hluta áætlunarflugs
Flugleiða. Telja þeir eðlilegra a.m.k.
meðan eldri Boeing vélin er ekki seld,
að þeir annist allt flug Flugleiða, en
ekki verði leigð Arnarflugsvélin.
„MÉR sýnast ýmis hættumerki á
lofti hjá okkur. Staða bankanna
versnaði mjög i þessum mánuði,
það var mikið fjárútstreymi og
það stefnir í erfiðleika með við-
skiptajöfnuðinn við útlönd. það
er mikil gjaldeyrisnotkun. Þensl-
an er þvi mikil. Fiskaflinn hefur
verið mikill, sem út af fyrir sig er
ánægjulegt, en lítið sem ekkert af
þeim viðbótartckjum hefur skilað
sér í sparnaði. Ég tel því, að við
hljótum að stefna að fullverð-
tryggðum sparireikningum sem
fyrst og það nær þá auðvitað til
útlána líka," sagði Steingrímur
Hermannsson formaður Fram-
sóknarfiokksins í samtali við
Mbl. í gær.
Steingrímur sagði Ijóst, að
fyrsta markmið niðurtalningar
ríkisstjórnarinnar næðist ekki,
þar sem nauðsynlegar verðlags-
leiðréttingar áður en til niðurtaln-
ingarinnar kemur stefndu í 4%
hækkun á vísitölu, en gert hefði
verið ráð fyrir 2% hækkun þeirra
vegna og niðurtalningamarkið við
mánaðamót maí/júní sett á 8%.
Þannig stefndi í 12% vísitölu-
hækkun 1. júní í stað 10%, sem
ríkisstjórnin hefði reiknað með.
„Við verðum því að standa fastar
á bremsunni í framtíðinni og
reyna að tryggja með öllum ráðum
að það markmið ríkisstjórnarinn-
ar náist, að verðbólgan á árs-
grundvelli verði svipuð hér og í
helztu viðskiptalöndum okkar
1982,“ sagði Steingrímur.
Kvaðst Steingrímur hafa lagt
fram tillögu í ríkisstjórninni um
að aðilar hennar settu saman
nefnd til að gera tillögur um betri
samræmingu opinberra aðgerða í
efnahagsmálum.
Fjörur gengn-
ar og leitað
úr lofti
FJÖRUR á Suðurlandi milli Hólsár
í Vestur-Landeyjum og Dyrhólaeyj-
ar voru gengnar í gær og leitað
reks úr vélbátnum Jökultindi er
fórst siðdegis sl. miðvikudag. Þá
flaug flugvél Landhelgisgæzlunn-
ar yfir strandlengjuna og Vest-
mannaeyjar.
Félagar úr Björgunarfélaginu í
Vestmannaeyjum ætluðu í gærdag
að halda að þeim stað sem talið er
að lóðað hafi verið á Jökultind á um
50 metra dýpi skammt norðvestur af
Vestmannaeyjum. Átti þá að kanna
staðinn og flakið. Auk björgunar-
sveitarmanna sem gengu fjörur í
gær hafa bændur verið beðnir að
fylgjast með ströndinni ef eitthvað
kynni að reka hjá þeim síðar.
Mun mikilvægara
en Jan Mayenmálið
segir Matthías Bjarnason um fiskveiðar og fiskverndunarmál við Grænland
„ÉG HEF fyrir löngu
látið hafa það eftir mér,
að það ætti fyrir löngu að
vera búið að taka upp
viðræður við Dani og
Efnahagshandalagið um
veiðiréttindi og fisk-
verndunarmál á miðlín-
unni við Grænland,“
sagði Matthías Bjarna-
son alþingismaður í sam-
tali við blaðamann Morg-
unblaðsins í gær. Kvaðst
Matthías vera þeirrar
skoðunar, að hér væri á
ferðinni mun meira hags-
munamál fyrir íslend-
inga heldur en um væri
að ræða við Jan Mayen,
án þess að hann vildi á
nokkurn hátt gera lítið
úr mikilvægi samninga
við Norðmenn um það
svæði.
„I lok viðræðnanna við
Efnahagsbandalagið á sínum
tíma settum við fram tillögu
eða grundvöll að fiskvernd-
unarsamningi,“ sagði Matt-
hías ennfremur, „en ekki
varð af viðræðum um hann
vegna þess að á þeim tíma
hafði bandalagið ekki áhuga
á öðru en fiskveiðiheimildum
sér til handa. En á grundvelli
þess sem þá var lagt fram
hefðum við fyrir löngu átt að
vera búnir að hefja viðræður.
Þó Jan Mayen sé mikilvægt
mál fyrir okkur, þá eru þessi
mál sjálfstæð og aðgreind, og
sé útfærsla Dana fyrir norð-
an 67. gráðu höfð í huga, er
augljóst að í reynd skiptir
það mál okkur miklu meira
máli en Jan Mayenmálið.
Þarna eru sameiginlegir
fiskstofnar, loðnuveiðin gæti
öll orðið handan Grænlands-
línunnar síðla sumars, á
haustin og fram á vetur,
rækjumið eru þarna, karfa-
mið, þorskurinn gengur á
milli Islands og Grænlands,
kolmunnaveiði er þarna mik-
ilvæg og fleira mætti nefna.
Því er ekki hægt að bíða öllu
lengur að mínum dómi. Óska
verður viðræðna við Dani og
Efnahagsbandalagið um
þessi mál, svo nauðsynlegt
sem okkur er að farsælt
samkomulag takist um þau,“
sagði Matthías að lokum.