Morgunblaðið - 04.05.1980, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.05.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ1980 3 Manuela og Helga slógu í gegn ... EgilsstöAum. 2 mai. MANUELA Wiesler og Helga Ingóifsdóttir héldu tónleika i Egilsstaðakirkju 1. maí á vegum Tónlistarfélagsins á staðnum og léku þær verk fyrir sembal og flautu. Þeim stöllunum var ákaf- lega vel fagnað enda leikur þeirra frábær. Tónleikana sóttu rúmlega 190 manns. Formaður Tónlistarfélagsins er Guðrún Þorbjarnardóttir á Egilsstöðum. Myndin var tekin á Egils- staðaflugvelli þegar Helga og Manuela komu hingað og sjást þær ásamt formanni Tón- listarfélagsins. — Jóhann. Erindi um sund fiska DR. CLEMENT Shreen Wardle frá Aberdeen í Skot- landi mun flytja fyrirlestur um sund fiska mánudaginn 5. maí kl. 16.00 að Grensásvegi 12. Fyrirlesturinn verður flutt- ur á ensku og nefnist: „The Physiology of Fish Swim- ming“. Hann er haldinn í boði rannsóknastofa í lífverkfræði og lífeðlisfræði og er öllum opinn. JNNLENT Sovéskir kvikmynda- dagar í Rvík M.Í.R. gengst fyrir sovéskum kvikmyndadögum í Reykjavík dagana 5.-9. maí n.k. Sýndar verða f jórar sov- éskar kvikmyndir, sýn- ingarnar fara fram í Laugar- ásbíói. Myndirnar eru „Traust," „Sónata á vatninu", „Stjúp- móðir Samanischvili" og „Og hér ríkir kyrrð og friður". Við opnun kvikmyndavik- unnar verða viðstaddir tveir fulltrúar frá Sovétríkjunum, Þeir Gunar Tsilinsky og N. Orlov. Kvikmyndin Traust verður sýnd mánudaginn 5. maí, S6n- ata í vatninu 7. maí, Stjúp- móðir Saminschvili 8. maí. Og hér ríkir kyrrð og friður 9. maí. Nauðsynlegt að flytja alla vöruafgreiðslu í Sundahöf n — sagði Halldór H. Jónsson stjórnarformaður Eimskips á aðalfundi félagsins HALLDÓR H. Jónsson stjórnarformaður Eim- skipafélags Islands sagði m.a. í ræðu sinni á aðal- fundi félagsins á föstudag- inn, að með miklum fyrir- huguðum breytingum á skipastól félagsins á næstu árum, myndi þörfin fyrir aukið athafnarými á og upp af hafnarbakka aukast mjög mikið. Þessar breytingar hefðu það í för með sér að sú hafnarað- staða sem félagið býr við nú verður mjög óhag- kvæm, en félagið hefur nú fimm til sex viðlegur í Reykjavíkurhöfn, með tíu vöruafgreiðslum í gömlu höfninni og í Sundahöfn. Halldór sagði að til þess að aðstaða félagsins yrði viðun- andi í framtiðinni þyrfti hún öll að flytjast í Sundahöfn og nefndi hann í því sambandi vilyrði hafnarstjórnar Reykjavíkur og borgarstjórn- ar Reykjavíkur frá árinu 1975 til félagsins um viðbótar- landrými í Sundahöfn við Kleppsbakka. Halldór sagði að enn hefði ekki fengist samningur við borgaryfirvöld um þessa aðstöðu, en þegar hann fengist og aðstaðan kæmist í gagnið myndi skap- ast viðunandi aðstaða í Reykjavík til fyrirsjáanlegrar næstu framtíðar. í sambandi við þessar við- ræður við hafnaryfirvöld sagði Halldór að rætt hefði verið um, að Eimskipafélagið flytti úr gömlu höfninni í tveimur áföngum. 25. maí - örfá sæti laus. 14. júní - uppselt. 28. júní - fá sæti laus. 5. júlí - uppselt í 3 vikur. I2„ 19., 26. júlí - laus sæti. 2. og 9. ágúst - biðlisti. 16., 23., 30., ágúst nokkur sæti laus. / 8. og 29. maí - uppselt. í 5. júní - uppselt í 3 vikur. 19. júní - laus sæti. 26. júní - uppselt. 10., 17., 31., júlí-fá sæti laus. 7. ágúst — uppselt í 3 vikur. 121. og 28. ágúst - örfá sæti i i laus / \ 11. og 18. september M \ - uppselt. M L \ 2. október - \ V laussæti.^X / 31. maí - örfá sæti laus. 21., 28. júní - sæti laus. 5., 12., 19., 26. júlí nokkur sæti laus. 2. ágúst - uppselt í 3 vikur. 9. ágúst - fá sæti laus. 16., 23., 30. ágúst - laus sæti. Flugfarseðlar um allan heim með bestu kjörum Sérfrœðiqgq&Jzgggargjöldum. ■•*- i - MBHBMMHaMMMi • f »*»- ' »“ ....... 1 ííltW Pantið réttu ferðina tíman lega ára reynsla í ferðaþjónustu tryggir beztu kjörin Fjölbreyttasta ferðaúrvalið er hjá Útsýn Costa del Sol Lignano Gullna ströndin Rhodos Portoroz JTSYIV Austurstræti 17. Símar 26611 og 20100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.