Morgunblaðið - 04.05.1980, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1980
Háskólafyrirlestur
um kenningu Roberts Nozicks:
Er lágmarksríkið
eitt réttlætanlegt?
í DAG ílytur Hannes Hólmsteinn
Gissurarson sagnfræðingur
fyrirlestur i Háskóla íslands. Er
hann fluttur á vegum Félags
áhugamanna um heimspeki i
stofu 101 í Lögbergi og hefst kl.
14.30.
Nefnir Hannes fyrirlestur sinn:
Er lágmarksríkið eitt réttlætan-
legt? og fjallar hann að mestu
leyti um kenningu ungs banda-
rísks heimspekings, Roberts Noz-
icks, um ríkið og réttlætið.
Bók Nozicks, Stjórnleysi, ríki
og staðleysur (Anarki, State and
Utopia), kom út árið 1974 og vakti
mikla athygli og einróma lof
fræðimanna og verðlaun fyrir
ritsnilld en höfundurinn beinir í
bókinni rökstuddum skeytum að
mörgum viðteknum stjórnmála-
skoðunum nútímans. Hann telur
að frekari ríkisafskipti en þau að
gæta laga og réttar séu óréttlæt-
anleg, meðal annars allar tilraun-
ir til að tryggja svonefnt „félags-
legt réttlæti".
Robert Nozick
heimspekingur.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
sagnfræðingur.
VÉRZIUNARBANKINN
Spyrjið um Safnlánið og fáið bækling í afgreiðslum bankans.
Bridge
Umsjóni ARNÓR
RAGNARSSON
ÍSLANDSMÓTINU í bridge í
sveitakeppni lýkur i dag. Alls
taka 8 sveitir þátt i lokakeppn-
inni. Keppnin hefir aldrei áður
verið eins jöfn og spennandi og
hafa flestir leikirnir endað með
jafntef li eða því sem næst i fyrstu
fjórum umferðunum.
Sveit Hjalta Elíassonar var þá í
efsta sæti með 56 stig og hafði
unnið alla leiki sína. Sveit Þórar-
ins Sigþórssonar var í öðru sæti
með 54 stig en hafði þó tapað
tveim leikjum af fjórum. Sveit
Sævars Þorbjörnssonar var í
þriðja sæti með 52 stig og sveit
Óðals fjórða með 46 stig. Svo jöfn
er keppnin að sex sveitir af átta
eiga góða möguleika til að vinna
mótið.
Bæjarkeppni milli
Kópavogs og
Seifoss
Árleg sveitakeppni vinafélag-
anna Bridgefélags Kópavogs og
Bridgefélags Selfoss var haldinn
föstudaginn 25. apríl.
Kópavogsmenn sóttu Selfyss-
inga heim og var spilað í
Tryggvaskála. Sex sveitir tóku
þátt í keppninni frá hvoru félagi
og 32 spil spiluð við sveit. Úrslit
urðu að Bridgefélag Kópavogs
sigraði á öllum borðum og hlaut
samanlagt 105 stig gegn 15
stigum heimamanna.
Verðlaun var veglegur far-
andbikar gefinn af Grími Thor-
arensen BK og Guðmundi Geir
Ólafssyni BS en þeir félagar eru
heiðursfélagar Bridgefélags
Selfoss. Fyrri farandbikar hafði
BK unnið til eignar þar sem
félagið hafði sigrað BS þrjú
undangengin ár.
Bridgefélag
Kópavogs
Fimmtudaginn 8 maí n.k.
verður spilaður einskvölda
tímenningur og verður keppnin
lokaspilakvöld keppnisársins. Að
spilamennsku lokinni verða
verðlaun afhent fyrir keppnisár-
in 1978-1979 og 1979—1980.
Veitt verða verðlaun fyrir 3
efstu sætin í aðalsveitakeppni,
barometer, butler, hraðsveita-
keppni og tvímenningi.
Bridgefélag
kvenna
Eftir þrjár umferðir í hrað-
sveitakeppni bridgefélags
kvenna með þátttöku 15 sveita
eru efstu sveitirnar þessar:
Dóra Friðleifsdóttir 1664
Sigrún Pétursdóttir 1641
Alda Hansen 1621
Guðrún Bergsdóttir 1584
Hrafnhildur Skúladóttir 1558
Bridgefélag
Reyðarfjarðar og
Eskifjarðar
Starfsemi BRE 1979-1980
lauk með tveggja kvölda Hrað-
sveitakeppni og var keppt um
bikar sem Hraðfrystihús Eski-
fjarðar gaf. í 5 efstu sætum
urðu:
Sveit stig
Kristjáns Kristjánssonar 1269
ólafs Bergþórssonar 1254
Guðmundar Baldurssonar 1194
Magnúsar Bjarnasonar 1178
Bjarna Garðarssonar 1155
Ennfremur var kosin ný
stjórn fyrir næsta tímabil.
Formaður er Guðmundur Bald-
ursson.