Morgunblaðið - 04.05.1980, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1980
Hitaveita Reykjavíkur heimsótt fyrir skömmu, en verið er að vinna
kvikmynd um hana.
„Super 8W* kvikmyndahátíð
Kvikmyndaklúbbs Álftamýrarskóla
í dag:
Sýndar verða
25 kvikmyndir
gerðar af nem-
endum skólans
Þar af ein, Haukur Þór Hauksson,
sem verður frumsýnd á hátíðinni
Kvikmyndaklúbbur Álfta-
mýrarskóla stendur í dag
fyrir kvikmyndahátíð, „SUP-
ER 8’80“ og verða þar sýndar
25 8 mm kvikmyndir og flest
það sem tengist kvikmynda-
gerð áhugamanna. Þetta mun
vera í fyrsta sinn sem slíkur
áhugamannaklúbbur stendur
fyrir kvikmyndahátíð hér á
landi, en áður hafa Samtök
áhugamanna um kvikmynd-
agerð haldið slíkar hátíðir og
eru reyndar með á þessari
hátíð. Sýndar verða verð-
launamyndirnar frá tveimur
síðustu hátíðum samtakanna.
Marteinn Sigurgeirsson
kennari, sem hefur aðstoðað
nemendur skólans í þessari
iðju sinni, auk þess að sjá um
kennslu í kvikmyndagerð,
sem er valgrein í 9. bekk
skólans, sagði í samtali við
Mbl. að ástæðan fyrir því að
klúbburinn færi út í það að
halda kvikmyndahátíð, væri
sú að liðin væru fimm ár frá
því að hafist var handa fyrir
alvöru við kvikmyndagerð
innan veggja skólans.
Annars segir Marteinn m.a.
um þróun kvikmyndagerðar í
skólanum í sýningarskrá:
„Fyrir um það bil þremur
árum fóru kennarar skólans í
skemmtiferð austur í sveitir.
Ekki var það svo merkilegt að
það þurfi að rifja upp nú
áratug síðar, nema hvað Karl
Jeppesen hafði. með sér 16
mm kvikmyndatökuvél, sem
hann mundað í hinar ýmsu
áttir sem eru þær sömu og í
dag. Geta menn því áttað sig
á og endurlifað augnablik
líðandi stundar. Með mynda-
vélinni velur þú stutt brot úr
sögunni til geymslu í lifandi
formi, ef þú ert með kvik-
myndavél, en frystir augna-
blikið ef um ljósmynd er að
ræða. Ekki ýkja merkilegt
segir þú. Það hugsar maður
oft á líðandi stundu. Finnst
ekki taka því að vera að þessu
„myndaveseni". Tíminn segir
hins vegar oft annað.
Þá líða hér um það bil
fimm ár. Undirritaður hafði
ekki áhuga á þeim leikritum
sem voru í handritamöppum
þegar átti að fara að æfa
Frá starfinu í fyrravetur.
Unnið að gerð myndar um flug, en sú vinna tók á þriðja ár.
Nokkrir hinna ungu kvikmyndagerðarmanna i útvarpsupptöku
fyrir nokkrum árum, er hróður þeirra barst fyrst út.
Tveir upprennandi kvikmynda-
gerðarmenn i heimsókn hjá
sjónvarpinu i vetur.
undir jólaskemmtun. Því var
leitinni að áhugaverðu verk-
efni beint í ýmsar átti. Fyrir
valinu varð gömul upptrekkt
tökuvél, sem innbyrti vísi að
litlu skaupi hjá 4,—L ’74—’75.
Um þær mundir hófu þeir
félgar Karl Jeppesen og Orl-
ygur Richter, töku myndar-
innar „Det store roveri“, en
þar komu flestir kennarar
skólans við sögu þegar upp
var staðið.
Veturinn 1975-1976 hófst
klúbbstarfsemi tengd Æsku-
lýðsráði Reykjavíkur. Þá var
notast við þá upptrekktu auk
véla frá nemendum. Gerðar
voru stuttar grínmyndir og
skaup, grín um kennara og
nemendur sem hefur verið
fastur liður síðan. Þá var gerð
fyrsta fræðslumyndin um
umferðarmál.
Þá er svo 1976—1977 sem
tæknibyltingin hefst og
hljóðsýningavél er keypt til
skólans, og hófst þá gerð
mynda sem tengdar voru
náminu fyrir alvöru, auk þess
sem gerð var mynd um náms-
för 7. bekkjar skólans.
Veturinn 1977—1978 var
keypt hljóðtökuvél og gerðar
nokkrar myndir m.a. mynd
um reykingar, sem sýnd var á
Hótel Loftleiðum.
Veturinn eftir er svo fyrsta
tilraunin til þess að framleiða
leikna mynd gerð, er nefndist
Brunuvallabræður og var
frumsamin við hana tónlist.
Þá tókum við þátt í Lista-
hátíð barnanna á Kjarvals-
stöðum og sýndum þar 10
myndir.
Á yfirstandandi ári er svo
kvikmyndun og ljósmyndun
tekin upp sem valgrein í 9.
bekk, 2 tíma í viku og voru 7
nemendur í vetur. Næsta vet-
ur hafa hins vegar 14 nem-
endur látið skrá sig. Kvik-
myndaklúbburinn var svo
formlega stofnaður í vetur og
tók hann á sig fast form.“
Aðspurður um uppbygg-
ingu námsins sagði Marteinn
að farið væri yfir öll helztu
atriði kvikmyndagerðar, s.s.
gerð handrits, tökuna sjálfa,
klippingu og hljóðvinnslu. A
kvikmyndahátíðinni verður
frumsýnd ein mynd, Haukur
Þór Hauksson, sem tveir
nemendur skólans hafa samið
og unnið að öllu leyti.
Þá sagði Marteinn það
skoðun sína að auka ætti
kvikmyndagerðarkennslu í
skólunum almennt enda
kæmi hún inn á mjög mörg
svið námsins eins og t.d
handavinnu og íslenzku.
„Draumurinn er svo auðvit-
að að komast í samband við
erlenda aðila til þess að
skiptast á efni og fá almenni-
legan samanburð," sagði
Marteinn að síðustu.
Hátíðin verður opin frá
13.00—18.00 og verða sýndar
myndir í fjórum stofum sam-
tímis, auk þess sem gestum
verður gert kleift að prófa
hina ýmsu þætti kvikmynda-
gerðar með eigin höndum.