Morgunblaðið - 11.05.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1980
31
HÉR A landi er staddur um
þessar mundir Karsten Jessen,
framkvæmdastjóri Deutsche
Auslandgeschellschaft, sem er
þýzkt menningarfélag. er starf-
ar í Liibeck. Var félagið stofnað
árið 1949 í þeim tilgangi að efla
menningartengsl við önnur lönd.
Mbl. ræddi stuttlega við Karsten
Jessen og greindi hann frá starf-
semi félagsins og ferð sinni
hingað til lands:
— Félagið var stofnað fljótlega
eftir stríð til að koma á menning-
arsambandi milli Þýzkalands og
annarra landa og byggist það
samband mest á persónulegum
samskiptum, við reynum að hafa
samband við skáld, listamenn og
kennara og koma á nemenda-
skiptum, sagði Karsten Jessen, en
hann kom hingað til lands sem
heiðursgestur á 60 ára afmæli Karsten Jessen (t.v.) og Ludwig Siemsen, en hann er formaður
félagsins Germaníu. Er þetta í félagsins Germaniu. Ljésm. Rax.
Mikill áhugi fyrir málef n
um íslands í Þýzkalandi
fyrsta sinn sem hann kemur
hingað, en hann kvaðst vonast til
að geta komið fljótlega aftur til
að viðhalda þeim kynnum er hann
hefur stofnað til.
— Félagið hefur haft samband
við aðila í fjölmörgum löndum
bæði í Evrópu og Bandaríkjunum,
en mesta áherzlu höfum við lagt á
samstarf við Norðurlöndin nú á
síðari árum. Við reynum að
standa fyrir listsýningum, nem-
endaskiptum, efla samband milli
rithöfunda m.a. til að fjalla um
hvort gefa megi út verk þeirra í
Þýzkalandi, við höfum boðið
þýzkukennurum til landsins á
námskeið til endurmenntunar og
svo mætti lengi telja. Samband-
inu við ísland hefur m.a. verið
háttað þannig að við höfum boðið
listamönnum út með sýningar,
sem eru gjarnan fyrst í Lubeck og
fara síðan til annarra borga í
landinu. Síðan 1976 hafa þrír
þýzkukennarar á ári dvalið í
Þýzkalandi um tíma á námskeið-
um, íslenzkir rithöfundar hafa
komið og rætt við starfsbræður
- segirKarsten
Jessen
sína með rithöfundum frá öðrum
Norðurlöndum og þar hafa þeir
bæði fjallað um verk sín og rætt
hvort hægt væri að gefa þau út á
þýzku.
Eru aðrir íslenzkir rithöfundar
en Laxness þekktir í Þýzkalandi?
—Eg held ekki, a.m.k. er hann
sá eini sem þýddur hefur verið á
þýzku seinni árin og vandamálið
er það að við eigum ekki marga
menn sem gætu þýtt af íslenzku
yfir á þýzku. En við erum að vona
að úr því rætist og það er óhætt
að segja að mikill áhugi er fyrir
því að fá íslenzkar bækur gefnar
út á þýzku.
— Árið 1952 var þetta sam-
band tekið upp við ísland og hefur
félagið á hverju ári síðan reynt að
vinna að einhverju sérstöku verk-
efni í tengslum við landið og má
t.d. nefna að nú er í undirbúningi
sýning á verkum íslenzkra lista-
manna sem ráðgerð er á næsta
ári. Við höfum áhuga á að efla
sem mest tengslin við Island og
við erum nú í góðu samstarfi við
félagið Germaníu og má segja að
hér á landi komi það til móts við
okkar starf. Annars er samband
okkar við Island svipað því sem
gerist með hinum Norðurlanda-
þjóðunum.
Karsten Jessen hefur verið
framkvæmdastjóri félagsins í 10
ár, en það gefur m.a. út tímarit
tvisvar á ári og til starfsemi
sinnar nýtur það nokkurs styrks
frá utanríkisráðuneytinu í Bonn.
—Ég vil fá að vekja athygli á
því hversu mikill áhugi er í
Þýzkalandi fyrir Islandi og
íslenzkum málefnum og hann er
heldur engin ný bóla, það er áhugi
sem stendur á gömlum merg. Það
kom mér líka þægilega á óvart
hversu margir hér virðast tala
góða þýzku og finnst mér það mun
almennara, en á hinum Norður-
löndunum og svo virðist sem mjög
margir íslendingar hafi stundað
nám í Þýzkalandi, sagði Karsten
Jessen að lokum.
Þetta gerðist 11. maí
1978 — Kínverjar saka Rússa um
árásir yfir Ussuri-fljót.
1976 — Sendiherra Bólivíu í París
ráðinn af dögum.
1975 — Souvanua Phouma fursti
viðurkennir sigur kommúnista í
Laos.
1972 — Irar samþykkja aðild að
EBE í þjóðaratkvæðagreiðslu.
1949 — ísrael fær upptöku í SÞ.
1943 — Bandaríkjamenn ganga á
land á Attu í Aleutian-eyjum og
ná aftur fyrsta bandaríska land-
svæðinu í stríðinu við Japani.
1878 — Vilhjálmi I Þýzkalands-
keisara sýnt misheppnað banatil-
ræði.
1868 — Frelsi blaða tryggt í
Frakklandi.
1867 — Sjálfstæði Luxemborgar
viðurkennt með Parísar-sáttmál-
anum og Prússum gert að flytja
her sinn þaðan.
1860 — Landganga Garibaldi og
Rauðstakka hans í Genúa.
1824 — Brezkt herlið tekur Rang-
oon í Burma herskildi.
1812 — Spencer Percival forsæt-
isráðherra ráðinn af dögum í
Neðri málstofunni.
1745 — Orrustan um Fontenoy;
Saxe marskálkur sigrar Breta.
1709 — Umsátur Karls XII um
Poltava hefst — Fólksflutningar
Þjóðverja frá Pfalz til Norður-
Ameríku hefjast.
1507 — Frakkar innlima Genúa.
320 — Konstantínópel verður
höfuðborg rómverska ríkisins.
Afmæli. Irving Berlin, bandarísk-
ur sönglagahöfundur (1888— —)
— Paul Nash, brezkur listmálari
(1889-1946) - Salvador Dali,
spænskættaður listmálari
(1904-).
Andlát. 1778 William Pitt, stjórn-
málaleiðtogi — 1871 Sir John
Herschel, stjörnufræðingur —
1916 Max Reger, tónskáld.
Innlent. 1721 Kötlugos hefst —
1661 Biskupsdóttirin í Skálholti
vinnur eið að sakleysi sínu — 1835
„La Récherche" kemur til Reykja-
víkur til að kanna afdrif eftir-
litsskipsins „La Lilloise" — 1844
Ákveðið að flytja prentsmiðjuna í
Viðey til Reykjavíkur — 1859 Jóni
Sigurðssyni falin yfirstjórn kláða-
málsins — 1916 Hásetaverkfallinu
lýkur — 1932 Þjóðernissinnar
hefja blaðaútgáfu — 1939 íslands-
sýningin í New York opnuð —
1949 Islendingar sigra Norðmenn í
sundkeppni — 1969 Landsmet
„Sæbjargar" í vertíðarafla — 1973
Kurt Waldheim í heimsókn —
1874 Einar Jónsson myndhöggvari
— 1924 Jóhannes Nordal.
Orð dagsins. Enginn hefur eins
mikla þörf fyrir frí og sá sem er
nýkominn úr fríi — Elbert Hubb-
ard, bandarískur rithöfundur
Skólar í Englandi
Mímir útvegar skólavist á bestu enskuskólum í
Englandi. Vandiö valiö. Opiö kl. 1—5 virka daga.
smi 10004 Mímjr Brautarholti 4
Einbýlishús á Flötunum
Húseignin Bakkaflöt 6 í Garöabæ er til sölu.
Húsið er 175 ferm. auk tvöfalds bílskúrs. í því eru
3—4 svefnherbergi, boröstofa, dagstofa, eldhús meö
borökrók eöa sjónvarpsrými, húsbóndaherbergi,
fataherbergi, þvottaaöstaöa, búr, tvö baöherbergi og
gestasnyrting.
Upplýsingar gefa eigendur í síma 42126.
1979 — Sættir í Rhódesíu milli
skæruliðaleiðtoganna Robert Mug-
abe og Joshua Nkomo.
1975 — tilkynnt að kambódískt
herskip hafi tekið bandaríska kaup-
skipið „Mayaguez" 60 mílur frá
strönd Kambódíu.
1965 — Vestur-Þjóðverjar taka upp
stjórnmálasamband við ísrael og
Arabar slíta sambandi við þá.
1961 — Stofnun sambandsríkisins
Kongó með höfuðborginni Leopold-
ville.
1949 — Samgöngubanninu á Berlín
opinberlega aflétt.
1943 — Stríðinu í N-Afríku lýkur
með uppgjöf Þjóðverja á Bon-höfða.
1939 — Bretar og Tyrkir semja um
gagnkvæma aðstoð.
1937 — Krýning Georgs VI.
1932 — Lík sonar flugkappans
Charles Lindbergh finnst í skógi í
Hopwell, New Jersey.
1927 — Jozef Pilsudski gerir stjórn-
arbyltingu í Póllandi.
1926 — Allsherjarverkfallinu lýkur í
Bretlandi.
1915 — Her Botha hershöfðingja
tekur Windhoek, höfuðborg þýzku
suðvestur-Afríku.
1881 — Túnis verður franskt vernd-
arríki skv. Bardo-samningnum.
1689 — Bretar og Hollendingar
ganga í Ágsborgar-bandalagið.
1641 — Jarlinn af Stafford líflátinn.
1608 — Þýskir mótmælendur stofna
bandalag gegn Habsborgurum.
1588 — „Dagur götuvirkjanna" í
Frakklandi.
1535 — Bretar og Skotar semja frið.
1495 - Karl VIII af Frakklandi
krýndur konungur Napoli.
Afmæli: Gústaf Vasa Svíakonungur
(1496 — 1560) — Florence Night-
ingale, brezk hjúkrunarkona (1820 —
1910) — Jean Massenet, franskt
tónskáld (1842 — 1912) — Gabriel
Fauré, franskt tónskáld (1845 —
1924).
Andlát: 1884 Bedrich Smetana,
tónskáld — Jozef Pilsudski, hermað-
ur & stjórnmálaleiðtogi.
Innlent: 1772 Tilkynning um útrým-
ingu fjárkláða — 1719 f. Bjarni
Pálsson — 1840 d. Oddur Hjaltalín —
1852 Þingrof með kgl. auglýsingu —
1894 d. Lárus sýsl. Blöndal — 1909
„Reykjavík 11“ sekkur — 1934 Róstur
á Akureyri við uppskipun úr „Detti-
fossi" — 1952 Hæstaréttardómar
vegna óeirðanna við Alþingishúsið —
1954 Kvikmyndun „Sölku Völku“
hefst — 1965 „Þór“ kemur með
„Aldershot" til Neskaupsstaðar eftir
eltingarleik — 1868 f. Magnús Torfa-
son — 1905 f. Sveinn Benediktsson —
1919 f. Hans G. Andersen — 1927 f.
Eggert Gíslason skipstjóri.
Orð dagsins: Sérfræðingur er maður
sem veit meira og meira um minna
og minna — N.M. Butler, bandarísk-
ur skólamaður ( 1862 — 11947).
Flóamarkaður
og blómasala
Hundaræktarfélag íslands og
Samband dýraverndunarfélaga
fslands gangast fyrir flóamarkaði
og blómasölu í Bernhöftstorfu i
dag. Allur ágóði af sölunni rennur
til byggingar hundaheimilis.
f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR
AVEXTIR
IKUNNAR
Appelsínur,
Sítrónur,
Grapealdin,
Epli rauð,
Epli græn,
Vínber græn,
Vínber blá,
Perur,
Ananas,
Avocado,
Kókoshnetur,
Jaffa tópaz,
Bananar.
Andvari Garöabæ
Gustur Kópavogi
Kappreiöar Andvara og Gusts veröa á Kjóavöllum,
sunnudaginn 18. maí og hefjast kl. 14. Skráning
keppnishesta fer fram í kaffistofu Gusts, mánudaginn
12. og þriöjudaginn 13. maí milli kl. 18 og 22. Sími
43610.
Keppt veröur í A og B flokki gæöinga, 250 metra
skeiði, 300 metra stökki, 250 metra folahlaupi, 800
metra brokki, 250 metra tölti og 150 metra
nýliðaskeiði.
Sýnd veröa unghross í tamningu hjá Gusti.
Kappreiöanefndin.
Þetta gerðist 12. maí
EGGERT KRISTJANSSON HF
Sundagörðum 4, sími 85300