Morgunblaðið - 11.05.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAI 1980
27
Ingimar Þorkels-
son — Minningarorð
Kallið er komið,
komin er nú stundin.
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja,
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund.
V.B.
Ingimar var fæddur 12. ágúst
1902 á Vöglum í Vatnsdal í
Húnavatnssýslu. Foreldrar hans
voru Þorkell Helgason og Þórunn
Þorleifsdóttir, sem bjuggu þar,
var Ingimar næst yngstur fjög-
urra systkina. Hann var barn að
aldri þegar foreldrar hans brugðu
búi og fluttu út á Blönduós og 15
ára var Ingimar þegar foreldrar
hans fluttu til Reykjavíkur og
bjuggu þau hér í borg til æviloka.
Nú eru öll systkinin horfin yfir
móðuna miklu.
Ingimar byrjaði snemma að
vinna eins og títt var um unglir.ga
í þá daga, 17 ára réðst hann að
Straumfirði á Mýrum og var þar í
9 ár.
Fyrir 52 árum 19. maí 1928 gekk
hann að eiga eftirlifandi konu sína
Maríu Þórðardóttur. Eignuðust
þau fjögur mannvænleg börn, þau
eru Haukur, kvæntur Asu Hjálm-
arsdóttur, Þorkell, kvæntur Grétu
Kortsen, Martha, gift Alesander
Jakobssyni, og Ólafur, kvæntur
Guðnýju Kjartansdóttur, en Ólaf-
ur drukknaði er hann tók út af
togaranum Guðmundi Pétri í des-
ember 1973. Var þeim hjónum það
sár harmur að missa son sinn frá
konu og þrem litlum börnum. Eina
stúlku ólu þau upp sem sína,
Karlottu Aðalsteinsdóttur, var
hún þriggja ára þegar hún kom til
þeirra, þá nýbúin að missa móður
sína.
Reyndist Ingimar Karlottu eins
og bezti faðir, en nú eru 13
mánuðir síðan María og Ingimar
urðu að kveðja fósturdótturina
hinztu kveðju og horfa á eftir
henni í gröfina frá tveim litlum
börnum.
Ingimar byrjaði að vinna við
höfnina 1932 og vann hann þar
meðan heilsa og kraftar leyfðu.
Fyrstu búskaparár Ingimars og
Maríu voru á Bjargarstígnum, það
segja mér kunnugir, að þar hafi
verið gestkvæmt enda gestrisinn
maður Ingimar. Fyrir 25 árum
festu þau kaup á húseigninni
Halldór Halldórsson
skipasali — Minning
Hinn 11. janúar sl. lézt í
Reykjavík Halldór Halldórsson
skipasali, eftir langa og stranga
baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það
stríð var lengra en flesta grunaði
og skiptist á sókn og gagnsókn,
sigrar og undanhald beggja stríðs-
aðila, unz hildarleiknum lauk með
friði og sáttum. Að ósk hins látna
fór kveðjuathöfnin fram í kyrrþey
í Dómkirkjunni.
Þetta er að sönnu síðbúin
kveðja, en þar ber margt til.
Kyrrþeyrinn kemur í veg fyrir
birtingu greinar á ákveðnum degi,
og margur mun síðan hafa búizt
við því af öðrum, sem hann ella
myndi sjálfur gera, því að Halldór
átti mikinn fjölda vina og kunn-
ingja. En að því leyti er ekkert
seint í þessu efni, að flestum mun
finnast svo stutt síðan hann
kvaddi, að þeir eru varla búnir að
átta sig á því enn. Svo lifandi var
hann alla tíð og áhugasamur um
framtíðina jafnt sem líðandi
stund, að jafnvel þeir sem gerzt
máttu vita um veikindi hans,
trúðu því þangað til allra síðustu
vikurnar, að enn ætti hann eftir
að sjá veturinn víkja fyrir vori.
Það lék aldrei kyrrþeyr um
Halldór Halldórsson um ævinnar
daga. Hann gleymist ekki þeim,
sem af honum höfðu kynni. Hann
var hraustbyggður, hár og gjörvi-
legur og snyrtimenni, svo af bar.
Hann var hvikur í hreyfingum, og
það sópaði af honum. Hann gat
einnig notið kyrrðar og þá helzt
úti í náttúrunni, því að hún varð
að vera mikilfengleg. Önnur kyrrð
var honum lítt að skapi, nema hin
nauðsynlegasta hvíld. Hann vildi
njóta lífsins og láta hluti gerast,
og hann var gæddur mörgum þeim
kostum, sem bera menn langt og
víða og skapa mönnum marg-
slungin örlög.
Það mannlíf og umhverfi, sem
mótaði Halldór í uppvexti, var
stórbrotið á margan hátt. Hann
ólst upp í samfélagi, sem byggði
tilveru sína á sókn á auðug
fiskimið, en bjó í dalverpi milli
snarbrattra fjalla, þar sem mjög
er snjófljóðahætt. Hættur hafa
jafnan fylgt sjósókn á íslandi, svo
að þjóðinni hefur lærzt að taka
mannskaða á sjó því nær sem
náttúrulögmáli, en yfir æsku-
stöðvum Halldórs, sjávarþorpinu
Hnífsdal, vofðu einnig á hörðum
vetrum aðrar hættur af völdum
náttúrunnar — á snjóflóðum.
Þeim áföllum var tekið eins og
öðrum, en oft var af þeim eigna-
tjón og manntjón. Hinn hrikalegi
harmleikur í febrúar 1910 er þó
mestur í sögu sjávarþorpsins, er
snjóflóð féll úr Búðarhyrnu og
sópaði nokkrum húsum og mörgu
fólki á haf út. Fórust þá 20 manns
og margir slösuðust. En áfram var
lifað í Hnífsdal, sjórinn sóttur af
kappi og mannlífið gekk sinn
gang.
Þessi atburður gerðist fyrir
minni Halldórs, sem þá var á öðru
ári, en í skugga hans ólst hann
upp. Svo virðist sem slíkt nábýli
við hættur efli frekar með mönn-
um æðruleysi en ótta, og ef svo er,
þá hefur það tvímælalaust verið
um Halldór. Og það er því jafn-
framt eðlilegt, að þeir menn láti
öðrum fremur skeika að sköpuðu.
Það var eitt af einkennum Hall-
dórs.
Þegar Halldór var stýrimaður á
vélskipinu „Nönnu", lenti hann í
aftakaveðrinu 16. sept. 1936, þegar
„Pourqoi pas?“ fórst undan Mýr-
um. Þeir Halldór og félagar bjugg-
ust lengi vel við því, að hver stund
gæti orðið þeirra síðasta. En í
hvert skipti, sem Halldór minntist
á þetta að gefnu tilefni og ég
heyrði til, þá hló hann.
Halldór Halldórsson var fæddur
3. október 1908, og voru foreldrar
hans hjónin Margrét Þórðardóttir,
f. 1880, d. 1947, og Halldór Auð-
unsson, f. 1879, d. 1942. Þau
bjuggu í Hnífsdal 1902—7, síðan
að Svarthamri og Dvergasteini í
Súðavíkurhr. til 1911, er þau
fluttu aftur í Hnífsdal, þar sem
þau voru til ársins 1925, en þá
fluttu þau suður til Hafnarfjarð-
ar. Þau hjónin Margrét og Halldór
voru hið mesta dugnaðar- og
sæmdarfólk, sem átti barnaláni að
fagna, þar sem þau eignuðust 12
mannvænleg, hraust og heilbrigð
bðrn. Halldór ólst því upp í
glöðum systkinahópi, en 6 þeirra
eru nú horfin með honum. Hin
eru: Auður, Lára, Sæunn, Guð-
munda, Sólveig og Þórður.
Svo sem sjálfsagt var fór Hall-
dór þegar sem unglingur að vinna
til sjós, enda átti hann að fyrir-
mynd hinn vaskasta sjómann, þar
sem faðir hans var. Varð hann
einnig snemma eftirsóttur sjó-
maður og má geta þess, að hann
var um árabil stýrimaður hjá
hinum landsþekkta aflamanni,
Guðmundi í Tungu, á línuveiðar-
anum „Freyju".
Jafneðlilegt var það, að Halldór
fýsti að sjá sig um í heiminum og
réði hann sig því til skipa, sem
gerðu honum það fært. Fór hann
þá víða um lönd og höf, norður til
Grænlands og suður til Svarta-
hafs. En síðan kaus hann að hafa
fast land undir fótum um hríð og
gekk á land. Hóf hann þá verzlun-
arstörf og rak síðan verzlanir
sjálfur og hafði á tímabili allmikil
umsvif. Um skeið rak hann einnig
veitingastofu í Keflavík. Síðan
nálgaðist hann sjóinn aftur í
vissum skilningi, þar sem hann
setti á fót fyrirtæki, er nefndist
„Skipasala og skipaleiga", fyrir
nær tveim áratugum og var æ
síðan í lifandi tengslum við at-
hafnalífið við sjávarsíðuna. í því
starfi fékk hann notið sín ágæta
vel, það útheimti bæði elju og
þrautseigju, og af því hafði hann
nóg, hann þurfti að hitta og tala
við fjölda manns, og af því hafði
hann gaman, því fylgdi spenna og
tvísýna, og það átti við hann, allt
snerist um báta og skip, vélar og
veiðarfæri, og þar var hann
heima, og þeim mun flóknari og
illleysanlegri, sem vandamálin
varðandi kaup og sölu voru, þeim
mun meira fannst honum í glím-
una varið. í starfi sínu ávann
hann sér virðingu, traust og vin-
áttu fjölda manna.
Síðustu 15 árin eða lengur var
Skipasalan til húsa að Vesturgötu
3, og þangað lögðu margir leið
sína einnig án þess að hafa
skipakaup í haga, því að það var
alltaf gaman að hitta Halldór að
máli. Húsið er í hjarta bæjarins,
gamalt og notalegt, og á sér langa
og lilríka sögu. Það sómdi Hall-
dóri vel að hafa smekklega búnar
skrifstoiur sínar, þar sem áður
voru stássstofur hefðarmanna í
bænum. Við vinir hans, sem oft
komum þangað, minnumst
margra ánægjustunda með þakk-
læti og soknuði og förum ekki svo
framhjá þessu vinalega húsi, að
Halldor birtist ekki í huga okkar
brosandi og fagnandi. Nú verða
þær mir.ningar að nægja, en þess
ber þó að gæta, að það sem gleður,
þótt gengið sé, á góðan þátt í því
lífi, sem enn er lifað.
27. nóvember 1937 gekk Halldór
að eiga hina ágætustu og glæsi-
legustu konu, Sigríði Jónsdóttur,
gullsmiðs, Sigmundssonar í
Reykjavík. Þau eignuðust þrjá
sonu, en þeir eru: Ragnar, vél-
stjóri, f. 1941, Jón Halldór, bif-
vélavirki, f. 1942, og örn, trésmið-
ur, f. 1947. Þau Sigríður og
Halldór slitu samvistum.
Seinna eignaðist Halldór dóttur
með þýzkri konu, sem þá dvaldist
hér á landi, Dagmar Malzhan.
Dóttir þeirra er nú gift kona,
Elvira Cech, og býr í Bamberg í
Þýzkalandi. Halldór hafði alla tíð
heiðarlegt og ræktarlegt samband
við mæðgurnar og þeirra fólk, og
þau skiptust á heimsóknum milli
landa, þó að oftar færi Halldór til
þeirra í Þýzkalandi. Þetta sam-
band var honum dýrmætt.
Sambýliskona Halldórs tvo
síðustu áratugi ævi hans var
Hrefna Berg, ritari hjá Eimskipa-
félagi íslands. Bjó hún honum
fallegt, bjart og hlýlegt heimili og
sýndi alvörumanninum og gleði-
manninum Halldóri Halldórssyni
skilning, umhyggju og ástúð.
Þakklæti til samferðamanna á
lífsins leið fyllti hug Halldórs, er
hann bjóst til að brjóta saman sitt
ferðatjald. Hafi hann þökk fyrir
góða samfylgd. Það voru alla jafna
ánægjustundir. Blessuð sé hans
minning.
Sveinn Ásgeirsson
Skipasundi 86 og hafa búið þar æ
síðan.
Til þeirra hef ég komið, sam
þessar línur skrifa, bæði í gleði og
sorg. Reyndist mér Ingimar ráð-
hollur og úrræðagóður maður.
Ingimar var skapmaður, ákveðinn
en blíður. Hrókur alls fagnaðar í
sínum hóp. Maður alltaf sívinn-
andi. Heimilið, konuna og börnin
mátti ekkert skorta. Það var því
mikið áfall þegar sjónin fór að
bila, því hann var hagur bæði á tré
og járn. Bíllinn gaf honum margar
ánægjustundir, enda ferðaðist
hann um landið með konu sinni
meðan heilsa og sjón leyfðu, því
hann unni náttúrufegurð þótt
hann væri ekki margmáll um slíka
hluti. Seinni árin varð Ingimar að
vera heima vegna sjónleysis og
veikinda. Undraði mig það oft,
jafn starfssamur maður og Ingi-
mar var, hvað hann tók aðgerða-
leysinu með mikilli stillingu.
Ingimar bað mig, eftir sinn dag
að bera konu hans Maríu þakkir
fyrir allt, sem hún hefði fyrir
hann gert. Það var með eindæm-
um hvernig hún hjúkraði bónda
sínum. Anægjulegt var að koma
og sjá hvað hún skreytti matar-
bakka Ingimars fallega, til að vita
hvort hann hefði betri lyst. Fyrir
þetta allt vill hann þakka, því
hann mat hana mikils.
Það þekkti ég Ingimar vel að ef
hann mætti mæla, þá vildi hann
koma fram þakklæti til lækna og
hjúkrunarliðs á deild A 7 á
Borgarspítalanum fyrir frábæra
hjúkrun og umönnun í síðustu 12
vikurnar, sem hann lifði.
Ingimar andaðist sunnudaginn
4. maí. Hann verður borinn til
hinztu hvílu mánudaginn 12. maí
kl. 3 frá Fossvogskirkju.
Vil ég biðja góðan Guð að
styrkja konu hans, börn, barna-
börn og litla langafasoninn. Veri
kær vinur kært kvaddur, Guði á
hendur falinn. Hafi hann þökk
fyrir allt og allt.
Jónína Björnsdóttir
Kirkjukaffi
Kvenfélags
Grensássóknar
Í DAG sunnudaginn 11. mai, heldur
Kvenfélag Grensássóknar kirkju-
kaffisölu i Safnaðarheimilinu við
Háaleitisbraut og hefst það kl.
15:00. Guðsþjónustan verður kl.
11:00.
Kaffisalan er árlegur viðburður í
vetrarstarfi félagsins. Þetta er því
hátíð þar sem fólki gefst kostur á að
koma saman, njóta góðra veitinga og
styrkja um leið gott málefni.
Kvenfélagið er ein styrkasta stoð
kirkjunnar hér í sókninni. Bæði
hefur almenn starfsemi félagsins
verið mikil og góð og það hefur fært
kirkjunni margar gjafir.
Ég vil því skora á allt safnaðarfólk
í Grensássókn, svo og aðra velunn-
endur kirkjunnar að fjölmenna í
Safnaðarheimilið sunnudaginn 1.
maí og sýna , konunum, að við
kunnum að meta hið mikla og
fórnfúsa starf þeirra, og um leið efla
og styrkja kirkjuna og safnaðar-
starfið.
Á boðstólum verður að vanda gott
kaffi og mikið úrval af kökum og
brauði.
Kvenfélagskonur hafið þökk fyrir
gott og göfugt starf og Guð blessi
ykkur allar.
Halldór S. Gröndal.
5VAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Hvað segið þér um ókvæntan mann, sem trúir á Jesúm
Krist (hann er um fimmtugt) og sækist sífellt eftir að
umgangast laglegar, ógiftar konur?
Ef hann sækist eftir að umgangast konur, er miklu
betra, að þær séu ógiftar en giftar. Eg sé ekkert
athugavert við það, að ókvæntur maður sækist eftir
samfélagi við heiðvirðar konur, ef því fylgir ekki
ósiðlæti. Við gerðum þetta öll, þegar við vorum ung, og
við ættum ekki að gagnrýna þennan miðaldra mann, þó
að hann vilji hitta myndarlegar konur, enda þótt okkur
finnst hann taka svolítið seint við sér.
Biblían hvorki letur né hvetur fólk til að forðast
samneyti kynjanna. Hún hvetur til kynningar og
hjónabands og vegsamar heimilið.
Þó ámælir hún ekki þeim, sem kjósa að vera ógiftir af
einhverjum ástæðum. Páll sagði þessi óljósu orð: „Þess
óska eg, að allir menn væru eins og eg er sjálfur.“ Ef til
vill var Páll ókvæntur.
En þegar Páll hefur ritað þessi orð, heldur hann
áfram (í 7. kap. fyrra bréfsins til Korintumanna) að
leggja giftu fólki heilræði. Hann viðurkennir, að
ofannefnd orð séu sögð „í tilhliðrunarskyni, ekki sem
skipun". Það var með öðrum orðum hugmynd hans
sjálfs, en ekki endilega innblástur heilags anda.
Konan er „hinn aðilinn", uppfylling mannsins.
Heimurinn væri daufur og drungalegur án kvenna. En
það á ekki að fara með þær eins og hluti, sem við eigum,
heldur persónur, manneskjur.
Sú skoðun nýtur æ meira fylgi, að konan hafi verið
sköpuð til þess eins að vera manninum til ánægju og
þjónustu, og það er vel. Það var kona, sem fæddi Jesúm
Krist. Það var kona, sem var síðust við krossinn og
fyrst við gröfina. Hún er tákn eða fulltrúi hinnar
heilbrigðu, hreinu konu allra tíma. Kristur veitti
konunum hinn rétta sess, ef til vegna hennar.