Morgunblaðið - 11.05.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.05.1980, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiöslunni er 83033 Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JHornnnblBbib SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1980 Veður fer hlýnandi um allt land — VORIÐ er sennilega komið aítur, sagði Gunnar Hvammdal Sigurðsson veðurfræðingur er Mbl. spjallaði við hann í gær. Spáð er áframhaldandi austan- og suðaustanátt næstu tvo sól- arhringa með rigningu öðru hverju. Veður mun fara hlýnandi um allt land og virðist því vor- hretið vera yfirstaðið. Olvun og óspekt- ir og hræðilegt ástand í borginni — segir lögreglu- varðstjóri TALSVERT annríki var hjá Reykjavíkurlögreglunni í fyrri- nótt, og var þar í flestum tilvikum um að kenna áfengis- neyslu borgarbúa. Aðalvarð- stjóri lögreglunnar sagði ástandið i bænum hafa verið hræðilegt um tíma, mikil ölvun og óspektir alla nóttina og fram á morgun. Sem dæmi um þau mál sem lögreglan hefði þurft að hafa afskipti af nefndi hann rúðubrot, bensínstuldi, ósamkomulag í heimahúsum, óspektir eftir dans- leiki, slys og óhöpp í umferðinni, skemmdir á ljósastaurum, menn hentu sér í sjóinn og fleira og fleira. Vildi varðstjórinn kalla þetta árvissan viðburð, ölvun væri yfir- leitt mikil um þetta leyti árs. Vorhugur væri í mönnum og brytist hann út með þessum hætti hjá sumum, þá væri próf- um lokið hjá sumum, en upplestr- arfrí hafin hjá öðrum. — Þetta eru eiginlega okkar „vorverk" að standa í þessu á þessum tíma árs, sagði hann. Ljósm. Mbl. Kristján. Mikið var um ölvun og óhöpp í Reykjavík í fyrrinótt, en þó án aivarlegra slysa. Hér hefur iítilli fólksbifreið verið ekið á ljósastaur við Hljómskálann, og lögreglumenn eru komnir á vettvang. Ljósm. Mbi. júííus. Vorverk MIKILL áhugi er nú víða um land fyrir ýmiss konar loðdýrarækt. Er þar ekki aðeins átt við minka og refi, heldur eru einnig margir, sem vilja fá leyfi til að flytja inn og rækta ullarkanínur, þvottabirni, flóðarelda Chinchilla er dýr skylt hér- anum og er upprunnið í Perú. Einn bóndi í Arnessýslu hefur sótt um leyfi fyrir þetta dýr, sem þykir sérstaklega skemmtilegt, en þarf að hafa í vel einangruðum húsum. Sömuleiðis hefur einn bóndi í Árnessýslu sótt um leyfi fyrir þvottabjörnum. Umsóknir hafa komið frá bændum í Bárðardal og Rang- árvallasýslum fyrir ullar- kanínum eða angóra-kanínum, en yfir 20 bændur um allt land hafa sýnt áhuga á að fylgjast með hvernig gengur hjá þeim og chinchilla. Umsóknir um mikinn f jölda dýra af þessum tegundum liggja nú í landbúnaðarráðuneytinu og verð- ur málið væntanlega afgreitt um miðja vikuna. umsóknir borizt og á það hefur verið bent að nægilegt fram- boð er af kjöti hérlendis. Loks er það flóðareldur eða ild, sem sótt hefur verið um leyfi fyrir á Svalbarðsströnd. Þetta dýr er mikið í vötnum og slær þá bjarma á skinn dýrsins. Þykir þetta sérlega hagkvæmt með tilliti til húsa, sem þurfa ekki að vera dýr í byggingu. Dýrið er af marðarætt og skinnið eftirsótt. Þá liggja í ráðuneytinu um- sóknir um leyfi fyrir um 1900 refalæðum vítt og breitt um landið. Ef leyfi verða veitt rísa ný refabú í Skagafirði, Eyja- firði, Árnessýslu, Vestmanna- eyjum, Eskifirði, Jökuldal, Borgarfirði, Kjós, Hafnarfirði, V-Barðastrandarsýslu og við Isafjarðardjúp. Einnig liggja í ráðuneytinu umsóknir um 2500 minkalæður fyrir ný bú víða um landið. fyrstu ef leyfi verður veitt. Þa hefur einnig verið rætt um ræktun kjötkanína, en engar Paradísarheimt frumsýnd í Þýzka- landi i október íslenzka sjónvarp- ið getur fengið myndina fyrr ÁKVEÐIÐ hefur verið að Paradísarheimt verði frum- Ný ensk-ísl. orðabók á leiðinni NÝ ENSK-íslenzk orðabók, stærri og efnismeiri en nú er til, hefur verið unnin og kem- ur væntanlega út á næsta ári. Þetta kemur fram í viðtali við Sören Sörenson, höfund verksins, á bls. 34 í blaðinu í dag. Orðabókin tekur yfir 40—50 þúsund uppsláttarorð með þýð- ingum á einstökum orðum, framburðarleiðbeiningum og bætt inn í skýringum og fyllri lýsingum. Orðabókin byggir á stórri bandarískri orðabók, en aukið við hana. Hefur Sören m.a. safnað nýjum hugtökum og orðum á íslenzku í vísindum og fleiri fræðum. sýnd í V-Þýzkalandi í októ- bermánuði næstkomandi, en myndin var tekin hér á landi og viðar á síðasta ári. Myndin verður sýnd í þremur 45 mínútna þáttum í sjónvarpi um allt V-Þýzkaland, en hins vegar mun islenzka sjónvarp- inu standa tii boða að fá myndina fyrr til sýningar. Aðeins er eftir að ljúka hljóðsetningu myndarinnar fyrir þýzka sjónvarpið og þá m.a. að setja þýzkt tal yfir það íslenzka. Fyrir nokkru voru þýzkir sjónvarpsmenn á ferð hér á landi og unnu þá að gerð heimildarmyndar um Halldór Laxness. Fyrirhugað er að sýna þá mynd í þýzka sjónvarpinu viku áður en sýning Para- dísarheimtar hefst. I þeirri mynd verður fjallað um ævi og störf Nóbelskáldsins, bækur hans og viðhorf íslendinga til Halldórs og bóka hans. Peter Hassenstein gerði heimildar- myndina, en Sigrún Valbergs- dóttir var upptökustjóri og tók viðtöl. Staða bankanna gagnvart Seðlabanka: Er 11,8 milljörðum verri en um áramót „STAÐA bankanna gagnvart okkur batnaði um 4,1 milljarð króna í aprilmánuði, aðallega vegna greiðslna, sem fengust fyrir útflutning,“ sagði Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, er Mbl. spurði hann i gær um lausafjár- stöðu bankanna og stöðu þeirra gagnvart Seðlabankanum. Um áramótin var staða bank- anna gagnvart Seðlabanka jákvæð um 8,6 milljarða króna, en versn- aði í janúar um 15,9 milljarða og var í lok þess mánaðar neikvæð um 7,3 milljarða króna. í febrúar versnaði staða bankanna enn um tæpa þrjá milljarða, en í marz batnaði hún um sömu upphæð og var í lok hans aftur tæpum 16 milljörðum verri en við áramótin og þá neikvæð um 7,3 milljarða sem fyrr. Batinn í apríl upp á 4,1 milljarð leiðir til þess, að staða bankanna gagnvart Seðlabanka hafði versnað um 11,8 milljarða frá áramótum og var þá neikvæð, þegar til heildarinnar er litið, um 3,2 milljarða króna. Fjöldi umsókna um leyfi fyrir minka, refi, ullar- kanínur, þvottabirni o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.