Morgunblaðið - 30.05.1980, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1980
Forseti íslands, herra Kristján Eldjárn við þinglausnir í gær
ásamt Friðjóni Sigurðssyni, skrifstofustjóra Alþingis. Þetta var
siðasta sinni, sem Kristján leysti upp Alþingi íslendinga, en hann
mun gegna embætti til 1. ágúst næstkomandi.
SH hyggst efla starfsemi sína í Evrópu:
Frystigeymsla
leigð í Bretlandi
SÖLUMIÐSTÖÐ Hraðfrystihús-
anna ráðgerir nú að sctja á stofn
söluskrifstofur í Vestur Þýzka-
landi, líklega í Ilamhorg, og í
Grimsby í Bretlandi. Þá hafa
samtökin tckið á leigu frysti-
geymslu í Grimsby.
Samkvæmt upplýsingum Guð-
mundur H. Garðarssonar ráðgerir
Sölumiðstöðin að efla mjög starf-
semi samtakanna í Vestur Evrópu.
Liður í því er að setja á stofn
söluskrifstofu í Vestur Þýzkalandi
og á hún að annast sölustarf fyrir
SH á meginlandinu.
Þá er fyrirhugað að efla sölu-
Ók á barnavagn
og stakk síðan af
starfið í Bretlandi og m.a. með því
að opna skrifstofur í Grimsby, sem
myndi vinna undir stjórn skrifstofu
SH í London. Þá er framundan að
endurskoða rekstrarform starfsem-
innar í Bretlandi. Fyrir aðalfundi
SH, sem stendur yfir, liggur tillaga
þess efnis, að stjórn samtakanna
verði heimilað að koma upp aðstöðu
til vinnslu á fiskafurðum í Englandi
í tengslum við fyrirhugaða frysti-
geymslu SH þar, en komið hefur
fram í fréttum að SH hefur um
nokkurn tíma reynt að tryggja sér
hagkvæma lóð fyrir slíka geymslu.
Til bráðabirgða hafa samtökin tek-
ið á leigu frystigeymslu í Grimsby.
Undirtektir við óskir VSÍ:
Skrifstofur í Ham-
borg og Grimsby
Sjónarmið hafa komizt
til skila án bréfaskipta
ÓHAPP átti sér stað nokkuð
neðarlega á Laugaveginum í gær
um klukkan 17.45, er Htilli fólks-
Samkomulag
í Straumsvík
SAMKOMULAG tókst um miðjan
dag í gær milli stéttarfélaganna, sem
semja fyrir starfsfólk álversins í
Straumsvík og íslenzka álfélagsins
h.f. Hafði samningafundur þá staðið
í um það bil sólarhring. Samkomu-
lagið felur í sér, að upp er tekið
bónuskerfi í álverinu, sem hefur ekki
áður verið notað við vinnu þar.
Á AÐALFUNDI S.II. í gær kom
fram að innan S.H. voru 72
hraðfrystihús árið 1979. Heildar-
framleiðsla þeirra af frystum
sjávarafurðum var 107.581 smá-
lestir. sem var 22.118 smálestum
eða 25.9% meira en árið á undan.
Er það í fyrsta skiptið i sögu
samtakanna, sem framleiðslan
fer yfir 100.000 smálestir. Af
heildarfrystingu voru fryst fisk-
flök og fiskblokkir 83.584 smá-
lestir, sem var 77.7% framleiðsl-
unnar. Rúmlega helmingur eða
46.136 smálestir voru þorskflök
og blokkir. Veruleg aukning var
í frystingu karfaflaka og blokka
eða úr 6.638 smálestum árið 1978
i 11.543 smálestir 1979. Var það
73.9% aukning.
Útflutningur S.H. árið 1979 var
100.243 smálestir að verðmæti 76.6
milljarður króna. Að magni var um
14.235 smál. og 16.6% aukningu að
ræða. Að verðmæti jókst útflutn-
ingurinn um 31.7 milljarður kr. eða
70.6%.
Helstu markaðslönd voru: Smál.
Bandaríkin 58.001
England 14.862
Japan 9.556
Sovétríkin 8.953
Vestur-Þýskaland 1.969
Frakkland 1.821
Belgía 1.621
Nokkur aukning var í útflutning-
um til Bandaríkjanna frá árinu
.1978 eða 1.543 smálestir, sem var
2.7% aukning. Útflutningurinn til
Englands jókst um 3.394 smálestir
eða 29.6%. Fram kom í skýrslum,
að frá því að landhelgisdeilum við
Breta lauk árið 1976, hafi útflutn-
ingur S.H. á frystum sjávarafurð-
um á þennan markað aukizt úr
2.577 smálestum í 14.862 smálestir
árið 1979 eða tæplega sexfaldast. Þá
jókst útflutningur til Japans,
Belgíu og Frakklands verulega.
Einnig var um nokkra aukningu að
ræða í útflutningi til Sovétríkjanna
eða um 1.880 smálestir, sem var
bifreið var ekið út úr húsasundi,
sennilega hjá Faco, með þeim
afleiðingum að bifreiðin lenti á
barnakerru, sem 14 ára stúlka
ýtti á undan sér inn Laugaveg á
nyrðri gangstétt götunnar.
í kerrunni var l!/2 árs gamalt
barn, sem sakaði ekki, en kerran
skemmdist nokkuð. Ökumaður ók
hins vegar á brott, en fullorðinn
karlmaður, svo og kona sáu hvað
átti sér stað og gáfu stúlkunni upp
númer bifreiðarinnar. Stúlkan
skrifaði það ekki hjá sér og
gleymdi númerinu. Lögreglan ósk-
ar eftir að ná tali af þeim, sem við
sögu þessa koma, þegar í stað.
26.7% aukning frá árinu á undan.
I Bandaríkjunum annast fyrir-
tæki S.H., Coldwater Seafood Corp.,
öll sölumál. Heildarvörusala fyrir-
tækisins 1979 var að verðmæti US$
223.6 milljónir og hafði aukizt um
8.8% frá árinu á undan. Vaxandi
erfiðleikar eru í fisksölumálum í
Bandaríkjunum vegna samdráttar í
efnahagslífi landsins og versnandi
afkomu fólks.
- segir forsætis-
ráðherra
„RÍKISSTJÓRNIN hefur ekki tal-
ið, að minnsta kosti hingað til, að
sú vinnutilhögun væri æskileg,“
sagði Gunnar Thoroddsen, forsæt-
isráðherra, er Mbl. spurði hann í
gær, hvert væri viðhorf ríkis-
stjórnarinnar til endurtekinna til-
lagna og óska Vinnuveitendasam-
bands fslands um þríhliða viðranV
ur. „Ríkisstjórnin hefur nú að
höfðu samráði við aðila vinnu-
markaðarins skipað fjögurra
manna sáttancfnd til að vinna að
lausn kjaradeilunnar með sátta-
semjara ríkisins. Ríkisstjórnin
hefur lagt sig mjög fram um það
undanfarnar vikur að greiða fyrir
samningum með því að flytja og fá
samþykkt á Alþingi mikilvæg
umbótamál, sem verkalýðssamtök-
in leggja mikið upp úr.“
Mbl. spurði forsætisráðherra,
hvort hann teldi að ríkisstjórnin
ætti að láta samningsgerðina með
öllu afskiptalausa. „Auðvitað hlýt-
ur þessi ríkisstjórn að koma inn í
þessa vinnudeilu á einhverju stigi,
eins og aðrar ríkisstjórnir hafa
gert til að greiða fyrir samning-
um,“ svaraði Gunnar. „Slík afskipti
ríkisstjórna hafa þó venjulega ekki
komið til fyrr en á síðari stigum til
að leysa einhvern hnút.“
Mbl. spurði forsætisráðherra þá,
hvers vegna ríkisstjórnin hefði
ekki svarað óskum VSÍ um þríhliða
viðræður, en VSÍ hefur nú skrifað
viðskiptaráðherra og rakið sjö
skipti, þar sem VSI hefur borið
fram formleg tilmæli um að ríkis-
AFMÆLISFUNDUR Iðnþróun-
arsjóðs, sem er 10 ára um þessar
mundir verður haldinn í dag í
Kristalsal Hótels Loftleiða og
hefst hann klukkan 14.
Á fundinum flytur dr. Jóhannes
Nordal, formaður stjórnar sjóðsins
ávarp, og ennfremur Hjörleifur
Guttormsson, iðnaðarráðherra. Þá
flytur Gylfi Þ. Gíslason, prófessor
erindi, sem hann nefnir „Islenzk
stjórnin kæmi inn í samningamál-
in.
„Ég hef átt fundi með formanni
og framkvæmdastjóra vinnuveit-
endasambandsins og einnig hefur
félagsmálaráðherra átt við þá við-
ræður," sagði forsætisráðherra.
„Ríkisstjórninni er bæði af þessum
fundum, samtölum og bréfum VSÍ
kunnugt um viðhorf þess til kjara-
málanna. Þótt ríkisstjórnin hafi
ekki staðið í bréfaskiptum við
vinnuveitendasambandið ætla ég
að sjónarmið hafi komizt vel til
skila."
efnahagsþróun og alþjóðleg sam-
vinna". Þá flytur Erik Lundberg
erindi, sem nefnist „Várldsekon-
omin i kris — de smá lánders
problem" og Guðmundur Magnús-
son háskólarektor flytur erindi,
sem nefnist „Vaxtarskilyrði
íslenzks iðnaðar“. Fundarstjóri er
formaður framkvæmdastjórnar
Iðnþróunarsjóðs Pétur Sæmund-
sen.
Þinglausnir í gær:
63 lög og 15
þingsályktanir
Kveðjuávarp fráfarandi forseta
ÞINGLAUSNIR fóru fram
klukkan hálf fimm síðdegis í
gær. Forseti íslands, hr. Kristján
Eldjárn, ávarpaði Alþingi í
síðasta sinn sem þjóðhöfðingi.
Ávarp hans er birt í heild í Mbl. í
dag (Bls. 16). Jón Helgason, for-
seti Sameinaðis þings, þakkaði
forseta „öll hans ágætu störf,
fyrr og síðar í alþjóðarþágu, og
skilning hans á stöðu Alþingis“.
Sagði hann það til marks um
ágæti Kristjáns Eldjárns sem
forseta, er fréttamenn sjónvarps
spurðu vegfarendur um æskilega
eiginleika nýs, væntanlegs for-
seta, þá hafi flestir svarað, að
þann þyrfti að vera sem líkastur
þeim fráfarandi.
102. löggjafarþing íslendinga,
sem lauk í gær, stóð í 155 daga, frá
10. desember til 21. desember 1979
og frá 8. janúar til 29. maí 1980.
Alls voru haldnir 266 þingfundir:
70 í sameinuðu þingi, 90 í neðri
deild og 106 í efri deild. Alls voru
88 stjórnarfrumvörp lögð fyrir
þingið: 45 í néðri deild, og 41 í efri
deild og 2 í sameinuðu þingi. Þá
voru 21 þingmannafrumvörp lögð
fram í neðri deild og 14 í efri deild,
eða samtals 35. Þar af voru 52
stjórnarfrumvörp og 11 þing-
mannafrumvörp afgreidd sem lög,
4 var vísað til ríkisstjórnar en 56
urðu ekki útrædd.
I sameinuðu þingi voru lagðar
fram 62 tillögur til þingsályktana
en aðeins 15 afgreiddar sem þings-
ályktanir. 47 hlutu ekki afgreiðslu.
44 fyrirspurnir voru lagðar fram
og öllum svarað, utan 2. Skýrslur
ráðherra um einstaka málaflokka
voru 8. AIls komu 210 mál til
meðferðar í þinginu og tala prent-
aðra þingskjala varð 655.
Þetta þing var um margt sér-
stætt, enda hófst það tveimur
mánuðum síðar en venja er vegna
þingrofs og kosninga í byrjun
desembermánaðar sl.
Framleiðsla SH í fyrra
yfir 100 þúsund tonn:
Tæpur helmingur voru
þorskflök og blokkir
Iðnþróunarsjóður 10 ára