Morgunblaðið - 30.05.1980, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1980
Bjarni E. Sigurðsson framkvæmdastjóri Dags hestsins og Ragnar
Tómasson nefndarmaður. LjAsm. Mhi. Kristinn.
Melavöllur:
Dagur hests-
ins á morgun
DAGUR IIESTSINS verður á morgun. laugardag og verður skcmmtunin á Melavelli í Reykjavík. í'yrir deginum
standa Fálag tamningamanna og IlagsmunafélaKs hrossahu'nda. Mörx atriói verða til skemmtunar. en dagskráin
hefst á stóðhestasýninKU þar sem sýndir verða fimm 1. verðlauna stóðhestar. Að því atriði loknu verða sýndir
fimm stóðhcstar frá Stóðhestastóð BúnaðarfélaKs íslands. Síðan koma fimm nýdæmdir stóðhestar, en það eru
hestar sem aðeins hafa einu sinni komið fram áður. Kynnir þessara atriða verður Þorkell Bjarnason
hrossaræktarráðunautur.
Frá Degi hestsins á Melavellinum í fyrra.
Annar hluti sýningarinnar verður
nokkuð nýstárlegur, og hefst hann
með því að víkingasveit ríður um
völlinn. Þá verður ljósmóður- og
læknareið og einnig verða sýndar
heybands- og póstlestir. Síðan verð-
ur áhorfendum gefin hugmynd um
vélvæðingu í landbúnaði, en á því
sviði var hesturinn þarfasti þjónn-
inn í eina tíð. Næst koma fram
„gamlir höfðingjar", en það eru
frumherjar hestamennskunnar í
sinni núverandi mynd, hér á landi.
Þá verður sýning unglinga og loks
atriði sem kallað er „Fjölskyldan“,
en kynnir þessara atriða verður Jón
Sigurbjörnsson.
Þriðji liður sýningarinnar er af-
kvæmasýning, en þar verða sýnd
afkvæmi sjö stóðhesta. Stóðhestar-
nir koma frá Skuggaræktarfélaginu
í Borgarfirði, Fjallablésa undan
Eyjafjöllum, Kirkjubæ á Rangár-
völlum, Skýfaxa, hrossa-
ræktunarsambandi Suðurlands.
Einnig sýna tveir einstaklingar af-
kvæmi hesta sinna í þessu atriði en
það eru Jón Sigurðsson í Skollagróf
með afkvæmi Neista nr. 587 og
Sigurður Ellertsson frá Holtsmúla í
Skagafirði með afkvæmi Hrafns nr.
802. Að afkvæmasýningunni lokinni
verður sýning á vegum Félags tamn-
ingamanna og sýna þeir samspil
hests og manns. Þetta verður tíu
manna sveit og mun þar geta aö líta
marga snjöllustu tamningamenn
landsins. Lokaatriði sýningarinnar
verður kveðjuathöfn.
A sýningunni mun koma fram
fjöldi hrossa, áætlað er að um 100
hestar muni taka þar beinan þátt.
Að sögn þeirra Ragnars Tómassonar
nefndarmanns og Bjarna E. Sig-
urðssonar framkvæmdastjóra Dags
hestsins er aðstaðan á Melavellinum
afbragðs góð enda var þar áður
hestavöllur. Sögðu þeir að andi
hestanna svifi þar enn yfir.
Sýningin á Melavellinum hefst kl.
14, en lúðrasveitin Svanur mun leika
létt lög frá kl. 13. Forsala verður á
Melavellinum í dag frá 12 til 18 og
frá kl. 10 á laugardag.
HEILHVEITI
KAFFI
OSTA
TVIBOKUR
r
Avallt í fararbroddi. Ragnarsbakarí með
nýjar umbúðir og kringlurnar geymast
betur, haldast stökkar og taka minna
pláss.
Auk þess geturðu vaiið um þrjár tegundir
af þessari viðurkenndu gæðavöru.
RAGNARS BAKARÍ.
SÍMI 92-2120.
62 tóku próf í öldunga-
deild í Hveragerði
ÖLDUNGADEILDINNI í Hvera-
gerði var slitið í fyrsta skipti 22.
maí, en þegar deildin tók til starfa
í janúar hófu nám 83 nemendur
frá Hveragcrði, Ölfusi (Þorláks-
höfn), Selfossi, Stokkseyri og
Gnúpverjahreppi. Sveitarfélögin
styrktu öll rekstur deildarinnar,
nema tvö hin síðastnefndu —
segir í fréttatilkynningu frá öld-
ungadeildinni.
Öldungadeildin í Hveragerði
starfar í nánu samstarfi við
Menntaskólann í Hamrahlíð og
voru prófin lögð fyrir nemendur á
sama tíma. AIls þreyttu 62 próf í
Hveragerði og gekk nemendum vel
og hafa þeir þegar innritazt í
næstu námsönn, sem hefst í sept-
ember.
Innritun nýrra nemenda fer
fram í dag og á morgun í Gagn-
fræðaskólanum í Hveragerði.
Yerða 100 tonn af
íslenzkum landbún-
aðarafurðum snædd
í vélum Flugleiða?
f FLUGELDIIÚSINU á Keflavíkur-
flugvelli jukust umsvif verulega frá
og með 1. þessa mánaðar er farið
var að útbúa þar allan mat í
vesturflug til New York og Chic-
ago, en hann var áður tekinn i
Luxemburg.
Enn eykst starfsemi eldhússins
næsta haust þegar allur matur í út-
og heimaflug til Norðurlanda og
Bretlands verður tilreiddur þar.
Þessi ákvörðun er þó því skilyrði
háð, að samþykki yfirvalda fáist við
tillögu Flugleiða um breytingar á
húsnæði eldhússins. Loks er að því
stefnt, segir í Félagspósti Flugleiða,
að allt hráefni í mat í flugeldhúsi
verði íslenzkar landbúnaðar- og
sjávarafurðir. Þannig er gert ráð
fyrir að kaup Flugleiða á íslenzkum
landbúnaðarafurðum gætu orðið um
100 tonn á ári.
Húsakönnun í
Stykkishólmi
HÖRÐUR Ágústsson, listmál-
ari mun á almennum fundi,
sem haldinn verður í Stykkis-
hólmi í kvöld kynna nýút-
komna bók sína, sem fjallar um
húsakönnun í Stykkishólmi.
Mun Hörður sýna skugga-
myndir með fyrirlestri sinum,
en fundurinn er haldinn í
Félagsheimiiinu og hefst
klukkan 20,30.
Þá verður og opnuð sýning í
veitingasal hótelsins í Stykkis-
hólmi, þar sem verkið er sýnt
ásamt stækkuðum ljósmyndum
úr safni Jóhanns Rafnssonar og
myndir, lýsingar og uppdrættir
úr fyrri rannsóknum Harðar
verða þar einnig til sýnis.