Morgunblaðið - 30.05.1980, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1980
Leituðu að flóttamönnum
áður en við létum úr höfn
— ENGINN flóttamannastraum-
ur var hafinn frá Kúbu þegar við
vorum þar, en þarna er mun
meira eftirlit með ferðum okkar
og strangar fylgst með öllum
athöfnum en við eigum að venjast
og leitað vandlega í skipinu
þegar við fórum til að athuga
hvort nokkrir laumufarþegar
væru um borð, sagði Hafliði
Baldursson skipstjóri á flutn-
ingaskipinu ísnesi, sem sigldi til
Kúbu nýverið.
—Við fórum frá landinu í end-
aðan febrúar og var ferðinni heitið
til Kúbu með loðnumjöl, sem við
höfðum lestað á þremur stöðum á
landinu. Siglingin suður tók 16
daga, en mikil bræla var svo til
alla leið, sem tafði talsvert fyrir
okkur, en leiðin er um 3.800
sjómílur. Þegar við komum til
Isabella á laugardagskvöldi voru
4—5 vindstig og lóðsinn komst
ekki út og því urðum við að bíða
betra veðurs. Á mánudagsmorgun
komst lóðsinn um borð og var þá
siglt inn á innri leguna og þá
komu 34 menn um borð til að
„innklara" skipið og leituðu toll-
verðir hátt og lágt um skipið. Við
venjulegar aðstæður t.d. hér
heima hefðu komið svona 4—5
tollverðir um borð. En á mánu-
dagskvöld komumst við upp að
bryggju og gátum hafið losun og
dvöldum við í Isabella og síðan í
annarri borg, Nuevitas, í 18 daga
og héldum þaðan á föstudaginn
langa, 4. apríl.
Rætt við Hafliða
Baldursson
skipstjóra á
Isnesi sem
sigldi nýverið
til Kúbu
Hvað gerðu skipverjar meðan
mjölinu var skipað upp?
—Stýrimaður og annar maður
með honum fylgdust alltaf með
uppskipun og aðrir af skipshöfn-
inni voru við ýmis konar við-
haldsstörf um borð á daginn, eins
og venjulega, en á kvöldin var
leyft að fara í land og máttum við
vera í landi milli kl 6 og 10 á
kvöldin. Skipstjórinn er þó öllu
frjálsari og má fara um að eigin
geðþótta. Menn fóru náttúrlega í
I
Hafliði sagði að húsin væru fremur lasburða, en allt var þó hreinlegt
og snyrtilegt.
BÓT — VERKSMIÐJUUTSALA — BOT
Verksmiðjuútsalan
sem allir hafa beðið eftir
Mjög glæsi
legt úrval
af buxum
á alla fjöl-
skylduna
Barnabuxur úr denim, flauel
og flannel, dömubuxur úr
denim, flauel, flannel og
kakhi, herrabuxur úr flauel,
kakhi og denim.
Bútar í glæsilegu úrvali.
Einstakt tækifæri að
verzla ódýrt fyrir
sumarið.
Opið í dag
frá kl.
9—7 e.h.
Opið á morgun
frá kl.
9—6 e.h.
Fatagerðin BÖT,
Skipholt 3, 2. hæð, •ími 29620.
FATAGERÐIN BOT H.F,
Frá hafnarsvæðinu, ísnes fjærst tií vinstri á myndinni. — Ljósm.
Guðm. Jafetss.
land á þessum leyfða tíma, en það
var ekki mikið hægt að gera,
ganga og skoða sig um, þokkalegir
matstaðir voru á báðum stöðunum
og nokkrir barir. Strákarnir fundu
að vísu líka eitthvert diskótek, en
það var ekki opnað fyrr en eftir
klukkan 10 svo þeir komust aldrei
þangað. En verzlanir voru fáar og
við sáum t.d. hvergi matvörubúð
og yfirleitt var mjög lítið um að
vera þarna, en bæirnir sem við
komum til voru með kringum 4
þúsund og 30 þúsund íbúa.
Þið hafið ekki þurft að afla ykkur
vista ?
—Nei, við lögðum upp með
tveggja mánaða birgðir, en pönt-
uðum þó kjöt og ávexti og eitthvað
fleira smávegis, en fengum ekkert
kjötið og Havana vindla var ekki
hægt að fá. En fólkið tók vel á
móti okkur og þótt við gætum ekki
talað við nema fáa, ræddum við
örlítið við tollarana og lóðsana um
lífið á Kúbu. Þeir töluðu ágæta
ensku og t.d. sagðist einn tollar-
inn, sem ég held að hafi lært
ensku í Bandaríkjunum, viðhalda
henni með því að horfa á banda-
ríska sjónvarpið, en þarna ná þeir
2 eða 3 stöðvum frá Flórída og er
mikið horft á þær.
—Algeng laun eru um 7 pesos á
dag eða sem svarar til 5 þúsunda
ísl. króna. Sígarettupakki kostaði
1,65 pesos svo ekki er mikið hægt
að veita sér fyrir þessi laun.
Húsakosturinn var lélegur en
þrifalegur, en mikið er lagt upp úr
hreinlæti. Þó er sápa skömmtuð
og margar aðrar vörur eins og
kaffi og sykur. Bílar sáust sára-
fáir og voru þeir annað hvort frá
Rússlandi eða bandarískir bílar
frá því fyrir 1959. í dag fá allir
nægan mat, en fyrir tíð Castros
voru margir sem bjuggu við nær-
ingarskort.
Var mikið eftirlit með ykkur
þegar þið fóruð í land ?
—Þegar skipverjar fóru í land
var tekið af þeim vegabréfið og
þeim afhentur landgöngupassi við
hafnarhliðið. Þar var einnig skráð
hvað þeir höfðu meðferðis af
fjármunum, úr, hringir og þessir
persónulegu hlutir allir skráðir og
bornir saman við skrána þegar
menn komu aftur að hliðinu. Mér
voru líka skammtaðir peningar
þannig að ég gat ekki látið strák-
ana fá nema lítið í einu og var það
eflaust gert til að þeir gætu ekki
borist mikið á eða fært fólki
pening, sem það gæti síðan not-
fært sér til að komast burtu.
—Þegar við lukum uppskipun og
ætluðum að láta úr höfn að kvöldí
fengum við ekki leyfi til þess, því
að umferð um hafnirnar hefur
verið bönnuð eftir sólsetur. Það
hafði komið fyrir nokkrum mán-
uðum áður að menn komust undan
á lóðsbátnum í skjóli myrkurs og
eftir það voru reglurnar hertar.
Og síðan þegar við ætluðúm að
halda af stað frá Kúbu komu 12
hermenn um borð til að athuga
hvort nokkrir flóttamenn væru
um borð. Þeir lokuðu alla áhöfn-
ina inni í einu herbergi og leituðu
síðan um allt skipið í fylgd 1.
stýrimanns, en fundu sem betur
fór engan.
Það er fyrirtækið ísskip, sem
gerir út ísnes og Selnes, sem eru
4.500 og 5.800 tonna skip og er
Selnes stærsta skip íslenzka flot-
ans í dag. Eftir að hafa losað
mjölið á Kúbu hélt Hafliði með
skip sitt til Bandaríkjanna, lestaði
vörur til Noregs og tók svo þar
hráefni til járnblendiverksmiðj-
unnar að Grundartanga og varð
útivistin alls um tveir mánuðir.
Hafliði var að lokum spurður
hvort líklegt væri að þeir færu
aðra ferð til Kúbu:
—Það er ekkert því til fyrir-
stöðu af minni hálfu, en það voru
farnar 4 aðrar ferðir með loðnu-
mjöl til Kúbu og voru þær farnar
með erlendum leiguskipum. Það
gæti því alveg farið svo að við
sigldum þangað aftur.
Alþjóðleg skótaus
sýning í Oporto
DAGANA 13.—15. júní verður
haldin alþjóðleg skótaussýning
í Oporto í Portúgal, en þar eru
margar helztu skóverksmiðjur
landsins og svo sem alkunna er
kaupa íslendingar verulegt
magn af skótaui frá Portúgal.
Munu áttatíu fyrirtæki sýna
þar varning sinn. Fjöldi er-
lendra gesta sækir venjulega
þessa sýningu, sem haldin er
árlega.
Framleiðsla á skófatnaði í
Portúgal var fram til 1960 ekki
meiri en svo að fullnægði inn-
anlandsmarkaði, en síðan hefur
hún verið efld mjög og síðustu
tíu árin hafa Portúgalar látið
mjög að sér kveða á þessum
vettvangi og árið 1977 voru flutt
út 8 milljón pör af skóm af
framleiddum 18 milljónum.
Prófjjrédík-
anir í dag
AÐ ÞESSU sinni Ijúka sex kandi-
datar j)rófi í guðfræðideild Há-
skóla Islands. Flytja þeir prédik-
anir sína, sem eru seinasti þáttur
prófsins, í Háskólakapellunni í
dag, föstudag. Hefst athöfnin kl.
14. Þeir sem prédika, eru Gerhard
Hansen, Guðmundur Karl Ágústs-
son, hilmar Baldursson, Kjartan
Jónsson, Torfi Hjaltalín Stefáns-
son og Þorbjörn Hlynur Árnason.
Þessi athöfn í kapellunni er opin
almenningi. Gerhard Hansen er
fyrsti Færeyingurinn, sem stund-
að hefur nám í guðfræðideildinni
og lýkur þaðan prófi.