Morgunblaðið - 30.05.1980, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980
+ ÞÓRA VIGFÚSDÓTTIR, Hvassaleíti 30, lézt á Landspítalanum, miövikudaginn 28. maí. Fyrir hönd vandamanna. Halla Hallgrímsdóttir.
+ Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR, Varmahlíö undir Eyjafjöllum, er látin. Útför fer fram frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn 31. maí kl. 2. Einar Sigurösson, börn, fóstursonur, tengdabörn og barnabörn.
t Litla dóttir okkar, Hildígunnur, lézt á hvítasunnudag. Jaröarförin hefur fariö fram. Innilegar pakkir fyrir auösýnda samúð. Alúðarþakkir sendum viö læknum og ööru starfsfólki vökudeildar Landspítalans. Kristín Kjartansdóttir, Jón Gunnar Sæmundsson.
+ Móöir okkar SIGURBORG ANDRÉSDÓTTIR, frá Eskifiröi, er andaöist aö Vífilsstööum þann 23. þ.m. veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 2. júní kl. 3. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, dætur hinnar látnu.
+ Sonur okkar og bróðir, HAFSTEINN SIGURÐSSON, Safamýri 38, er lést af-slysförum 25. maí, veröur jarösunginn frá Eyrarbakka- kirkju laugardaginn 31. maí kl. 2 e.h. Vilborg Sæmundsdóttir, Siguröur Guömundsson, Guðmundur Jónatan Sigurösson.
+ Hjartkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, ÁRNI JAKOBSSON, Fellsmúla 9, lést aö morgni 29. maí í Borgarspítalanum. Ellen Danielsdóttir, Guöbjörg Árnadóttir Calmon, Eríc Paul Calmon, Þorkell Arnason, Rakel Egilsdóttir og barnabörn.
+ Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN GÍSLASON, Rauöageröi 58, lést þann 27. maí. Útförin auglýst síöar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Þórey Ólafsdóttir.
+ Jaröarför systur okkar, INGIGERÐAR SVÖVU JÓHANNSDÓTTUR, Núpum, Ölfusi, fer fram frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 31. maf kl. 14.00. Systkini hinnar látnu.
t
Okkar innilegustu þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og vináttu
viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, föður, sonar, tengdason-
ar og afa,
NILS PAULI MEINHARD PAULSEN,
Norðurvör 13,
< Grindavík.
Agnes Paulsen,
Sigurrós Paulsen,
Magnús Kristinsson,
Lena Paulsen,
móðir, systkini og barnabörn hins látna.
^ *
Olafur Olafsson
Minningarorð
Fæddur 17. nóvember 1956
Dáinn 25. maí 1980
ÓmaAu. sál mín. likt ok lind i hatra.
I lyxnum þinum spntlist himinninn
mod skýjadýrA »K litaljoma sinn.
Ia>lKjilrð um vorid só þín a-visajta.
(Tóm. (iuóm.)
Hvað er hægt að segja þegar
góður og skemmtilegur drengur
hverfur burt úr þessum heimi,
eins og hendi sé veifað? Enn
höfum við ekki áttað okkur á því
að hann sé horfinn fyrir fullt og
allt, hann sem var glaður og reifur
með okkur hér fyrir örfáum dög-
um.
Óli var að eðlisfari fremur
hlédrægur og bar ekki tilfinningar
sínar á torg. í vetur lauk hann
prófi úr Iðnskólanum og núna
virtist okkur sem lífið brosti við
honum. Og þá er hann tekinn í
burtu og allir spyrja: af hverju
hann? Eina svarið við því er að
þeir deyja ungir, sem guðirnir
elska. Bílar voru hans aðaláhuga-
mál og vina hans. Þar nutu sín til
fulls hæfileikar hans í meðferð
véla.
Við höfum verið mjög mikið á
heimili Óla í mörg undanfarin ár
og þar af leiðandi fengið að vera
þeirrar gleði aðnjótandi að fá að
kynnast honum. Óli var mjög
handlaginn og allt sem þarfnaðist
nákvæmni lék í höndum hans.
Eftir því sem við urðum eldri
fengum við að kynnast Óla betur
og komumst að raun um hvern
mann hann hafði að geyma.
Óli var sonur hjónanna Drífu
Garðarsdóttur og Ólafs Jónssonar.
Hann átti 3 systkin, Eddu,
Kristínu, Hildi og Garðar.
Þessi fáu orð segja kannski ekki
mikið hvernig Óli var en minning-
in um hann mun ætíð lifa í hugum
okkar. Við hugsum um hann sem
góðan dreng, sem var búinn mörg-
um, góðum kostum. Við vottum
foreldrum hans, systkinum og
vinum hans innilega samúð.
Blessuð sé minning Óla.
A. og J.
Kveðja írá systkinum
-Flýt þór. vinur. I ÍCKra hcim;
krjúptu aó fótum frióarhoóans
»K fljÚKÓu á vænKjum morKUnroóans
mcira aó starfa kuAs um Kcim.
J.II.
Hvítasunnumorgunninn er að
öllum jafnaði upphaf fagnaðar-
hátíðar, en í þetta skipti var
sköpum skipt, því að þá barst
okkur fregnin um hið sviplega
fráfall Óla bróður okkar, sem
fórst í bifreiðarslysi í morgunsár-
ið. Hvernig gat okkur til hugar
komið að leiðir okkar skildu svo
sviplega og á einu augabragði og
allra síst okkur systkinum hans,
en vegir örlaganna eru órannsak-
anlegir og við því verður víst lítið
sagt. í systkinahópinn hefir nú
verið höggvið skarð sem stendur
ófyllt og opið. Hann var okkur svo
sannarlega góður bróðir, sem vildi
allt fyrir okkur gera, hjálpfús og
óeigingjarn og gat lagfært alla
hluti sem aflaga fóru og gert gott
úr hverju því, sem hann mátti. Við
söknum hans sárt því að það er
mikill missir að sjá á bak góðum
bróður í blóma lífsins, þegar hann
var einmitt að hefja lífsstarf sitt,
en það þýðir ekki að deila við
dómarann og eftir er minningin
um góðan bróður — en við trúurn
því að honum vegni vel á nýjum
vegum bak við gröf og dauða um
leið og við þökkum fyrir horfin
bernsku- og unglingsár sem við
áttum saman. Blessuð sé minning
hans.
Edda. Garðar og Kristín.
t
Minningarathöfn um
ELÍSABETU BARTELS
veröur í Dómkirkjunni föstudaginn 30. maí 1980 kl. 3.
Fyrir hönd aöstandenda,
Jón Thorarensen.
Jaröarför systur okkar, +
GUÐFINNU GÍSLADÓTTUR,
Hátúni 10A,
fer fram frá Selfosskirkju, laugardaginn 31. maí kl. 2.
Fyrir hönd vandamanna. Jón Gíslason, Siggeir Gíslason.
t
Þökkum hjartanlega auösýnda vináttu og samúö viö andlát og
jaröarför
SIGURBJÖRNS GUTTORMSSONAR,
frá Stöö.
Börn og tengdabörn.
+ Eiginkona mín, fósturmóðir, móöir, tengdamóöir, amma og
langamma.
GUÐRIDUR PETURSDÓTTIR
frá Brekku,
Grindavík,
veröur jarösungin laugardaginn 31. maí kl. 14. frá Grindavíkur-
klrkju.
Kristinn Jónsson,
Guömundur Kristjánsson, Jóna Þorsteinsdóttir,
Hildur Kristinsdóttir, Gunnar Þorleifsson,
Sigríöur Kristinsdóttir, Kristján Jóhannsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Þessi fátæklegu orð eru lítil
kveðja frá okkur vinum Óla í
Hamrahlíð 33.
Það var mikil sorgarfregn, sem
hvítasunnudagurinn síðasti flutti
okkur, þegar fréttist um hið
hörmulega slys við Arnes í Árnes-
sýslu. Eins og flett væri blaði í
bók, var komið nýtt efni og
innihald á spjöldin. Óli var ekki
lengur með í leiknum.
Við fjölskyldurnar í Hamrahlíð,
sem búið höfum undir sama þaki í
16 ár, höfum bundizt sterkum
vináttuböndum, og börnin, sem
alizt hafa upp sitt í hvorum enda
hússins, hafa vaxið upp sem systk-
ini við leik í sama garði. Við
höfum séð hann vaxa úr grasi frá
því hann var ungur drengur,
þroskast og verða að kröftugum og
karlmannlegum manni. Óli var
glaðsinna, hjartahreinn og hjálp-
samur. Af dagfari hans mátti því
einu kynnast, sem prýða má ung-
an mann. Hugur hans stóð til véla
og verkmenningar, hafði enda
lokið prófi sem vélvirki. Óli hafði
gaman af ökutækjum, ef til vill
um of. En eigum við ekki öll óskir
og þrár, sem öðrum finnst orka
tvímælis og skynsamleg rök gera
ekki strax augljós.
Hún systir hans litla sagði
eitthvað á þess leið, þegar hún
heyrði sorgartíðindin: „Af hverju
þurfti þetta að koma fyrir?“ Hún
spurði eins og við mannanna börn
spyrjum svo oft þegar við rýnum
út í óvissuna, sem umlykur okkur.
Eitt svar er okkur veitt. Silfur-
þráðurinn slitnar, skjólan mölvast
við lindina og hjólið brotnar við
brunninn.
Þökk fyrir hjartahreina og
ógleymanlega vináttu.
Tryggvi Þorsteinsson
Birting
afmælis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á i
miðvikudagsblaði, að berast i
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu linubili.