Morgunblaðið - 30.05.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.05.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980 5 Ágreiningur um kjör í Húsnæðismálastjórn á Alþingi: Út í hött að fjórir af 22 ráði einum af þremur í nefndum - segir Ólafur G. Einarsson MIKIÐ fjaðrafok varð á Alþingi í gær rétt fyrir þinglausnir vegna máls- meðferðar stjórnarsinna á kjöri í húsnæðismála- stjórn, en stjórnarand- staðan vitnaði í samkomu- lag, sem gert hefði verið um kjör í stjórnina um að ekki yrðu bornir fram fleiri stjórnarmenn en kjörnir yrðu. Rétt fyrir lokafund þingsins sameinuðust Al- þýðubandalag, Framsókn- arflokkur og stuðnings- menn Gunnars Thoroddsen um lista, þannig að 3ji maður á lista þingflokks Sjálfstæðisflokksins myndi sýnilega falla. Þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins var Ólafur Jensson, en fjórði maður á lista stjórn- arsinna, sem hlaut kjör er Gunnar S. Björnsson. Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks sjálf- stæðismanna og Sighvatur Björgvinsson formaður þinglflokks sjálfstæð- ismanna og Sighvatur Björgvinsson formaður þingflokks Alþýðuflokksins vitnuðu til samkomulags- ins og töldu það brotið með þessum hætti. Mótmæltu þeir því, en þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem töluðu, kváðu þingflokkinn hafa tekið ákvörðun í stjórn Húsnæðismálastofn- unar. Öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hefði verið kunnugt um það þeg- ar á miðvikudag í síðustu viku. Fram var tekið, að gagnrýnin beindist á engan hátt gegn Gunnari S. Björnssyni, sem nyti trún- aðar þingflokks sjálfstæð- ismanna. Hins vegar beind- ust mótmælin gegn vinnu- brögðunum, „baktjalda- makkinu og óhreinlynd- inu“, sem væri „lítilsvirð- ing á réttilega tekinni ákvörðun þingflokksins, en þingflokkar gegndu viður- kenndu hlutverki í þing- ræðiskerfinu." í Húsnæðismálastjórn voru kjörnir: Þráinn Valdi- marsson, Guðmundur Gunnarsson, Ólafur Jóns- son og Gunnar S. Björns- son, af lista stjórnarliða; Gunnar Helgason, og Jó- hann Petersen, af lista sjálfstæðismanna og Jón H. Guðmundsson af lista Alþýðuflokks. Varamenn voru kjörnir, taldir í sömu röð: Hákon Hákonarson, Grímur Runólfsson, Sig- urður Magnússon, Óli Þ. Guðbjartsson, Ólafur Jensson, Salóme Þorkels- þátt í störfum þingflokksins í vetur. Hins vegar vissu þeir gjörla, að þingflokkurinn yrði að ákveða framboð til húsnæðismálastjórnar og að það yrði kosið á síðasta degi þingsins. Við mig hafði enginn þeirra þó samband fyrr en Gunnar Thoroddsen gerði það í morgun klukkan tíu og spurði, hvaða ráðgerðir væru hjá okkur varð- andi framboð í húsnæðismála- stjórn. Ég sagði honum að málið hefði verið rætt á tveimur þing- flokksfundum hjá okkur og hver niðurstaðan hefði orðið. Ég átti svo taL við Gunnar Thoroddsen og Friðjón Þórðarson laust fyrir klukkan eitt í dag og báru þeir þá fram þá ósk, að Gunnar S. Björnsson yrði einn af þremur aðalmönnum og Ólafur Jensson færðist í varamannssæti. Ég tjáði þeim, að frá framboðinu hefði verið gengið, en ég væri reiðubúinn til að taka málið upp að nýju í þingflokknum. Það gerði ég, en þingflokkurinn var ekki reiðubúinn til að gera breytingar á framboðinu. Ég tilkynnti Gunnari um þessa niðurstöðu. Hann og stuðnings- menn hans brugðu þá á það ráð að bjóða fram með öðrum stjórnar- liðum og var mér ekkert sérstak- lega um það tilkynnt." Umsögn Gunnars Thoroddsens „Meirihluti þingflokks Sjálf- stæðisflokksins verður að fara að átta sig á stöðunni og gera sér grein fyrir raunveruleikanum," sagði Gunnar Thoroddsen forsæt- isráðherra, er Mbl. spurði hann í gær um ágreininginn í þingflokkn- um um kjör í húsnæðismálastjórn. „Það er tilgangslaust fyrir meiri- hlutann að berja höfðinu við steininn og halda að hann geti ráðið vali 3ja manna í 7-manna nefndir án þess að taka neitt tillit Meirihluti þingflokksins átti sig á raunveruleikanum - segir Gunnar Thoroddsen til okkar, sem að ríkisstjórninni stöndum. Meginatriði þessa máis eru þau, að það er staðreynd, að þegar kjósa skal í 7-manna nefndir fá þingmenn Sjálfstæðisflokksins 3 menn kjörna, ef þeir standa allir saman, ef stjórnarandstaðan í þingflokknum kýs ein sér, fá þeir aðeins 2 menn. Bjóði stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar fram sameiginlegan lista fá þeir 4 menn kosna af þessum 7 og af þeim eru 2 framsóknarmenn, 1 alþýðubanda- lagsmaður og einn sjálfstæðis- maður. Við, sem að ríkisstjórninni stöndum, óskum eftir því að fyrri leiðin sé farin þannig að allir sjálfstæðismenn 22 að tölu bjóði fram sameiginlegan lista. Það getur auðvitað ekki gerzt með þeim hætti að meirihluti þing- flokksins ráði einn öllum þremur sætunum. Samstaða verður að byggjast á því að meirihlutinn ráði tveimur sætum og stuðn- ingsmenn stjórnarinnar einu sæti. Við kosningu 7 manna á Alþingi í húsnæðismálastjórn lögðum við, sem styðjum ríkisstjórnina, til, að einn af þessum þremur yrði Gunn- ar S. Björnsson, byggingameistari, sem er þaulkunnugur húsnæðis- málum og húsnæðislöggjöf og er formaður málefnanefndar Sjálf- stæðisflokksins um félags- og hús- næðismál. Þingflokkurinn hafnaði þessari uppástungu og klauf þar með þetta samstarf, sem við óskuðum eftir. Af því leiddi að stjórnarliðið bauð fram sameigin- legan lista, sem Gunnar S. Björnsson var á og var hann kosinn, en listi meirihluta þing- flokks Sjálfstæðisflokksins fékk tvo rnenn." Mbl. spurði Gunnar, hvenær þetta hefði gerzt, en hann sagðist ekki á þessari stundu vilja rekja málið nákvæmar né segja fleira um það. dóttir og Gunnar Gissurar- son. Umsögn Ólafs G. Einarssonar. „Að fjórir menn telji sig eiga rétt á því að ráða 1 manni af þremur, sem 22 menn bjóða fram er út í hött. Framboð ráðast eftir atkvæðagreiðslu í þingflokknum,“ sagði Ólafur G. Éinarsson, for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins er Mbl. spurði hann í gærkvöldi um klofning sjálfstæð- ismanna við kjör í húsnæðismála- stjórn. „Þetta framboð þingflokks- ins var ákveðið á lögmætum þing- flokksfundi á miðvikudaginn. Annars verð ég að lýsa furðu minni á því, að ríkisútvarpið skuli nú i kvöld taka við athugasemd þingmanns, þó ráðherra sé, sem ekki sá ástæðu til að taka til máls um málið á Alþingi, en hefur svo samband við útvarpið eftir á. Þetta tel ég vera vanvirðu við Alþingi." Mbl. spurði Ólaf, hvort einhver af stuðningsmönnum ríkisstjórn- arinnar hefði verið á þingflokks- fundi þeim, sem gekk frá framboð- inu til húsnæðismálastjórnar. „Nei. Það var enginn þeirra fjór- menninga á þeim fundi og er slíkt ekkert nýtt,“ svaraði Ólafur. „Þeir hafa ekki tekið neinn afgerandi Prófessorsembætti í sögu: Einn umsækjandi var dæmdur hæfur „Gunnar Karlsson var einn umsækjenda dæmdur hæfur. Meira hef ég ekki um málið að segja fyrr en umfjöllun um það er lokið innan háskólans," sagði Ingvar Gíslason, mennta- málaráðherra, er Mbl. spurði hann í gær, hvað liði skipan i prófessorsembætti í sögu við Háskóla íslands. Af 6 umsækjendum um stöð- una drógu 4 umsóknir sínar til baka áður en málið fór til lokaafgreiðslu í háskólanum, þar sem aðeins umsóknir dr. Gunn- ars Karlssonar og Helga Þor- lákssonar cand. mag. koma þá til afgreiðslu. Hinir umsækjendurnir voru; Björn Teitsson mag. art., Egill Stardal cand. mag., Ólafur As- geirsson mag. art. og dr. Svein- björn Rafnsson. a1 Manhattan Transfer á Draumamarkaönum S'\^v Þú getur séö hinn frábæra sönghóp Manhattan Transfer flytja öll sín þekktustu lög á tónleikum á videóinu hjá okkur á Draumamarkaðnum aö Hverfis- götu 56 (viö hliðina á Regnbogan- um) í dag og næstu daga. Viö bjóöum þér aö eignast 19 laga hljómleikaplötu MANHATTAN TRANSFER fyrir aöeins 3.500 kr. Auk þess, sem þu getur eignast Manhattan Transfer Live fyrir lítinn pening, bjóöum viö upp á meira úrval af góöum plötum, en þú hefur nokkurntíma látið þig dreyma um og veröinu er svo sannarlega stillt í hóf. Líttu viö á Draumamarkaðnum, eöa hringdu í síma 12460 og pantaöu og viö sendum í póstkröfu samdægurs. Draumamarkaöurinn, Hverfisgötu 56, sími 12460 ^ Heildsöludreifing I stoÍAorhf símar 85742 og 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.