Morgunblaðið - 30.05.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.05.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1980 7 j Loforö efnt meö loforöi Frumvarp um Húsnæð- | ismálastofnun ríkisins . hefur valdiö nokkrum < deilum á Alþingí. Þaö á | að heita efndir á sam- komulagi sem gert var I fyrir nokkrum árum til að | greiða fyrir samningum á ' vinnumarkaði. Hins vegar | verður niðurstaðan . „hrákasmíö“ í tímahraki á I síðustu dögum þings; — I innstæðulaus ávísun, sem geymir fyrirheit án I fjármögnunar. Um þetta ■ segir Alþýðublaðið í leið- ' ara í gær: „Það er illt til | þess að vita, ef þessi . merka löggjöf reynist I andvana fædd, vegna | breytingartillagna á sein- ustu stundu, sem marg- | falda fyrirsjáanlega láns- I fjárþörf vegna íbúðar- I lána, án þess að nokkur | tilraun sé gerð til þess að tryggja tekjustofna á I móti.“ | Það kom fram í um- 1 ræðu á Alþingi um þetta mál, í ræðu J óhönnu Sig- urðardóttur (A), að um- framþörf fjármagns, sem síðustu breytingar á frumvarpinu skapa, án þess að stafkrókur sé fyrir fjáröflun á móti, sé allt að 130.000 milljónir króna á næsta áratug. Dálaglegur „félagsmála- pakki“ það, eða öllu held- ur: dálaglegt gat á „fé- lagsmálapakka"! Skeröing byggöasjóös ríkisins Hingað til hefur mikil- vægasti tekjustofn Bygg- ingarsjóðs ríkisins verið 2% hlutdeild í launa- skatti, en sá sjóður hefur verið og er hornsteinn hins almenna húsnæðis- lánakerfis. Núverandi ríkisstjórn er að knýja gegnum Alþingi helm- ings skerðingu þessa höfuötekjustofns hins al- menna húsnæðislána- kerfis. Þetta fjármagn er fært yfir í Byggingarsjóð verkamanna, sem hefur aöeins fjármagnað 5 til 10% íbúðabygginga, á móti 90 til 95% hjá ai- menna húsnæðislána- kerfinu. Á sama tíma eru margháttuð og fjárfrek viðbótarverkefni færð á byggingarsjóö ríkisins sem að sjálfsögðu eykur ekki á lánagetu hans til húsbyggjenda. Mergurinn málsins er sá, að ekkert viðbótar- fjármagn er fært í hús- næöislánakerfið, á heild- ina litið. Byggingarsjóöur ríkisins er hins vegar stórskertur en hann hef- ur verið burðarásinn í iánakerfi íbúðabygginga. Fjárfestingar- og láns- fjáráætlun sýnir og, ef grannt er gáð, að útlán úr byggingarsjóði verka- manna eiga að dragast saman um 2.5% frá fyrra ári, eöa iækka úr 1175 m. kr. í 1146 m. kr. 1980. Útlán úr Byggingarsjóði ríkisins hækka minna, samkvæmt sömu áætlun, en sem nemur hækkun byggingarvísitölu. Stjórn- völd gera því bersýnilega ráð fyrir að framkvæmdir á sviði húsnæðimála dragist saman á þessu ári í samanburði við liðin ár, þrátt fyrir gagnstæð orð. Stórar umbúö- ir — örsmátt innihald. Loforðið sem gefið var á sínum tíma um fyrir- greiðslu í byggingarmál- um hefur nú verið sett í lagabúning — án raun- verulegra fjármögnun- arefnda, en þær skipta að sjálfsögðu höfuðmáli. Lánakerfi íbúðabygginga er þó ekki eflt á heildina litið, því fyrirheit án fjár- magns eru til fárra fiska metin. Það er því borin von að þetta meingallaða frumvarp hafi jákvæð áhrif á kjarasamninga, sem fram undan eru. Það eitt aö stjórnarliðar viður- kenna nauðsyn tafar- lausrar endurskoðunar þessara laga — meöan á fæðingu þeirra stendur — segir sína sögu. Gagn- rýni á efnisatriði frum- varpsins koma og ekki síður úr þeirra röðum, samanber þingræöu Ól- afs Þ. Þórðarsonar (F) á Alþingi í fyrradag, en hann tók í orði undir flest ádeiluatriði stjórnarand- stæðinga, þó „handjárn- in“ haldi sjálfsagt við endanlega atkvæða- greiðslul Höfuögallar frumvarps- ins eru þessir: 1) Megin- atriði málsins, hvern veg á að fjármagna fram- kvæmd laganna, er í stór- um dráttum sniögengiö; 2) Byggingarsjóöur ríkis- ins, sem er lánasjóöur um 90% íbúðarbygginga í landinu, er stórlega skertur, 3) Byggingar- sjóður verkamanna er efldur á kostnað bygg- ingarsjóðs ríkisins — og á engan hátt annan, 4) Deildaskipting Húsnæð- ismálastofnunar, eins og hún er nú hugsuð, eykur á yfirbyggingu hennar og stjórnunarkostnað 5) Skipan stjórnar Húsnæð- ismálastjórnar, þ.e. hlut- deild ASÍ en ekki annarra fagsamtaka BSRB, FFSÍ o.fl. er meira en vafasöm, enda lýðræðislegast að þjóðkjörið þing velji stjórnendur lánakerfis, en varðar landsmenn alla. Nær lagi hefði verið ef stjórnaraðild ASÍ hefði veriö bundin bygging- arsjóði verkamanna — en ekki Húsnæðismála- stofnun ríkisins í heild. I I I I I I I I ÚTSÖLUSTAOIR: Karnabær Laugavegi 66 - Karnabær Glæsibæ-Eyjabær Vestmannaeyjum-Hornabær Hornafiröi - Epliö Akranesi-Epliö ísafiröi-Cesar Akureyri Sumir tala um bestu kaupin, hvað er þá hægt að segja um SHARP SG-330H SHARP hljómflutningstæki eru framleidd fyrir hinn kröfuharða vestræna heim. Komið í verslun okkar og berið saman verð og gæði. Beztu kaupin í ár hvernig sem á er litið TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR MAGNARI 2x20 WOTT R.M.S. ÚT- VARP: 4 ÚTVARPS8YLGJUR, FM, FW, STERIO, LW, MW, SW. PLÖTUSPILARI: HÁLFSJÁLFVIRKUR, S-ARMUR, MAGNETIC PICK UP. SEGULBAND: MED IUBH SJÁLFLEITARA. HÁTALARAR: 2 STK. 40 WÖTT. Fáks- félagar Gróðursetning fer fram á neðra svæöi Fáks, laugardaginn 31. maí kl. 13.30. Gróðursettar veröa 2000 garðplöntur, (Ár trésins). Þú góöi félagi, réttu okkur hjálparhönd, með gróður- setningavinnuna og gerum umhverfið augnayndi. Kaffi verður í félagsheimilinu. Taktu með þér fötu og skóflu. Hestamannafélagið Fákur Odýrir kjólar Mikiö og afar fjölbreytt urval af dag- og kvöldkjólum í öllum stæröum. Seljum í dag prjónaefni í bútum í kjóla og peysur. Opið í dag til kl. 7 e.h. og á morgun frá 10—12. Verksmiðjusalan, Brautarholt 22. Inngangur frá Nóatúni. Málning og málningarvörur Veggstrigi Veggdúkur Veggfóöur Fúavarnarefni Bondex, Solignum, Pinotex, Architectural. Afsláttur Kaupir þú fyrir: Kaupir þú umfram 30—50 þús. jaa/ veitum við IU /0 50 þús. 4C0/ veitum við lO/O afslátt. afslátt. Sannkallaö LITAVERS kjörverö Ertu ad byggja, viltu breyta, þarftu aö bæta? Líttu við í Litaveri, því það hefur ávallt borgaö sig. Grenaáavegi, Hreyfilahúainu Simi 82444. GUÐLAUGS ÞORVALDSSONAR Aöalskrifstofa Brautarholti 2, (áöur Hús- gagnaverslun Reykjavíkur). Símar: 39830,39831 og 22900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.