Morgunblaðið - 30.05.1980, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1980
50 stúdentar brautskráðir
frá Flensborgarskóla:
Dúxinn lauk námi
á aðeins 3 árum
FIÆNSBORGARSKÓLA var
slitið lauKardaKÍnn 24. maí «g
brautskráðir 50 stúdcntar «g
9 nemendur með almennt
verslunarprúf. Stúdentar
skiptast þannig á hrautir. að
9 voru á eðlisfræðibraut. 14 á
náttúrufræðibraut; 1
brautskráðist af þessum
brautum báðum í senn; 7 af
félagsfræðabraut, 13 af upp-
eldishraut, 4 af málabraut «g
2 af viðskiptabraut.
Bestum námsárangri á stúd-
entsprófi náði Hlynur Helga-
son,'eðlisfræðibraut, en hann
lauk námi eftir aðeins 3 ára (6
anna) námstíma og hlaut 39 A
af 52 einkunnum alls.
í skólasiitaræðu Kristjáns
Bersa Ólafssonar skólameist-
ara kom fram að á þeim 5
árum sem liðin eru síðan
Flensborgarskólanum var
breytt í fjölbrautaskóla hefur
hann alls brautskráð 293 stúd-
enta, 144 úr bekkjarkerfi, en
153 síðan áfangakerfi var tekið
upp við skólann.
Við skólaslitin lék Erla Þor-
ólfsdóttir, nemandi við skól-
ann, einíeik á píanó, og kveðjur
og gjafir fluttu Benedikt Árn-
ason endurskoðandi, fulltrúi 50
ára gagnfræðinga, og Gunnar
Linnet tölvufræðingur, fulltrúi
5 ára stúdenta.
Frá skólauppsögn Menntaskólans í Reykjavík í Háskólabíói i gær, er stúdentar höfðu sett upp hvitu
koilana. — Ljósm.: Emilía.
144 stúdentar frá M.R.
í GÆR var Menntaskólanum i
Reykjavik slitið i 133. sinn frá
þvi að skóiinn fluttist frá Bessa-
stöðum. Biskup landsins vigði
latinuskólahúsið nýja 1. októ-
ber 1846. 144 stúdentar voru
brautskráðir, þar af tveir utan-
skóla.
Má til gamans geta þess að
nýstúdentarnir fylla tólf bers-
erkjaflokka eins og þeir voru að
fornu, að því er einn yfirkennar-
anna sagði í léttum tón eftir
athöfnina í Háskólabíói. Dux
scholae í þetta sinn varð Guðrún
Þórhallsdóttir úr fornmáladeild
I. Hún hlaut ágætiseinkunnina
9,54. Semidux varð Ragnhildur
Hjartardóttir úr eðlisfræðideild
I. Hún hlaut ágætiseinkunnina
9,46. Morgunblaðið óskar öllum
stúdentum á þessu vori til ham-
ingju með merk tímamót og
mikinn áfanga.
Nýstúdentar frá Flensborgarskóla.
Nýstúdentar úr Verzlunarskóla íslands.
Hildur Sandholt tekur við stúdentsskirteini úr hendi hins nýja
skólastjóra, Þorvarðar Elíassonar, en hún hlaut hæstu meðaleink-
unn að þessu sinni, 9,01.
Verzlunarskóla íslands slitið:
93 stúdentar
brautskráðir
VERZLUNARSKÓLA íslands
var slitið í 75. skiptið í gær í
hátiðarsal skólans. Var þetta í
36. sinn sem brautskráðir eru
stúdentar frá skólanum og
fyrsta útskrift hins nýja skóla-
stjóra Þorvarðar Elíassonar.
Að þessu sinni voru 93 stúdent-
ar brautskráðir. 72 úr hag-
fræðideild og 21 frá máladeild.
Fjöldi brautskráðra stúdenta
frá upphafi mun þá vera 1327,
704 piltar og 623 stúlkur.
Hæstu meðaleinkunn að þessu
sinni hlaut Hildur Sandholt, 1.
ág. 9,01 úr hagfræðideild. Úr
máladeild hlaut Andrea Þ. Rafn-
ar hæstu einkunn 8,69.
I ræðu sem skólastjórinn
flutti við þetta tækifæri sagði
hann m.a.: „En því segi ég að
tengslin milli atvinnulífs og
skóla séu að rofna að nú markast
stefna stjórnvalda í skólamálum
í vaxandi mæli af hugmynda-
fræðingum, sem oft eru næsta
ókunnir starfsemi fyrirtækj-
anna og harðri baráttu þeirra
fyrir tilveru sinni.“ Kvað hann
skólann hafa gegnt lykilhlut-
verki í uppbyggingu atvinnulífs
hér á landi í krafti þekkingar
sinnar og lærdóms.
„Tollkrit44 fær góðar undirtektir á Alþingi
Kannað i sumar
MATTHÍAS Á. Mathiesen mælti í
gær fyrir frumvarpi til laga um
greiðslufrest toila og aðflutn-
ingsgjalda — tollkrít — sem
athuganir sýna að sparað geti
þjóðarbúinu um þrjá milljarði
króna á ári á núverandi verðlagi,
samkvæmt útreikningum Rekstr-
arstofnunar.
Matthías sagði frumvarpið hags-
munaatriði fyrir alla landsmenn,
enda stuðlaði það að sparnaði, hag-
ræði og lægra vöruverði til neyt-
enda. Frumvarpið felur í sér heimild
til að veita greiðslufrest tilla og
aðflutninga, sem fyrr segir, og
sparnaður vegna slíkrar fram-
kvæmdar kæmi bæði fram í minni
lagt fyrir í haust
geymsiu- og vaxtakostnaði. Frum-
varpið, sem flutt er af 5 þingmönn-
um úr Sjálfstæðis- og Alþýðuflokki,
er að hluta til ávöxtur endurskoðun-
arstarfs nefndar, sem Matthías Á.
Mathiesen, þáverandi fjármálaráð-
herra, skipaði árið 1977 til að
endurskoða gildandi lög og reglur
um tollheimtu og tolleftirlit.
Friðrik Sophusson mælti fyrir
tveimur hliðarfrumvörpum, sem
sömu þingmenn flytja, annars vegar
um tollskrá, hins vegar um toll-
heimtu og tolleftirlit, og samræma
eigi þessi lög um framkvæmd
„tollkrítar".
Gunnar Thoroddsen forsætisráð-
herra sagði ríkisstjórnina hafa haft
þessi mál til athugunar, til samræm-
is við stjórnarsáttmála. Hann sagði
kosti „tollkrítar" augljósa, bæði
varðandi minni geymslukostnað og
vaxtakostnað, og örvun til hagstæð-
ari innkaupa. Athuga þyrfti hins
vegar hver áhrif „tollkrít“ hefði á
fjárstreymi til ríkissjóðs. Hann
sagði ríkisstjórnina, í samráði við
fjárhagsnefnd neðri deildar, skoða
mál þessi vel í sumarhléi Alþingis,
og vænta þess, að mál lægju ljósar
fyrir er þíng kæmi saman í haust.
Albert Guðmundsson minnti á
jákvæð áhrif tollvörugeymslu — og
sagði, að „tollkrít" yrði viðbótar-
skref í rétta átt.
Ragnar Arnalds fjármálaráðherra
sagði og sjálfsagt að veita þessum
málurn réttmæta skoðun.
Síðustu lög þingsins:
Þingmanni neitað að ræða um þingsköp!
í GÆR, á þinglausnadegi, voru
samþykkt eftirfarandi iög frá
Alþingi:
i) Lánsfjárlög 1980. 2) Lög um
Húsnæðismálastofnun ríkisins. 3)
Lög um aðstoð við þroskahefta. 4)
Lög um iðnrekstrarsjóð. 5) Lög um
Bjargráðasjóð.
Þá voru samþykktar þingslálykt-
anir um kaup og sölu á fasteignum
og flugsamgöngur við Vestfirði.
Halldór Blöndal mælti fyrir frum-
varpi um launasjóð rithöfunda, sem
vísað var til allsherjarnefndar, að
tillögu menntamálaráðherra, en
Halldór hafði mælst til atkvæða-
greiðslu án athugunar í nefnd, eins
og dæmi eru um í undantekningar-
tilfellum svo málið fengi afgreiðslu á
þinginu. Umræðu um utanríkismál
var framhaldið en lauk ekki. Forseti
Sameinaðs þings tók málið út af
dagskrá, vegna tímaleysis að sögn
hans. Neitaði hann Matthíasi
Bjarnasyni (S) um orðið til að ræða
þingsköp — en hann var á mælenda-
skrá — sem er óvenjulegt.