Morgunblaðið - 30.05.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1980
13
í Þjóðleikhúsi á listahátíð:
Leiksýningar, ballett, tón-
leikar og afmælisdagskrá
Jóhanns Sigurjónssonar
Að VENJU verður heilmikið um að vera í Þjóðleikhúsinu á
listahátíð í ár og af því tilefni boðaði Þjóðleikhússstjóri og
form. listahátiðar til blaðamannafundar að skýra frá því
helzta sem þar verður á döfinni. Frá tveimur forsýningum á
leikritinu Snjór eftir Kjartan Ragnarsson er svo sagt á öðrum
stað.
Hinn 6. júní verður spánski
leikflokkurinn Els Comediants
með sýninguna Sol-Solett, sem er
ævintýraleikur fyrir alla fjöl-
skylduna að sögn aðstandenda
hátíðarinnar, og fjallar um fólk
sem er að leita að sólinni. Leikur-
inn byggist á fleiru en töluðu orði,
bæði látbragði og söng.
Dagana 9. og 10. júní veröur
KOM-teatri frá Helsinki með sýn-
ingar á „Þremur systrum" eftir
Tjekov. Sveinn Einarsson Þjóð-
leikhússstjóri sagði að Finnar
þættu einkar góðir Tjekovtúlkend-
ur og reyndar væri sérstaklega
mikið um að vera í finnsku
leikhúslífi um þessar mundir og
þar af leiðandi teldi hann feng að
því að fá þennan leikhóp hingað.
Styrkur úr Gestaleikhússjóði
fékkst af þessu tilefni. Minnt var á
það á blaðamannafundinum að
fyrsta leikför íslenzks leikhóps
1948 var einmitt farin til Finn-
lands og sýnt þar „Gullna hliðið".
Útdráttur verður í leikskrá, en
auk þess er leikritið góðkunnugt
mörgum leikhúsgestum.
Hinn 31. júní verða í Þjóðleik-
húsinu Schoenbergtónleikar.
Verða þar flutt þrjú verk tónsk-
áldsins undir stjórn Pauls Wuk-
ofskys.
Dagana 16. og 18. júní verða svo
listdanssýningar. Þar dansa
Sveinbjörg Alexanders, sem er vel
þekkt hér heima, ásamt mótdans-
ara sínum Michael Molnar, frum-
flutningur verður á ballett sem
byggður er á hugmyndum úr
HIN NÝJA þota sem Flugleiðir
eiga nú í smíðum í Boeing verk-
smiðjunum i Seattle í Bandaríkj-
unum verður afhent félaginu við
athöfn 30. maí n.k. Viðstaddir þá
athöfn verður forstjóri félagsins
Sigurður Helgason og frú, Bergur
G. Gislason stjórnarmaður og frú.
Ennfremur nokkrir starfsmenn
félagsins þeirra á meðal Leifur
Magnússon framkvæmdastjóri
Flugrekstrarsviðs. Einnig islensk-
ir blaðamenn. Eftir afhendingu
verður lagt af stað frá Seattle til
ísiands, og flogið með viðkomu í
Montreal. Áætlaður komutimi til
Keflavíkurflugvallar er kl. 11
fyrir hádegi laugardaginn 31.
maí.
Þessi nýja þota, sú fyrsta sem
íslendingar hafa látið smíða síðan
1967, er mun stærri og burðarmeiri
en þær Boeing 727 þotur sem fyrir
eru. Vænghaf er 32,9 metrar, lengd
46,7 og hæð 10,4. Hún hefur sæti
fyrir 164 farþega. Yfir sætum eru'
lokaðir skápar fyrir yfirhafnir far-
þega og handfarangur. Tvö eldhús
eru í flugvélinni, annað afturí hitt
frammí. Mesta flugtaksþyngd er
86,4 tonn. Þessi nýja flugvél er
knúin þrem Pratt & Whitney
JT8D-15 hreyflum og framleiðir
hver 15.500 punda kný við flugtak.
Galdra-Lofti eftir ballettmeistara
leikhússins Kenneth Tillson og
einnig dansar María Gísladóttir
og Roberto Dimitrievich. María
hefur nýlega verið útnefnd prima-
ballerína við Wiesbaden-óperuna
og hefur ekki dansað hér heima
um langa hríð.
Að lokum má nefna að 19. júní
verður sérstök dagskrá í tilefni af
þvi að 100 ár eru þá liðin frá
fæðingu Jóhanns skálds Sigur-
jónssonar. Hópur hefur unnið að
gerð dagskrárinnar undir forsjá
þeirra Þórhalls Sigurðssonar og
Árna íbsen. Verður fjallað um
manninn Jóhann Sigurjónsson,
flutt atriðið úr nokkrum verka
hans, m.a. æskuverkinu „Úr
skugganum" sem aldrei hefur ver-
ið leikið og „Frú Elsa“ sem hann
lauk ekki. Þá verður lesið úr
bréfum Jóhanns og sýndar myndir
o.fl.
Úr flutningi spænsku listamannanna Els Comediants á Sol-Solett
MYNDARLEGT
SUMARFRÍ
Sviðsmynd úr „Þremur systrum" sem KOM-ieikhúsið frá Helsinki
flytur.
Nýja Flugleiðaþotan
afhent í dag - kemur
til landsins á morgun
Flugvélin er búin nýjustu og
fullkomnustu siglingatækjum og
öryggistækjum. Hún hefur m.a.
sérstaka tölvu sem gefur upplýs-
ingar um hvernig hagkvæmast er
að haga fluginu gagnvart eldsneyt-
iseyðslu. Þá verður þotan búin
tækjum til sjálfvirkrar lendingar,
sem nýtast þegar nauðsynlegur
tækjabúnaður er jafnframt kominn
á flugvellina.
Við komuna til Keflavíkur laug-
ardaginn 31. maí mun Örn O.
Johnson stjórnarformaður Flug-
leiða bjóða áhöfn, farþega og far-
kost velkomin. Þotan mun síðan
hefja áætlunarflug á leiðum félags-
ins 2. júní og verður fyrsta flugið
frá Keflavík kl. 8.15 til Kaup-
mannahafnar.
Þessi nýja þota Flugleiða er
númer 1622 í framleiðslu véla af
Boeing 727 gerð. Ekki hefur verið
framleiddur viðlíka fjöldi af neinni
annarri þotutegund til farþega-
flugs.
Mjög margar pantanir liggja nú
fyrir hjá Boeing verksmiðjunum og
berast nær mánaðarlegar fréttir af
kaupum flugfélaga á þessari teg-
und. Boeing verksmiðjurnar hafa
nú nýlega gert ráðstafanir til þess
að auka framleiðslu Boeing 727-200
og nú er fyrirséð að hún verður
áfram framleidd í mörg ár.
LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F.
LAUGAVEGI 178 REYKJAVÍK SlMI 85811