Morgunblaðið - 30.05.1980, Síða 16

Morgunblaðið - 30.05.1980, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1980 JJinripiji! Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakið. Dýrkeypt reynsla Reykvíkinga Þefíar fjallað er um störf stjórnmálamanna í þeim trúnaðar- stöðum, sem þeir hafa verið kjörnir til að sinna í þágu umbjóðenda sinna, er jafnan auðvelt að sjá, hvort þeir starfa af festu eða láta reka á reiðanum. Einkenni festunnar er, að í ölium rekstri er haldið uppi a«a og þanniy staðið að hverri framkvæmd, að henni er með skipulegum hætti hrundið í verk samhliða því, sem latjður er Krunnur að framtíðarverkefnum. Stjórnleysið lýsir sér hins vegar í því, að stjórnmálamennirnir hampa eifíin ágæti með því að blása upp minniháttar mál en á þeim sviðum, þar sem beita þarf raunverulejíri stjórnlist tíerist ekkert ojí í fjármálum ríkir ekki aðhald heldur skattaKleði. Þessar staðreyndir eru rifjaðar upp nú í tilefni af því, að tvö ár eru liðin síðan vinstri flokkarnir hlutu meirihluta í borfíarstjórn Reykjavíkur. Nú þegar þetta kjörtímabil Klundroðastjórnarinnar er hálfnað hefur það sannast, að í borfjarstjórn Reykjavíkur eins og ríkisstjórnum fyrr oí; síðar er það stjórnleysið en ekki festan, sem einkennir vinstra samstarfið. Þó hefur þetta ekki blasað eins við aujíum almenninns í bortíarstjórninni o>í í ríkisstjórnum vegna þess, að það hefur verið eitt helsta keppikefli vinstri manna í Reykjavík að breiða yfir á>;reinin>; sinn o>; fela hann. Þrátt fyrir þann feluleik kemur á>;reinint;urinn þó alltaf í ljós, þegar á reynir. í grein í Morgunblaðinu sagði Guðrún Helgadóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins til dæmis í lok mars s.l.: „Það hefur hins vegar komið æ skýrar í ljós, að nokkurrar tortryggni gæti hjá samstarfsflokkunum gagnvart þeim nefndum, sem Alþýðubandalagsmenn hafa formennsku í, ef við köllum það ekki bara réttu nafni afbrýðisemi." Þetta er hógvær og hlýleg kveðja til samstarfsaðila og ber vott um mikinn samhug! Tveggja ára vinstri meirihluti í Reykjavík hefur orðið borgar- búum dýrkeyptur í fleiri en einum skilningi. I beinum fjárhagsleg- um útgjöldum Reykvíkinga sem skattþega hefur vinstri stjórnin í borgarmálum kostað þá 6 milljarði króna. Þessa tölu er auðvelt að reikna, því að á árinu 1979 lögðu vinstri menn 1700 milljónum króna þyngri skatta á Reykvíkinga en gert hefði verið, ef ráðið hefðu þær álagningarreglur, sem Sjálfstæðisflokkurinn mótaði. Og á árinu 1980 nemur munurinn á milli skattpíningarstefnu vinstri manna og þeirra álagningarreglna í fasteignagjöldum, aðstöðugjöldum og útsvari, sem sjálfstæðismenn vilja fylgja, 4300 milljónum króna. I stjórnartíð sjálfstæðismanna var fylgt þeirri meginreglu, að fyrst voru tekjur borgarsjóðs ákvarðaðar og síðan útgjöldin. En undir glundroðastjórninni koma menn sér fyrst saman um útgjöldin og hafa síðan öll spjót úti til að afla teknanna. Meira að segja gekk svo langt á þessu ári, að forseti borgarstjórnar Sigurjón Pétursson tók sér betlistaf í hönd og fór þess á leit við flokksbræður sína á Alþingi, að þeir hækkuðu heimild sveitarfélaga til álagningar útsvara, svo að unnt væri að herða skattpíningarólina. Skipulagsmálin er sá málaflokkur, sem vinstri menn hafa hlaupið í mestar felur með. í apríl 1977 var endurskoðað aðalskipulag Reykjavíkur samþykkt í borgarstjórn með atkvæðum sjálfstæð- ismanna, framsóknarmanna og alþýðuflokksmanna. Svo var að skilja á Alþýðubandalaginu fyrir og eftir síðustu borgarstjórnar- kosningar, að það ætlaði sér að gera átak í þessum málaflokki og fara þar nýjar leiðir og krafðist flokkurinn forystu í þeim nefndum borgarinnar, sem um þessi mál fjalla eftir kosningarnar. Engu er líkara en skipulagsmálin hafi síðan verið flutt í einhvern Þyrnirósagarð, þar sem allir sofa og bíða eftir konungssyninum, sem auðvitað lætur ekki á sér kræla, á meðan prinsessan er í þessu líki. Smám saman er það að koma skýrar í ljós, hve dýrkeyptur þessi svefn í skipulagsmálunum er. Nú hafa glatast tvö ár í skipulags- starfi vegna pólitísks glundroða meðal vinstri meirihlutans. Afle.k.'ngin er sú, að við blasir lóðaskortur bæði undir íbúðarhús- næði og atvinnuhúsnæði. Til dæmis verður engum lóðum undir atvin-iurekstur úthlutað í ár og ef til vill ekki heldur á því næsta. Til að breiða yfir ágreining sinn á þessu mikilvæga sviði hafa vinstri menn lagt áherslu á þéttingu byggðar, en með slíkum aðgerðum er aðeins tjaldað til einnar nætur og Reykvíkingar standa annars vegar frammi fyrir stöðnun í byggingarmálum og hins vegar uppsprengdu íbúðaverði vegna síminnkandi framboðs. Sanngjarnt mat leiðir því til þeirrar niðurstöðu, að tveggja ára vinstri stjórn hafi leitt til aukinnar skattpíningar í Reykjavík og stöðnunar í skipulagsmálum, sem eru lífakkeri sérhvers borgarsam- félags. Tveggja ára stjórnartímabilið ber því öll sjúkdómseinkenni vinstri glundroðans og stjórnleysis. Kveðjuávarp Kristjáns Eldjárns til Alþingis Ábyrgð sem fylgir forsetastarfi: „Að stuðla að stöðug- íeika í þjóðfélaginu“ 35 ráðherrar og 6 forsætisráðherrar í forsetatíð Kristjáns Eldjárns HÉR FER á eftir ávarp forseta Islands, hr. Kristjáns Eldjárns, við þinglausnir á Alþingi í gær, er hann talaði til þingheims í síðasta sinn sem þjóðhöfðingi: „Hæstvirt ríkisstjórn og alþingisforsetar, Háttvirtir alþingismenn. Hratt flýgur stund, það er gamall og nýr sannleikur. A þessum þinglausnardegi er sú hugsun áleitin, þegar ég tala til yðar úr þessum ræðustóli í síðasta sinn, að því er ætla verður. A þessum vettvangi er þetta kveðju- stund. Eg hef sagt, að tólf ár séu drjúgur hluti úr starfsævi manns, en nú finnt mér þau stundum eins og svipur einn. Allir kannast við hvílíkar sjónhverfingar, en almanakið segir sína sögu. Hver sá, sem býðst til að vera forseti Islands ef landsmenn vildu svo hafa, mun gera sér grein fyrir því, að hann tekst mikla ábyrgð á hendur. í þeirri ábyrgð felst meðal annars það að stuðla að stöðugleika í þjóðfélaginu með því að hverfa ekki á brott af neinni skyndingu, ef ekkert óviðráðanlegt knýr til þess og ástæða er til að ætla, að þorri landsmanna æski þess helst, að ekki sé breyting á gerð. Sú stund hlýtur þó alltaf að koma, að einn leysi annan af hólmi. Nú finn ég og veit með sjálfum mér, að nógu lengi er setið. Allt síðastliðið ár hef ég styrktst í þeirri vissu, að ég ætti ekki að vera í framboði við forsetakosningarnar í sumar. Eg finn, að persónulega er sú ákvörðun rétt, en hitt skiptir þó meira máli, að ekki verður séð, að hún gæti valdið neinu því sem þjóðinni stafaði hætta af. Tíð forsetaskipti eru ekki æskileg, og ber margt til þess. Aldrei hefðum við hjón boðist til að vera húsbændur á Bessastöðum nema með þeim fasta ásetningi, að skiljast ekki við þann vanda á neinn þann hátt, sem kenna mætti við brotthlaup í ótíma. Nú, þegar hillir undir eðlileg leiðarlok, er mér það hugfró, að okkur hefur auðnast að standa við þetta, og ég met það mikils, að landsmenn hafa ekki látið annað á sér skilja. Um það er að vísu engin einhlít regla hversu lengi forseti gegnir embætti, en mér er nær að halda, að sannast muni að fáir gerist til að vera lengur en þrjú kjörtímabil. Hér er ekki staður né stund til að fjölyrða um embætti forseta íslands, hvorki almennt né hvernig það blasir við þegar litið er yfir þessi síðastliðnu tólf ár. Ég hygg þó, að hvorttveggja sé nokkuð til umræðu manna á meðal einmitt nú, og það ekki eingöngu vegna þess að forsetakosningarnar eru á næsta leiti. Slík umræða er ekki nema eðlileg, hún er eins og hvert annað lífsmark í lýðræðisríki. Ef til vill er hvati hennar nú að einhverju leyti sú spurning, hversu til hefur tekist um aðdrag- anda og framvindu þeirra tiltölulega mörgu stjórnarmyndunarviðræðna sem orðið hafa í minni tíð. Vafasöm háttvísi væri það af minni hálfu að fara mörgum orðum um slíkt. Vel fer á, að forseti sé opinskátt þakklátur fyrir viðurkenningarorð, en hinsvegar þegi hann þunnu hljóði ef á kreik kemst einhver slæðingur sem til gagnrýni má meta. Þegar ég lít yfir farinn veg finn ég það glöggt, að ég á margt að þakka. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir að geta skilist við embætti forseta íslands í friði við samvisku mín sjálfs. Ég þakka löndum mínum fyrir alla elskusemi við okkur hjón, og alveg sérstaklega þeim mönnum sem verið hafa mér hollráðir í vanda. I ávarpi mínu við fyrstu þingsetninguna 1968 komst ég þannig að orði, að ég vænti mér góðs af samstarfi við alþingismenn, enda væru þeir mér allir að góðu kunnir. Sú von mín hefur ræst, og mér er ljúft að minnast þess nú að tólf árum liðnum. Hún hefur ræst, og það eins fyrir því þótt mikil mannaskipti hafi orðið í þingliði á þessum tíma, því tiltölulega fáir af þeim sem þá voru á þingi eiga þar sæti enn, en nýir menn komnir í stað þeirra sem horfið hafa. Ég minnist samskipta minna við alla þessa menn með óblandinni gleði. Um ríkisstjórn hef ég sömu sögu að segja, enda ráðherrar allir alþingismenn. A minni tíð hafa alls 35 menn setið í ríkisstjórn, þar af sex verið forsætisráðherrar. Samstarf mitt við þá alla hafa verið ánægjuleg og kynni mín við þá persónulegur ávinningur. Á þessari stundu hugsa ég til allra þessara manna, lífs og liðinna, með vinarþeli. Að svo mæltu færi ég yður öllum, alþing- ismenn, þakkir fyrir hollustu og vinsemd í minn garð. Ég óska yður farsældar í mikil- vægum störfum yðar. Megi hamingjan fylgja Alþingi Islendinga í öllum þess athöfnum. Landsmönnum öllum sendi ég þakkarkveðju og velfarnaðaróskir." Forseti íslands, hr. Kristján Eldjárn, flytur Alþingi siðasta ávarp sitt sem þjóðhöfðingi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.