Morgunblaðið - 30.05.1980, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980
VIORöJ^-
KAFC/NU \
GRANI GÖSLARI
o O L 1 cz
v/> U E3 F
Ug
©PIB 'íSto
COMBHACIN
Við vorum að horfa á sjónvarpið
og á meðan hafa þeir hreiniega
tæmt ibúðina!
Mig langar að segja þér dálitla sögu!
Ég geri þetta til að hann fái
líka séð eitthvað af umheimin-
um!
m ? ) ,, E U { ' 5 t? • ; . \ - ,
p .V 5^ á | I • W ; '5 . ! lí ? f
Eru Bessastaðir
háskóladeild?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
í öllum kennslubókum stendur
að meðhöndla beri sektardobl af
mestu varúð og bridgekennarar
bæta þar um og segja að ekki
megi dobla ncma maður geti
sjálfur hreint og beint talið
örugga tvo niður.
En reglur eru bara reglur. Hver
hefði ekki doblað með spil vesturs
í dag. Norður gaf, allir voru á
hættu.
Norður
S. Á743
H. ÁK2
T. DG1095
L. D
COSPER
COSPER
Vestur
S. DG109
H. 9876
T. -
L. ÁKG97
Austur
S. 865
H. G5
T. ÁK76432
L. 8
Suður
S. K2
H. D1042
T. 5
L. 1065432
Sagnirnar:
Nurður Ausfur Suður Vestur
1 Tigull Pass 1 Grand Dobi
2 tiglar Dobl 3 Lauf Dohl
Allir Pass
Ekki er hægt að segja að sagnir
suðurs séu til fyrirmyndar en
eðlilega var vestur öruggur með
sig. 2 tíglar doblaðir hefðu ekki
verið svo slæmir. 3 slagir hefðu
fengist á tromp norðurs, 4 á
hálitina og vörnin hefði mátt
passa sig sérstaklega svo ekki
fengist áttundi slagurinn með því
að trompa spaða í blindum.
En gegn þrem laufum dobluðum
spilaði vestur út spaðadrottningu.
Suður tók slaginn heima og spilaði
strax tromptvisti. Vestur tók slag-
inn en þegar áttan kom í ákvað
suður að fara varlega. Vestur
vantaði innkomu á hendi makkers
en spilaði aftur spaða, sem tekinn
var með ás og trompaði svo spaða
með þristi. Því næst hjarta á
blindan og síðasti spaðinn tromp-
aður með fjarka. Og útlitið batn-
aði þegar hjartagosinn kom næst í
kónginn og aumingja vestur fylgdi
þegar sagnhafi tók tvo næstu
slagina á hjarta. Þegar hér var
komið átti vestur aðeins eftir
fjögur tromp og trompaði til-
neyddur þegar suður spilaði tígli
en suður beið rólegur eftir að fá
níunda slaginn á tromptíuna.
Unnið spil!
Ég sé nú ekkert fyndið við sorgargöngulag Chopins.
Það eru ekki mörg embætti, eða
vegtyllur er ætlaðar eru próflausu
fólki. Varla fæst nú að skúra gólf í
vissum stofnunum, án þess að
hafa mikil próf, og nægir að
minna á auglýsingar Sjónvarps-
ins, er skila ber á þar til gjörðum
eyðublöðum, svo unnt sé að úti-
loka þá frá störfum, er ekki hafa
notið skólagöngu.
Svo að segja hvar sem er, þá eru
próf tekin framyfir reynslu, eða
lífsins skóla. Húsmóðir, er stjórn-
að hefur heimili og alið upp börn
af prýði, oft við örðugar aðstæður
fær það ekki metið á vinnumark-
aði. Þannig fær húsmóðir er ræð-
ur sig í vinnu á sjúkrahús (ekki
sérfræðistörf) ekkert hærri laun
en unglingsstúlka, því reynsla
húsmæðra í þjóðfélaginu er utan-
við ríkjandi punktakerfi.
Þó eru nokkrar stöður enn til, er
ekki hafa enn verið njörvaðar eða
felldar inn í menntamannakerfið,
en þar má nefnda bæjarstjóra-
stöður og ýms embætti innan
sveitarstjórna, og svo eru það
borgarfulltrúar og alþingismenn,
er fólkið getur valið, án tillits til
prófa.
En þá er ekki allt talið. Forseta-
embættið er ekki ennþá opinber-
lega ætlað sérstökum fræðum, en
þó virðist nú að því draga, því mér
er sagt að Albert Guðmundsson
alþingismaður muni ekki geta
orðið forseti, af því að hann sé
aðeins stjórnmálamaður og hafi
ekki lokið prófi frá háskóla.
Ég spyr: Gerir almenningur sér
grein fyrir þeirri hættu er þarna
er að skapast? Sumsé þeirri er
felst í því að ef það verður
almennt viðurkennt að embætti
forseta íslands skuli vera einskon-
ar háskóladeild í lokuðum fræð-
um.
Ég hefi á nokkuð langri ævi
kynnst mörgu fólki, venjulegu
fólki, er með elju og vönduðu
líferni hefði vel komið til greina í
forsetaembættið, þrátt fyrir ann-
ars takmarkaða skólagöngu. Nefni
ég þar af handahófi menn einsog
Þorstein bónda á Vatnsleysu, Ein-
ar Guðfinnsson útgerðarmann í
Bolungarvík, Kristján, skipstjóra
á Gullfossi og marga fleiri.
íslensk alþýða á og hefur átt
mörg forsetaefni, þótt eigi hafi
þau verið boðin fram, og ég hygg
að ef Albert Guðmundsson verður
ekki kjörinn forseti að þessu sinni,
muni íslenskur alþýðumaður, haf-
inn og mótaður af sjálfum sér
aldrei ná að Bessastöðum, og
þjóðarheimilið verður þá sem
hingað til aðeins deild úr Háskóla
íslands, en ekki embætti allra
manna með hreina æru.
Lög landsins segja að allir sem
náð hafa 35 ára aldri og hafa ekki
afbrotaferil að baki, og nægan
fjölda meðmælenda megi bjóða sig
Ánægjuleg messuferð Hvatar í Þykkvabæinn
Sjálfstæðiskvenr.afélagið
Hvöt efndi á uppstigningardag
til fjölskylduferðar í Þykkva-
bæinn, þar sem hlýtt var messu
í Hábæjarkirkju hjá séra Auði
Eir. Var fjölmenni í ferðinni
þrátt fyrir heldur óhagstætt
veður, bæði börn og fullorðnir.
Ekið var austur fyrir Fjall og
komið í hús verkalýðsfélagsins á
Hellu, þar sem Sigurður Ósk-
arsson og Eva kona hans helltu
upp á könnuna. Á leið í Þykkva-
bæinn voru hellarnir á Ægissíðu
skoðaðir undir leiðsögn Þor-
bjargar Karlsdóttur. Þar gafst
börnunum í ferðinni kostur á að
sjá sauðburð við mikinn fögnuð.
Sr. Auður Eir messaði í sókn-
arkirkju sinni í Þykkvabænum,
sem er nýbyggt, glæsilegt hús.
Kirkjukórinn undir stjórn Sigur-
bjarts Guðjónssonar söng og
flutti sig m.a. niður í kirkjuna til
að efla fjöldasöng kirkjugesta.
Og sr. Auður lét börnin syngja
sérstaklega.
Þá var drukkið kaffi í félags-
heimilinu í Þykkvabænum, og
sáu kvenfélagskonur á staðnum
um rausnarlegar kaffiveitingar
undir stjórn formannsins,
Eyglóar Ingvarsdóttur. Og á
eftir var ekið um sveitina og það
markverðasta skoðað undir
góðri leiðsögn Sigríðar Magnús-
dóttur í Oddsparti og Egils
Friðrikssonar í Skarði. M.a. var
komið þar að sem Þykkvbæingar
voru að setja niður kartöflur
með nýtísku vélabúnaði. Var
síðan ekið heim. Leiðsögumaður
í ferðinni var Ragnhildur Páls-
dóttir.
Sr. Auður Eir messaði í Hábæjarkirkju. Hér er presturinn með
formanni Hvatar, Björgu Einarsdóttur, og elsta þátttakandanum i
ferðinni, Meyvant Sigurðssyni á Eiði sem á sínum tíma var fyrsti
bilstjórinn til að aka i Þykkvabæinn og mjólkurbilstjóri þangað
lengi.
Þegar komið var að Ægissiðu til að skoða hellana þar, var ær alveg
nýborin i einum hellismunnanum og þótti kaupstaðarbörnunum
það mjög forvitnilegt.