Morgunblaðið - 30.05.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1980
29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 13-14
FRÁ MÁNUDEGI
fram. Það er ekki minnst einu orði
á háskólapróf í þröngum fræðum í
þeim lögum. Albert Guðmundsson
er alþýðumaður, strákur af
Smiðjustígnum, en hann er líka
heimsborgari, er talar mjög mörg
tungumál og það sama gerir kona
hans Brynhildur Jóhannsdóttir.
Alþýðan á þarna virðulega full-
trúa, sem hún á að styðja.
Próf eru góð, en þau eiga ekki að
ráða úrslitum um hæfni til að
verða forseti íslands.
Hallveig Jónsdóttir
3693-3658
• Nýtt farþega-
skip tafarlaust
Því miður virðist sem Eim-
skip, sem eitt sinn var kallað
Þessir hringdu . .
V -}
rO))|tl4%M\oo5/A
• Verðskulda
vernd
Erla hringdi.
Um helgina brá ég mér á
sýningu í Asmundarsal við
Freyjugötu sem ég vil eindregið
hvetja fólk til að skoða. Þarna er
heilmikill fróðleikur um hvali,
hvaladráp og halavernd. Eftir að
hafa skoðað þessa sýningu verður
enginn í vafa um hvers vegna
þessi gæfu og gáfuðu dýr verð-
skulda vernd.
• Ætti að taka
dóttur sína til
fyrirmyndar
Einar Guðmundsson
hringdi:
Mig langar nú fyrst að biðja
veðurfræðinginn í sjónvarpinu,
sem aldrei býður gott kvöld að
SKAK
Umsjón: Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Lone
Pine í marz kom þessi staða upp í
skák þeirra Dzindzindhashvili,
ísrael, og Rind, Bandaríkjunum.
Hinn fyrrnefndi, sem hafði hvítt
og átti leik, fann í þessari stöðu
þvingað mát:
36. RÍ5+! - gxf5, 37. Hd7+ -
Kh6, 38. Df4+ — Kg6, og svartur
gafst upp um leið, því að eftir 39.
Rh4+ er mátið óumflýjanlegt.
Fyrir þessa skák hafði Dzind-
zindhashvili aðeins einn vinning
af þremur mögulegum, en þessi
skák var sú fyrsta af sex vinn-
ingsskákum í röð, sem nægðu
honum til þess að vinna mótið.
„Óskabarn þjóðarinnar" vilji ekki
reka farþegaskip frá íslandi eða
réttara sagt geti ekki. Því er það
sem ég skora á aðra aðila t.d.
yngri menn, sem nú stjórna Haf-
skip að athuga hvort þeir gætu
gert það sem Óskabarnið getur
ekki.
Ég skora á ráðamenn Eimskips
að gefa skýr svör um hvort þeir
ætli ekki að bæta nýjum Gullfossi
við glæsilegan flota sinn. Vonandi
hafa þeir ekki gefið upp alla von
um að slíkt sé mögulegt. Gaman
var að heyra um þegar Norge
sigldi inn á Osló-höfn og tugir
þúsunda fögnuðu glæsilegum far-
kosti. Vonandi líður ekki langur
tími þangað til að þúsundir
íslendinga streyma niður á höfn
til að fagna nýju farþegaskipi.
Vonandi verður það kallað
„ísland".
Bestu kveðjur og kærar þakkir.
V.S.
• Lágkúra á
hæsta stigi
Búnaðarmálastjóri sat fyrir
svörum í útvarpinu 26. þ.m. Maður
nokkur, sem auðsjáanlega er van-
ur að koma kurteislega fram (en
það má víst ekki lengur) ávarpaði
þann sem fyrir svörum var: „herra
búnaðarmálastjóri". Hvað skeður?
Búnaðarmálastjóri segir: „Ég vil
ekki láta herra mig, og setur
þannig ofan í við spyrjanda,
frammi fyrir alþjóð. Er þetta
hægt?
6032- 8447
FRYSTIHÚS
á lóö úr landi Vogahafnar, Vogum, Gullbringu-
sýslu, er til sölu. Upplýsingar eru gefnar á
skrifstofu Fiskveiöasjóös, síma 24310 og hjá
eftirlitsmanni sjóðsins í síma 33954.
Tilboðum í eignina þarf aö skila fyrir 10. júní n.k.
Réttur áskilinn til aö taka hvaöa tilboði sem er eöa
hafna öllum.
Fiskveiðasjóður íslands.
gera það. Þeir hinir gera það allir
og mér finnst þetta nú aðeins
sjálfsögð íslenzk kurteisi.
Þá er það hann Pétur þulur. Ég
kann illa við það þegar hann er
búinn að romsa úr sér hálfum
fréttunum að hann kynni sig og
bjóði góðan daginn þá fyrst. Hann
ætti að taka hana dóttur sína til
fyrirmyndar, hún býður alltaf
góðan daginn og fólk velkomið á
fætur.
Þá bið ég kærlega að heilsa
Gunnar Thor. og þakka honum
fyrir að hafa myndað stjórn.
HÖGNI HREKKVISI