Morgunblaðið - 30.05.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1980
31
Mike Thomas Man Utd
er fyrirliði Wales
Ekki er enn vitað hvernig lið United), Peter Nicholas (Crystal
Wales verður skipað í leiknum á Palace), Terry Yorath (Tottenham
móti íslandi á mánudag en eftir- Hotspur), fyrirliði Mike Thomas
taldir 16 leikmenn koma til (Mánchester United), David Giles
leiksins. Það er rétt að geta þess (Swansea City), Ian Walsh (Cryst-
að lið Wales sigraði landslið al Palace), Martin Thomas (Brist-
Englands á dögunum 4—1. Liðið ol Rovers), Leighton James
skipa þessir menn: (Swansea City), Leighton Phillips
David Davies (Wrexham), Joey (Swansea City), Byron Stevenson
Jones (Wreheee Wrexham), David (Leeds United), Carl Harris
Jones (Norwich City), Paul Price (Leeds United), Gordon Davies
(Luton Town), Brian Flynn (Leeds (Fulham).
Bikarkeppni KSI hafin
FYRSTA umferðin í bikarkeppni Skallagrímur—ÍBÍ 2—7
KSÍ hófst i fyrrakvöld. Fóru þá Bolungarvík—Ármann 2—7
fram all margir leikir og fara Völsungur—Magni 6—5
úrslit þeirra hér á eftir. Leiftur—HSÞ 0—1
Austri—Einherji fr.
Njarðvík—Reynir 0—1 Þróttur Nk—Súlan 3—0
Víðir—Leiknir 2—0 Huginn—Sindri 2—1
Óðinn—Grindavík 1—0 Hrafnkell—Leiknir 1—6
íþróttanámskeið fyrir
Garðbæinga
LEIK- OG iþróttanámskeið verða
starfrækt á vegum æskulýðsráðs
Garðabæjar í sumar. nánar til-
tekið í júní og júlí.
Fyrirhugað er, að námskeiðið
verði á tveimur stöðum í bænum,
þ.e. við Hofstaðaskóla fyrir íbúa
norðan Vífilstaðavegar, og við
Flataskóla fyrir aðra Garðbæ-
inga. Námskeið þessi eru ætluð
börnum á aldrinum 6—13 ára.
Innritun fer fram í íþróttahúsinu
Ásgarði daganna 27.—31. maí
milli klukkan 10.00 og 12.00.
Kynntar verða flestar tegundir
íþróttagreina, auk þess sem boðið
verður upp á veiðiferðir, hesta-
mennsku, siglingar o.m.fl.
Helga setti íslandsmet
á EOP-mótinu í gærkvöldi
HELGA Ilalldórsdóttir, kornung
og bráðefnileg frjálsíþróttakona
úr KR, gerði sér lítið íyrir og
setti nýtt og glæsilegt íslandsmet
i 300 metra hlaupi á hinu árlega
EOP-móti KR í gærkvöldi en
mótið fór fram á Fögruvöllum í
Laugardal. Helga sigraði að
sjálfsögðu í hlaupinu með yfir-
burðum og kom í mark á 40,1
sekúndu. Bætti hún eldra
íslandsmetið verulega, en það
hljóðaði upp á 41,4 sekúndur.
Segja má að Helga hafi gersam-
lega stolið senunni á móti þessu,
því að auk þess að setja met og
sigra í 300 metra hlaupi, þá
sigraði hún einnig örugglega í
langstökki og 100 metra grinda-
hlaupi kvenna.
Stangarstökk
Kristján Gissurarson varð hér
hlutskarpastur, lyfti sér yfir 4,20
metra. Annar varð Sigurður
Magnússon með 3,20 m. Valbjörn
var flottur á þessu og reyndi við
4,35 metra, en felldi í öllum
tilraunum sínum.
110 metra grind
Hér varð Valbjörn Þorláksson
hinn öruggi sigurvegari, enda eini
keppandinn í greininni. Tími Val-
bjarnar var 15,5 sekúndur.
Langstökk kvenna
Helga Halldórsdóttir sigraði
hér eftir harða keppni við Jónu B.
Grétarsdóttur. Helga stökk lengst
5,64 metra, en Jóna náði best 5,31
metra. Kristbjörg Helgadóttir
varð þriðja, stökk 4,82 metra.
Kringlukast
Þorsteinn Þórsson hafði hér
mikla yfirburði, sigurkast hans
var rúmlega sjö metrum lengra en
besta kast næsta manns. Þor-
steinn kastaði 41,72 metra, en
Guðmundur Karlsson 34,6 metra.
100 metra grind
Helga Halldórsdóttir var hér
enn á ferðinni og vann yfirburða-
sigur. Hún kom í mark á 14,2
sekúndum, en Kristbjörg Helga-
dóttir varð önnur á 16,2 sekúnd-
um. Þriðja varð Linda Loftsdóttir
á 21,0 sekúndu.
1500 metra hlaup
Magnús Haraldsson kom í mark
á 4:27,0 mínútum. Sigurður Har-
aldsson fékk tímann 4:29,3 mínút-
ur og Viggó Þórisson varð þriðji á
5 sléttum.
300 metra hlaup
Hér setti Helga Halldórsdóttir
íslandsmetið sem áður er getið
um. En önnur í þessu hlaupi varð
Thelma Björnsdóttir, hljóp á 41,3
sekúndum. Hrönn Guðmundsdótt-
ir varð þriðja á 43 sléttum.
Spjótkast
Sigurður Einarsson náði hér
ágætum árangri, kastaði lengst
71,66 metra. Annar varð Hreinn
Jónasson með 61 metra kast.
Óskar Thorarensen varð síðan
þriðji með kast upp á 59.74 metra.
100 metrar
Sigurður Sigurðsson varð hér
hlutskarpastur, hljóp á 10,7 sek-
úndum. Annar varð Aðalsteinn
Bernharðsson á 11,1 sekúndu og
Guðni Tómasson varð þriðji, fékk
tímann 11,2 sekúndur.
— gg-
Gautaborg
í forystu
HEIL umferð fór fram í sænsku
knattsyrnunni í gærkvöldi. Gauta-
borg, lið Þorsteins Ólafssonar,
sigraði Elfsborg 2—1 á útivelli og
er efst í deildinni með 13 stig eftir
8 leiki. Öster náði jafntefli úti
gegn Norrköping, 1—1, og er í
þriðja sæti með 11 stig. Lands-
krona, lið Árna Stefánssonar, fékk
hins vegar slæman skell á heima-
velli, 2—4, gegn Hammarby.
Landskrona er nú í þriðja neðsta
sætinu.
Þotukeppni
í golfi
Þotukeppni Flugleiða í golfi
verður haldin á laugardaginn
klukkan 9.00 á Grafarholtsvellin-
um. Hér er um 36 holu keppni að
ræða og verður keppt með og án
forgjafar. Keppnin gefur stig til
landsliðsins. Verðlaun verða
vegleg, m.a. golfferð til Skot-
lands.
2. deildin
í kvöld
ÞRÍR leikir fara í kvöld fram í 2.
deild íslandsmótsins í knatt-
spyrnu, enginn þó í Reykjavík.
ÍBÍ og Haukar eigast við á
ísafirði, KA og Þróttur eigast við
á Akureyri og á Selfossi mætast
heimamenn og Fylkir. Allir leik-
irnir hefjast klukkan 20.00.
Þá fer fram einn leikur í 3.
deild, óðinn og ÍK eigast við á
Melavellinum, er leikurinn sá
liður í A-riðli. Hefst hann eins og
hinir leikirnir klukkan 20.00.
Einkunnagjöfin
Lið Víkings:
Diðrik Ólafsson 4
Þórður Marelsson 6
Magnús Þorvaldsson 6
Helgi Helgason 4
Róbert Agnarsson 6
Jóhannes Bárðarsson 5
Hinrik Þorhallsson 4
Aðalsteinn Aðalsteinsson 4
Lárus Guðmundsson 8
Heimir Karlsson 6
ómar Torfason (vm) 5
Lið FH:
Friðrik Jónsson 4
Viðar Halldórsson 6
Atli Alexandersson 5
Valþór Sigþórsson 5
Guðjón Guðmundsson 6
Valur Valsson 4
Þórir Jónsson 7
Ásgeir Arnbjörnsson 7
Ásgeir Elíasson 6
Heimir Bergsson 7
Helgi Ragnarsson 4
Pálmi Jónsson (vm) 4
Dómari Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson 5
Nýir raðskápar
LEXI &MEDIN
á hússasnasýningu K.S.
Við höfum stillt upp í
verslun okkar nokkrum
afþeim möguleikum,sem
nýju raðskáparnir gefa.
Hafir þú verið að leita að
lausn á hirsluvandamáli
í stofuna, borðstofuna,
barnaher-
bergið, vinnu-
herbergið eða
sjónvarps-
herbergið þá
finnur þú hana hjá
okkur—jafnvel betrí en
þú bjóst við. Líttu inn og
láttu FLEXI og
MEDINA koma þér á
óvart. Verðið gerír
það líka.
KRISTJRf)
SIGGEIRSSOíl HF.
LAUGAVEG113 REYKJAVIK SIMI 25870
Uexi - laiiMi, sem mar^ir hafu leitaö aö.
OPIÐ: LAUGARDAG ia.10-6
SUNNUDAG KL.1-6