Morgunblaðið - 01.06.1980, Side 14

Morgunblaðið - 01.06.1980, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 „Okkur finnst að það geti vel tengst saman sólskin og saltfiskur“ „Tillgangur sjómannadagsins er margþættur en sjómannaíélög- in i Reykjavík og Hafnarfirði hafa valið þá leið að mynda með sér fulltrúaráð, sem nefnist Sjó- mannadagsráð. Verkefni þessa ráðs eru ekki bundin við þennan eina dag ársins, sjómannadag- inn, heldur hefur það haldið uppi margvíslegri starfsemi og eru Hrafnista í Reykiavík og í Hafn- arfirði kunnust. Eg hef áður sagt að hjá okkur í Sjómannadagsráði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, er sjómannadagurinn allt árið í þá veru að við erum að vinna að framgangi þeirra málefna, sem hann berst fyrir. í því starfi erum við alltaf með eitthvað nýtt á prjónunum samhliða því, sem við vinnum að eldri verkefnum,“ sagði Pétur Sigurðsson, formað- ur Sjómannadagsráðs Reykja- víkur og Hafnarfjarðar, í viðtali við blaðið í tilefni af sjómanna- deginum. Koma upp heilsu- bótaraðstöðu í Portúgal? „Á þessu ári hófumst við handa við eitt af okkar lang stærstu verkefnum, sem er bygging hjúkr- unardeildar aldraðra við Hrafn- istu í Hafnarfirði," sagði Pétur, „en auk þess hefur á árinu verið unnið að byggingu þjónustuhúss fyrir orlofshúsahverfi sjómanna- félaganna í Hraunborgum, sem er í landi jarðarinnar Hraunkots í Grímsnesi. Þessu þjónustuhúsi er ekki einasta ætlað að þjóna gest- um í orlofshúsunum, heldur einnig þeim, sem koma í Hraunborgir til skemmri dvalar, til dæmis í tjöld- um eða hjólhýsum. Þá samþykkti aðalfundur Sjó- mannadagsráðsins, sem haldinn var nýlega, að fela stjórninni að taka þátt í viðræðum með innlend- um áhugaaðilum um að koma á fót heilsubótaraðstöðu í Portúgal fyrir sjúka, aldraða og aðra, sem endurhæfingu þurfa og áhuga hafa á. Með þessu vilja samtök okkar stuðla að því að bætt verði úr brýnni þörf þurfandi aðila um leið og stuðlað verði að bættri viðskiptaaðstöðu Islands við þýð- ingarmikið viðskiptaland eins og segir í tillögunni. Þessi hugmynd um að koma upp heilsubótaraðstöðu erlendis var uppi í okkar samtökum fyrir tveimur áratugum og þá beindust augu manna einkum að Spáni, en úr framkvæmdum varð ekki. Nú er meðal annars ætlunin að ræða við Öryrkjabandalagið og útflutn- ingsaðila íslenskra afurða til Rætt við Pétur Sigurðsson, for- mann Sjómanna- dagsráðs um starf- semi ráðsins, m.a. hugsanlega heilsu- bótaraðstöðu í Portúgal og rekstur dvalar- heimilanna Portúgal um þetta mál og kanna hug manna til þess. Það má nefna að sjómannasamtökin á Norður- löndum hafa fyrir mörgum árum komið upp slíkri aðstöðu á Kan- aríeyjum og víðar. Ég tel að það sé enginn vafi á því að það er hægt að veita fólki fjölbreytta endur- hæfingu á ódýran hátt með þessu móti, auk þess, sem í þessu er fólgin mikil sálarleg uppbygging, ef svo má að orði komast. Ökkur finnst að það geti vel tengst saman sólskin og saltfiskur." 507 vistmenn á dvalarheimilum um áramótin Nú rekur Sjómannadagsráð dvalarheimili fyrir aldraða sjó- menn og sjómannaekkjur í Reykjavík og Hafnarfirði. Hvað dvelur margt fólk á þessum heim- ilum „Um síðustu áramót dvöldu á þessum dvalarheimilum samtals 507 manns. Á Hrafnistu í Reykjavík voru þá 164 á sjúkra- deildinni og 241 á vistinni en á Hrafnistu í Hafnarfirði dvöldu 88 í eigin íbúð. Auk þess dvöldu á Hrafnistu í Hafnarfirði 10 manns í skammtímavistun og 4 í dagvist- un.“ Þú nefndir hér fyrr að bygging hjúkrunardeildar fyrir aldraða við Hrafnistu í Hafnarfirði, væri eitt lang stærsta verkefni Sjómanna- dagsráðs til þessa. Hvað er áætlað að deildin rúmi marga vistmenn „Deildin á fullbúin að rúma 75 vistmenn og í ár er ætlunin að byggja fyrir handbært fé og afla þessa árs, en við vonum að þetta fé dugi til að koma upp botnplötu og jarðhæð heimilisins. Það hefur að sjálfsögðu verið meginverkefni okkar að fjármagna þessar fram- kvæmdir en það hefur að lang- mestu leyti verið gert með eigin fé. Einnig vegur þar þungt samkomu- lag, sem við höfum gert við þrjár stúkur Oddfellowreglunnar um ákveðið samstarf og samfara því fjármögnun frá þeim til þessara framkvæmda. Það er vitanlega erfitt að segja til um endanlegan byggingar- kostnað við hjúkrunardeildina, þegar kostnaður hækkar um fleiri prósentustig í hverjum mánuði vegna verðbólgunnar. í áætlun, sem gerð var í aprílmánuði sl., var áætlað að kostnaður við bygging- una fullbúna, fyrir utan rishæðina og án nokkurs húsbúnaðar, kostaði um 1800 milljónir króna. En þá er rétt að geta þess að tvær hæðir verða búnar mjög fullkom- inni þjónustuaðstöðu fyrir þjálfun og endurhæfingu fyrir vistfólkið sjálft og aðra, sem þessarar að- stöðu munu njóta, og þar á meðal íbúa í litlum einbýlishúsum eða raðhúsum, sem sérstaklega verða hönnuð fyrir aldraða og öryrkja Nú er unnið aö grunni hjúkrunar- deildarinnar við Hrafn- istu í Hafn- arfirði og er það eitt lang stærsta verkefni. sem Sjó- mannadags- ráö hefur unnið til þessa. Myndin er af fram- kvæmdurr en vonast et til að hús- næöið get orðið fok- helt í lok næsta árs Ijósm. Mbl. Kristján.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.